Alþýðublaðið - 13.09.1968, Síða 15

Alþýðublaðið - 13.09.1968, Síða 15
ö*swð v - - tanfcw**•'.«*'&&*•>•'-'«,#b % S!ðK*MkMK8£iitaK íftPi. •. - .... ._ ._ . : ■; Ný fram- haldssaga ^VWW»NW*WWMWs»W**W*WWWWW eftir ESizabeth Peterson inn fari að koma hingað og þá græði ég. Það sakar ekki að vona. Hvað með yður? — Hvað — með mig? Ég sagði yður, hvað ég heiti. Hvað heitið þér? Hún fékk svei mér undarlega viðskiptavini í dag! — Lester, sagði hún eftir smá hik. — Lester — hvað? — Ég heiti Kathrine að skírn- arnafni, Lester er eftirnafn mitt. — Kallar fólk yður Kathrine? Hún lagði hendurnar á búðar. horðið og leit beint í augu hans. Hún hafði komizt að þeirri nið- urstöðu, að það væri ekki rétt að móðgast við hann. — Ég er alltaf kölluð Kay, sagði hún. Þetta verða 3 shill. ingar og 3 penny, þökk fyrir. — Þökk fyrir, Kay! Á ég nú að taka pakkana mína og fara? — Ef það er eitthvað fleira fyrir yður .... þá .... — Ekki núna, Kay. En það verður! Þér eigið eftir að sjá', að ég er einhver bezti viðskipta- vinur ykkar. Hittumst heill — Hann lagði peningana á borðið, brosti breitt og fór. Hún brosti á móti. Hann var vitanlega allt of framhleyþinn. Alls ekkert likur Alan Dyson, en hún varð að skilja það, að hann vildi að_ eins vera vingjarnlegur. Fólk sýndi vingjarnleika á mismun- andi hátt. Og framkoma Stan Harris var ólíkt skemmtilegri en ókurteisi kvenhatarans. Þessa viku kynntist hún mörgum viðskiptavinum og flestir kölluðu hana Kay og hún nefndi þá með nafni. Slúðursög- ur virtust aðalskemmtun bæjar- búa, enda var fátt annað að gera nema menn færu til Ben_ chley. En næsta laugardag átti að halda dansleik í samkomu- liúsinu. Dansleikur var haldinn mánaðarlega eftir því sem Stan Harris sagði henni. — Það er eina skemmtunin okkar, sagði hann og brosti eins og alltaf. Áhugamannahljóm. sveit spilar fyrir dansi. Það er l IIII lil.l l l lt.lll l U LE1KFBM8 JA2Z-BALLETT Frá DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbelt! ífcr Margir lltir ÍC Allar stxrðir Frá GAMBA Æfingaskór Svartir, blclklr, hvítlr Táskór Ballet-tÖskur ^^alletíbútJífl v e » r. t u ii l w -<s> SÍMI 1-30-76 I IWUUWaiWMiW ri i I I i IIII I11111 hægt að kaupa brauðsneiðar og á'líka, en ekkert áfengi. Yður hlýtur að finnast þetta hund- leiðinlegt. — Alls ekki! Spurningin krafðist kurteislegs svars. Mér hefur verið sagt, að dansleik- irnir í smábæjunum séu ,'oft skemmtilegri en þeir, sem veg- legri virðast vera. Ég býst við, að hér skemmti allir sér vel. Stan minntist aftur á þetta á föstudaginn. Kay hafði heyrt viðskiptavinina tala mikið um dansleikinn. Konur fóru þangað ásamt mönnum sínum, stúlkur með unnustum sínum og þeir einhleypu með von í hjarta. — Ef þér viljið ekki, segið þér bara nei! sagði Stan. En ég á aukamiða. Hann rétti hann yfir borðið og reyndi að vera kæruleysislegur á svipinn. Hvað myndi hann halda um hana, ef hún neitaði? Að hún liti