Alþýðublaðið - 18.09.1968, Side 3

Alþýðublaðið - 18.09.1968, Side 3
Umræðuf undur um ungt fólk í atvinnulífi og stjómmálin Verzlunarmaiinafélag Reykjavíkur efnir næstkom- andi fimmtudagskvöld til almenns fundar að Hótel Sögu um UNGA FÓLKIÐ í ATVINNULÍFINU OG STJÓRNMÁLIN. Fjórir xmgir menn halda fram- söguerindi á fundinum, en síðan verða frjálsar um- ræður. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur er ungt stéttarfélag og innan vébanda þess eru um 4000 félagsmenn, karlar og konur. Þar af eru um 3000 manns 40 ára og yngri. Vill félagið nú taka úpp þá nýbreytni að gera félagið að víðtækari vettvangi til umræðna um þjóðmál með tilliti til þarfa hins stóra hóps ungs fólks innan félagsins. Á fundi með fréttamönnum sagði Guðmundur H. Garðarsson, formaður V. R. meðal annars þetta: „Daglega heyrist' talað um unga fólkið og óánægju þess með stjórnmálin, stjórnmálaflokkana og gömlu stjórnmálamennina. — Vitað er, að meðal ungs fólks eiga sér stað í smáhópum og sundurlausum umræður um þessi mál. Eru það einkum mennta- menn og lítill hópur yngri manna í stjórnmálaflokkunum, sem þar hafa forystu. En til þessa hafa, hins vegar ekki átt sér stað umræður á opinberum vettvangi, þar sem fram kæmu sjónarmið og raunveruleg markmið þeirrar hreyfingar, sem felst á bak við unga fólkið og óá'nægju þess með stjórnmálaflokkana og stjórn- málabaráttuna í núverandi mynd. Með þessum fundi um unga fólkið í atvinnulífinu og stjórn, málin hyggst V.R. gefa áhuga- fólki innan félags og utan tæki- færi til að ræða um og kryfja til mergjar þann vanda i íslenzku þjóðlífi, sem kann að hafa skap- izt vegna hugsanlegs áhrifaleysis yngri kynslóðarinnar á gang þjóð. og bæjar-mála. Fundurinn er opinn öllum, sem hafa ein- lægan áhuga fyrir því máli, sem hér um ræðir.” Varðandi spurninguna um það, hvers vegna stéttarfélag eins og Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur beitir sér fyrir fundi sem Ráðstefna um málm- og skipasmíðaiðnað Samtök fyrirtækja og launþega í málm- og skipa- smíðaiðnaði hafa ákveðið að efna til ráðstefnu um stöðu og framtíðarþróun starfsgreinarinnar og verð- ur hún haldin í Reykjavík dagana 27. og 28. septem- ber n.k. Bjamj Einarsson, formaður félags dráttarbrauta- og skjpa smiða skýrði blaðinu svo frá í gær, að unnið hefði verið að undirbún ngi ráðstefnunnar í sumar og hefði góð samstaða náðst með aðiljum að þessum iðngreinum. Ætlunin væri að bera saman bækurnar og reyna að merkja þróunarstefnu iðn- aðarins. Bjarni sagði ennfremur að hér væri um nýjung að ræða á þessu sviði; slík ráðstefna hefði aldrei verið haldin áð- ur fyrir landið í heild, þar sem ræddu saman fulltrúar at- vinnurekenda og launþega. Að ráðstefnunni standa Fé- lag dráttarbrauta- og sk'pa- smiðja, Félag járniðnaðar- manna, Landssamband málm- iðnaðarfyrirtækja, Málm- og skjpasmíðasamband íslands og Meistarafélag járniðnaðar- manna. Á ráðstefnunni verða flutt ýmís erjndi, m.a. um stöðu málm jðnaðarins, ium stöðu ski.pasmíðaiðnaðarins og um stöðu launþega í málm- og skjpasmíðaiðnaðinum. Enn- fremur um lánamál og áætl- anagerð 1 skipasmíðaiðninni svo og um menntun og fram- haldsmenntun í málmiðnað'. Þá verða ýmis mál rædd í umræðuhópnum, m.a. breyt- inga.r á lánakerfi iðnaðarins, tæknjþróun, samkeppnisað- stöðu og menntun. Fundir ráðstefnunnar munu fara fram í fundarsal Meist- arasambandsins í Sk pholti 70. þessum, sagði Guðmundur: „Meginhluti ungs fólks á ís- landi — 35 ára og yngri — er virkur þátttakandi í atvinnulífi landsmanna og er í stórum meiri