Alþýðublaðið - 10.09.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.09.1968, Blaðsíða 2
Bréfa— KASSINN Bltstjórar: Krlstján Bersl Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: AlþýðuhúsiÖ við Hverfisgötu, Reykjavík. — Frentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Askriftargjald kr. 120,00. — f lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið bf. FRYSTIHÚSIN Bátaflotinn og frystihúsin eru kjarni atvinnulífs í tugum byggða umhverfis allt ísland. Víða er aðeins eitt frystihús á hverjum stað, og sýnir reynslan á sorglegan hátt, að þar vofa yfir atvinmuleysi og vandræði, ef starfsemi hússins stöðvast. Hefur einmitt þetta komið fyrir á nolckr um stöðum í seinni tíð. Frystiiðnaðurinn hefur orðið fyrir miklum áföllum vegna verðfalls undanfarin misseri. Hef ur ekki verið um annað að ræða en bæta þau áföll að einhverju leyti til að forðast víðtækt at- vinnuleysi og framleiðslutap. Nú fyrir skömmu hefur enn tekizt samkomulag milli Sölumiðstöðv- iar hraðfrystihúsanna og ríkis- stjórnarinnar um þau mál. Mun verðtrygging frystihúsanna hækka í 75% eftir 1. ágúst, og þau fá 25 milljónir króna í fram- lag, sem grei'tt verður eftir sömu reglum og hagræðingarfé. Er ástæða til að fagna þessu sam- komulagi eins og hverri þeirri aðgerð, er tryggir áframhald grundvallar atvinnugreinia í land inu. Afkoma og afstaða hinna ein- stöku frystihúsa er að sjálfsögðu mjög misjöfn. Mikið hefur verið gert til hagræðingar á rekstri þeirra, meðal annars með opin- berri aðstoð, og án efa má gera mikið á því sviði enn. Þó mun heildarafkoma húsanna jafnan fara mest eftir þeim reksturs- grundvelli, sem þjöðfélágið getur skapað atvinnuvegunum í heild. Samtök frystihúsanna hafa gert mikið til að selja afurðir þeiri-a og hafa bæði fjölda manns og heilar verksmiðjur í öðrum lönd- um til þess. Leið nútímans er að fullvinna fiskinn, þannig að hann sé nálega tilbúinn fyrir húsmóð- urina. í sölustarfinu hafa íslendingar notið þess, að fiiskur héðan hefur verið talinn af sérstökum gæðum. Þetta er þýðingarmikið atriði, sem ekki má glatast. Þó hafa ýmsir hugsandi menn áhyggj ur af því, að gæði hráefnisins séu ekki eins og þau gætu verið. Ætti þjóðin nú, óbreytt verka- fólk ekki síður en yfirmenn og matsmenn, að gera nýtt átak til að tryggja vörugæði og halda uppi þeirri trú, sem ríkt hefur svo lengi. Þvílíkt átaik mundi hjálpa þjóðinni verulega til að komast yfir þau miklu vandræði, sem nú dynja yfir. Núverandi erfiðleikar verða ekki leystir með eiinu pennastriki. All't bendir til þess, að þjóðin verði að gera langvarandi átak á mörgum sviðum, en allar vinnu- stéttir verði að leggja fram sinn skerf. Hagræðing og vörugæði verða lífsreglur dagsins í enn ríkari mæli en hingað til hefur verið. NÝJAR HUGMYNDIR í UMRÆÐUM þeim um póli- tískan leiða, andúð fólks, og einkum þá ungs fólks, á stjórn- málastarfi og stjórnmálaflokk. um, sem spunnizt hafa í sumar I framhaldi forsetakosninganna, heyrist því stundum fleygt að unga fólkið og aðrir óánægðir hafi engar eigin hugmyndir