Alþýðublaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 16
 Reykjavík Skín við röðli Reykjavíkin, Rauðaráin, Tjarnarsíkin, Holtið, Tröðin, bryggjubríkin, Blesagróf og Kaplaskjól. Framhjá arka fjörulallar, forstjórar og hafnarkallar, bítilhross og blöðruskallar, bleyðimenni og hörkutól- Hvar skal byrja? Hvar skal enda? Hvert skal Pegasusi venda? Vættir landsins vísa og benda vitanlega á Arnarhól. r ^ ^ Hér er létt að liggja og yrkja, líta um öxl til Guddu og Tyrkja: himingnæf rís Hallgrímskirkja- Hérna nær er Tobbukot. Tukthúsið í typtun stranga tekur margan þrjót til fanga, 1 réttvísin með rjóða vanga reiknar þeirra lögmálsbrot. Breiðum öxlum yppta fjöllin- i Út og suður Bændahöllin mænir yfir Melavöllinn malarborinn, dýrlegt slot. Við mér ótal bankar blasa, i býr hér þjóð með fulla vasa, ung og kát í glaumi glasa, gefur skít í álfa og tröll. Iðnó gamla er hýr á hána, hlær við bæði sól og mána. Bílastóðið teygir tána, treður krap og vetrarmjöll. Alþingi hér utar trónar, eins og sokka lögin prjónar. í dýrum skrúða drottni þjónar Dómkirkjan við Austurvöll. ' } ' I Vaxi dýrð þín víkin Reykja, verði gott til brauðs og leikja, gnógleg mjólk og grautarsleikja, glerhákall og brennivín. Heyr mig, ungi og aldni lýður, eitt er það sem mest á ríður, hvað sem öllu öðru líður, uppi og niðri: lífsins grín. Lærðu þetta litla kvæði, lestu það í ró og næði, það er fleytifullt með gæði, fallegt eins og borgin þín! Rússarnir hafa alltaf lagt mik ið upp úr því að sigra í sem flest um greinum á Olympíuleikjum og oftast hafa þeir hangið í rass inum á Bandaríkjamönnum hvað þessu viðvikur, í Mexíkó vildi þag hins vegar til, að Rúss arnir komust ekkj einu sinni með tærnar þar sem „auðvaldið“ hafði hælana og í ræðu, sem Brésnéff formaður hélt fyrir skömmu, var hann mjög harðorð ur í garð rússnesku íþrótta- mannanna og kvað þá verða að ulympíu herða sig að mun, til að geta unn ið hina heimsvaldasinnana á næstu leikjum. Raunar er ekkert skrýtið að Rússarnir skuli ekki hafa staðið sig betur í Mexíkó, því alltént er það einstaklingsframtakið sem ræður sigrum í hverri íþrótta- grein um sig, hver og einn verður fyrst og fremst að stóla á sjálfan sig. Rússarnir eru hins vegar ekki neitt gefnir fyrir ein staklingsframtakið, svo það kem ur til álita hvorf þeir vcrða ekki fyrst að skipta um stjórnmála skoðanir áður en þeir geta farið að búast við sigrum á Olympíu- leikjum. Hvað um það, fyrir leikana voru Rússar bjartsýnir og gerðu ofurlítið grín í blöðum. Við rák umst á nokkrar grínmyndir í rússnesku blaði og birtum við þær hér með þeim ummælum að Rússar geta svo sem verið skemmtilegir, allavega gera þeir heiðarlegar tilraunir til þéss. Nærgætnj Mexíkaninn, Velkominn til Mexíkó. Markmaðurinn er órólegur í svefnj. Gluggasmiðjan Síðumúla 12 Sími 38220 - Reykjavík hverfafundir um borgarmálefni GEiR HALLGRÍMSSON BORGARSTJÓRI BODAR TIL FUNDAR UM BORGARMÁL MEÐ ÍBÚ- UM SMÁÍBÚÐA— BÚSTAÐA— HÁALEITIS— OG FOSSVOGSHVERFIS í DAG 27- OKT. KL. 3- E.H. í DANSSAL HERMANNS RAGNARS í MIDBÆ V/HÁALEITISBRAUT- Borgarstjóri flytur ræðu á fundinum um borgarmálefni almennt og um málefni hverfisins og svarar munnlegum og skrif’egum fyrirspurnum fundargesta- Fundar- stjórn verður Hilmar Guðlaugsson, múrari og fundarritari Arnfinnur Jónsson, kennari- (Fundarhverfi er öll byggð milli Kringlum ýrarbrautar og Elliðaáa, sem takmarkast af Suðurlandsbraut í norður og bæjarmörkum Kópavogs og Breiðholti í suður). Reykvíkingar sækjum borgarmálafundina IWtWWtWWWIWtWWMWVWWWIIWMWmMIWWMIWMW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.