Alþýðublaðið - 13.09.1968, Page 10
Hvaða áhrif hefur
innrás Rússa á
stefnu de Gaulle?
, HERNAÐARÍHLUTUN Sovétríkjanna í Tékkó-
, slóvakíu hefur haft geigvænleg áhrif jafnt í röðum
Gaullista sem stjórnar andstæðinga í Frakklandi.
Enn er þó ekki fyllilega vitað, hvað þetta kann að
hafa í för með sér í Moskvu, Austur-Evrópu — og
jafnvel Frakklandi. Hvernig franskir kommúnistar
hregðast við, getur t.d. haft mjög mikil áhrif innan
Fralcklands. Sem stendur hafa frönsku kommúnist-
arnir enga ákveðna afstöðu í málinu — þeir bíða og
hugsa sitt ráð.
Jafnvel afstaða sjálfs de
Gaulle, forseta, er ekki á hreinu.
Að vísu hefur talsmaður frönsku
stjórnarinnar sagt, að utanrík-
isstefna Frakka breytist ekkert
við síðustu atburði. Og Michel
Debré, utanríkisráðherra, á að
hafa nefnt þetta „skamm.
hlaup í spennistöð heimsvið-
burðanna,” þegar hann reifaði
málið í utanríkisnefnd franska
þjóðþingsins. Og 'hann mælti
eindregið með að halda áfram
„varðbergs-stefnunni” í sam-
skiptum- Frakka og Sovétmanna
— vera við öllu búnir án beins
j, fjandskapar — stefnu, sem gert
hefur ýmsum Gaullistum órótt'
innanbrjósts. Jafnt í stjórnar.
stöðvunum í Washington, Bonn
og London hefur vinsemdar —
en varúðarstefna þessi átt ein-
dregnu fylgi að fagna, svo að
um það er engum blöðum að
fletta, að Frakkar standa við hlið
hinna vesturveldanna í þessu á'-
hrifa- og afdrifaríka máli.
—o—
EN de Gaulle hefur lika haft
sínar persónulegu skoðanir á
því, hvað hægt sé að gera og
hvað eigi að gera í Evrópu, og
svo sem kunnugt er, hefur hann
síður en svo alltaf verið á sömu
skoðun í þeim efnum og hin
vesturveldin, — sérstaklega hef.
ur hann verið á öndverðum
meiði við Bandaríkin. Opinber-
lega er því haldið fram, að þessi
utanríkisstefna de Gaulle sé og
verði óbreytt. En hvað sem hver
segir, er óhjákvæmilegt annað
en hún markist' nokkuð af við-
brögðum Moskvuvaldsins í
heiminum.
Kjölfestan í Evrópu-stefnu de
Gaulles er nú einu sinni sú, að
mögulegt sé og æskilegt að gera
Austur.EvrópuIöndin, svo og Au.-
Þýzkaland, óháð ofurvaldi Sov-
étríkjanna. Þetta á að vera fram-
kvæmanlegt á' sama hátt og
Frakkland á sínum tíma sleit
sig frá Bandarikjunum. Þeirri
stefnu framfylgdu Frakkar svo
djarfmannlega, er þeir voru
Sovét-megin í deilum eins og
árekstrunum í Mið.Austurlönd-
” um á dögunum. Jafnframt hugð-
ist de Gaulle sjá fyrir farsælli
þróun kommúnismans samfara
brittflutningi bandarísks hetr-
liðs úr Evrópulöndum; taldi
hann, að með tímanum yrði
Moskvumönnum hugsjónalegt
drottinvald í löndum Austur-
Evrópu ekki eins mikilvægt og
nú virðist, heldur hlyti kommún.
isminn að þróast' sínar eigin göt-
ur til þjóðlegrar, innlendrar
einingar.