hluta yngri kjósenda. Þetta unga fólk j iðnaði, sjáv. arútvegi, landbúnaði, verzlun, flugi, siglíngum o.s.frv., _sem er að hefja eða hefur nýhafið sitt lífsstarf í atvinnulífi þjóðarinnar á mikið í húfi, að á íslandi sé rekin heilbrigð stjórnmálastarf- semi af traustum stjórnmála- mönnum, þar sem staða atvinnu- veganna og þýðing. er rétt metin og eðlileg uppbygging þeirra tryggð. Þess vegna getur ungt fólk í atvinnulífinu ekki og það má ekki eftiriáta stefnumótun, umræður og þátttöku í st'jórn- málum fáum útvöldum mönnum. Vegna framtíðar sinnar og þjóð- arinnar verður það að vera virk- ur þátttakandi. Verzlunarmannafélag Reykja- víkur er tiltölulega nýtt félag í núverandi mynd. Innan raða þess eru rúmlega 4000 karlar og k0n. ur. Þar af eru um 3000 manns 40 ára og yngri. Þetta fólk starf- ar við allar helztu atvinnugrein- ar landsmanna og lætur í té mik. ilsverða þjónustu í nútíma þjóð. félagi. Fjöldi þess starfar í at- vinnugreinum, sem voru óþekkt- ar fyrir 2—3 áratugum. Hér er á ferðinni ný og fjölmenn stétt ungs fólks, sem vill láta gott af sér leiða í störfum og hugsjón- um og innleiða nýja starfshætji, sem styrki grundvöll og fram- tíð íslenzks þjóðfélags. Vegna stærðar sinnar og á- hrifa, þar sem þúsundir starf- andi ungra íslendinga eru innan vébanda VR vill félagið efna til þessarar umræðna um Unga fólkjð í atvinnulífinu og stjórnmálin — í þeim tilgangi að styrkja heil- brigða viðleitni ungs fólks til já. kvæðra áhrifa á stjórnmálin og framtjð íslenzku þjóðarinnar.” Framsögumenn á fundi VR á Hótel Sögu á fimmtudagskvöldið eru: Kristján Þorgeirsson, form. Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, Baldur Óskarsson for maður Sambands ungra framsókn armanna, Magnús Gunnarsson, stud. oecon. og Sigurður Magn- úss0n, forseti Iðnnemasambands Fraimhald á 14. síðu. Fulltrúaráðs- fundur / Keflavík Fulltrúaráð Alþýðuflokksins í Keflavík heldur fund annað kvöld, finuntudagskvöld klukkan 20.30 í Æskulýðsheimilinu. Rætt verður um framkvæmdir og fjárhag Keflavíkurbæjar. Félagar eru hvattir til að fjölmenna á fundínn. Stjórnin. FULLTRÚARÁÐ ALÞÝÐUFLOKKSINS í KEFLAVÍK. Sambandsráðsfundur Sambandsráð ungra jafnaðarmanna er boðað til fundar í Keflavík dagana 21. og 22. september n.k. Fundurinn verður nánar til- kymitur síðar. — Stjórnin. 27 nýir Alþýðu- flokksfélagar 27 manns gengu í Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur á fundi þess í Iðnó á mánudagskvöld. Hefur fjöldi nýrra félaga verið sam- þykktur á hverjum fundi undanfarin misseri, og er heildartala félagsfólks nú að nálgast þúsund. . Flokksfélagið og fulltrúaráð fl0kksins efndu sumeiginlega til fundarins á mánudag t'il að ræða um ný viðhorf í íslenzkum stjórn málum. Framsögu höfðu þeir Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála. ráðherra og Eggert G. Þorsteins- son sjávarútvegsmálaráðherra. — Gerðu þeir sérstiklega grein fyrir þeim efnahagsvandræðum, sem steðja að þjóðinni, og þeim pólitísku afleiðingum, sem hafa af þeim hlotizt. Á eftir ræðum ráðherranna fóru fram almenn- ar umræður og stóðu fram á tólftu stund um kvöldið. Auk þess var kosin uppstill- inganefnd fyrir kosningu full. trúa á fl0kksþing, sem fram fer í október. KJÖRDÆ MISRÁÐ VESTURLANDS Kjördæmisráð Al'þýðuflokksins í Vesturlands- kjördæmi kemur saman til fundar sunnudag- inn 22. september næstkomandi kl. 2 í Hótel Borgarnesi. Benedikt Gröndal alþingismaður mun flytja yfMit um stjórnmálaástandið. Stjórnin. 18. sept. 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.