Alþýðublaðið - 10.07.1968, Page 2
mmm
Éftstjórar: Krlstján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 —
14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu,
Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — .Askriftargjald kr.
120,00. — f lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið bf.
ÞRÓUN EFNAHAGSMÁLANNA
Samkvæmt ákýrslu Efnabags-
stofnjunairinnar til Hagráðs, sem
birt var fyrir nokkru, er ekki
líklegt, að tnein aukning verði á
þjóðartekjunum í ár. í skýrslunni
ier gert ráð fyrir því, að þjóðar-
framleiðsian aaikist um 1.7% á
yfirstandandi ári, en að aukning
þjóðarteknanna verði minni. Er
því augljóst, að ekki þarf að bú-
ust við neinni verulegri aukningu
þjóðarteknanna á yfirstandandi
ári og eins líklegt er, að um enga
aukningu verði að ræða. Þetta
eru hinar köldu staðreyndir efna-
hagsmálanna. Þó er þetta heldur
'betra ástand en á sJ. ári, er þjóð-
arframlleiðslian minnkaði um
1.5%. Árið 1966 jókst þjóðar-
'framleiðsilan hins vegar um 3.5%.
Sést iaf þessum tölum, hversu
gífurleg umskiptin hafa orðið
síðan árið 1966. Ef ekki verður
um neina aukningu þjóðartekn-
anna iað ræða á yfirstandandi ári,
er ekki hægt að búast við því,
að um neinar kjarabætur verði
að ræða. Einstalcar stéttir geta
að vísu bætt kjör sín 4 kostnað
hnnara stétta, en í heild geta
þegnarnir ekki bætt kjör sín.
Efnahags(3tofn|unin igerir ráð
fyrir nokkurri aukningu þorsk-
afla á þessu ári og verulegri
aukningu síldarafla, sem muni
leiða til 10—11% framleiðslu-
auknnigar í fiskveiðum og fisk-
vinnslu og muhi heildaráflinn á
þessu ári verða 1.072.000 tonn,
en í fyrra hafi hann verið 895.000
tonn. Ef útflutningsverðlag hald-
ist svipað alHt árið og fyrstu mán-
uði þess, gæti verðmæti sjávar-
afurðaframleiðslunnar numið
5.600 milljónum króna sfamanbor-
ið við 4.135 milljónir króna 1967.
Svarar það tii 35% hækkunar,
sem iað verulegu lieyti stafar af
'gengisbreytingunni, en er að
nokkru vegna aflaaukningar. í
skýrslunni til Hagráðs er gert
ráð fyrir, að innf'lutningur muni
minnka um 12% frá því í fyrra.
En þrátt fyrir þann samdrátt í
iinnf lutningi og þá aukningu í út-
flutningi, sem áður er getið ’Um,
er igert ráð fyrir, að gjaldeyris-
staðan muni enn versnla á árinu
1968 um 300—400 milljónir króna.
Á s.l. ári versnaði gjaldeyrisstað-
an um 1400 milljónir króna.
í skýrslunni segir, að draga
muni verulega úr neyzlu og f jár-
festingu á árinu. Þó segir í
skýrsiunnli, að nokkuð muni
skorta á, að ful'l laðlögun að hinu
nýja ástandi efnahagsmálanna
muni nást. Það muni því verða
halíli á greiðslujöfnuði og minnk-
andi gjaldeyrisf orði, svo sem áður
segir. Skýrsla þessi var lögð fyrir
Hagráð um miðjan júní og hafði
þá ekki fengizt lausn á deilunni
um sumarsíldveiðarnar. Síðan
hefur það gerzt, að ríkið hefur orð
ið að lofa miklum fjárframlögum
til sumarsíldveiðanna. Sú lausn
getur skapiað fjárhagsvandlamál
fyrir ríkissjóð, Sem bætast mun
við efniahagsörðugleifca þá, sem
rætt er um í skýrslu Efnahags-
stofnunerinnar tii Hagráðs. Má
því öllum vera ljóst, að nauðsyn-
legt getur Verið að gera sérstak-
'ar ráðstafanir með haustinu til
lausnar þöim vandamálum, sem
að steðja. Enda þótt gert sé ráð
fyrir því í skýrslunni til Hagráðs,
að innflutningur dragist saman
um 12% á árinu, vegna áhrifa
gengisbreytingarinnar og minnk-
andi tekna almennings, getur ver-
ið, að igera þurfi enn frekari
ráðstafanir til þess að draga úr
innflutningi. Einnig verður sjálf-
sagt nauðsynlegt að grípa til ein-
hverra ráðstafana til þess að afla
teknia til þess að standa straum
af þeim útgjöldum, sem sumar-
síldveiðarnlaf (munu hafa í för
með sér fyrir ríkissjóð.
Foreldravald
AUÐKENNI foreldravalds
liggja í orðinu.
Um foreldravald eru - ský-
laus ákvæði í íslenzkri lög-
gjöf. Þar ber fyrst og fremst
að líta til lögræðislaganna nr.
95 frá 1947, þar sem segir í
22. gr.:
„Foreldrar barns, sem er ó-
sjálfráða fyrir æsku sakir, og
þeir, sem barni koma í foreldr
is stað ráða persónulegum hög
um þess. Nefnast þau lögráð
foreldravald“.
