Alþýðublaðið - 10.09.1968, Side 4

Alþýðublaðið - 10.09.1968, Side 4
Michael Caine og unnustan frá Nicaragua. Njósnarinn gekk / gildruna OG nú er hann orðinn ást- fanginn. Michael Caine, þcssi merkílegi, brezki leikari, sem fyrir nokkrum árum kom bein- línis inn í hlýjuna úr kuldan. um í alþjóðakvikmyndum qg varð á samri stundu hreinlega heimsfrægur. Þar til nú hefur þessi alvarlegi, fámáli leikari, að því er virðist, ekki látið kon- ur eiga mikinn þátt í sínu einkalifi. En þegar hann kom t um daginn til Ítalíu, þar sem hann er að leika í kvikmynd, var hann með unga, suðuramer- fska stúlku með sér, sem hann kynnti sem unnustu sína. Stúlk- an heitir Biancha P. Pe Ma. chias og stendur í engu sam- bandi við kvikmyndir. Hún er frá Nicarague. Eftir því, sem bezt er vitað, er faðir hennar stórbóndi þar í landi. Norskar sements- verksmiðjur sameinast Öllum þrem sementsverksmiðj. um Norffmanna verð'ur steypt saman í eina verksmiðju, sem ber nafnið Norcem A/S. Hluta- fé verksmiðjunnar veírður 68 milljónir norskra króna og starfsliðið yfir 2500 manns. Sementsverksmiðjurnar hafa leagi haft slamvinnu á ýtnsaim sviðúm, meðal annars Ihafa 'þeir haft sameiginiega sölumiðstöð. í frétt í norskum blöðum segja stjóraiendur verksmiðjanna, <að náin samvirma væri til mikils gagns fyrir lallar verksmiðjum- ar. og ' nýlega hafa stjórair iverksmiðjanna ákveðið, að alger sameining væri það bezita. Astna órabelgur Verkun pillunnar: Færri giftast Jbe/m fyrsta og færri giftast Jbungaöar Verið er að gera um- fangsmikla rannsókn í Danmörku á pillunotk- un þar í landi. Skýrsla tverður gerð á vegum nefndar dönsku upplýs- ingaþjónusturmar í kyn- ferðismálum og mun verða tilbúin næsta vor. Nefndin hefur stuðzt við efni frá ráðleggingamið- stöðvum, mæðrahjálp- inni og læknunum 70, sem starfa að rannsókn- inni. Sérstaklega er rann- sakað, hvaða stéttir nota pilluna. — og hversu gamlar þær stúlkur eru, sem nota pilluna. Á þeim stutta tíma, sem lið- inn er, frá því að farið var að nota pilluna, hefur hún haft mikil áhrif á þjóðfélagið. Þær hafa orðið þess valdandi, að fæðingum fer mjög fækkandi — og munu verða til þess, að hug- takið „skdrlífi” mun nokkurn veginn úreldast. Því að pillan, sem svo mjög hefur aukið ör. yggiskennd kvenna, hefur þeg. ar átt sinn stóra þátt í því, að þeim konum fjölgar stöðugt, sem ekki giftast þeim fyrsta. Þær konur, sem ganga þungaðar upp að altarinu munu tæpast verða eins margar á næstu ár- um og veriö hefur. Ef imga konan vill í fram- tíðinni giftast sínum fyrsta elsk, huga, mun það í rikara mæli verða vegna þess, að hún elskar hann — en í færri tllfellum vegna þess, að hún á von á barni. Hægt er að komast að þessara niðurstöðu, ef borin er saman „skírlífisprósentan” í skýrslu þeirri, sem upplýsingaþjónusf- an sendi nýlega frá sér og sams konar rannsókn, sem tveir þjóð- félagsfræðingar við Kaupmanna hafnarháskóla hafa nýlega birt. 65% danskra kvenna giftast fyrsta manninum, sem þær sofa hjá, segir upplýsingaþjónustan. En við þessa prósenttölu setja Erik Manniche og Björn Evald Olsen stud. soc. spurningar- merki. Af eigin rannsóknum hafa þjóðfél.fræðingarnir tveir komizt að því, að hámarkstalan er 25 til 33 prósent. Með öðrum orð- um: Meðan nefnd upplýsinga- þjónustunnar telur, að meira en helmingur kvenmannanna kjósi hinn fyrsta, telja þjóðfélagsfræð- ingarnir, að aðeins u.þ.b. þriðj. ungur kvennanna muni deila borði og sæng með fyrsta elsk- huga sínum. — Lektor Manniche, takið þér pilluna með í reikninginn við endurskoðun skýrslunnar? — Pillan hefur enn ekki ver- ið notuð svo lengi, að við höf- um gert viðhlítandi rannsóknir. En það er eflaust rétt, að pill. an hefur valdið því, að færri konur giftast nú vegna þess, að þær eru þungaðar. Annars telur Erik Manniche ekki, að „skírlífisprgsentan’' só byggð á réttri heildartölu íbú. anna. Nefndin reisir ályktanir sínar á viðtölum við mæður, sem áttu börn fyrir níu mánuðum. Jafn- gamlar konur, ógiftar, voru ekki spurðar og við það bætist, t*ð íimmtóia jplrósen(t dansl(ra kvenna eignast ekki börn. Auk þess er fjöldi fæðinga ekki sá sami innan allra stétta. Á sínum tíma komst Kirsten Auken að þeirri niðurstöðu, að 44% kvenna giftust' fyrsta clsk- huga sínum. En niðurstaðan gaf ekki rétta mynd, þar eð hér var eingöngu um að ræða ungar konur, sem voru á' sjúkrahúsum. Erik Högh, lektor, hefur einn. ig rannsakað þetta: — Er það fyrsti elskhugi yð. ar, sem leiðir yður upp að alt- arinu? Högh telur, að því sé þannig farið milli 36—53% kvennanna. Rannsóknin var gerð í hópi námsfólks frá 16—20 ára Námsfólk giftist síðar en aðrir. — Kvænast menn fyrstu ást- mey sinni? — Högh lektor tel. ur, að í hæsta lagi 36% karl- manna geri það. Dr. med. Preben Hertoft seg- ir um sama efni, að í hæsta lagi 40—50% ungra manna kvæn- ist fyrstu ástmey sinni. Það lítur sem sagt út fyrir, a® á þessu sviði sé nú um „jafn. rétti” að ræða milli kynjanna. En tiltölulega lítið er vitað um þessi giftingarmál og ein3 er um hugtakið „framhjáhald.” Hefur pillan leitt til aukins framhjáhalds í hjónabandi eða öfugt? Danskír þjóðfélags. og kyn- ferðismálafræðingar hafa áhuga á að hefja rannsókn á því. Fegurðarsérfræðingrarnir segja. að „fallegu augun“ verði enn við lýði svo að áfram eru notuð gervi- augnhár. En ef þið kaupið ykkur ódýrar'i gerðina af fölsknm angnhárum, og vilj- ið ekki, að þau virki mjög óekta, skulið þið klippa þau til sjálfar. Þið getVð gert það með naglaskæruu- um ykkar og klippt sum augnhárin. Og þannig verða augu ykkar eins cðlileg og hægt er. _ London ’68. 4 10- sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.