—o—
ÞEGAR eftir rússnesku hern-
aðaríhlutunina í Tékkóslóvakíu
setti de Gaulle sér fyrir sjónir
tvo möguleika, sem hann reifaði
á ríkisráðsfundi og skýrt var frá'
í frönskum blöðum. Annar var
sá, a?f innrásin í Tékkóslóvakíu
sýndi, að Rússar myndu aldrei
þola fylgiríkjum sínum nema
takmarkað frjálsræði og að
Prag yrði því ný Búdapest. Hinn
möguleikinn væri, að Rússar
drægju heri sína til baka gegn
einhvers konar málamiðlun, sem
þeir gætu unað við virðingar
sinnar vegna. Ennþá mun for-
setinn samt ekki hafa svarið á'
reiðum höndum, enda enn óvitað
hverjar verða endanlegar lyktir
Tékkóslóvakíumálsins. Þar mun
og að finna skýringuna á hinni
óljósu afstöðu de Gaulles til Sov.
ét-blakkarinnar um þessar
mundir.
Því hefur hann brugðið til þess
óyndisúrræðis að túlka atburð-
ina í Ijósi eigin hugmynda. Til
dæmis hefur hann nú tekið á
nýjan leik upp arfsögnina um
Jöltu sem orsök allra ógæfu og
ófara í Evrópu: skiptingu megin.
landsins í tvennt, myndun
blokka undir leiðsögn Sovétríkj.
anna annars vegar og Banda-
ríkjanna hins vegar — og síð-
ast' en ekki sízt sundrað Þýzka-
land og þar af leiðandi spennu.
Allt þetta kennir hann andan.
um frá Jalta, sem hann telur
eins konar samsæristilraun að
höfuðstefnu gegn Frakklandi
— og eiginlega gegn Evrópu
allri.
Hér er ýmislegt við að athuga
De Gaulle virðist alls ekki hafa
tekið það með í reikninginn, að
það var styrjöldin við Þýzkaland
Hitlers, sem olli skiptingu
Þýzkalands eins og hún er nú;
að Evrópa varð að leita aðstoð-
ar Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna til að brjóta Hitler á bak
aftur; að þau urðu við óskum
þeirra, létu heri sína gera sam.
eiginlega innrás í landið og
komu sér síðan saman um, —
hvernig markalínur hernáms.
svæða innrásarherjanna skyldu
dregnar. Þá virðist forsetinn
heldur ekki hafa tekið raun-
veruleik ársins 1968 með í reikn-
ing sinn; honum hefur gleymzt
hvernig þróun hermála og valda-
jafnvægis hefur að mestu gert
Sovétríkin og Bandaríkin einráð
og neytt þau til að skipta sér
sem minnst hvort 'af annars
högum.
—0—
DE GAULLE hefur óneitán.
lega hætt' sér út á nokkuð hál-
an ís. Út úr ræðum hans og
ritum upp á síðkastið má' lesa
þá skoðun, að Bandaríkin hafi
eiginlega svikið Evrópu með því
að líða íhlutun Sovétmanna í
Tékkóslóvakíu. Ábyrgð Evrópu
sjálfrar á síðustu atburðum er
látin víkja. Ekki er ólíklegt, að
de Gaulle sé með þessu að reyna
að efla veg sinn innan Frakk-
lands — draga athyglina frá
sjálfum sér. Því að enn muna
margir Frakkar þá' stefnu, sem
de Gaulle sló sér í upphafi upp
á: nefnilega, að predika sam-
einaða Vestur.Evrópu,. — samfé-
lag veikra og vanmáttugra þjóð-
ríkja, sem Moskva og Washing-
ton neýddust þó til að ljá eyru
og einbeittu sér að óvirkum
andmælum án vopnavalds, þeg-
ar þeirra gerðist þörf; — þessa
stjórnmálastefnu hefur de
Gaulle gyllt alveg frá 1958, að
hann tók hana upp.