Foreldravald er semsé fólg-
ið í ráðum yfir persónuhög-
um barns, sem ósjálfráða er
fyrir æsku sakir. Enn er þó
nokkur óvissa um það innan
liögfræðinniar, hversu þau um-
cáð sfeuli tæmandi talin. Sýn-
ist fræðimönnum þar nokkuð
£ 10. júlí 1968 -
sitt hverjum, enda af mörgu
áð taka..
Foreldravaldi má annars
skipta í tvennt:
1. Réttindi og skyldur, sem
leiðir af venjulegum lögráð-
um.
2. Réttindi og skyldur, sem
eru sifjaréttarlegs eðlis.
Foreldravald er m.ö.o. hug-
ItOÖ
. &
RETTUR
tak, er varðar tvær greinir
lögvísinda, persónurétt og
sifjarétt. Eru báðar þær grein
ir innan svonefnds einkarétt-
ar, sem skv. fræðikerfi lög-
fræði er annar aðalmeiður
hennar.
Gera ber greinarmun á for-
eldravaldí annars vegar og
venjulegum lögráðum hins
vegar, þó að heitin foreldra-
vald, foreldraráð og lögráð,
séu í daglegu tali frjálslega
notuð af lögfræðingum sem
öðrum. Það er að vísu mála
sannast, að lögráð og foreldra
ráð ósjálfráða barns falli oft-
ast saman — en af því verður
ekki almenn ályktun dregin.
Varast ber því að grauta þessu
gagnrýnislaust saman. Til skýr
ingar skal á það bent, að kom-
ið getur fyrir, að móðir óskil-
getins barns sé alduxs vegna
sjálfráða en ekki fjárráða;
væri þá óeðlilegt að hún færi
með það vald fyrir biarnið, sem
hún ekki telst fær um að hafa
á hendí fyrir sjálfa sig. Hin
unga móðir ræður því persónu
legum högum barns síns en
ekki fjárhögum þess, — þar
þarf sérstaks fjárhaldsmanns
við. Er þetta auðskilið og auð
fundið dæmi þess, að lögráð
og foreldravald fari ekki sam
an, þó að reyndin sé oftast sú
samkvæmt áður sögðu, að lög
ráð barns og foreldraráð yfir
því séu á sömu hendi. Annað
dæmi aðskilnaðar er það, þeg
ar fósturforeldrar fara með
foreldrar áð barns, en kyintforteldr-
ar með lögráð Þesís að inafini til,
svo isern . aHlalgengt mun vera
Iþæði hér 'á landi og annars
staðar.
1 22. gr. lögræðislaganna er
það skýrt tekið fi-am, hverjir
séu löglegir handhafar for-
eldravalds. Er þar greint á
milli foreldravalds yfir skil-
getnum börnum og óskílgetn-
um börnum, en þau hugtök
hafa áður verið skýrð í þátt-
um þessum, og því ástæðulaust
Framhald á bls. 14.
Blessul biíðan.
„Þetta er nú meiri blessuð
blíðan“, stöndum við sjálf okk
ur og aðra að því að segja hvað
eftir annað þessa dagana, og
aðrar setningar í svipuðunx
dúr glymja einlægt, þegar guð
prívíligerar okfcur með bless-
aðri sólinni, sem svo sjaldan
sést hér, og þeirri dýrð, sem.
sólskinsdagar um sumar veita
okkur.
Og nú hefur dýrðin staðið f
meira en viku hér í borginni
og það samfleytt. Þess utan
hefur vorið staðið fyrir sínu;
þá var oft sólskin, ef ég man
rétt. Því segi ég það, mikið
lifandis skelfingflr ósköp eru
sumir orðnir brúnir. Að vísu
verða sumir bara rauðir, ým-
ist >eins og gulrætur eða kop-
ar, eing og alkunma er. Þessi
rauði litur er mér mjög minni
isstæður síðan ég sá Goldfing
er í bíó. Og einmitt vegna
þess, að mér dettur hann alltaf
í hug, þegar ég sé rauða fólls
ið, þá fer lítillega um mig, en|
það er önnur saga.
Þó hefur farið um fleiri enf
mig og minnist ég þá vinstúlku
minnar, sem var í munnlegil
prófi og prófandinn nýkominn
frá einu sóLarlandinu. Þetta
stóð stúlkunni, hreint út sagt,
fyrir þrifum í prófinu, og er
ég hitti hana á götu, að prófi
loknu, nötraði hún og sagði,
að hann (prófandinn) hefði
verið svartur eins og skrátt-
inn.
Annars sá ég einu sinni
imeistarastykki af einni vatns
litamynd, sem bar heitið sól-
fíkn. Hún var eftir einn hinna
yngri snillinga. Ummál mynd
ar þessarar var >að vísu mjög
lítið, þetta var næstum því
miniatúrmynd, og sjálfsagt
verið flaustursverk; en hún
lýsti snilldarlega afstöðu kop
arfólksins til sólarinnar.
En við erum nú svo misjöfn,
(eins og a-llir vita) og þá auð-
vitað líka misjafnt, hvaða pól
við tökum í hæðina, þegar sól
in okkar á í hlut.
Og meðan enn er frelsað
fólk, sem getur hugsað sér að
nota sólina til annars betra eh
flatmaga í geilsum hennar til
að fá á sig gljáa góðmálmsinS
kopars, sé ég hreint enga á-
stæðu til að fetta fingur út í
sólfíkn. s.S.
SMAAUGLÝSING
?
¥
1
símíiin
er
14906
ALÞÝÐUBLAÐIÐ