Alþýðublaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 7
pý'wp- '/■ Miklar breytingar á sölu saltsíldarinnar HVAR eru helztu markaðssvæðin fyrir saltsíld í heiminum? Hvemig skiptist markaðurinn eftir stærð síldarinnar? Hverjar eru söluhorfurnar nú fyrir Suðurlandssíld? Þetta eru allt atriði, sem Gunnal' Flóventsson, fr'am- kvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar, fjallaði um í erindi, sem hann flutti á aðalfundi Félags síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi fyrir nokkrum dögum. í erindinu kom m.a. eftirfarandi fram: i.Helztu markaðssvæði fyrir saltsíld í heiminum eru í Mið-Evrópu og Austur-Evrópu norðan Alpafjalla og vestan Karpatafjalla og í Norður-Evr ópu og Skand'inavíui. Einriig er um lítilsháttar markað að ræða í Bandaríkjunum og ísrael. Annars staðar er ekki ÁENSKU TÍMARIT Komið er út sumarhefti árs- fjórðungsrxtsins „65”, sem gefið er út á ensku í Reykjavík. Rit stjóri og útgefandi er frú Amalia Líndal, og er heftið fjölbreytt að vanda. Meðal greina eru þessar: Inflation in Iceland eftir Jónas Haralz. The Rise of Chemical and Allied Industries eftir Baldur Líndal. Framhald á bls. 10. um að ræða saltsíldarneyziu nema þá helzt á nokkrum þúsundum tunna í Suður-Afr- íku. Evrópa skiptist þannig, áð í norðurhlutanum, aðallega á Norðurlöndum og að nokkru#; leyti í.Sovétríkjunum er mest um að ræða eftirspurn eftir stórri síld og svo er einnig í Bandaríkjunum. Önnur svæði hafa aftur keypt smærri síld, svo sem Norðursjávarsíld og norska vetrarsíld og íslenzka Suðurlandssíld. Neyzla saltsíldar hefur ekki aukizt í hlutfalli við fólks- fjölgunina í neyzlulöndunum og liggja fyrir því ýmsar á- stæður. Miklar breytingar Miklar breytingar hafa orð- ið á söluhorfum og sölu síldar á undanförnum árum. Meðan bræðslusíldarafurðir voru f háu verði lögðu Norðmenn t.d. ekki mikla áherzlu á síldar- söltun. Nú hefur þetta breytzt þannig, að t.d. árið 1965 fram- leiddu þeir 15 þúsund tunnur af saltsíld, en í ár stefna þeir að því að framleiða 150 þús- und tunnur. Finnar, sem til skamms tíma keyptu alla sína saltsíld af íslendingum, stefna 1 nú að því að afla sjálfir þeirr ar síldar, sem þeir þarfnast. Þá hafa Austur-Þjóðverjar, sem um skeið keyptu mikið magn af Suðurlandssíld, svo og Rússar stóraukið saltsíldar- framleiðslu sína. Enn er ekki fullkannað, hve mikið magn af Suðurlandssíld hægt verður að selja á þessu starfsári. Það verður þó kann að fljótlega og þá reynt að nýta til þrautar þá markaði, sem selt var á síðastliðið ár og undanfarin ár. ÞESSI fljúgandi kafbátur, sem á myndinni er að hefja sig á loft í reynsluflugi var gerður af amerískum vélfræðingi í New Jersey. Hann segir uppfinningu sína geta kafað, siglt á yfirborðinu og flogið hvenær sem stjórnandinn óski þess. Uppfinningín er 26 fet á lengd og hefur náð 75 feta hæð. Kafbáturinn fljúgandi var nýr lega til sýnis á alþjóðlegri sýningu uppfinningamanna í New York. 28 salta síld núna en voru 42 árið '62 Það kom fram á aðalfundi Fé- lags síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi, sem haldinn var 12. þ.m. að síldarsaltend- um á svæðinu hefur fækkað* mikið eða úr 42 árið 1962 í 28. Ástæðan er hve erfitt hefur reynzt að afla hráefnis vegna aflatregðu og hve erfitt hef- ur verið að selja síld fyrir- fram. Á árinu (1. maí — 30. april) voru gerðir fyrirframsamning ar um rúmlega 50 þúsund tunn ur, en ekki náðist að afgreiða nema 45.949 tunn;ur, mest til Póllands og Rúmeníu. Á fundinum voru eftirfar- andi þrjár tillögur samþykkt- ar einróma: Um tolla af síldartunnum „Aðalfundur F.S.S., haldinn í Reykjavík mánudaginn 12. ágúst 1968 skorar á ríkisstjórn ina að endurgreiða tolla af síldartunnum svo sem áður var gert og gert er af öðrum ixmbúðum um útfluttar sjávar- Framhald á 13. síðu. Eitt og annað um Landbúnaðarsýninguna Sérstakt má það teljast að ekki hefur komið dropi úr lofti á meðan Landbún- aðarsýningin hefur staðið. Mjög varlegt er að treysta því að sýningin verði fram lengd — a.m.k. er víst aö langflest liúsdýr verða send heim á mánudagsmorgu.n. Þá hafa þeir sem selt hafa vélar á sýningunni lofað mörgum afhendingu á mánu dag. -O- Nýja skyrið sem fólki gofst kostur á að gæða sér á í mat- sal Landbúnaðarsýningarim íar fær góða dóma. Mjólkursam- salan vonast eftir að geta naf ið sölu til almennings fyrir áramótin. -O- Mjólkursamsalan hefur áhyggjur af því hvað rjóm- inn þeytist illa og hyggst bæta úr því hið bráðasta. Rjóminn yrði sennilega að hækka örlítið í verði ef fitumagn hans yrði aukið. -O- Keflavíkursjónvarpið , sendi kvikmyndatökumenn á sýn- inguna í fyrradag og á, að senda þátt út í kvöld. Heim- sóknin var að frumkvæði sjón varpsins á Keflavíkurflugveili. — O — Tiltölulega fáir bændur hafa séö sýninguna fram til þessa, en von var á þeim í gær og í dag í stórhópum. -O— Menn, sem varla er tákandi mark á, segja að líklega stand- ist það á endum, að sumir bás anna á sýningunni verði til- búnir um það leyti sem sýn- ingunni lýkur. .... /0-/5% afsláttur af tjöldum og ferðavörum i 1500 feta löng járnbrú hrundi niður og skolaðist burt er áin Purna í Maharashtra-fylki í Indlandi flæddi nýlega yfir bakka sína. Tjón af völdum flóðanna er metið á 15 milljón dollara og talið er að um þúsund manns liafi týnt lífi. Aðalstræti — Nóatúni — Laugavegi 164. 16. ágúst 1968 ALÞÝÐUBLAÐÍÐ 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.