Alþýðublaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 18.09.1968, Blaðsíða 15
Gre'aves þurfti aðeins að neita þessu og halda sér fast við neiið. Fletcher gat ekki sannað að slíkt samtal hefði farið fram. Ekkert vitni hafði verið að því. Greaves hagaði sér einstakiega vel í rétt- inum og gerði allt, sem ég hafði ráðlagt honum að gera. Fletcher virkaði eins og maður, sem vill rífast. Hann réði sér ekki einu sinni iögfræðing, heldur rak málið sjálfur. Hvílíkur heimsk. ingi! Sagðist vilja að lögin réðu og svo sannarlega varð svo. Fullt af orðum og ekkert vit af baki þeirra. Hann tapaði og varð að borga málskostnað Greaves. — Já, ég á að greiða reikning- inn yðar aftur! heyrðist rödd að baki þeirra. Þau litu við. Þarna var Martin Fletcher kominn. Fótabak veg- faranda hafði yfirgnæft hljóð af fótataki hans og bílarnir sem óku eftir götunum voru nægi. lega margir til að þau sáu ekki litla vörubílinn, sem hafði verið lagt handan við götuna. Fletcher stóð við hlið þeirra og Alan varð að líta upp til hans. Það var einkennilegur glampi í kuldalegum augunum og munn- svipurinn var hörkulegur. — Svo þér voruð jafn fljótir til bæjarins og ég, sagði Alan. Hann virtist rólegur og kæru- laus, en Kay fannst einhvern veginn, að hann hefði orðið að pína sig til að látast vera það. Skyndilega fannst Kay, að eitt, hvað vær á sevði og hún velti því fyrir sér, hvort Alan fyndi það líka. En hann hélt áfram, jafn rólegur og kærulaus og fyrr. — Mér fannst við hafa sézt nógu oft í réttarsalnum í dag. Málinu er lokið og ég réðlegg yður að segja ekki fleira, því að þér græðið ekkert á því. Ég er að fara út með ungfrú Lester — og okkur liggur á. Hann snéri við til að opna bíldyrnar fyrir Kay. En um leið snérist hann á hæl. Það fór hrollur um Kay, þegar hún sá' hvað Martin Fletcher shéri hon- um í hring léttilega og kröftug- lega. Hvernig dirfist, þér að leggja hendur, á mig? Nú hvarf allur kæruleysisblær úr rödd Alans. — Eí þér reynið að beita mig valdi skal ég höfða mál... — Það getið þér án efa! Þér eruð ágætislögfræðingur, Dyson! Hann hélt mjög fast um hand- legginn á Alan. — Þér fenguð vinnumanninn til að höfða mál á hendur mér fyrir árás. Hann átti refsinguna skilið og þó fékk hann háa upphæð í bætur og málskostnaðinn fenguð þér og það var ekki svo lág upphæð. Þér nutuð þess að höfða mál ið fyrir Greaves. Hann vissi, hvert hann átti að leita. Og þér vissuð, að ég hafði aldrei höfð- að málið, ef kindunum hefði ekki verið stolið. Greaves hefur án efa sagt yður sannleikann undir fjögur augu og þér hafið fund- ið útgönguleiðina fyrir hann. Orðaflaumur, sem gerir lygina að sannleika! — Þetta er ... rógur! hrökk út úr Alan. — Aftur litli lögfræðingurinn eða hvað? Mér finnst þér þegar hafa sagt nóg, Dyson. Ég hef fylgdust vandlega með öllu. Skyndilega virtist færast líf í Kay. Hún réðst á stóra manninn, sparkaði og sló þó að hún vissi, MOTTUR til að liafa í baðkör svo fólk renni ekki og slasi sig, bráðnauðsynlegar. GEYSIR H.F Vesturgötu 1. heyrt of mikið um bókstaf lag. anna. Það eru til fleiri tegundir af lögum og ég ætla að taka vald ið í mínar hendur. Kay starði á Martin Fletcher. Hann glotti og það var þetta glott sem skelfdi hana mest. — Ef þér sleppið mér ekki strax .. sagði Alan. — Kærið þér þetta? Eigum við ekki að sleppa þessu? Á ég að segja yður, hvað ég ætla að gera Dyson? Ég ætla að henda yður í fljótið. Kay héyrði orðin án þess að skilja þau. Alan stóð gralkyrr. Nú greip Martin Fletcher hann skyndilcga óg slengdi honum yfir öxlina á sér eins og hann væri kornabarn. Kay sá eins og í þoku, að fólk hafði drifið að sem áhorfendur. Martin Fletcher hélt Alan fast á sama hátt og bændur bera kindur. Hann lagði af stað Qg fljótið var aðeins hundrað metra frá. Áhorfendurhir eltu, éiín grip.u’ þeir ekki fram í atburðarásina og enn voru þeir undrandi og 1 HARÐVIÐAn OTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKOLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Skrifstofur veðurstofunnar og deildir í sjó- mannaskóia iverða lokaðar vegna jarðarfarar e.h. miðvikudaginn 18. s'ept. Veðurstofa íslands Blaðburðarbörn óskast í Kópavog AUSTURBÆ - VESTURBÆ upplýsingar -40753 HÚSGÖGN Sófasett, stakir stólar og svefnbekkir. — Klæði gömul hús- gögn. — Úrval af góðum áklæðum. Kögur og leggingar. i BOLSTRUN ASGRIMS. Bergstaðiarstræti 2 — Sími 16807. t'/ frésmíðaþjónusta Tökuim að okkur nýbyggingar, viðbyggingar ásamt inn- réttingum í smærri sem stærri stíl. Upplýsingar í síma 15200. MÍMIR Nýir tímar — ný kennsEutæknl ENSKA, DANSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SPÁNSKA, ÍTALSKA, RÚSSNESKA, SÆNSKA, NORSKA. ÍSLENZKA fyrilr útlendinga. ÍSLENZKA fyrir Íslendinga, réttritun, lestur. Enska fyrir berns Beina aðferðin. Börnin læra ensku á ENSKU. Ensfkir kennarar. Samdkonar námskeið í DÖNSKU. KvöldnámskeíS. SíðdeglstiámskeiÖ MALASKÓLENN M8M1R Brautarholt 4, sími 10004 og 11109 (kl. 1—7 e.h.) ' j 18. sept. 1968 — ALÞÝÚUBLAÐIÐ 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.