Alþýðublaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐhÐ 27. október 1968 Ragitar Jchannesson: Dásemdir sjónvarps og hljóðvarps Hugleiðingar um kosti og galla MIKIL var hrifningin fyrst', þegar íslenzka sjónvarpið tók til starfa. Blöðin voru full af lofrollum um stofnunina. Höf- j undar þessara pistla voru svo yfir sig hrifnir, að Þeir máttu ekki vatni halda, eins og komizt' er að orði í fornum sögum, og er með því átt við tár. Á sum- um var að skilja, að sjónvarpið væri alfullkomið. En nú, þegar menn hafa Van- izt sjónvarpinu íslenzka, hefur nokkuð dregið úr hrifningunni, og lofgerðarrollum hefur fækk- að. Nú eru mönnum orðnir ljós- ir ýmsir gallar á dagskrám sjón- varpsins og gagnrýni um það birtist stundum á prenti, og þó einkum manna á meðal. Útlent sjónvarpsefni og íslenzkt Margir höfðu andúð á Kefla- víkursjónvarpinu og töldu það þjóðernis- og menningarmál að loka því, töldu það spilla máli voru og flytja um of glæpa- myndir og ómerkilegt efni. Og það var nokkuð til í þessu. Það var fátæklegt og jafnvel nær því niðurlægjandi að þurfa að horfa eingöngu á sjónvarp erlends setuliðs. Sú ein ástæða var knýjandi til þess að koma upp íslenzku sjónvarpi. Kefla- víkursjónvarpið var, þar að auki, fullt af glæpareyfurum og ómerkilegri músik. Þeir, sem gerðu sér hæstar vonir um íslenzka sjónvarpið, bjuggust við, að það mundi mestmegnis flytja innlent efni. En hver hefur orðið raunin á? Hvert er hlutfallið milli ís- lenzks efnis og erlends efnis? Þeirrí spurningu er fljótsvarað. íslenzka efnið miin vera þar í minnihluta. Og þegar á allt er litið, er ekki ýkja mikill munur á efni Keflavíkur sjónvarpsins og þess íslenzka. Það síðast- nefnda flytur harla mikið af amerísku og öðru útlendu efni. Reyfarar Þeir sem amast við glæpa- myndum, þar sem sýnd eru manndráp og slagsmál. hljóta að hafa orðið fyrir nokkrum von- brigðum með íslenzka sjónvarp- ið. f dagskránni hefur nefnilega verið krökkt af útlendum glæpareyfurum og mjmdum úr víllta vestrinu. "Nægir þar að benda á til dæmis Maverich, Dýrlinginn og Harðjaxlinn. Nú hafa margir, þar á meðal ég, gaman af glæpasögum, og þó einkum leynilögreglusögum. Það er hvíld í því eftir erfíðan. og langan vinnudag að líta stundarkorn í góða afbrotasögu. Nefni ég þar til höfunda eins og Englendinginn Agötu gömlu Christie og Frakkann Simenon. En að horfa kvöld eftir kvöld á glæpareyfara, a.m.k. helmingi lélegri en þá, sem ég nefndi áð- an — það er fullmikið af svo góðu. Að vísu fylgjg íslenzkir textar flestum útlendum myndum, en það haggar ekki þeirri stað- reynd, að á erlendu máli er talað. Verða þeir, sem eru lítt færir í ensku, til dæmis, að búa við þýdda textann eingöngu, ó- greinilegan og of ihraðan oft og tíðum. íslenzk leiklist í sjónvarpi Margir munu hafa gert sér háar vonir um það, að íslenzk leiklist mundi skipa veglegan sess í sjónvarpinu. Það væri ekki ónýtt að sjá íslenzka leik- ara flytja Skugga-Svein, og sjón- leiki Jóhanns Sigurjónssonar, svo að eitthvað sé nefnt. Auð- vitað líka vönduð erlend Ieikrit. Þessir bjartsýnu leiklistar- óáendur hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. Þó hafa örfáir stutt- ir leikþættir verið fluttir. Það er nú allt og sumt. Stærri sjón- leikir sjást ekki í sjónvarpinu, og það er slæmur ágalli og skaði. Við eigum marga bráð- snjalla leikara, — og er illt til þess að vita, — að þeir skuli ekki fá að flytja list sína í sjón- varpi. Mér hefur verið tjáð, að flutn- dngur leikrita með íslenzkum leikurum sé sjónvarpinu ofviða fjárhagslega. Skiljanlega er sjón- varpið dýrt í rekstri. En mætti ekki spara með því að fækka sjónvarpsdögum, og hætta að þenja sig út um allar þorpa- grundir með því að sjón- 'varpa sex daga í viku. Þrjú til fjögur sjónvarpskvöld í viku ætti að nægja, enda höfum við ágætt útvarp, sem útvarpar öll kvöld. Það er betra að takmarka og fækka sjónvarpsstundum en að bera fram lélegt og ómerki- legt efni útlent. Gcðir sjónvarpsþættir Þótt það, sem hér hefur verið ritað, sé aðfinnslukennt, þá fer því fjarri að ég vanmeti alla starfsemi sjónvarpsins. Auðvitað hlaut sjónvarp að koma fyrr eða síðar. Og í sjónvarpinu birtast marg- ir góðir þættir, sumir frábærir. Ber þar til að nefna fréttirnar, sem flestum ber saman um, að séu afbragðsgóðar, oftast nær, bæði innlendar og erlendar. Þar ber sjönvarpið af fréttaflutningi útvarps, enda má bæði sjá og heyra þær fyrrnefndu. Þar hljóta vel menntir og vel mennt- aðir menn um að fjalla. Þá ber að nefna í þessu sam- bandi ýmsa samtalsþætti, — Á öndverðum