Alþýðublaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 13
27. október 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 Kjartan Bergmann endur- kjörinn formabur GLI Margt í athugun til eflingar glímuíþróttinni Ársþing Glímusambands ís- lands var haldið að Hótel Sögu 20, okt. sl. og sett af formanni 'sambandsins, Kjartani Berg- mann Guðjónssyni. í upphafi fundarins minnt- ist formaður tveggja glírnu- smanna, sem lát zt höfðu frá síðasta glímuþingj, þeirra Jóns Helgasonar, stórkaup- manns í Kaupmannahöfn, og ' Jóhannesar Jósefssonar, hótel- stjóra á Hótel Borg. Gestir á Glfmuþjngi. Á Glímuþingi mættu úr stjórn íþróttasambands íslands Gísli Halldói-sson, forseti ÍSÍ, sem kosinn var íorseti Glímuþings . Guðjón Einarsson, Gunnlaug- ur J. Br'em og Sveinn Björns son. Aðrir gestir voru: Þor- steinn Einarsson, íþróttafull trúi, Þorgils Guðmundsson, Þorsteinn Kristjánsson, lands þjálfari Glímusambandsins,' og Þórður B. Sigurðsson, ritstjóri íþróttablaðsins, sem kos nn var þingritari. Þingforsétar voru kjörnir Gísli Halldórsson, forseti íþróttasambands íslands, og Sigurður Ingason, en ritarar Þórður B. Sigurðsson og Ólaf ur Guðlaugsson. Formaður gaf skýrslu urn starfsemi sambandsins á sl. starfsári, en hún var fjölþætt og ýms mál í athugun 11 efl- ingar glímuíþróttinni í land inu. Ýms mál voru tekin til um- ræðu og afgreiðslu, meðal ann ars var rætt um glímu í sjón varp nu -og kom fram áhugi ■á auk-inni samvinnu við sjón varpið eft r h;na ágætu reynslu, sem varð af glírau- keppni sjónvarpsins, en jafn framt var bent á, að hvergi mætti slaka á kröfum um hæfni þeirra glímumanna, sem þar kæmu fram. Eftirfarandi tillaga var sam þykkt: „Ársþing Glímusambands ís lands, haldið 20. október 1963, leggur áherzlu á, að farið sé í hvívetna eftir reglum um búnað glímumanna á opinber um mótum, og beinir því til stjórnar GLÍ, að viðurlögum verði beitt, sé út af brugðið". í glímudómstól voru þessir menn kjörnir: Sigurður Inga son, Ólafur H. Óskarsson, Sig urður Sigurjónsson. Stjórn Glímusambandsins var öll endurkjörjn og er hún þann g skipuð. Kjartan Bergmann Guðjóns- son, .Reykjavík, formaður. Sjgurður^ Erlendsson, Vatns leysu, varaformaður. Sigtryggur Sigurðsson, Reykjavík, gjaldkeri. . Ólafur H. Óskarsson, Reykja vík, funda-rritari. Sigurður Sigurjóntsson, Reykjavík, bréfritari. Til vara: Sigurður Ingason, Reykja vík. Ingvj Guðmundsson, Garða- hreppi. Elías Árnason, Reykjavík. Bandaríska blökkustúlkan Madeline Manning sigraði í 800 m, hlaupi á Olympíuleikunum. Hún er til vinstri á myndinni. e. I Ægir unglingameistari í Myndin eri iaf u.nglingum þeim úr sundfélaginu Ægj, sem sigruðu á síðasta ung- lingameistaramóti íslands í sundi. Hlaut Æg.r 132,5 stig og vann til eignar bikar gef inn af Albert Guðmundssyni stórkaupmanni. Nr. 2 var KR með 95 stig og nr. 3 HSK með 80,5 stig. Mörg góð afrek voru unn in á mótinu og má, þar nefna íslandsmet Ellenar Ingva- dóttur 1:20,9 í 100 m. bringu sundi, metjöfnun Sigrúnar S ggeirsdóttur í 100 m. bak sundi 1:16,0 og telpnamet Helgu Gunnarsdóttur í 50 m. bringusundi 38,3 en það er bezti kvennatími á þessarj sundi vegalengd sl. 3 ár. ]( Á myndinni með ungling- |» unum eru þjálfarar Ægis iþeir Guðmundur Þ. Harðar- son og Hreggviður Þorsteins (i son. <•

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.