Alþýðublaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 27- október 1968 Nixon með 437o Humphrey 317© t>að skal athugað, að í slíkum könnunum geta leynzt vissar villur. í könnun, sem byggð er á þeim, sem líklegastir eru til þess að nevta atkvæðisréttar síns, get- ur villan verið 3—4% til eða frá fyrir hvern frambjóðanda. f>að skyldi líka haft í huga, að það eru atkvæðin, sem ráða úrslitum, og frambjóðandi, sem -hefur yfirburði í könnunum, get- ur fengið minnihluta, þegar að kjörborðinu kemur. Niðursoðið gírafiakjöt og tígrísdýrakjöt á boð- stólum Tanzaníustjórn hefur gert samning við fyrirtæki í Ken- ya að iáta skjóta árlega á- kveðið magn af villidýrum og nota kjötið af þeim til mann- eldis. Fyrirtækið, sem er undir stjórn Breta að nafni Ian Par- ker, og er kunnur villidýra- maður, hefur valið níu dýra- tegundir sem gætu verið heppilegar á matvörumarkað- inn : zebradýr, dádýr, impala, og tvær antilóputegundir. — Þegar er byrjuð veiði á ,svo- nefndu Loliondo svæði. Aðalmarkmið fyrirtækisins er að sjá próteinþurfandi Af- ríkönum fyrir tiltölulega ó- dýrri fæðu í formi nýs kjöts, frysts kjöts og þurrkaðs. Eitt- hvað verður flutt út, og þyk- ist Parker viss um að talsvert mikill markaður sé í Banda- ríkjunum. verði um 10% af dýrastofn- unum árlega, en tekið verður tillit til þess ef sjúkdómar herja óvenjulega mikið á stofn- ana. Búast má við, að þarna sé um matvælaframleiðslu að ræða sem nemur þúsundum tonna á ári. Patrick Hemingway, sonur skáldsins, hefur látið í ljós það álit, að mikill markaður kunni að vera fyrir niðursoðna villi- dýrabráð. Hann skýrði frá því að tígrisdýrakjöt væri vinsælt á markaðinum í Bandaríkjun- um og hann kvaðst’ hafa geng- ið úr skugga um að niðursoðið gazellukjöt væri, hvað gæði snerti, sambærilegt við tún- fisk. Hann sagði ennfremur að bezti og dýrasti matur sem fengist í verzlunum í Moskvu væri villidýrabróð. buffalóa, gazellur, gíraffa Gert er ráð fyrir að eytt Forseti Tanzaníu Julíus Nycrere hefur þýtt leikritið Kaupmað- urinn í Feneyjum eftir Shake- speare á Kiswahili mál. Leikstjóramir frægu Ingmar Bergmann og Federico Fellini ætla að vinna saman að gerð (kvikmyndar sem heitiir „A love Duet“ og verður kvikmynduð í Englandi. Erlend blöð ræða nú mútur til íþróttafólks og: er almennt við- urkennt að íþróttamenn taki við miklum fjárfúlgum, en afur á móti myndu íþróttamenn aldrel skýra frá hvort þejr hefðu tek- ið á móti fé eða frá hverjum. Skíðamaðurinn Killy sagði, að ef fara ætti eftir ströngustu á#iug'anjianýiatreglum, gætu að- eins ríkir íþróttamenn helgað sig keppnísíþrót-tum á heims- mælikvarða. Onassis fékk argentískan ríkis- horgararétt árið 1929, en hefur ekki svo vitað jsé, komið til Argentínu síðan 1956. Ræit hefur verið um það meðal argentiskra lögmianna að svipta hann rikisborganaréttinum. ■ Anna órabelgur Hvað á ég að leika mcð ef ég tek dótið saman? Nú er aðeins hálfur mánuður þar til forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum fara fram, og sýnir könnun Gallupstofnunarinnar, að Hubert H. Humprey, vara- forseti, hefur unnið nokkuð á Richard M. Nixon. Humphrey 20% atkvæða. Það er athyglisvert í þessari kosningabaráttu, að atkvæða- magnið hefur, samkvæmt könn- unum, verið mjög stöðugt. Frá' 1. september hefur það aðeins breytzt um fáein prósent til eða frá. í síðustu könnunum hafa 4,- 248 einstaklingar alls staðar að Edmund Musky, öldungadeild- arþingmaður, á geysimiklum vin- sældum að fagna sem varafor- setaefni Demókrata. Síðustu athuganir sýna, að iiann hefur 17% meira fylgi en varaforsetaefni Republikana, Spi- ro T. Agnew, ríkisstjóri í Mdry- land. Musky hlaut 4Í% atkvfeð- anna, Agnew 24%1 Þriðji fram- bjóðandinn, Curtin E. LeMay, hershöfðihgi, hlaut' 14%, err 21 % voru óákveðin. af landinu verið spurðir 254 sér- staklega útbúinna spurninga. Til þess að leita skoðana óatkvæðis- bærra manna, var notuð þaul- reynd tækni, sem notuð hefur verið í hverjum kosningum í 18 ár. í síðustu könnuninni voru 2.700 atkvæðisbærir menn spurðir og búizt er við, að noti rétt sinn 5. nóvember næstk. Er álit .Gallupstofnunarinnar, að þessi fjöldi gefi nokkuð rétta mynd af skoðunum manna á úr- slitum kosninganna. Síðustu úrslit eru byggð á þeim, sem eru líklegir til að kjósa, en ekki öllum fjöldanum. Þeir, sem ekki hafa náð kosn- ingaaldri virgast frekar fylgja Demokrötum en hinir. Eftirfarandi niðurstöður eru byggðar á könnun, senngerð var á öllum atkvæðisbærum mönn- um: ! Nixon ........ 38% Humphrey ......... 32% Wallace .... 22% Óákveðnir .... 8% Nixon hefur þó 43% atkvæða á móti 31%, sem Humphrey hlaut í þessari könnun. í þriðja sæti er George C. Wallace með N i x o n HEYRT&’ SÉÐ Hálfur rnánuður til kosninga:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.