meiði og fleiri slíka þætti, sem bæði eru fræðandi og skemmtilegir. Þátturinn Mun- ir og minjar er líka mjög fræð- andi, enda fjallar hann um ramm íslenzkt efni, sem allir þeir, sem þjóðlegum fróðleik unna, hljóta að fagna. Þá eru ýmsir þættir, sem lýsa öðrum löndum og þjóðlífi þar, einkar fræðandi. Barnatímarnir eru ágætir. Margt fleira mætti til tína, sem er sjónvarpinu til sóma, en það verður ekki gert hér. En nú bendir ýmislegt til þess að framundan sé breytt stefna hjá stjórn sjónvarpsins, t. d. það, að draga eigi úr flutningi Ragnar Jóhannesson eldhússreyfara. Má sem dæmi taka, að í stað margra slíkra ó merkilegra mynda er nú tekin til flutnings stórmyndin Saga Forsyteættarinnar, sem sniðin er eftir frægustu skáldsögu lárvið- arskáldsins Johns Galsworthys. — Batnandi manni er bezt að lifa, og sjónvarpið á, að sjá'lf- sögðu, við sína barnasjúkdóma að stríða. Og smám saman fer það að afla sér víðar efnis en gert hefur verið hingað til. Sjónvarp og heimilislíf Margir halda því fram, að sjón- varpið hafi mjög bætandi áhrif á heimilislíf og heimilisbrag. Það fer nú eftir því, hvernig á er haldið. Á mörgum heimilum situr fjöl- skyldan fyrir framan sjónvarps- tækið allt liðlangt kvöldið. — Fólkið glápir á hvaða efni sem er, vandað og lélegt og mælir varla orð frá munni. En vonandi kemur það með tímanum, að fólk taki að öðlast þá dómgreind og skynsemi, að velja úr dagskránni þá þætti, sem það langar til að sjá. Þetta er auðvelt, því að öll blöðin birta dagskrána á hverjum degi. En út yfir tekur þó á heimil- um þess fólks, sem horfir á sjón- varp í óhófi, þegar gesti ber að garði. Gestunum er þá gjarnan boðið í hálfmyrkvaða stofu að horfa á sjónvarp, og það verða gestirnir að gera, hvort sem þeim er ljúft eða leitt. Um samræð- ur er því lítið. Skrýtin gestrisni það! Sjónvarpið og unga fólkið Eitt af því, sem haldið var fram, sem meðmæli með sjón- varpinu var það, að það stuðl- aði að því, að börn og unglingar yrðu hændari að beimili sínu en ella, draga mundi úr slangri þeirra á götum og sjoppum. En ég er efasemdarmaður eins og Tómas sálugi. Ég dreg þessa kenningu í efa, einkum hvað hálf þroskaða unglinga snertir S 'ona yfirleitt. Þeir hafa tæplega eirð í sér til að sitja tímunum sam- an við sjónvarpstæki og blína á langdregnar kvikmyndir. Ég hygg, að útivistin með félögun- um freisti þeirra fremur. Auk þess geta miklar þráset- ur við sjónvarpstækið verið miðl- ungi hollar sumum unglingum. Til eru dæmi deginum ljósari í öðrum löndum. Enda er ekki margt um sjón- varpsefni fyrir unglinga. Helzt munu danshljómsveitir draga þá að tækinu. Og þættir eins og hinir bráðsnjöllu og fjölbreyttu þættir Jóns Múla, ,,ÁS haust- kvöldi,” sem glatt' hafa bæði unga og gamla. Sjónvarp og hljóðvarp Ég léyni því ekki, að ég hefi áhyggjur út af framtíð okkar gamla og góða útvarps. Ef til vill veldur þeim áhyggjum gömul tryggð frá því, að ég var starfs- maður útvarpsins um nokkurra ára skeið endur fyrir löngu. Á því er enginn vafi, að sjón- varpið er útvarpinu skæður keppinautur. Báðir aðilar keppa um hylli þeirra, ,sem sjá sjón- varp og hlusta á hljóðvarp. Og þar sem völ er á hvoru tveggja er sjónvarpið sigurstranglegra, a.m.k. ennþá, þegar nýjabrumið er mest hjá fólki. Maður nokkur, kunningi minn, sagði fyrir fáeinum dögum: „Síðan sjónvarpið kom á heimili mitt, er útvarpið aldrei opnað.” Og svipað ástand ríkir víða. Okkar nær fertuga útvarp verð- ur víða að lúta í lægra haldi gagnvart þessum nýja keppi- naut, sem hefur auðvitað margt fram yfir það. En það er skaði fyrir menn- ingu íslendinga, ef þeir hætla að verulegu leyti að hlusta á út- varp. Sú stofnun á nú nærri fjóra áratugi að baki og mikla reynslu, og verður ekki annað sagt en að það hafi verið mikið menningartæki. Það hefur flutt ógrynni af fróðleik: erindi, skemmtiþætti, og leikrit eru flutt á laugardög- um allan ársins liring. Auðvitað hefur útvarpsefni verið misjafnt' að gæðum. Það er margur misjufn sauður í mörgu fé. En eitt hygg ég að sé, sem þjóðin fái seint fullþakkað. En það eru þau bætandi áhrif, sem útvarpið hefur haft á íslenzkt mál, meðferð og jafnvel fram- burð. T. d. hefur það, ásamt skól- unum átt drjúgan þátt í að draga úr hljóðvillu og flámæli. Útvarpið var þegar í upphafi svo heppið að eiga á að skipa merkum mönnúm, sem gerðu strangar kröfur til sjálfra sín og annarra um meðferð íslenzks málá. Má þar til nefna Helga Hjörvar, sem var allra manna málvandastur, Jón Eyþórsson, Fraihhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.