fram að færa um þjóðmál, áhugaleysi þeirra á stjórnmálum stafi af hugmynda og hugsjónaleysi um þjóðmál. Saddir og sælir þegn- ar velferðarríkisins hafa engar nýjar hugmyndir, engan áhuga á hugsjónum, segja menn þá, ekki áhuga á neinu öðru en eigin hag og skemmtanalífi. Og spyrja síðan til sannindamerk- is: hafa nokkrar nýjar hug- myndir ungra manna um þjóð. félagsmál komið fram, hvar hafa þær komið fram? Og svara sigri hrósandi: þær hafa hvergi komið fram. Þessari spurningu má raunar svara með annarri spurningu: Hvar eiga slíkar nýjar hug- myndir að koma fram? Framtak og á'hugi einstakra manna úti í bæ og úti um land endist skammt til að endurvekja á- hugaverða. umræðu um þjóðfé. lagsmál meðan þeir standa uppi einangraðir hver fyrir sig eða í þröngum hópi. Stjórnmála- flokkarnir eru eðlilegt' tæki samfélagsins til skoðanamótun- ar, skoðanaskipta, skoðanabar- áttu um þjóðfélagsmál, en ekki verður séð að íslenzku stjórn. málaflokkarnir hafi sem slíkir neinn áhuga á því að gæða skoðanalíf sitt neinum nýjum anda né sýni neina viðleitni í þá átt; hins vegar hafa flokk- arnir fullkomin yfirráð yfir öil- um helztu farvegum frjálsra um- ræðna um þjóðfélagsmál, þjóð. mál og stjórnmál og hvaðeina annað í nútíðarsamfélagi, blöðum, útvarpi og sjón. varpi. í stjórnmálum eru blöðin sem kunnugt er ekki nema úti- bú, þingflokkanna, á'róðurstæki tii sóknar og varnar, og ekki sjálfstæðir aðilar að skoðana. myndun, og útvarp, að með- töldu sjónvarpi, er undir sam- eiginlegri stjórn allra flojfck- anna. Hvenær heyrist þess getið að útvarp taki frumkvæði í um. ræðu um þjóðmái og stjórnmál? Sá vottur frjálsræðis sem gætir í margnefndum viðtala og sam- talsþáttum í útvarpi er meiri í sjón en raun því að hefðbund- inna flokkslegra hlutfalla er að jafnaði gætt í vali þátttakenda og viðmælenda, og pólitískur forustumaður sjaldan eða aldr- ei fenginn til viðræðu í útvarp nema hann hafi lautinant sinn úr fiokknum sér við hönd til að spyrja sig „rétt.” En augljóslega eiga ný sjónarmið, nýjar hug. myndir, ef til væru, erfitt un; að komast á' framfæri, ef öll um- ræðutæki í samfélaginu, allir farvegir umræðu, eru einskorð- aðir við hið hefðbundna póli- tóska .kerfi, áhugamál og hags- muni þess. Dæmi þess hve frábitnir flokkarnir eru nýjum hugmynd. um, nýju mati og afstöðu, má að sönnu hvarvetna sjá, í hverju því þjóðmáli sem uppi er á hverjum tíma, til að mynda í umræðum þeirra um íslenzk ut- anríkis og þjóðernismál og raunar alþjóðamiál ^ .almenntj, sem jafnan eru bagnýtt í þá'gu fiokksáróðurs innan lands. Nú síðast' hefði Tékkóslóvakíumál- KJALtARI ið vel mátt verða tilefni nýrr- ar umræðu um okkar eigin aðstöðu og afstöðu á alþjóða. vettvangi, okkar eigin þjóðern- ismál. Það má vel vera rétt að af atburðunum í Tékkóslóvakíu sé þá ályktun að draga að okk- ur beri að halda okkur sem fastast í Nato í skjólinu af mætti og dýrð Bandaríkjanna. En vandlæting stjórnmálamanna og blaða út af Tékkóslóvakíu verður óneitanlega harla innan- tóm, ósannfærandi, ef þeir taka til í hennar