Alþýðublaðið - 10.09.1968, Page 8
HJA KRON
Hlynur, bHað um samvinnumál, birtir í ágústhefti viðtal við
Ingólf Ólafsson, kaupfélagsstjóra hjá KRON og leyfum við okkur
að taka hér eftirtektarverðustu atriðin. Millifyrirsagnir eru
blaðsins. —■ Spurt er um rekstrarafkomu KRON á s.l. ári og
svarar Ingólfur á þennan veg:
— Það má heita, að útkoman
standi á jöfnu, segir Ingólfur,
því >að okkur tókst að skila 30
iþúsund krónum í reksturshagn-
að, en jþá höfðum við líka áður
afpkrifað allar eignir eins og
lög leyfa.
— Og hverjar telur þú ástæð-
ur þess, >að ykkur tekst þetta,
meðan fjöldamörg fcaupfélög
úti um land eru rekin með
tapi?
— Það er erfitt að segja um
ástæðurnar. Víða úti um land.
ekki sízt í smærri félögunum,
irnar, og takmarkið, sem við
koma vafalítið ýmsar staðbundn
ar ástæður tii greina, og þetta
er ekki sérstaklega bundið við
þéttbýlið hér su ðvest anl'an ds,
því að t. d. voru kaupfélögin á
Akranesi og í Haíniarfirði rekin
með halla 6.1. ár, en í Keflavík
mun ú tkoman hafa verið svip
uð og hjá okkur. Ég er þó þeirr
ar skoðuniar, að hér >í Reykja-
vík sé auðveldara að reka fyrir-
tæki en víða ainnars staða-r, eink
um vegna þess að rekstrarmögu
leikarnir séu nær því að vera
fullnýttir hér, m. >a. nýtast kost-
ir stórreksturs betur hér í þétt-
býlinu en úti í dreifbýlinu.
Stefnan hjá okkur, sem við höf-
um fylgt undanfarin ár, er sú
að leggja niður smærri verzlan-
riniar, og takmarkið, sem við
keppum að, er það, að megin-
hlutinn af verzlunum okkar
velti ekki undir tíu milljónum
króna hver á ári. Síðast liðin
fimm ár höfum við þannig lagt
KRON rekur
12 matvöru-
búðir og 4
verzlanir
niður fimm matvöruverzlanir,
sem voru taldar of litiar, og í
stað þeirra höfum við aðeins
stofnsett eina. Á sama tíma höf
um við auk þess sameinað tvær
sérvörubúðir í eima, þ. e. bús-
áhalda- og raftækjabúðina, sem
nú eru reknar í sama húsnæði.
Þess'ar aðgerðir eru ailar liðir
ií sömu þróun, og þær hafa all-
ar skilað tilætluðum árangri.
— Fæst KRON eingöngu við
smásöluverzlun.
— Svo til eingöngu, en við
erum auk þess með kjötvinnslu
og pökkunarstöð.
— Og 'hvað eiiu smásöluverzl-
anirna'r margar?
— í dag eru matvörubúðirnar
tólf, og auk þess rekum við
verzlunina Liverpool við Lauga-
veg, þar sem seld eru heimilis-
tæki, búsáhöld, ferðavörur, leik
föng og gjafavörur, bókabúð f
Bankastræti 2, fatnaðar- og skó-
búð að 'Skólavörðuistíg 12 og
járnvörubúð að Hverfisgötu 52.
— Hvað eru félagsmemn marg
ir?
— Þeir eru tæplega 5.600,
og þeim hefur farið heldur fækk
andi síðustu árin, sérstaklega
vegna þess, að eldra fólkið fell-
ur frá, en ekki bætist nægilega
margt við til þess að halda í
horfinu.
— Hefur verið unnið að því
að fjölga félagsmönnum?
— Ekki skípulega, en fólk
getur gengið í félagið í hvaða
KRON-búð sem er.
— Þið gerðuð tilraunir með
að lækka verð á vissum vöru-
tegundum í fyrrahaust, var það
ekki?
Alfreð Ólafsson, kaupfélagsstjóri.
Tilboð vikunnar
— Jú, það var það sem við
nefndum „tilboð vikunnar."