niður á hann og bæinn hans! Auk þess þekkti hún nú orðið það marga, að hún myndi án efa skemmta sér ágætlega. — Já, þökk fyrir. Eg vil gjarnan koma. Hvað kostar miðinn? — Ég gef yður hann. Það er skemmtilegt, að þér æt'lið að koma, Kay. Þér verðið. líka að taka þl&tt í samkvæmislífinu. Sjáumst á morgun! Hún sá hann líka við inn_ ganginn, en þar stóð han og beið í dökkum fötum með þröng um buxnaskálmum og vel greitt hár. Hljómsveitin vair byrjuð að spila og dansinn dunaði. — Stan bað hana að hraða sér við að losna vð kápuna, svo að þau gætu farið út á gólfið líka. Hann sá líka um að þau færu út á gólfið. Hann sagði henni að hún væri dásamlega fögur í græna kjólnum sínum. Hann virt'ist álíta sjálfsagt, að þau dönsuðu saman fyrstu þrjár syrpurnar. Og hún gat ekki neitað honum um þær. Kann- ski hélt hann henni svo fast að sér að engum öðrum kom til hugar að bjóða henni upp. Fjórða dansinn dansaði hún við ungan mann, sem hún hafði oft t'alað við í verzluninni, en þegar dansinum var lokið, lét hann Stan hana eftir eins og við því væri búizt af honum. Stan sagðist hafa saknað henn- ar. — Við dönsuðum svo frábær- lega vel saman, sagði hann. Hvað átti hún að segja? — „Slepptu mér og dansaðu við einhverja aðra?” En liann hafði gert allt til að hún skemmti sér vel og það var erfitt að losna við hann. Auk þess var kvöldið skemmtilegt og þau skemmtu sér öll vel. Hún var nýkomin og Stan var að reyna að láta henni finnast hún eiga heima þarna. Þegar veitingar voru bornar fram kom hann með bakka til hennar og Kay opn_ aði munninn til að spyrja hann, hvað hún skuldaði honum, en svo hætti hún við það. Karl- menn voru svo auðsærðir. Þeg- ar dansleiknum var að Ijúka sagði hann allt í einu: — En hvað ég get verið gleyminn! Þekkið þór Leroy- fólkið? Kay sagðist ekki þekkja þau. — Þau búa í húsi handan við hæðina. Þau halda afmæl. isveizlu sonarins í kvöld. Þau eru elskuleg og viðskiptavinir mínir og fyrst og fremst eru þau vinir mínir. Leroy bauð mér fylrir fáeinum dögum, en ég sagðist' ætla hingað, þó að ég myndi líta inn einhverntíma um kvöldið. Ég ætlaði að vera farinn, en ég skemmti mér svo vel. En nú er dansleiknum næst- um lokið, svo ég verð víst að fara. — Það skil ég vel, sagði Kay. Hafið ekki áhyggjur af mér, — Það er alltof langt fyrir yður að ganga eina heim, sagði Stan á báðum áttum. — Eg skal setja yður af í leiðinni. Hún fór og sólti kápuna sína. Hann hafði sýnt að hann áliti sig hafa einkarétt á henni í kvöld, þó að hún hefði óskað þess að hann gerði það ekki. En það var nú indælt að láta aka sér heim. Hann gekk með hana að tvílitum bíl og svo óku þau af stað. Skömmu seinna voru þau komin að búðinni hennar ungfrú Forsythe. Stan hægði ferðina, en svo gaf hann bílnum meira benzín. Vitið þér hvað, sagði hann. — Ég fer með yður til Leroys! Þau verða hrifin af yð- ur og kvöldið endar vel. — En ég kann ekki við að koma