Alþýðublaðið - 13.09.1968, Síða 1

Alþýðublaðið - 13.09.1968, Síða 1
Aflinn kassaður í veiðiskipunum? AUKAFXJNDUR Sölumiffstöðv ar hrafffrystihúsanna hinn 6. september síffastliffinn gerffi nokkrar athyglisverðar álykt anir, sem m. a. hafa veriff sendar dagblöffunum. Þar er þeim tilmælum beint til sjávarútvegsmálaráffherra, aff endurskoffa reglugerff um ferskfiskeftirlit, sem setja ber samkvæmt lögum um fiskmat, samþykktum á síff- asta Alþingi, og hraða svo, aff hin nýja reglugerff taki gildi fyrir vetrarvertíff 1969. Jafnframt verffi gerffar ráffstafanir hiff bráffasta til aff núverandi reglum um meff ft'rff afla i fiskiskipum og í fiskvinnslustöffvum verffi framfylgt til hins ýtrasta. Þá taldi fundurinn, að hið svokallaða þreifimat, sem not- að hefur verið við ferskfisk. mat á öðrum fiski en neta- fiski, sé ófullnægjandi og vili- andi, og beri í þess stað að taka upp eina aðferff við mat á öll- um bolfiski, eftir að fiskurinn hefur veriö flattur eða flakað. Ur til mats. Einnig taldi fundurinn, að allan annan fisk en þann karfa, sem veiddur er í botnvörpu, beri skilyrðislaust að slægja. Þá var það yfirlýst’ skoðun fundarins, að verði ekki gerðar róttækar ráðstafanir til að tryggja bætta meðferð þess sjávarafla, sem að '■landi berst, muni það leiða til stórkost- legra vandræða á næstunni, enda sé þeirra raunar þegar fariö að gæta. Fundurmn taldi brýna nauðsyn til þess að stíax verði hafnar 1.iinaunir með kössun á afla í fiskibát- um, svo og löndun í kössum, svo að Ijóst megi verða, hver áhrif það kann að hafa á gæði aflans, einkum sumarfisksins og verðmætari fisktegunda, og á hvern hátt kössun verði við komið. í því sambandi beindi fundurinn því til sjávarútvegs- málaráðherra, að hann beiti sér þegar í stað fyrir því, að at. huganir þessar verði hafnar og veitt verði nægjanlegt fjár- magn til framkvæmda þeirra. FARNIR UR PRAG! PRAG: í fyrsta skipti um <gær, en orðrómur um að tékkn þriggja vikna skeið sáust eng- eskir ráða-menn hefðu orð.ð ir sovézkir skriðdrekar eða að greiða það dýru verði varp. sovézkir hermenn í Prag í aði nokkrum skugga á ánægju ---------------------------♦ fólks. Hvemig eru atvinnu r a Hvemig eru atvinnuhorfumar í landinu nú með haustinu? Þessari spumingu er erfitt að svara enn sem komið er, en hins vegar er ljóst, að ýmis fyrir tæki hafa þegar gert varúðarráðstafanir til að standa ekki uppi með vinnuafl eftir að verkefni em þrotin. Á þetta einkum við byggingariðnaðinn. Nokkurs ótta virðist gæta meðal verkalýðsfélaganna nú um, að alvarlegt ástand í atvinnumálum sé yfirvofandi, þegar líða tekur á haustið. Nokkur stórfyrirtæki í Reykjavík hafa þegar sagt upp starfsmönnum, sem eiga lögum samkvæmt eins mánaðar uppsagnar- frest. horfurnar haustinu? Steypusitöðin hefur sagt upp 30 starfsmönnum, ien flestir þessara manwa leiga kröfu á leins miániaiðar luppsagn'arfresiti. Halldór Jónsson hjá Steypu stöðinni tjáði fréttamanni í gær, að fyrirtækið gripi til þessara ráðstafana nú vegna 'horfannia í markaðsmálum fyrir tækisins með haustinu. Kvað hann fyrircækið enn hafa nægi ieg verkefni, en hins vegar vissi enginn, hvernig áslandið yrði yrði í lok október og í nóvem ber. Rieynsian 'hafi sýnt það. að þegar frosta- og harðindakafl ar kæmu á vetrum, yrðu verkefn in lengin. Jafnframt væri aug Ijóst, 'að samdráttur væri í byggingariðnaðinum og vinna færi minnkandi. Þeisis vegna yrði Steypustöðin að grlpa til ‘þess ara varúðarráðstafaina og segja upp 'þeim starfsmönnum, sem iengstan ættu uppsiagnarfrest. 