Alþýðublaðið - 18.09.1968, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 18.09.1968, Qupperneq 7
Rofar til á Indlandi: GETAINDVERJAR BRAUÐFÆTT SIG ARIÐ1971? NÝLEGA (hefur Síhri Jagjivan Ram, landbúnaðar, og birgða- imálaráðlierra Indlands, látið í 'ljós mjög miikla ánægju með ástandið í (þeim efnum um þess ar mundir. Gert er ráð fyrir, að í ár nemi kornuppskerá lands ins 95 milljónum lestia, en það er 6 milljónum meira en fram leiðslumetið, sem sett var fyrir þremur árum. Bjartsýni þjóðarinnar hefur því aukizt að mun. Jagjivan Ram lýsti því til dæmis óbikað yfir á fundi, sem hann hélt með bændum, í litlu þorpi nátægt Delhi, að kreppa sú, er sér fræðirigar telja, að ógna mundi heiminum um 1975, muini ekki koma við Indland. „Löngu fyrir þann f ímia munum við 'áreiðanlega verða sjálfum okk ur nógir um fæðu, og ef atlt fer að óskum, ætitum við j'afn vel að eiga umframbirgðir hveit is til útfilu'tnings.” Þetta er kjarninn í þeim boð iskap, sem upplýsingadeild ind- versfca 1 an db únað a r ráðuneytis- ins lætur frá sér fara í fræðslu grieinum sínum, og nefndur hef ur verið „Græna byltingin.” Hin mikla aukning kornupp skerunníar, sem átt hefur sér stað árin 1967 — ‘68 er aðallega að þakka miklum mun hagstæð aria veðurfari en t.d. tvö árin á undan. Einndg hafa hinar stór ,tæku ráðstafanir ríkisstjómar- innar til að aiuka uppskeruna h'aft sitt að isegja. Verði upp skerutíminn að þessu sinni einnig hagstæður, nægir þiað til þess að fléyba Indlanidi yfir örð U'gasta hjall'ann... og gerir kleift að koma ástandinu í mat 'vælamálunum í eðlilegt horf og draga úr innflutningi. Sé það rétt, að indverskur landbúnaður sé staðnaður, þá er það ekki wegna þesa að þær 350 milljónir Indverja, sem að ihonum vinna, séu latar eða duglausar, heldur vegna þess að aðstæðumar sníða þeim of þröngan staikk til þess að bena meira úr býtum. Beinist við- leitnin' nú að því að útvega þeim það, sem til þarf, til þess að auka framleiðslu sem fiestra bænda, semsé: fyrsta floikks sæði, áburð og vamar- Ivf g-’gn skorkivikindum og gróð urs.iúkdómum. TU h°ssa hefur landbúnlaðu'r ipidrei skipað jafn eindregið öndvegi^sæti í framkvæmdaáætl rmum Indiands og nú. Meira en 70% Iþjóðarimnar hefur framfæri sirt.t af landbúnaði og að sjálfsö'gðu ber að taka ti'llit til þess — meira en t. d. á ár- umrrn 1965 — ’66, svo að eldci sé nú farið lengra aftur í tím ann. Þetta 'hiafa núverandi ráða menm gert sér Ijóst. Á árunum næstu áður en Indland varð sj'ájfstætt ríki, var rorfíð frá því að leggjá á- iherzlu á landbúnaðinn. Indland Nehms gleypti við innrás þunga iðnaðarins, eims og svo mörgum fyrrverandi nýlendum hefur hætt við eftir að þær hafa unn. ið sér sjálfstæði. Árangur þess ar'ar þróunnar varð sá, að Ind- verjar búia nú við 150% of- framleiðslu vara þessiara, en verða hins vegar enn að flytja inn tvo þriðjuhluta þess áburð ar, sem þeim ler niauðsynlegur. Annað er það. isem ógnar til vist arðvænlegs landbúiniaðar, en það er þróun, sem leitt hefur ;af lönigun hinna undirokurðu nýlendubúa eftir frelsi og jafn rétti að fengnu frelsi; hér er um að ræða þá almennu skoð un, að sérhver bóndi verði að leiga sinn eigin litla