Stefna de GauIIes hefur átt
sterkri andstöðu að mæta inn.
an Vestur-Evrópu. Meðal raun-
sæismanna hefur þeirrar skoð-
unar gætt, að um væri að ræða
hættulegar hillingar —< blekk.
ingar. Tékkóslóvakiumálið hef-
ur enn orðið til að styrkja þá
skoðun, — meira að segja á
Framhald á bls. 13.
Prag
Framhald af bls. 1.
og vitað var, að hann vildi fara
að dæmi þeirra Josefs Pavel,
innanríkisráðherra, og Ota Siks,
varaforsætisráðherra, og segja
sig úr stjórninni.
Það kom glöggt fram í gær,
að tekið hefur verið upp náið
eftirlit með tékkneskum blöðum,
en þau hafa mjög verið gagn-
rýnd að undanförnu af sovézkum
og pólskum blöðum, svo og ýms
um öðrum aðiljum í löndum Var
sjárbandalagsins. Þá' upplýstist,
að forsætisráð slóvakiska komm.
únistaflokksins hafði gefið blöð-
unum Hvassorða aðvörun, og
jafnframt var gert ljóst, að flokk
urinn og ríkið yrðu aftur eitt,
en aðskilnaður þeirra hafði ein.
mitt' verið meðal stefnumarka
lýðræðissósíalistanna, sem undir-
tökunum náðu í janúar.
Hinn umdeildi leiðtogi Komm.
únistaflokksins í Slóvakíu, Gust-
av Husak, á að hafa kvartað um
það í forsætisráðinu, að einstök
blöð gæti þess ekki nægilega
að styrkja ríkisstjórn landsins í
viðleitni sinni til að efna samn.
ing hennar við Sovétmenn.
„Þessi blöð hafa verið að láta
í ljós óánægju með ýmsar gjörð-
ir Sovétríkjanna,” sagði Husak.
Annar fulltrúi í forsætisnefnd
inni taldi að grípa yrði til al-
varlegra refsiaðgerða gagnvart
þeim blöðum, sem ekki bættu
ráð sitt hið bráðasta.
Tékkóslóvakiska þjóðþingið,
sem koma átti saman í dag, mun
taka til meðferðar lagafrumvarp
um bráðabirgða ritskoðun i land-
inu, bann við stofnun nýrra
stjórnmálaflokka o.fl.
Flutningar sovézku herjanna
úr stórborgum skapar að sjálf.
sögðu vissa spennu í þjóðlífinu,
en hitt veldur stjórninni þó öllu
meiri erfiðleikum: að sannfæra
þjóðina um, að ekki verði gripið
til neinna hefndarráðstafana. í
því skyni undirrituðu ýmsir hátt-
settir leiðtogar, þ.á'.m. Ludvik
Svoboda, forseti, Alexander Dubc
ek o.fl., yfirlýsingu þess efnis á
þriðjudag, að þjóðinni væri
heitið fullum griðum, öryggi og
mannréttindum. Þá hefur því og
verið heitið, að hvorki verði
gripið til sérstakra aðgerða gagn
vart menrtta- né styó/rnmája-
mönnum, sem aðild kunna að
hafa átt að „hægri villunni” á
dögunum.
Prag.dagblaðið Rude Pravo
skýrðí frá því í gær, að forseti
þjóðþingsins, Josef Smrkovsky,
hefði átt' viðræður við varaut-
anríkisrá'ðherra Sovétrikjanna,
Vasilij Kusnjetsov, um leiðrétt-
ing mála í Tékkóslóvakíu. Blaðr
ið bætti því við, að fleiri fundir
væru fyrirhugaðir með varautan.
ríksráðherranum, og var það
skilið sem svo, að Moskvustjórn-
in æskti fleiri lagasetninga til
að koma ástandinu í „eðlilegt”
horf.
Atvinna
Framhald af bls. 1.
að undibúa það að geta losnað
við verkamemn fyrirvarailaust að
einurn mánuði liðinum og benti
þvi til sönnunr á uppsagnir hjá
Steypustöðijnni h.f.