Þetta var liður í markaðskönn-
um hjá okkur, og var tilgangur-
inn sá að kanna það, hvort fólk
vildi leggja það 4 sig að ferðast
nokkra vegalengd til þess að fá
ódýrari vörur. Þessu var hagað
þannig, að í verzlun okkar við
Stakkahlíð var gefinn 10% af-
sláttur af tiltekmum vöruteg-
undum eina viku í senn, og síð-
an skint, um þær vörur, sem
verðlækkunin máði til, en í verzl
■uninni við Stakkahlíð er að
ýmsu leyti góð aðstað'a fyrir
slíkar kannanir, t. d. góð bíla-
stæði, rúmgott og nýtízkulegt
'húsnæði, og verzlunin er vel
staðsett. Þessi tilraun stóð yfir
í tvo mánuði, en þá komu verð-
lagsákvæðin til sögunnar og
stöðvuðu hana, því að við treyst
um okkur ekki til að gefia af-
slátt af þeirri álagningu sem
þau ákváðu. Við teljum því, að
Iþessari könnun hafi ekki verið
að fullu lokið, >en þó sýndi
reynslan þenman tiíma, að við-
skiptin í verzluninni jukust, og
sérstaklega varð vart við aukna
sölu á þeim vörutegundum, sem
'afsláttur var gefinn af hverju
sinni. Við höfum ðhug á a
halda þessu áfram, ef svigrúm
gefst, en ,í þessu efni höfðum
við um tvær leiðir að velja,
annað hvort að lækka verðiS á
öllum vörum í verziuninni, en
þá hefði verð'lækkunin ekki get
að orðið nema óveruleg, e. t. v.
2—3%, eða veita hærri afslátt
af færri vörutegundum, og sú
leið varð .fyrir valinu. Ég tel
líka, að núna undanfarið 'hafi
það verið að aufcast, að fóík
kynni sér verðlag og taki tillit
til þess við innkaup sín, og því
. sé viðleitni -sem þessi tímabær-
ari nú en fyrr.
RÆTT VIÐ INGÓLF ÓLAFSSON
KAUPFÉLAGSST JÓRA
Er stórverzlun
æskileg?
aðrar - Fé-
lagsmenn
eru 5.600
— Hefur KRON nokkrar áætl
anir uppi um það að reisa stór.
verzlun hér á Reykjavíkursvæð-
inu?
— Það er ofarlega á stefnu-
skrá okkar að reyna að reisa
stærri verzlanir, og við höldum,
að sú þróun í verzlanamálefn-
um, sem orðið hefur í nágranna
iöndunum, komi einpig hingað
fyrr eða síðar. Ég sótti fyrir
skömmu ráðstefnu um smásölu-
dreifingu í Haag í Hollandi, og
þar kom m. a. fram, að sam-
vinnuverzlunum fækkar jafn-
fraimt því sem þær stækka í
flestum löndum V-Evrópu nema
Frakklandi og íslandi. í Svíþjóð
voru verzlanir kaupfélaganna t.
d. 8.200 árið 1952, en 1966
hafði þeim fækkað niður í 3.450,
og árið 1975 er áætlað að þær
verði ekki nema 920 talsins. Ég
hef þú trú, að sama þróun eigi
eftir að verða hér, hvenær sem
sá tími kemur að hún berist
hingað. Hins vegar getum við
ekki hafið framkvæmdir á þessu
sviði nema með velvilja bæjar-
yfirvalda, en sfcilnmgur þeirra
á riauðsyn þess að verzlanarekst
ur færi'S't í þetta 'horf þarf fyrst
af öllu að vera fyrir hendi. í
þeim herbúðum virðist fram til
þessa hins vegar hafa verið lögð
meiri áherzla á að það sé stutt
í verzlanir en að þær séu af
þeirri stærð sem getur boðið
neytendum hagstæðust kjör.
Við gerðum á sínum tíma bráða
birgðaaíhuganir á möguleikum
þess að setja upp stórverzlun
á svæðinu fyrir austan Kópa-
vog, nálægt þeim stað þar sem
Breiðholtshverfið er nú að rísa.
Matvöruverzlun KRON við Skólavörðustíg.
g 10. sept. 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