svona óboðin......... — Hafið engar áhyggjur. Þau hafa oft boðið mér að taka ein. hverja vinkonu með mér. Hann ók af stað og liafði þeg. ar ekið góðan spöl, þegar hún tók eftir því. Hann áleit allt sjálfsagt og hún varð að muna að gæta sín vel í framtíðinni. En hún gat ekki krafizt þess, að hann sneri núna við. Stari ók fáeina kílómetra eftir vegin- um, beygði svo yfir á mjórrl veg, sem lá að stíg með hjólför- um og trjám með hliðunum. —- Skyndilega beygði hann inn, milli trjánna og nam þar stað. ar. — Þetta er rólegur staður, Kay. Eigum við ekki að hafa það gott hérna og vingast dálít. ið? Kay starði á Stan Harris 1 Ijósinu frá mælaborði bílsins, svo stamaði hún: — Eg — ég skil yður ekkiij — Hættu nú, þú lézt mig ráða' öllu í kvöld og ég vil fá' eitthvaÍJ fyrir minn snúð! Komdu nú, ég 12 nyjar bækur frá LEIFTRI KOMNAR ERU í BÓKAVERZLANIR 12 NÝJAR BÆKUR FRÁ BÓKAÚTGÁFU LEIFTURS : 1. GULNUÐ BLÖÐ — síðasta skáldsaga Guðrúnar frá Lundi. Kr. 325.00. 2. DÝRIN í DALNUM, unglingabók eftir Lilju Kristjánsdóttur frá Brautarhóli. - Minningar hennar frá bernsku og æsku- árum, um húsdýrin heima. Kr. 135.00. 3. SÖGUR PERLUVEIÐARANS, eftir Vic- tog Berge. SSgurður Einarsson rithöfund ur þýddi og endursagði. Kr. 180.00. 4. Rudyvard Kipling: ÆVINTÝRI mcð mynd um eftir höfimdinn. HaUdór Stefánsson íslenzkaði. Kr. 140.00. 5. MÚS OG KISA. Létt lesefni handa börn um, eftir Örn Snorrason. Kr. 60.00. 6. NOKKRAR 1 HUGLEIÐINGAR UM FORM ÞJÓÐRÍKJA OG STJÓRNAR- FAR, eftir Halldór Stefánsson, fyrrv. alþingismann. Kr. 45.00. 7. DAUÐINN KEMUR TIL MIÐDEGIS- VERÐAR. Leynilögreglusaga eftir Peter Sander. Knútur Kristinsson íslenzkaði. Kr. 180.00. 8. HRÓI HÖTTUR. Sagan af Hróa hetti og köppum hans. Með myndum. Kr. 125.00. 9. RÓBINSON KRÚSÓ. Ný falleg útgáfa af þýðingu Steingríms Thorsteinsson, með fjölda fallegra mynda. Kr. 125.00 10. Ný bók um Nancy: NANCY OG MYNDA. STYTTAN HVÍSLANDI, eftir Carolyn Keene, í þýðingru Gunnars Sigurjónsson. ar cand. theol. Kr. 135.00. 11. FRANK OG JÓI OG HÚSIÐ Á KLETT* INUM, önnur bókin I mjög spcnnandi bókaflokki fyrir unglingsdrengi. Gísli Ás- mundsson kennari islenzkaði. Kr. 135.00. 12. Ný bók um hetjuna Bob Moran: REFS- ING GULA SKUGGANS, í þýðingu Magnúsar Jochumssonar. — Kr. 135.00. ★ Fyrr á árum kom út annað bindi af hinum merku endurminningum Sigurbjamnr Þor- kelssonar: HIMNESKT ER AÐ LIFA. Bindið heitir: EKKI SVÍKUR BJÖSSI, og er fróð- leikskista af frásögnum og gömhun mynd- um. — Ennfremur kom hin gullfallega lit- myndabók ÍSLAND — NÝTT LAND. en les- mál bókarinnar rftaði forseti íslands, Krist- ján Eldjárn. Kostar kr. 275.00. ★ i Allt verð er hér tilgreint án söluskatts. ★ Bækurnar fást hjá bóksölum og beint frá útgefenda: PRENTSMIÐJUNNI LEIFTRI, . Höfðatúni 12 — Reykjavík. 13. sept. 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ -í I\Á

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.