Alþýðublaðið - 27.10.1968, Síða 12

Alþýðublaðið - 27.10.1968, Síða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 27- október 1968 ÍÞRÓTTIR ritstj. ÖRN EIÐSSON USA sigraði í körfu- bolta og sundi í gær Bandarikin sigruðu Júgóslava í úrslitalelk körfuknattleiks- keppninnar í fyrrakvöld með 65 stigum gegn 50. Staðan í hléi var 32:29 USA vil: Banda ríkin hafa ávallt borið sigur úr býtum í körfubolta á Olympí uleikum, en fyrst var keppt í þeirri íþrótt a Olymþíuleikum 1936, og meira en það, þeir hafa aldrei tapaö leik í körfu bolta á olympíuleikum. Sovétríkjn sigruðu Brasilíu 70:53 í baráttunni um brons- verðlaunin. Þá léku Mexíkó og Pólland um fimmta sæti, Mexíkó s.graði með 75:65 og loks sigruðu Spánverjar ítalíu í keppni urn 7, sæti með 81 stigi gegn 72. Klaudia Kolb, Bandaríkjun- um varð olympíumeistaii í 400 m. fjórsund] í fyrrakvöld, synti á 5 mínútum og 8,5 sek úndum. Austur-Þjóðverjinn Roland Matthes sigraði í 200 m. baksundi karla á 2:09,6 en hann á he.msmetið og Pokey Watson, Bandaríkjunum í 200 m. baksundi kvenna á 2;24,8. Tfmar sigurvegaranna eru ný olympíumet. i| Yfirburðir USA i| eru miklir á OL í KEPPNNI um verðlaun og ], stig í hinni óformlegu stiga- d keppni 19. olympíuleikánna er d staðan sem hér segir að lokinni '] keppni föstudagsins: Bandarík- ] l in 40 gull 36 silfur og 29 brons (» verðiaun, Sovétríkin 21 gull 23 i* silfur og 29 bronsverðlaun. ], Ungverjar, Frakkar og Tékkar , i hafa hlotið 7 gullverðlaun hver og Au. Þjóðverjar, Japan ir og Austurríkismenn 6. í stigakeppninni hafa Banda- ríkjamenn 641,5 stig, Sovét- menn 462,5, Au. Þjóðverjar 198, V. Þjóðverjar 163, Ung- verjar 160, Ástralíumenn 121, J Frakkar 114, Englendingar 110, i Pólverjar 93 og Tékkar 89 stig. f í dag lýkur sundkeppni Ol., \ þá verður keppt til úrslita í 1 fjórum greinum, auk þess verð i ur leikið til úrsiita í knatt- f spyrnu. Ungverjar og Búlgar- J ar leika, í sundknaffleik leika i Sovétmenn og Júgóslavar til # úrslita og keppni lýkur í fleiri J greinum, m. a. blaki.glímu, fimleikum, hnefaleikum o. fl. p greinum. Á morgun er aðeins keppt í einni grein, hesta- '( mennsku, en síðan fer fram lokaathöfn 19. olympíuleik- t anna, mestu íþróttahátíð, sem f háð hefur verið lýkur. Mexíkanir buðu ýmsum olympíuhetjum fyrri tí :na á 19. oiympíuleikana. Hér sjást |þeir Zatopek, Tékkóslóvakíu t.v. og Gaston Reiff, Belgíu rlfja upp gainiar endurminningar, en á leikunum í - London, má segja, aff Reiff hafi „platað“ Tékk ann í 5 ltm. hlaupinu. Eftir svipnum aff dæma gætu þ?ir veriff aff spjalla um það hlaup. Vera Cavalska 4 gull og 2 silfur Tékkneska fimleikakonan Vera Cavalska vann frábær afrek í fimleikum kvenna; á föstu- dag hafði hún hlotið fern gull verðlaun og tvenn silfurverð laun. Þess má og geta, að hún hlaut þrenn gullverðlaun á Olympíuleikunum í Tokyo 1964. Vera Calvaska er 26 ára gömul og áhorfendurnir að fimleikakeppn nni { fyrra- kvöld, sem voru um 10 þúsund fögnuðu henni ákaft. Loks má geta þess að Calvaska tók þýð .jngarmikla ákvörðun í vik- unni hún opinberaði trúlofun sína með tékkneska hlauparan um Odosil. Odosil tók þátt í 1500 m. hlaupinu á dögunum, en hlaut ekki verðlaun, aftur á móti varð hann annar í 1500 m. hlaupi á Olympíuleikjunum í Tokyo, en það segir ekki m-ik ið, samanborið við hin mörgu gull heitmeyjar hans. Frjálsíþrótta- æfingar KR eru hafnar Æfingar hjá Ftrjálsíþrótat' deildinni i vetur verða seiu hér segir og hefjast n.k. laugar- dag í íþróttahöllinni i Laug- ardal. Þriffjudagar í K.R.-húsinu Kl. 7.45 — 8.35, æfingar fyrir drengi og sveina. Þjálfari verð ur Valbjörn Þorláksson og Úlf ar Te.tsson. Kl. 8.35—9.25, æfingar fyr r fullorðna. Þjálfari verður Jó- hannes Sæmundsson. Fimmtudagur í K.R.-húsinu Kl. 7.45 — 8.35 æfingar fyrir stúlkur. Þjálfari verður Úlf- ar-Teitsson. Kl. 8.35—9.25, æfingar fyrir fullorðna. Þjálfari verður Jó- Hannes Sæmundsson. Laugardagar í Iþróttahöllinni í Laugardal KÍ. 3.50—5.30, sameiginlegar æfingar fyrir alla flokka. Þjálf ari verður Valbjörn Þorláks- son, o.fl. Hlaupaæfingar úti fara fram á K.R.-vellinum. Þelr, sem þær æfingar stunda eru beðnir að gera það í samráði við Jóhannes Sæmundsson. Stjórn deildarinnar vill hvetja alla þá, sem æft hafa hjá deildinni að undanförnu að hefja æfjngar strax og taka með sér nýja félaga. Stjórn Frjálsíþrótta- deildar K.R. Námskeið dómara i sundi að heíjast Sundsamband íslands mun gangast fyrir sunddómara- og sundknattle ksdómara nám- skeiðum um næstu mánaða mót í Reykjavík. Nauðsynlegt er að þátttaka tilkynnist, til Torfa Tómasson ar í síma 15941 eða 42313. S.S.Í.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.