ski'ka. Þetta toýður Iþeirri hætfcu heim, að „Græna byltingin“ er hafin. leingöngu verði um óarðbæran kotbúskap 'að ræða. Þess eru jafnvel dæimi, að fjölskyldur hafa alls ekki getað framfleytt lífinu á þesisum örreytiskotum, j-afnvei þó að þeim 'hafi borizt utanaðkomandi aðstoð; svo tak markaðir hafa möguleikar jarð lanna verið. Árin 1965 og 1966 voru al- vöruár í sögu Indlands. Ríkið rambaði á barmi gjaldþrots og örvilnunar. Efnahagur þess Var í rústum. Komframleiðslan. sem komizfc hafði upp í 89 mill jóniir lesta árin 1964 — ‘65, féll iskyndilegia niður í 72 milljónir lesta næsta ár. Það þýddi hvorki meira né minnia en tíu ára laffcurför, þ.e.a.s. fara þurfti ára tugi laftur í tímann til að finna annað eins. Og til að aufea á erfiðleifeana, átti Indland um þessar mundir í ófriði við Paki stan, eða nánar tiltekið í sept. 1965. Hveitiinnflutningur Bandaríkj anna hafði stöðugt farið vax andi þessi ár — alveg frá því að gerður var fyrsti P.L. 480 viðskiptasamnin gurinn( en hann fól það í sér, að borga skyldi í rupis) árið 1956. Innflutningur þessi hafði vaxið úr 2 milljón um lesta árið 1957 á 4 milljón ir órið 1960 og meira en 5 milljónir árið 1964. samkvæmt opinherum skýrslum Landbún- aðarráðunieytisins. Árið 1966 nam toann svo 7 milljónum lesta og lok,s 'hvorki meira né minna en 10 milljónum árið 1967. Allir voru sammála um, að slíkt ófremdarástand gæti ekki haldjzt til langframa, — og' þá fyrst og fremst Ameríku menn sjálfir, sem gerðu sér grein fyr(r Því að umfram birgðir þeirra fóru óðum þverr andi. í Indlandi var innflutn- ingsaðstoðin skv. P. L. 480 gagnrýnd þeim mun harðar á þingi og í blöðum, sem nún reyndist hrökkva skenrfcur. Ekki aðeins sósíalistar og kommúnistar, heldur og á- hangendur þjóðlega þingflokks ins sjálfs, gagnrýndu þá vafa- sömu aðstöðu gagnvart Banda ríkjunum, sem það hafði í för með sér-að þiggja aðstoð þessa. Á sama tíma voru athafna- og fjármálamenn mjög uggandi vegna þejrra verðbólguáhrifa, sem langtíma-lán Bandaríkja manna.og P. L. 480 viðsk'pta samningurinn hafði á efnahags líf landsins. Þýðingarlaust væri að þræta fyrir það, að Bandaríkin bafi notað matvælaaðstoð sína til að komast t;l áhr'fa í stjórn arstöðvunum í Nýju Delhi. En það var líka fyrst og fremst í ,’því. skyni að reyna að sann- færa ríkisstjórn frú Indiru Gandhi um, að hún yrði að breyta ,um stefnu í landbúnað armálum: gera hiut landbúnað arins stærri í þjóðhagsáætlun landsins að tiltölu við ;ðnað- inn; að framleiða meiri tilbú- inn áburð eins fljótt og við yrði kom ð, og síðast en ekki sízt nota hann í stórauknum mæli, þar sem sýnt væri að hann gæti aukið uppskeruna að miklum mun í náinni fram tíð. Þó að það kunni að hljóma sem mótsögn, var þetta líka í fyllsta samræmi við stefnu þeirra, sem losa v'ldu Indland undan áhrifum Bandaríkja- fflanna. Á þess,um viðsjárverðu Fi-amhald á 13. síðu. í Indlandi mætast gamli og nýi tíminn- xf f- tf-ft * <■' i ttfvvVVM í4 íi fé-VÁ V* t »? ■ # i 4 *«■( \1 -s. i«t \\ h - Uppdráttnr af Indlandi. 18. sept. 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ T t -■ rtp. • i * l , :•,;. -A

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.