Alþýðublaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 8
BANDARÍSKAR KOSNINGAR OG BANDARÍSK KOSNINGA-
BARÁTTA eru alveg sérstakt fyrirbrigði, eins og jafnvel íslenzkir
blað'alesendur hafa orðið áþreifanlega varir undanfarnar vikur,
Múgrmennska, hyllingrar, jafnvel „show-business“ eru allt ómiss.
andi þættir fyrirbrigrðisins ogr koma oss íslendingrum ærið annar-
lega fyrir sjónir á stundum.
Eri þó að Bandaríkjamenn
hegði sér frjálslega við kosn-
ingar og beiti öllum tiltækum
ráðum til að auka á vinsæld-
ir sinna manna, er til fjöld-
inn allur af bandarískum laga-
ákvæðum, sem leggja hinar
og þessar hömlur á aðferðir
kosningasmala og frambjóð-
enda, þannig að þeir haldi sig
innan takmarka velsæmis og
sæmilegrar siðmenningar. Hitt
er svo annað mál, hversu á-
kvæðum þessum er framfylgt.
Um það munu Bandaríkja-
menn næsta ósamrhála, enda
hverjum annt um sinn kandi-
dat. Á það skal þó bent, að
síðastliðin 43 ár hefur ekki
fallið neinn dómur innan
bandarísks lögsagnarumdæm-
is fyrir lagabrot af þessu tagi.
Tíu af fimmtíu ríkjum Banda
ríkjanna hafa um það ákveðn
ar reglur, að pólitískum fram
bjóðendum beri að gera glögga
grein fyrir útgjöldum sínum
og tekjum af kosningum
og kosningabaráttu sinni.
Enginn frambjóðandi má, seg
ir á öðrum stað, veita viðtöku
meira en 5.000 dollurum frá
einum og . sama manninum.
Rasskilega er þó á bak við þetta
farið, þar sem stuðningsmönn
um hvers frambjóðanda er
heimilt að stofna eins marg-
ar nefndir sínum manni til
stuðnings og þá lystir, og
kosninganefndir þessar eða
kjörráð mega aftur taka við
eins stórum fjárframlögum og
verkast vill. Frambjóðandinn
getur svo borið fram þá afsök
un, að hann ráði ekki fjárresð
um stuðningsmanna sinna og
viti næsta lítið um þær, og
við því er víst ekkert að
segja. Þá hafa stéttafélög oft
látið háar upphæðir af hendi
rakna til þess frambjóðanda,
er þeim hefur verið að skapi,
og engin reikningsskil verið
um það gerð; eiginlega þykir
ekkert við það að athuga.
Þegar kjördagur bandarísku
forsetakosninganna árið 1960
rann upp, hafði ungur maður
að nafni John F. Kennedy
ferðazt samtals 70.400 kílö-
metra — þ.e. næstum því tvisv
ar sinnum kringum jörðina —
haldið 400 ræður í 45 ríkjum
og eytt meira en átta hundr-
uð milljónum króna í það aö
reyna að krækja sér í Hvíta
húsið með öllu tilheyrandi.
Og Kennedy tókst það, svo
sem kunnugt er, og hefur því
ekki haft ástæðu til að sjá
eftir öllu þessu. Næstum helm
ingur þessarar geysilegu fjár-
fúlgu kom frá Kennedyfjöl-
skyldunni. Já, það er ekki öll-
um hent að ætla að ná kjöri
innan Bandaríkjanna.
En hvernig stendur á því
að þetta kostar svo mikið,
munu eflaust margir spyrja.
Því er til að svara, að þar
kemur margt til. í fyrsta lagi
verður frambjóðandinn að
kaupa tíma í sjónvarpinu.
Dæmi: í Nebraska-ríki keypti
Robert F. Kennedy auglýsinga
tíma fyrir meira en 100.000
Dæmigerð sviðsmynd bandariskrar kosningabaráttu. Humphrey í ræðustól.
3 16. ágúst 1968 —
ALÞYÐUBLAÐIÐ