Alþýðublaðið - 13.09.1968, Page 9

Alþýðublaðið - 13.09.1968, Page 9
 Símavibtal Opnunnar er við Hinrik Bjarnason Fyrsta sunnudagf í október verður aftur farið að sýna Stundina okkar í sjónvarpinu. Við hringdum í Hinrik Bjarnason og spurðum hvaða nýjungar væru á döfinni. , Hinrik kvaðst vera búinn að skipuleggja þættina í stór- um dráttum fram til áramota en sjálfur væri hann á förum til Svíþjóðar og yrði þar í 3 mánuði á stjórnendanám- skeiði. Á meðan yrði Tage Ammendrup stjórnandi þátt- arlns, en hann hefur verið samstarfsmaður Hinriiks frá byrjun. Kynnir verður þá Rannveig Jóhannsdóttir, en ekki er okkur kunnugt um hvort Krummi ætlar að að- stoða hana við það verk. SUÐUR HEIÐAR Þá má gera ráð fyr'r að margir kunni að hafa gaman af að heyra Gunnar ]H. Magn- úss lesa framhaldssöguna Suð ur hejðar. Þórdís Tryggvadótt ir, tei.knari, sér urn mýnd- skreytingaT við söguna og verða sýndar 5—10 myndir í hverjum þætti, sem tekur um 10 mínútur. FÖNDUR Systurnar Gullveig og Mar- : grét Sæmundsdætur munu sjá , reglulega um föndurþætti, og ýmiskonþr fifnf við hæfi barna frá sjónvarpsstöðvum á Norðurlöndum verður sýnt í haust. MYND ÚR LEIR. 13. október verður sýnd kvikmyndin MYND ÚR I.EIR þar sjáum við börn í Barna- deild Mynlistask vinna að vegg mynd, sem sett verður innan tíðar upp í Álftamýrarskóla. Veggmyndin verður hvorkí meira né'minna en 16 fermetr ar að stærð og túlka börnin ýmsa þætti úr skólalífinu. Sýn ingartími er 22 mínútur. Stjórnandi er Hinrik, kvik- myndatökumaður Þórarinn Guðnason, kljppingu annast Ása Finnsdóttir og Oddur Gúst afsson sér um hljóð. Að sjálfsögðu koma svo fram ýmsir þekktir og óþekkt ir innlendr skemmtikraft- ar ejns og í fyrravetur. FUNDUR SJÖNVARPSMANNA Þá sagðj Hinrik að í næstu viku yrði haldinn hér' fundur með sjónv.arpsfólki frá öllum Norðurlöndunum er hefur með að gera sjónvarpsefni xyrir börn og unglinga. Þingið mun standa yfir í 4 daga og þar hefur hver þjóð 3 klukkustund ir til að kynna sjónvarpsefni fyrir börn og verður sá tími nýttur til fulls af íslands hálfu, og standa vonir til að e'tthvað af því efni falli frænd um okkar í geð. Fram til þessa hefur íslenzkt sjónvarpseíni fyrir börn ekki verið boðið til sölu meðal erlendra sjón- varpsstöðva og verður- því spennandi að fylgjast með því hvaða dóma íslenzka efn'ð fær. V ð óskum svo Hinrik góðr- ar ferðar. úr söntlum I Alþýoubiöoum | Mfðvikudaginn 8. nóvember 1933 er forsíðufrétt í Allþýðublaðinu undir fyrirsögninni: GÖBBELS FÆR ALÞÝÐUBLADIÐ og seg- ir síðan: ,,í gær ikornu nazistár í af- gljeiðslu Alþýðublaðsins og 'keyptu 10 eintök laf blaðinu til að senda til þýzkra istjórnarvalda siikum þess að í blaðinu birtist mynd af leinu ódáðaverki naz- ista. Myndin vakti míkla athygli í' bænum í gær, og munu sendi- menn Hitlers hér á landi, sem ráðnir eru til að gefa honum . Skýrslu um menn og málefni, hafa fundið hvöt hjá sér til þess að gefa honum bendingu um það, að Alþýðublaðið muni vera skaðlegt stefnu hans hér á landi. Alþýðublaðið mun framvegis verða sent til margra .íslenzkra námsmanna í Þýzkalandi, og urn leið verður iséð svo um, að Jósef Göbbels, útvarþsstjórai' með meiru, berist blaðið í hend í ur, svo að ekki verði hægt að; segja að það sé sent xnn í lahd- ið á bak við harin!“ í Reykjavfkurfráttum sama dag: „Leikið á lögregluna Eíns og kunnugt er halda margir leynivínsalar sig fyrir utan hinn svonefnda Réykja-j víkurbar við höfnina til að selja þeim mörgu drykkfelldu mönn- um sem þar halda sig. Lög- ire.gim veit þetta eikki Síður en aðrir og befir því haft vak- andi auga á þessum stað. Bar það svo við í fyrrakvöld, að lögreglan ætlaði að tafca einn, er hún taldi leynivinsala. Gekk lögregluþjónn að honum og ætlaði að grípa hann, en hann slapp úr höndum hans og hljóp hð Verkamannaskýlinu en þar varpaði hann sér í sjóinn. — líiupu lögregluþjónarnir nú meðfram höfnihni. því þeir héldu að maðurinn hefði drekkt sér, en svo var ,ekki. Hann buslaði í sjónum um stund, eins og hamn væri að tæma vasana, en synti svo knálega að stein- bryggjunni og þar tók lögregl- an á móti honum. Þá voru allir vasar hans tómir. Maður þessi mun áður hafa leikið þennán leik. Kastaði hann sér þá milli skips o'g h'afnarbakkans við kolákranann og synti þaðan að steinbryggjunni. Mun haiin þá einnig hafa ihaft eitthvað ólög- legt í vösunum og verið að verja sig fyrir lögreglunni." --j ............... Blððburðarfólk óskast á Lynghága, Stanhaga, Túngötu, Garða- stræti, Framnesveg, Bræðraborgastíg, Haga- mel, Melhaga, Grenimel, Grundargerði, Teigagerði, Steinagerði, Arníargerði, Austur- stræti, Hafnárstæti og Seltjarnarnes. GOTT KAUP. ALÞÝÐUBLAÐIÐ sími 14900 Húsmæðraskóli Reykjavikur verður settur þriðjudáginn 17. september, kl. 2 síðdegis. Heimavistarnemendur skilli far- angri sínum 1 skólánn mánudaginn 16. sept. milli kil. 6-7 síðdegis. SKÓLASTJÓRI. i Afvinna VANTAR STRAX 1 stúlku í mötuneyti. 2 stúlkur í spunaverksmiðju, vaktavinna. 1 karhnann við kembivélar. 2 karlmenn 20-27 ára tiil að læra vefnað. ■ 1 kárlmann við útivinnu, þarf að hafa bílpróf. Aðeins reglusamt og duglegt fólk kemur til igreina. Upplýsingar í síma 66300. ÁLAFOSS H.F. Hafnarfjöröur Hafnarfjöröur Stúlka, vön afgreiðslustörfum óskast. HRAUNVER Álfaskeiði 115 — Sími 52790. Skólaföt í fjölbreyttu úrvali , O.L Laugavegi 71 ■ r ' ' '7 ■ „ i „ , , SÍMI 20141. ; # • Innrðmmuii MBBJÖBNS BENEDIKTSSONAB Ingólfsstræti 7 Athugið opiS frá kl. 1 — 8 e.h. 13. sept. 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.