Alþýðublaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ 27- október 1968
Ritstjórar: Kristján Bcrsi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símar’
14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Aug-
lýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuliúsið við I-Iverfisgötu 8 —10,
Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Símí 14905. -7- Áskriftargjald
kr. 130,00. í lausasölu kr. 8,00 eintakið. — Útg:: Nýja útgáfufélagið h.f.
Upphaf og endir
Undanfarna idlaga hefur staðið
yfir fldkksþing Sameiningar-
flokks alþýðu- Sósíalistaflokks-
ins. Kemur þ'að raunar ýmsum
spánskt fyrir sjónir, að þessi
pólitíski flokkur skuli vera til, án
þess að hafa boðið fram til þings
eða tekið þátt í eiginlegum þjóð-
málum á annan áratug. En svona
*er sá skollateikur, sem kommún-
iistar 'leika við íslenzlka álþýðu.
Sósíalistaflofckurinn er um
þessar mundir tuttugu ára gam-
ail, og er nú um það rætt, hvort
ekki sé rétt að leggja hann niður.
Líklegast er talið, áð sú verði
niðurstaðan á flokksþinginu í
Tjarnargötu, og munu þá margir
íslendingar segja, að farið hafi
fé betra.
Árin eru fljót að iíða, og nú
mun meirihluti þjóðarilnnar ekki
muna af eigin reynslu stofnun
og sögu þessa flokks, sem hefur
mókað á bak við Alþýðubanda-
lagið síðustu 12 ár. Þess ivegna
er dkki úr vegi að rifja upp,
hvers vegna Kommúnistaflokkur
íslands var lágður niður, aðeins
8 ára gamall, og Samekíjngar-
flokkur alþýðu- Sósíalistaflokk-
urinn, stofnaður í hans stað.
í upphafi var íslenzk verka-
lýðshreyfing sameinuð í einni
hreyfingu, Alþýðusambandi ís-
lands og Alþýðuflokknum, sem
voru nátengd. Innan þessara
samtaka voru kammúnistar, sem
fylgdu byltingar- og ofbeldis-
kenningum, en ekki lýðræði og
sósía'lisma í anda jafnaðarmanna.
Þessir menn störfuðu innan Al-
þýðuflokksins frá 1916—30 vegna
þess að alþjóðahreyfing komm-
únista taldi á þeim árum rétt að
vifnna með jafnaðarmönnum.
Svo varð klofningur úti í lönd-
um — og hann var fluttur hing-
að til lands. En hann stóð ekki
Iéngi. Brynjólfur Bjamason hef-
ur sagt okkur söguna í fyrirlestr-
um, sem hánn flutti • í Austur-
Þýzkalandi. Hann hefur að vísu
aldrei sýnt íslendingum þann
sóma að taília opinskátt við
þá, en það er saman hvað-
an sannlleikurinn bemur. —
Ákvörðun, sem Komintern,
alþjóðasamband kommúnista, tók
1935 réði því, að íslenzkir
kommúmistar breyttu stefnu
sinni og leituðu eft|r samstarfi
við jafnaðarmenn. Því miður
tókst þeim að ná sambandi við
Héðin Valdimlarsson og með
stuðningsmönnum hans úr Al-
þýðuflokknum mynduðu þeir
hinn nýja Sósíalistaflokk. Auð-
vitað tóku þeir brátt öll völd í
flofcfcnum, studdu innrás Rússa
í Filnnland og hröktu Héðin út í
yztu myrfcur.
Þannig var upphaf Sósíalista-
flo'kksins, og er það í fullu sam-
iræmf við endi flokksins, sem
líklega verður nú hægt andlát.
En svo sem upphaf flokksins
byggðist á svikum og blekking-
um kommúnista, er nú fráfallið
sama marki brennt. Kommúnist-
ar eru að koma sér upp nýjum
flokki, nýju nafni til að nota,
í þeim tillgangi að lokká íslenzka
kjósendur til fylgis enn um sinn.
Sem betur fer eru ýms merki
þess að íslendingar séu búnir að
fá nóg af þessum kúnstum komm-
únista. Fylgið hrynur af þeim,
og það streymir til Alþýðuflokks-
ins. Sá flokkur hefur alltaf verið
og er flokkur heiðarlegra, ís-
lenzkra j'afnaðarmanna og hans
er framtíðin.
Bókmenntir og penin
Indriði G. Þorsteinsson, sem
areiðanlega á eftir að fá bæði
stjrrk úr Rithöfundasjóði ís-
lands og margvislega aðra
viðurkenningu fyrir ritstörf
sín, birti í Tímanum 6ta októ-
ber eftirtektarverða grein um
„peninga Guðrúnar frá Lundi”,
þ.e.a.s. hina nýtilkomnu þókn-
un rithöfunda fyrir notkun
bóka þeirra á bókasöfnum og
meðferð þess fjár, sem nú í ár
nam um það bil einni milljón
króna. Einkennilegt er það að
tveir forsvarsmenn og fulltrú-
ar rithöfunda, Stefán Júlíusson
og Björn Th. Björnsson sem
Indriði hafði einkum fyrir sök-
um í grein sinni, hafa engu
orði svarað ádeilu hans. Það er
engan vcginn ætlun mín að
fara í fötin þeirra og halda
hér uppj „vörnum”, hvorki fyr-
ir ráðsmennsku þeirra þremenn-
inga, Stefáns, Björns og KnútS’
Hallssonar á himim nýstofnaða
Rithöfundasjóði, né löggjöf
þeirri sem liggur til grund-
vallar sjóðstofnuninni. En ó-
neitaniega gefur grein Indriða
Þorsteinssonar tilefni til at-
hugasemda hvað sem hinni per-
sónulegu ádeilu hans líður.