Blaðið h'afði samband við
f ramkvæmdarstj óra Byggingar-
iðjunnar h.f. í gær og spurði
10 13. sept- 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
hann, ihvort það væri rétt. að
fyrirtæki íh>afi sagt upp stórum
!hóp starflsmanna. Kvað hann
svo vera. Tólf mönnum hafi ver
ið Sagt upp með eins mánaðar
fyrirvara. Fyrirtækið hafði um
20 menn í vinnu í sumar en
nú er hópurinn kominn niður
í 12 manns. Sagði framkvæmda
istjóri Byggingariðjunnar h.f,,
að ekki væri vitað, hvað fram
undan væri í byggingariðnað
inum og yrði fyriirtækið að gera
þessar öryggisráðlstlafenir, þar
sem flestir starfsmiennirnir
hefðu unnið svo lengi hjá fyrir
tækinu, að (þeir ættu ré,tt á
löngum uppsaginairfresti, en
lítil verkefni lægju fyrir og allt
af væri dauft yfir byggingariðn
'aðinum yfir háveturinn.
Blaðið hafði samband við Jón
Helgason hjá Verkalýðsfélaginu
Einingu á Akureyri og spurði
Ihann um horfur í atvinnumál
um á Akureyri. Sagli (hann, að
inægileg atvinna væri á Akur
eyri eins og væri. Hins vegar
kvaðst hann búast. við, að upp
sagnir væru í aðsigi, þar sem
bæði vinnuvcií’cndur og laun
þegar hafi hringt á skrifstofuna
til að spyrjast fyrir um uppsagna
frest. Jón sagði, að töluvert at
vinnuleysi hafi verið hjá ung
lingum og kvenfólki í sumar,
einkum vegna þess að niður-
suðuverksmiðjuna hafi skort hrá
efni.
Kvað hann eðlilegt að ætla,
að atvinmuástandið á Akureyri
yrði óbreytt að minnsta kositi út
september og okktóbermánuði og
örugglega kæmust einhverjir að
þegar skó-lamir byrjuðu að
nýju, þar sem skólafólk hefur
verið 'að störfum í surnar.
Að síðustu hafði fréttamaður
samband við Guðmund Einars
son friamfcvæmdaistjóra hjá
Breiðholtd h.f. og spurði hann,
hvort sitarfsmönnnm við fram-
kvæmdimar í Breiðholti hafi
verið sagt upp.
Sagði Guðmundur, að nú
væri yfirsitandandi verkefni
þar efra að Ijúka og verkefni
•að þrjóta. Eftir þrjá daga yrði
búið að steypa upp allt það,
sem steypa ætti í þessum á-
fanga. Fyrirtækið hafi nú sent
starfsmönnum uppsagnarbréf,
þó að þeir væru sennileg'a ekki
búnir að fá þau enn. Kvað hann
250 manns hafa unnið á vegum
fyrirtækjsins á sj.áillfum bygg-
ingastaðnum. en auk þess á-
ieit hann, að um 130 manns hafi
starfað hjá öðrum framleiðend
um, sem framleitt hafa ýmsa
hluti fyrir Breiðholt h.f. Síð
an 1. maií hafi tveimur íbúðum
verið skilað á degi hverjum og
nú væri þessum áfanga -að ljúka.
Má búast við, að stór hópur
veril^afóIJkH, sem unnið hefur
við hinar miklu byggingarfram
kvæmdir í Breiðholtshverfi að
undanförnu verði innan skamms
að leita sér 'atvinnu annars
staðar. Er ljóst, að aitvinnuhorf
umar í 'landinu virðast ekki
góðar um stundar satoir, en
'hversu lengi glílkt ást'and varir,
ier erfitt um að spá. Hitt er
'í.^t!aðrð|i|nd, lað fyrirtætoi hafa
alla varúð á og tetfla etoki á þá
tvísýnu, að standa uppi með
vinnuafl, ef verkefni þrjóta
alveg með vetrinum.