Alþýðublaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 3
J. Downs og Þorraldur Jónsson við Vicon áburðardreifarann. Ein myndarlegasta deild sýn- ingarinnar er deild fyrirtækis- ins Globus h.f. Þar eru saman komin landbúnaðartæki frá 15 erlendum fyrirtækjum og alls eru á' svæðinu 50-60 tæki og vél ar, allt frá garðsláttuvélum og rafgirðingum til heybinditækja og skurðgrafa. Árni Gestsson, forstjóri og Þor valdur Jónsson, sölumaður gengu með okkur um svæðið og sýndu okkur þá hluti er fyrirtækið leggur mesta áherzlu á að kynna í deiídinni. Einn af athyglisverðustu hlut- um deildarinnar er þyrilsláttu- vél, sem miklar vonir eru bundn ar við. Hefur vélin verið reynd hjá Bútæknideildinni á Hvann- eyri og reyndist vélin afar vel NTB — Hanover. Norðurlanda- búar lifa að m.eðaltali lengur en annað fólk segir í skýrslu frá líftryggingarfélagi í' V-Þýzka- landi. Efst á listanum eru Norð menn, næstir Hollendingar, Rússar, Sviar, Frakkar og Dan- ir. Á íslendinga er ekki minnzt, enda nær listinn ekki yfir nema 19 lönd. Evrópskar konur lifa að með altali 10 árum lengur en evróp skir karlmenn. þar. Er hún afkastamikil, einföld í byggingu og viðhald lítið. Slær vélin um 2 hektara á klukku- stund. Þá eru á svæði Glóbus hjól- rakstrarvélar og hjólmúgavélar frá Vieon verksmiðjunum í Hol- landi. Er raunar óþarft að kynna vélarnar, því þær eru í notkun á flestum býlum á ís- landi. Ein merkilegasta nýjungin frá Vieon eru áburðardreifarar. Eru þeir óvenju liprir i notkun, því þeir eru tengdir beint í vökva lyftuna. Hægt er að leggja beint að áburðarstæðunni, snúast í krappa hringi og fara gegnum þröng hlið, án þess að dreifar- inn rekist utan í eða fari útaf. Dreifararnir eru ryðfríir úr trefjaplasti og ryðfríu stáli. Á sýningarsvæðinu hittum við útflutningsstjóra Vicon verk- smiðjanna Mr. J. Downs. Downs tjáði okkur að Vicon verksmiðjurnar væru stærstu framleiðendur áburðardreifara í heiminum og með stærstu fram leiðendum lieyvinnuvéla. Glob- us hefur flutt inn vörur frá Vic on frá árinu 1956. Verksmiðjurn ar hafa starfað frá árinu 1946 og flytja út vörur til 60 landa. 100 manns starfar hjá verksmiðj unum, en sjálfvirkni er mikil. Þetta er Jóna Haraldsdóttir, sem afgreiðir alls kyns matvæli fyrir Sláturfélagið á Landbúnaðarsýning- unni og gefur gestum að bragða á nýjum framleiðslu tegundum. NYJUNGAR HJÁ SS A Landbúnaðarsýningunni indamaður blaðsins náði tali hefur Sláturfélag Suðurlands af Jóni Eyjólfssyni, sem þar myndarlegan sýningarbás. Tíð- var staddur og skýrði hann frá Þessi mynd er úr bás Náttúrulækningafélags íslands á Landbúnaðar sýningunni. Konan heitir Kristrún Jóhannsdóttir og gefur gestum ýmsar upplýs'ingar varðandi matvæli þau, sem í kringum hana eru. Það er ,rétta' fæðið í sýningarbás Náttúrulækn- ingafélagsins á Landbúnaðar- sýningunni hittum við að máli Kristrúnu Jóhannsdóttur, stm leiddi okkur í allan sannleik um ýmislegt það, sem í básn- um er að sjá. Kristrún er lærð- ur matvælasérfræðingur eða dietician. Sem síendur starfar hún á Landsspítalanum við að kenna þeim sjúklingum, scm "þurfa að neyta sérstaks fæðis, hvernig þeir e'iga að haga fæðuvali sínu. Þarna eru dúkuð tvö matborð með tilheyrandi matvælum; er annað þeirra morgunverðarborð eins og þau tíðkast á Náttúru- lækningahælinu í Hveragerði, en hitt teborð. Kristrún sagði okkur, að allt grænmeti, sem þarna væri, væri ræktað í gróðurhúsi Náttúru- lækningafélagsins í Hveragerði og er þar ekki notaður neinn gerviáburður né heldur eitur- efni til varnar. Með þessu rnóti eykst bæði næringargildi og geymsluþol grænmetisins. Sýndar eru íslenzkar lejurtir^ sólþurrkaðar, og eru sumar teg undirnar ræktaðar í gróðurhúsi Náttúrulækningafélagsins. Það, sem ræktað er í þessu gróðurhúsi, er notað í Náttúru- lækningahælinu í Hveragerði og einnig á matstofu félagsins að Hótel Skjaldbreið, en það, sem eftir er, er selt í verzlun félags- ins, en hrekkúr þó hvergi til. ýmsum nýjungum, sem þarna eru á boðstólum. Þar ber fyrst að 'telja „Luncheon Meat“, sem er mjög hentugt efni í margvíslega skyndirétti, heita eða kalda. Sýningargestum hefur verið boðið að bragða á þessum rétti, og hafa þeir látið velþókftun í l.iósi. „Luncheon Meat“ er enn ekki komið á markaðinn, en það verður fljótlega. Eitt af því, sem lögð er ftiikil áherzla á hjá Sláturfélaginu nú, er að koma slátrinu í plast umbúðir, en varpa vömb'únum fyrir borð. Er þetta allt að 20% ódýrara, og auk þess hreinlætisatriði. Einnig er geymsluþolið meira. Slátrið er í 200 grðmma pakkningum og er lifrarpylsan seld á 15 kr., en blóðmörinn á 10 kr. á sýn'ngunni, en þetta er vörukynningarverð. Búðar- verð verður nokkru hærra. Grillpylsa „skinnlaus'1, telst til nýjunga, svo og hraðfryst- ur hamborgari. Er honum pakk að í loftþéttar umbúðir, og eru tvær sneiðar í hverjum pakka, sem kostar kr. 20 á kynningar- verði, en kr. 29 á búðarverði. Kúbumenn flýja NTB — Flórida. 14 kúbanskir flóttamenn lontu í gær í bæn um ITomestead í Florida eftir að hafa stolið flugvél af sovézkri gerð í bænum Varadero um 96 km. frá Havana. Fólkið bað um hælisvist í Bandaríkjunum sem pólitískir flóttamenn. 10-]5°jo afsláttur af tjöldum og ferðavörum 16. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.