Það er í fyrsta lagi athuga-
vert við málflutning Indriða að
greiðsla sú sem hér um ræðir
kemur alls ekki fyrir útlán bóka
af almenningsbókasöfnum, eins
og hann lætur í veðri vaka,
heldur greiðir ríkisvaldið höf-
undum þóknun fyrir réttinn til
að hafa bækur þeirra til útlána
og annarrar notkunar á söfnum.
Vel má vera að hitt væri eðli-
legra, að greiða t. d. krónu fyr-
ir hvert útlán bókar af ah
menningsbókasafni, og rynni
sú króna þá rakleitt til við-
komandi höfundar; það kann
svo að vera álitamál hvort ríkið
sem rekur söfnin eða lánþegar
'sjáifir ættu að borga nefnda
krónu. En hér er ekki um slíka
greiðslu að ræða heldur þókn-
un fyrir höfundarrétt, og er rit-
höfundum auðvitað í lófa lagiö
að taka upp á ný kröfur um
gréiðslu fyrir sjálfa notkun
bóka þeirra á söfnunum auk
þeirrar þóknunar sem þegar er
komin á.
Lögin um Rithöfundasjóð ís-
lands munu gera ráð fyrir því
að 40% af árlegum greiðslum
fyrir notkunarrétt safna af bók-
um íslenzkra höfunda renní í
sjóðinn, en 60% komi til úthlut-
unar að tiltölu við eintakafjölda
höfunda á söfnunum að þremur
árum liðnum; tekjur þessara
þriggja ára á að nota til að efla
Rithöfundasjóðinn. Það er auð-
vitað hárrétt athugað hjá Ind-
riða að siðferðilega væri það
réttast að höfundar fengju þessa
þóknun óskerta í' sinn hlut' —
þó samtök rithöfunda hafi ofan
í allt siðferði sýnt það félags-
lyndi að samþykkja þessa sjóð-
stofnun. Það ber sem sé að at-
huga að rétthafar eru margir —
félagar í rithöfundasamtökunum
munu nú vera á' annað hundrað
talsins, og höfundarréttur helzt
sem kunnugt er óskertur 50 ár
eftir dauða höfundar — en notk-
un íslenzkra almenningsbóka-
safna ekki sérstaldega mikil,
minnsta kosti miðað við það sem
mest gerist annars staðar. Það
er anzi hætt við því að þóknun
alls þorra höfunda og annarra
rétthafa fyrir bækur þeirra á
söfnum, yrðu ekki nema lítilfjör-
legar sporziur jafnvel þeirra sem
flestar bækur eiga og mest lesn-
Framhaíd á' 15. síðu.
Erlendar
fréttir i
stuttu máli
(í
BOSTON: 25.10. Rómversk- ()j
kaþólski kardínálinn Cus-
hing í Boston lýsti því yfir
á föstudagskvöld, að hann
myndi bjóða sig fram til
embættis erkibiskups í
Boston um næstu áramót
og yrði það svar hans við
opinberri gagnrýni og „hat
ursskrifum“, sem liann hef
ur sætt upp á síðkastið,
vegna þess að hann bar
blak af hjúskap þe'irra
Jacqueline Kennedy og
Aristóteles Onassis.
BUDAPEST (ntb-reuter):
Utanríkisráðherra Finn-
lands, Ahti Karjalainen,
hefur boðið hinum ung
verska embættisbróður sín
um, Janos Peter, og for-
sætisráðherra Ungverja-
lands, Jenö Fock, í opinbera Í
he.msókn til Finnlands. dj
Karjalajnen er nýkominn 1 j
úr fjögurra daga heim-
sókn til Ungverjalands. ()(
TOKÍÓ (ntb-reuter): Á
fyrra helmingi þessa árs
bárwst japönskum skipa-
smíðastöðvum panta«ir á
smíði 68 skipa fyrir er-
lenda aðila; samanlögð
stærð skipa þessara er
2.118.000 brúttólestir. Er
hér um að ræða 80 prósent
aukn'ngu frá því á sama
tíma í fyrra.
PERTH 26.10. (ntb): Enn
varð vart kröftugra jarð-
skjálfta í Perth í Ástralíu
í gær. Ekki er vjtað til,
að manntjón hafi orðið.
BONN 26.10. (ntb-reuteT);
Starfsstúlka í aöalstöðvum
vestur-þýzka hcrsins hef
ur verið handtekin, að því
er skýrt var frá í Bonn i
dag. Stúlka þessi hefur um
skeið verið undir eftirliti
öryggisþjónustunnar vcgna
grunsemda um njósnjr.