'Hins vegar kæmu uppsagnir þess iar ekki til íramkvæmda fyrr en að miánuði liðnum. Þá 'hafði blaðið samband við Ráðingarskrifstofu Reykjavík- urborgar í gær, en hún sér um atvinnuleysiss'kráningu í Reykja vík. Ragnar Lárusson tjáði fréttaim'anni, 'að laitvinnuástand ið nú væri líkt og venju'lega á þiessum árstíma. Nokkrir menn væru á aitvinnuleysisskrá, Sagð ist 'hann ekki sjá, að atvinnu 'leysi 'hiafi aukizt að undanförnu en sagði ennfremur: „Auðvit 'að vteit m'aður ekki, hvort ástand eins og það, sem skal'l á fyrir varalaust eftir síðustu áramót, kunni að skelila á aftur. Ragnar sagði, 'að ef bygging lariðnaðurinn fæili að dragast saman nú, þegar stórum áföng um t.'d. í 'Breiðholti lyki og þar sem mæstu áfangar bæfust ekki fyrr en á næsta sumri, væri yfirvofandi, að ástandiff í a.t- 'vinnuffiáium yrði alvarlegra en áður. Sömuleiffis 'kvað hann eng an vita, 'hve mikil atvrnina yrði við frystihúsin, ef togararnir færu í auknum mæli aff sigla með lafl'ann á erlendan markað. Hins vegar sagði Ragnar, að isér virtiist um þessar mundir, að nokkur 'hreyfing væri á at vinnu á öðrum sviðum og væru (nú ýmis Æyrirtætki iað taka menn í vinnu. Blaðið féfck þær upplýBingar hjá AlþýðuSambandi íslands í gær, að skrifstofa sambandsins væri að*hyrja að safna upplýs ingum um atvinnuástand og ihorfur hjá verkalýðsfélögunum úti um iandið. Sigurður Guðgeirsson hjá Dagsbrun sagði fréttamanni, að síðan um mánaðamót hafi fé- laginu borizt umsóknir frá níu aðilum, sem óskuðu eftir at- atvinnuieysistriggingu. Hinn 9. september s.i bafi verið af- greiddiar umsóknir frá fimm nýj um umsækjendum og fjórar um sóknir lægju (þegar fyrir til af igreiðslu á næsba fundi. Kvað iSigurður þesSa níu menn bafa aðallega verjð í íhlaupavinnu en ibafi átt erfitt með .að fá at vinnu að undanförnu og því grip ið til þess ráðs að láta skrá sig atvinnuiausa. Á hinn bóg 'inn kviað Sigisrður það aug- Ijóst, að mörg fyrirtæki væru Framhald á bls. 10. Skriðdrekarnir, sem æddu inn í borgina, gráir fyrir járnum, að morgni hins 21. ágúst síðast, liðins, voru þó ekki ýkja langt undan, væri betur að gáð. Þeir höfðu semsé tekið sér stöðu í útjaðri hennar, um 15 kíló- metra leið frá miðborginni. Það, að skriðdrekarnir og hermenn- irnir hafa látið undan síga, sýnir það, að leiðtogarnir í Kreml telja ráðlegast að halda loforð sín um að fjarlæga herinn smám saman, ef Tékkóslóvakar koma innanlandsástandinu aftur í samt lag. Að koma ástandinu aftur í lag merkir á' máli Rússanna að taka á ný upp ritskoðun í land- inu, leggja bann við myndun nýrra stjórnmálaflokka og víkja frá valdamönnum, sem ekki eru Sovétmönnum að skapi. Því var haldið fram í gær, að Jiri Hajek, utanríkisráðherra, hefði látið af embætti, en talsmaður utanríkis- ráðuneytisins kvað þá fregn ekki hafa við rök að styðjast. Hajek talaði máli þjóðar sinnar í örygg. isráði Sameinuðu þjóðanna eft- ir innrás Varsjár- bandalagsins Framhald á bls. 10. Fiiiidur um ný viðhorf Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur og Fulltrúa- ráð Alþýðuflokksins í Reykjavík efna til félagsfundar n.k„ mánudagskvöld klukkan 20.30 í Iðnó. Fundarefniff heitir: „Ný vlff- horf í stjórnmálum og efnahagsmálum". Frummælendur á fundinum eru þeir ráff- herrarnir dr. Gylfi Þ. Gislason og Eggert G. Þorsteinsson. Nú standa yfir viffræffur milli stjómmála. flokkanna í landinu um ráðstafanir í efna- hagsmálum þjóffarinnar. Á þaff hefur verið drep'ið, aff þessar viðræffur kunni aff leiffa til breyl'inga á ríkisstjórninni. Um öll þessi mál verffur rætt á Alþýffuflokksfundinum á mánu dagskvöldiff. Allt Alþýffuflolcksfólk í Reykja- vík er hvatt til aff koma á fundinn og fylgjast þannig með því, sem er að gerast í stjórn- málunum um þessar mirndir. MWWWWMWWIWWWWMWWWWMWtWWWWWWWWWWWMWWWWWMiWV

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.