Alþýðublaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 15
97. október 1968 ALÞÝÐUBLADIÐ 15 -- Bókmenntir og peningar brjósta en hún var. Þú getur gengið, Brósi. — Eigum við ekki að sleppa þessu með Brósa og Systu? spurði ég. — Ég fer hjá mér, þegar ég heyri það. — Ætli þú hafir ekki gott af að fara hjá þér. — Ég reyni aldrei neitt ofbeldi. Ég er einn af þeim, sem hugsa: vilji — daman — það — vil ég það“. Ég hefði kannski átt að bæta því við, að hefði ég viljað það og hún ekki, hefði ég fengið blóðugan armstúf í kaupbæti. Dömur karlsins eru ekkert lamb að leika sér við. Hún brosti. — Þessi - dama -vill—það—ekki —í kvöld. Svo lagði hún glasið frá sér. Drekktu út og biddu um meira. Við gerðum það bæði og sátum þarna saman, róleg og ánægð. Það er svo sjaldan sem manni líður svor.a vel í mínu starfi og því kann maður betur að meta það. Meðan við sátum þarna kom mér til hugar, hvað liún yrði falleg sitjandi andspænis mér við arininn. Þar sem ég var í þessari stöðu hafði mér aidrei komið alvarlega til hugar að kvæn- ast. Svo er nú stelpa bara -stelpa og hví skildi maður verða æstur út af því? En María var ein af okkar mönnum og ég gat talað við hana án þess að heyra bergmálið af sjálfum mér. Ég hef líka verið einmana svo lengi. — María . . . — Hvað? — Ertu gift? — Hvers vegna spyrðu? Ég er þaf nú ekki. En ég á við, .... skiptir þnð nokkru máli. —. Það gæti skipt máli, sagði ég. Hún hristi höfuðið- — Mér er alvara, sagði ég. — Lít-tu á mig. Ég er tiltöiulega ungur og ég er ekke t óhreinlegur ur. Þú gætir gert verra en að giftast mér. Hún skellti upp úr en hláturinn var vinsamleg ur. — Og þú gætir komið betur fyrir þig oröi. Hvar lærðirðu þetta? í Þríviddarvarpinu. — Eflaust. — Þá ásaka ég þig ekki fyrir þessi orð. Þér hefur farið aftur, kvennabósi. Þó að kona vilji þig ekki, áttu ekki að missa stjórn á þér og bjóða henni samning. Sumar helðu kannski látið þig standa við orð þín. — Mér er alvara, sagði ég og fór hjá mér. — Og hvaða kaup h furðu? — Skoilinn liafi þig. Viljirðu svoleiðis samn- inga, skal ég ganga að honum. Þú færð að halda þínum launum óskertum og færð helminginn af mínum — nema þú viijir hætta að vinna. Hún hristi höfuðið. — Ég mýndi aldrei gera slíkan samning við mann, sem ég vildi giftast. . . — Enda bjóst ég ekki við því. . . — Ég var aðeins að reyna að sýna þér, að þér væri ckki alvara. Hún virti mig fyrir sér. — Kannski þér sé alvara, livíslaði hún lágt og blíð- lega. L- Mér er alvara. Hún hristi höfuðið. — Fólk í leyniþjónustunni á ekki að ganga í hjónaband. — Nema innbyrðis. Hún ætlaði að byrja að svara mér, en þagnaði. Síminn minn hringdi í eyrað á mér. Það var karl- inn og ég vissi, að við heyrðum bæð hið sama. Komið þið hingað, sagði hann. Vð risum orðlaust á fætur. María nam staðar í gættinnni og leit í augun á mér. — Þetta er á- stæðan fyrir því, hve heimskulegt er að tala um hjónaband. Við verðum að vinna þetta verk. All- an tímann, sem við ræddum saman, hugsaðir þú um starfið ekki síður en ég. — Ekki hann — ég. — Engan leikaraskap Sammi. Ef þú værir nú kvæntur og vaknaðir og fyndir svona hlut á öxl- um konunnar þinnar. Skelfingin glampaði úr aug um hennar, en hún hélt áfram að tala. — Ef ég fyndi einn þeirra á bakinu á þér? - Ég ætla að hætta á það. Og enginn þeirra mun nokkru sinni ná þér. Hún klappaði mér á kinnina. — Ég held, að þú myndir sjá um, að svo yrði ekki. Við fórum inn á skrifstofu Karlsins. Hann leit upp og sagði: — Áfram með ykkur. Við erum á förum. — Hvert spurði ég. — Eða kemur mér það ekki við? — Til Hvíta hússins. Til forsetans. Haltu þér saman. Ég þagnaði. i. kafli. . . Sé um skógareld eða farsótt að ræða grípa stjórnvöld í taumana innan skamms. Karlinn hafði þegar ráðgert allt það, sem forsetinn þurfti að gera. Hann átti að lýsa yfir hernaðarástandi, loka Des Moines frá umhverfinu og skjóta alla, sem reyndu að komast þaðan. Sleppa svo einum í einu og rannsaka þá vendilega til aðaðgæta, hvort