Alþýðublaðið - 13.09.1968, Síða 11
Heimsmet í 400 m.
grindahlaupi í gær
ÚRTÖKUMÓT Bandaríkja-
manna í frjálsum íþróttum fyr-
ir Olympíuleikana í Mexikó er
hafið í South Lake Thahoa í
Kaliforníu. í fyrradag sigraði
Jimmy Hines í 100 m. hlaup.
inu á 10 sek. réttum. Greene
varð annar á 10,1 sek. og í þriðja
sæti varð Mel Pender, gamal-
kunnur hlaupari á' 10,2 sek. og
Ray Smith, einn af þremenn-
ingunum, sem setti heimsmet-
ið í sumar, 9,9 sek. varð að láta
sér nægja fjórða !sæti, hann
hljóp á sama tíma og Pender.
George Wood sigraði í kúlu.
varpi, varpaði 20,73m„ annar
varð Dave Haggard, varpaði
20,53m. ig fjórði heimsmethaf-
inn Randy Matson hann varpaði
20,45m. Heimsmet hans er
21,82m.
ígær setti Vanderstock nýtt
heimsmet í 400m. grindahlaupi,
hljóp á 48,8 sek. Annar varð
Gittins á 49,1 sek. þriðji Whitney
á 49,2 sek. Víða þættu þetta
góðir tímar í 400m. hlaupi án.
grinda.
Tom Farrell sigraði í 800m.
hlaupi á 1:46,5 mín., annar varð
Wade Bell á 1:47,1 mín. Jay
Silvester kastaði kringlu 63,24
m., annar varð Carlsen með
62,54m. og fjórði A1 Oerter, hann
kastaði 62,28m.
Þorvaldur Ben. i
10,8 sek. í 100 m.i;
Á innanfélagsmóti í Vest.(|
mannaeyjum í gær hljóp(!
Þorvaldur Benediktsson 100 d
m. á 10,8 sek., sem er bezti(l
tími hérlendisi á þessu ári. .
Enginn meðvindur var, þegþ
ar hlaupið fór fram, að sögn(l
forráðamanna mótsins. Ann.([
ar varð Sigmar Pálmason á \
12,5 sek. Þorvaldur stökkþ
6,40m. í langstökki. ((
Hverjir sigra á OL í Mexíkó?
Bandaríkjamenn sigur-
sælir í spretthlaupum
í dag er aðeins einn mánuff
ur þar til Olympíuleikarnjr í
Mexíkó hefjast, XIX, sumar-
le:kar vorra tíma. Þeir fyrstu
fóru fram í Aþenu 1896. í-
þróttasíðan hefur oft komið
með spádóma um væntanleg
úrslit og við skulum einnig
reyna nú. Fyrst skulum við spá
um væntanlega sigurvegara í
spretthlaupunum, þ. e. 100, 200
og 400 m. hlaupum.
Eins og sézt i annarri frctt á
íþróttasíðunni stendur úrtóku
I
Benfica Valur:
MIÐAR SELDIR
FYRIR 600 ÞÚS.
Sala aðgöngumiða að
leik Vals og Benfica hefur
gengið mjög að óskum. i
gær höfðu verið seldir að-
göngumiffar fyrir 6 t'l 700
þúsund krónur. Er hér um
algera metsölu að ræða
forsölu að Ieik. Leikúrinn
verður háður næstkomandi
miðvikudag á Laugar-
dalsvellinum.
iWWWWWWMMWMWWW
máí Bandaríkjanna yfir í Kali
forníu og þeir koma áre'lðan-
lcga við sögu í spretthlaupun
um nú sem undanfarna leiki.
Baráttan stendur milli Hin-
es, Greene og Pender. Sá síðast
nefndi verður áreiðanlega
stndur, þó að Smith eigi betri
tíma.. Auk þremenninganna,
Hines, Greene og Smith, seni
allir hafa hlaupið á 9,9 sek.
eru 10 næstu menn með tím-
ann 10 sek. á heimsafreka-
skránni svo að baráttan verð-
ur hörð. Nash frá S.-Afriku er
einn af þeim en hannfærekki
að reyna s:g í Mexíkó, þar sem
S. Afríka er ekki með. Bamb-
uck, Frakklandi og Sapeja, So-
vétríkjunum eru einu Evrópu-
búarnir, sem hlaupið hafa á 10
sek., sá fyrrnefndi getur kom
ið á óvart, en Sapeja er korn
ungur og reynslulaus og hætt
er við, að taugarnar bili. Þó
er aldrei að vita. Figuerola
Kúbu, sem telzt til hinna
„gömlu“ er harður kepjmis-
maður. Ýmsir fleiri geta kom
ið á óvart, en baráttan verður
gtysihörð.
Spá: 1: Hines, USA.
2. Greene, USA
3. Bambuck, Frakklandi.
Margir þeir sömu eru með
í 200 m. hlaup:nu, en þó eru
nokkrir með þar, sem varla
komast í verðlaunasæti í 100
m. hlaupinu. Fray frá Jamaica
er beztur á afrekaskránni með
20,1 sek. Sjgur Bandaríkja-
manna er alls ekki öruggur í
þessu hlaupi, en við erum
samt á þeirri skoðun. Carlos,
USA s'graði á reynslulejkun-
um í fyrra og verður skeinu-
liættur og hver veit nema Hin
es keppi í báðum greinunum
og sigri, en slíkt er þó óvíst
Framhald á bls. 14.
Ron Clarke, Ástralíu er heímsmeistari í 5000 m. hlaupi, met
hans er 13:16,6 mín. Á móti í London í síðasta mánuði sigraði
Clarke í 5000 m. hlaupi á móti í London og náði þá bezta tíma
ársins — 13:27,8 mín. Þessum snjalla ástralska hlaupara hefur
ekki gengið vel á Olympíuleíkum, en nú reikna allir með, að hon
um takist að lokum að krækja sér í olympísk gullverðlaun. Keppn-
in í Mexikó hefst eftir nákvæmlega einn mánuð. i
13. sept- 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ H
SPRERHÚRÐ
Þessi snjalla brezka frjáls
íþróttakona, Lillian Board
sigraði í 400 m. hlaupi í
landskeppni Breta og Pól.
verja í London. Board náði
bezta tíma, sem hlaupið
hefur verið á íEnglandi.
ritstj. örn
EIÐSSON
ÍÞR®TTIR