Alþýðublaðið - 18.10.1968, Blaðsíða 5
18. október 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
ÓLYMPÍUMEl
Heimsmet var sett á heimsmet
ofan í úrslitakeppninni í þrí-
stökki í írær á Ólympíuleiknn-
um, en sigurvegari í Krejninni
varð Viktor Sanejev frá Sovét-
ríkjunum, stökk 17,39 metra.
Heimsmeíið í greininni var
fjóriun sinnum slegið í úrslita-
keppninni. í 1. umferð stökk
ítalinn Gjuseppe Gentile 17,22
og bætti þar með sitt eigið
heimsmet frá deginum áður.
Þetta met stóð þó ekki nema
fram í þriðju umferð keppn-
innar, en þá stökk Sanejev
17,23. í 5. umferð kom Brazilíu-
maðurinn Nelson Prudeneio og
bætti metið enn, stökk 17,27,
en í lokaumferðínni tryggði
Sovétmaðurmn sér sigurinn
með því að stökkva 17,39.
Þegar blaðið var að fara í
pressuna bárust úrslit í 5 km.
hlaupi. Sigurvegari var Gamm-
údi, Túnis, annar varð Keino,
Kenya, þriðji varð Temu, Ken-
ya, fjórði varð Martinez, Mexikó
og fimmti varð Clarke, Ástral-
íu. Tím-ar voru ekki komnir.
Davenport, USA, sigraði í 110
m. grind á 13,3, Hall, USA og
Ottoz, Ítalíu, hlupu á' 13.4.
Úrsl;t í sleggjukasti á Olym-
píulejkunum í Mexíkó urðu
iþau að Guyla Zsivotsky, Ung-
verjalandi, sigraði og setti
nýtt olympíumet, kastað' 73,36.
Annar varð Klim frá Sovét-
ríkjunum með 73,28 m. og í 3.
sæti Lazar Lovasz frá Ung-
verjalandi með 69,78 m.
Bandaríkjamaðurinn Ralph |
Boston setti nýtt olympíumet í i
langstökki í undankeppninni í
gær, stökk 8,27 m. Eldra metið
var 8,12 og á'tti hann það sjálf-
ur. Annar í undankeppninni varð
samlandi hans, Bob Beamon,
sem stökk 8,19 m. og 3. varð
Lynn Davies, Bretlandi, stökk
7,94 m. Sovétmaðurinn Tynö
Lepik var í 4. sæti, stökk 7,91
metra.
">•. V" .. . ■
NÝ TOGARAÚT-
GERÐ STOFNUÐ
Stofnað hefur verið nýtt útgerðarfyrirtæki í Reykjavík og hefur
það fest kaup á botnvörpunguum Gylfa frá Patreksfirði og
hyggst gera hann út frá Reykjavík. Forráðamenn fyrirtækisins
eru bjartsýnir á reksturinn og stefna að því að eignast skut-
togara er tímar Iíða fram.
Hið nýja útgerðarfyrirtæki
nefnist Almenna útgerðarfélag-
ið h.f. og er tilgangur félagsins
„újgerð, fiskverkun og annar
skyldur atvinnurekstur.” Hefur
verið leitað til manna um land
allt og þeim boðið að gerast
-hluthafar í félaginu. Félagið hef-
ur þegar kjörið sér bráðabirgða-
stjórn og er Snorri Ólafsson for-
maður hennar, og skýrði hann
Alþýðublaðinu frá því í gær, að
félagið hefði samið um kaup á
togaranum Gylfa fyrir 11 millj-
ónir króna, en skipið hefur ver-
ið í eigu ríkisá'byrgðasjóðs. —
Skipið verður gert' út frá Rvík,
en ráðgert er að það leggi ekki
síður upp úti á landi, ef það þyk-
ir hentugra.
Snorri kvað stofnendur hins
nýja félags vera bjartsýna um
að rekstur togarans gangi vel,
en mikil viðgerð hefur farið
fram á togaranum nýlega. Hann*
kvaðst' gera sér vonir um, að út-
gerðin gæti hafizt um áramót,
ef allt gengi að óskum.
Almenna útgerðarfélagið hefur
skrifstofu að SjáVarbraut 2 í
Reykjavík, en framkvæmdastjóri
hefur enn ekki verið ráðinn. —
Hins vegar hefur bráðabirgða
stjórnin ráðið nokkra fulltrúa til
kynningar á félaginu og til hluta
fjjársöfnunair. Gera forsvaírs-
menn félagsins ráð fyrir því,
að síðar verði hlutafé félagsins
aukið og þá stefnt að útgerð
skuttogara, smíðuðum hér innan
lands, ef reksturinn á Gylfa gengi
að óskum.
STÆRSTA
SKIPIÐ
Stærsta skjp se'm lagzt
hefur að bryggju á íslandi
liggur nú í Hafnarfjarðar
höfn. Skipjð er frá Colum
bíu, í eigu hers Columbiu,
tæplega 25 þúsund lestir
og heitir Tumaco. Þetta er
glænýtt skip, aðeins fjög-
urra mánaða gamalt, en
Columbíuher le;gir skipið
á opnum markaði og hér
losar það flugvélabe'nzín,
gasolíu og steinolíu fyrir
herinn á Keflavíkurflug-
velli. Áður en það kom til
Hafnarfjarðar hafði það
losað helming farmsins
í tanka he'rsins í Ilval-
firði. 47 manna áhöfn er á
Tumaco, allt hermenn.
WMWWMWMWWWWWMW
FH VANN HG
y;' ;
Starfsmenn Landssímans undirbúa viðgerð á símastrengnum,
í gaarkvöldi sigruðu FH-ingar
Damnerkurm eistarana HG í
handknattleik í Laugardalshöll-
jnní skoruðu 21 mark gegn 16.
í leikhléi var staðan 11:9 FH í
hag.
FH-ingar léku á köflum með
miklum ágætum, en þó bar Geir
Hallsteinsson af og var bezti
maður vallarins, en þó er í lið-
inu eini Daninn, sem komst i
svokallað heimslið, Carsten
Lund.
FH hafði oftast yfir í mörk-
um, aðeins einu sinni í fyrri
háífleik hafðil HG eitt mark
yfir og tvívegis í síðari hálfleik.
Danir þoldu tapið illa og £
lokin urðu dómararnir að visa
einum þeirra af lelkvelli.
abilun
SÍMASAMBAND við Kópavog
og Hafnarfjörð, frá Reykjavík,
rofnaði í gærmorgun. Ástæðan
var sú, að jarðýta, sem var að
störfum við nýju vegargerðina
í Fössvogi hjó í sundur 500 lína
streng, sem liggur frá Reykja-
vík í Kópavog og Hafnarfjörð.
Hægt' var að hringja innan
bæjar í Kópavogi og Hafnar-
firðí, svo og á milli bæjanna.
Viðgerðarflokkar frá Lands-
símanum komu þegar á staðinn,
þar sem óhappið varð, og í gær
tjáði einn af vei’kstj. Landsímans
okkur að unnið yrði að verkinu,
í nótt og lykí viðgerð að líkind
um í fyrramálið. Þar af leið
að símasamband ætti nú að .era
komið á milli Reykjavíi-ur og
Kópavogs-Hafnarfjarðar, ef við-
gerð' hefur gengið samkvæmt
áætlun. ;