þeir bæru á sér sníkjudýr. Á meðan átti að nota ratsjána, eldflaugastrákana og geim- ferðdstöðvarnar til að eyðileggja og koma í veg fyrir, að önnur geimskip gætu lent'. Aðvarið aðrar stöðvar, óskið eftir aðstoð, en hirðið ekkert um alþjóðleg iög, því að nú berst mannltynið fyrir tilveru sjnni við nnrásarmenn utan úr geimnum. Það skipti engu máli, hvaðan þeir komu. Hvort það var frá Mars, Venus, tunglum Júpíters eða handan sólkerfisins. Burt með innrásarmennina. Kariinn hafði þá einstöku náðargáfu að geta ályktað rökrétt og það jafnt', þegar staðreynd- irnar voru illþekkjanlegar og eðlilegar. Svo ykk ur finnst það ekkert merkilegt, eða hvað? Flestir geta ekk; ályktað neitt, þegar þeir verða að horfast í augu við eitthvað, sem brýtur í bág við venjulegar ályktanir manna. „Ég — trúi — því bara ekki“ eru orð, sem gáfumenn og heimsk ingjar nota jafnt. En,þessi orð segir Karlinn aldrei, og forsetinn hlustar á hann. Leynjþjónustan var önnum kafin. Röntgen- geislavélin sagði „búmm" og ég afhenti geisla- byssuna. María r^yndist gangandi vopnabúr. Vél íflO'it*, - S /> úth'li J 0 BMW***! . - . v Framhald af 2. síðu. ar á söfnunum. En þetta dæmi verður að vísu ekki reiknað til hlítar fyrr en tölur liggja fyrir, annars vegar um fjölda rétthafa, hins vegar um notkun íslenzkra bóka á söfnunum. Grein Indriða Þorsteinssonar hefði orðið all- miklu fróðlegri hefði hún byggzt á einhverjum slíkum upplýsing- um og gert grein fyrir því hve peningar Guðrúnar frá Lundi, Kristmanns, Hagalíns, Ingibjarg- ar Sigurðardóttur, Halldórs Lax- ness og annarra þeirra höfunda sem mest eru lesnir, næmu miklum fjárhæðum árlega til hvers þeirra — og svo að hinu leytinu hve „venjulegir” rithöf- undar fengju mikið í sinn hlut. Séu söfn rekin af einhverju viti, sem væntanlega er gert, stend- ur eintakafjöldi einstakra höf- unda á söfnum væntanlega í réttu hlutfalli við notkun bók- anna — svo að þessu leyti geng- ur dæmið upp á sama hátt og ef reiknað væri eftir útlánafjölda. Hitt er ljóst og gamalkunnugt, að þótt þóknun einstakra höf- unda fyrir safnarétt sinn kunni að verða óveruleg, gerir margt smátt þó eitt stórt. Lögin um Rithöfundasjóð tslands kunna að vera hæpin siðferðilega, hugsanlega einnig lögformlega, en það er orðið ljóst að þegar á fyrsta ári varð sjóðurinn fær um að veita fjóra verulega fjár- styrki til rithöfunda — hærri og þar með gagnlegri styrki en áð- ur hafa tíðkazt hér á landi. Er þessi notkun fjármuna ekki þarf- legri en deila einni milljón króna í nokkur hundruð staði höfunda og rétthafa, þó svo að hver fengi þá sína sporzlu, einn fyrir snúss og annar fyrir sjúss? Indriði G. Þorsteinsson kýs að breiða fé- lagsmál sín og kollega sinna I rithöfundastétt á bekki í grein sinni um peninga Guðrúnar frá Lundi. Látum það vera. Ein- kennilegra er þó ag sjá gáfaðait rithöfund, enn sem áður líklegan til afreka, snúast öndverðan gegn slíkrí ráðstöfun til eflingar bók- menntum í landinu sem stofn- un Rithöfundasjóðsins. Og ein- kennilegast að einstaklingshyggja slík sem Indriða G. Þorsteins- sonar skuli gjósa upp einmitt 1 Tímanum — ásamt fullkominni blindu á þá samvinnúhugsjón sem óneitanlega liggur til grund- vallar sjóðstofnun þessari. Ó.J. Bifreiðaeigendur athugið Ljósastillljngar og allar aimennjar bifreiða- viðgerðilr. BIFREIÐAVERKSTÆÐI N. K. SVANE Skeifan 2 — Sími 34362. ATHUGIÐ Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp- olíuber og lakka. Olíuber einnig nýjar hurðir og viðarklæðningar utanhúss. Fjarlægi málningu af útihurðum og harðviðarlita þær- GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON. SÍMI 36857- HÚSGÖGN Sófasett, stakir stólar og svefnbekkir. gögn- — Úrval af góðum áklæðum- Kögur og leggingar. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS. Bergstaðarstræti 2. — Sími 16807. Klæði gömul hús- Imtrdtnimin FOBBJÖMS BENEÐIKSSSONAB XagóUsstræti 7 Athugið opið frá kl. 1 — 8 e.h.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.