Alþýðublaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 1
Föstudagur 16. ágúst 1968 —; 49. árg- 158. tbl- Rússar skrifa um v-þýzka innrás I blaðinu Izvestija birtist í gær sú undarlega frétt, að vesturþýzki herinn hefði haft uppi ráðagerðir um leifturár- ás á Austur-Þýzkaland og Tékkóslóvakííu, en fréttir af þessum ráðagerðum hefðu lek ið út í tæka tíð. Ráðagerðin var í því fólgin að herinn átti að gera leiftur árás á Berlín og aðra mikil- væga staði og rjúfa samband milli A-Þýzkalands og Pól- lands. Aðrar herdeildir áttu að leika sama leikinn í Tékkó slóvakíu. FRANCO HÓTAR ILLU Ríkisstjórn Franco's á Spáni hefur hótað uppreisnarmönn- um í Iandi Baska og annars- staðar dauðadómi og segja fréttaritarar að stjórnin muni ekki hika við að beita Iion- um til að brjóta uppreisnar- tilraunir á bak aftur. Btaða- mönnum hefur verið hótað þungum refsingum ef þeir, að dómi lögreglunnar gerí sig seka um rangar eða æsinga- kenndar upplýsingar um starf semi lögreglunnar. Álitið er að 250 Baskar hafi ve'rið handteknir að undan- förnu, en ekkert lát hefur ver ið á hermdarverkum. Engir eftirbátar í Suðurlandaferðum Ferðamannastraumurinn frá norðlægum löndum til sólar- landa virðist sífellt fara vax- andi. Þannig fara nú tveir til þrír af hverjum hundrað Norð mönnum í ferðir til suðlægra landa. íslendingar munu ekki vera neinir eftirbátar frænda sinna, því búast má við. að um það bil 5000 íslendingar leggi leið sína til sólarlanda á þessu ári, en það eru sem sagt tveir til þrír íslendingar af hve'rjum liundrað. Hanir virðast þó vera enn ferðaglað ari en Norðmenn og íslending ar, því að fimrn til sex pró- sent íbúa Danmerkur fara í sólarferðir í ár, að því talið er. Alls fóru 26.368 íslendingar utan á siðastliðnu 13,8% þjóðarinnar. Þjóðmálin til umræðu í sjón- vðrpinu í kvöld Ástæða er íil að vekja at- hygli á þættinum í brenni depli í sjónvarpinu í kvöld. Haraldur J. Hamar, ritstjóri, mun þar ræðá við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um á- stand og horfur í þjóðmál- um. Útsendingin verffnr bein. Á morgun kemur sjón- varpsdagskráin í blaðinu fyrir næstu viku. Af efni í næstu viku má nefna skemmtiþáttinn Litli sand ur í umsjá Magnúsar Ingi marssonar, skemmtiþátt- inn Á rauðu ljósi, sem er í umsjá Steindórs Hjörleifs sonar, og fluttur verður á föstudagskvöld. Laugar- dagskvikmyndin verður Síðasti leiðangur Scotts með John Mills í aðallilut verki. STULKAN er norsk og það sem kætir hana eru jarðaberin og góða veðrið. Þótt aðeins sé farið að kólna í veðri er etin tíimi fyrir fallegar sumarmyndir. Tala sjónvarpstækja 24 til 25 þúsund Á tæpum mánuði fundust 4S9 óskráð sjónvarpstæki og um 1000 útvarpstæki. SBLAÐIÐ IIEFUR kleraé Tala skráðra sjónvarpstækja á landinu er nú á milli 24 og 25 þúsxmd. Skráð útvarpstæki eru rétt innan við 50 þúsund, þar af um 12 þúsund tækS í bifreiðum. Reikna má með að tala skráðra útvarpstækja hækki verulega á næst- unni, þar sem Ríkisútvarpið gerir nú gangskör að því að leita uppi óskráð tæki á heim- ilum og í bifreiðum. Ofan- greindar upplýsingar og þær sem koma hér á eftir fengum við í gær hjá Gunnarf Vagns- syni, framkvæmdastjóra fjár. mála Ríkisútvarpsins. Tala skráðra útvarpstækja í bifreiðum er örugglega ekki nema helmingur af þeiim tækj nm sem í bifreiðum eru. Er (þetta byggt á sérstiakri könn- trn, sem Ríkisútvarpið hefur gert. Kom 4 ljós við könmimina að líklegt <er að 3 af hverjum 4 bifreiðum á landinu séu með útvarpsviðtæki. Algengt er að irteimi taki viðtækin úr bifreið- um sínum er þeir fara með þær til skoðunar. Undanfarið hefur verið til umræðu hjá Ríkisútvarpinu að fara þess á leit við stjómvöld að þau komi í lög að sérhver s < s \ s I s I AÐ nyxega hafi þýðendur hjá^ k sjónvarpinu stofnað meðjj S sér félag til að bæta kjörs | sín. | k b MMMMMMMMMMMMMMMMMMMtMMMMMMMMMMMMMWMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMtMMMV bifreiðaeigandi greiði hálft afnotagjald útvarps, 410 krón- ■ur um leið og skai'cbur er greidd ur af bifreiðinni. Sparar þetta Ríkisútvarpinu að leggja í ikostnað við eftirlit og léttir rnieð þeim sem staðið hafa í skilum. Herferð Ríkisútvarpsins gegn óskráðum sjónvarps- og út- varpstækjum Ihefur borið góð- an árangur. Á tæpum mán- uði fyrir skömmu fundust 469 óskráð sjónvarpstæki og nálægt 1000 útvarpstæki. Meginástæða þess að tæki eru óskráð er sú, að eigendur þeirra enu í góðri Gunnar Vagnsson trú þess að seljandi hafi skráð tækið, en það er skylda selj- anda. Hins vegar bregzt oft að seljandi ræki skyldu sína. Ríkisútvarpið hefur ekki beitt refsingum vegna óskráðra Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.