nafni að réttlæta stríðið í Vietnam, valdarán fas. ista í Grikklandi, bandarískan imperíalisma eins og hann birb ist: í Suður-Ameríku, nú eða barasta bara sjónvarpsmálið hér á landi um árið. Kommúnistar hafa löngu rúið sig tiltrú með fylgispekt sinni við sovézkan imperíalisma, stöðugri ’réttlæt- ingu rússneskra ofbeldisverka, hvort heldur var í Finnlandi, Berlín eða Ungverjalandi. Og þótt jafnvel þeir sem aldrei „biluðu í Ungó” um árið séu nú sjálfsagt einlæglega „spæld. ir út af Tékkó” verður hinu ekki neit'að að þeir sprikla nú í eigin neti, þegar þjarmað er að þeim út af Tékkóslóvakíumál. unum. Hvorugur aðili hefur sýnt minnsta áhuga á nýrri um- ræðu um okkar eigin utanríkis- og þjóðernismál, sem hlýtur að byggjast á vímulausu mati ialþjóðamála, skiptingar heims. ins í áhrifasvæði og stöðu okk- Framhald á bls. 14. Hjáip í viSiögum Fararstjórum og leiðsögu- mönnum í öræfaferðum er oft nokkur vandi á höndum, margt getur gerzt, sem ekki var reikn. að með í upphafi ferðar, t. d. geta veðurguðirnir ruglað alla reikninga. Má' í því sambandi minna á Vatnajökulsleiðangur Spánverjanna í sumar, sem til- tölulega var vel út búinn, en stóðst þó livergi nærri áætlun, nokkurra daga töf varð á jökl-' inum vegna veðurs, senditæki biluðu, matarbirgðir þrutu, allt fór þó vel að lokum, sem sjálf- sagt má að nokkru þakka flug. vélum og björgunarsveitum, sem sendar voru á vettvang. * f Önnur óvænt atvik geta líka komið fyrir, bilanir farartækja, slys, veikindi, eins og t. d. átti sér (stað um verzlunarmanna- helgina í sumar, þegar stúlka veiktist skyndilega inni í Kýl. ingum á Landmannaafrétti, í Ijós kom, að hún átti von á barni og fæöingin var ekki langt undan. Var ekki annað sýnna en fararstjórinn yrði að taka að sér ljósmóðurstörfin. Úr þessu rættist þó, talstöðvarbíll var á næstu grösum og var komið á framfæri orðsendingu um sjúkrabíl, svo að stúlkan komst til byggða í tæka tíð, en mjóu munaði. ★ Þessi og önnur atvik sýna, að ýmislegt getur komið fyrir í ó- byggðaferðum, sem reynir á dugnað og úrræðasemi farar. stjóra, en gefur jafnframt tii kynna að gæta þarf nauðsynlegs öryggis í ferðalögum, ekki sízt inni á öræfum, þótt vandkvæðin séu að jafnaði annars eðlis en í þessum tilteknu dæmum. Þess vegna er skynsamlegt, að hafa jafnan einföldustu sjúkragögn við hendina, enda er til þess ætlazt að fólksflutningabílstjór- ar hafi ávallt þar til gerðan lyfja kassa í bifreiðum sínum, ef til þarf að taka. Að vísu eru slys eða alvarleg veikindi blessunar. lega fátíð í slikum ferðum mið- að við þann fjölda ferðamanna, sem leggur leið sína inn á öræfi landsins. Samt sem áður kæmi sér vel, að fararstjórar og leið. sögumenn kynnu einföldustu undirstöðuatriði í hjálp í viðlög- um, þótt naumast' sé unnt að ætlast til þess, að þeir séu al- mennt undir það búnið að taka að sér hlutjíerk yfirsetukonu inni á afréttum. Mikið öryggi er hins vegar í Því, að sendi- tæki sé í bílnum, og hefur slíkt oft komið í góðar þarfir. . G.G. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.