Alþýðublaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 3
k»*?s 6. nóvember 1968 ALÞYOUBLAÐ10 3 UM 400 MANNS HAFA KEYPT HLUTABRÉF í TOGARAUTGERD Markmiöiö oð togarinn Gylfi veröi eign ungra áhuga- samra manna - 15°/o arður veröur greiddur félagsins er gert ráð fyrir að hluthöfum verði greiddur 15% arður á ári, en ,það er svo hlut hafa að ákveða, hvort aröur Almenna Útgerðarfélagið sendir um þessar mund ir út dreifibréf til allra ungra manna í Reykjavík, á aldarinum 20-30 ára, en í bréfinu eru kynnt fram- tíðaráform félagsins. Tilgangur félagsins er að afia hlutafjár til starfsemi sinnar, og fyrsta verkefni fé- lagsins er kaup og rekstur togarans Gylfa. Þannjg- lítur merkið út-< JlStafarnir ALÚT standa fyrirj (lAlmenna útgerðarfélagið. Forsvarsmenn félagsins tjáðu fréftamönnum í gær að stofnendur félagsins væru fyrst og fremst hópur ungra manna úr ýmsum stéttum, sem vildu leggja meira af mörkum til þjóðfélagsins, en venjulegan vinnudag í vjð- komandi starfi. Væri það sann færing stofnenda félagsins að togaraútgerð ætti mikla fram tíð fyrir sér, og væri það stað- reynd að togaraútgerð væri upphaf efnahagslegrar upp- byggingar á íslandi og hefði ÞRÍR SLASAST Um hádegisbilið í gær varð umferðarslys á gatnamótum Kleppsvegar og Dalbrautar. Rákust þar saman sendiferða- bifreið og fólksbifreið. Þrjár manneskjur, sem í fólksbif- reiðinnj voru slösuðust eitt- hvað. Ökumaðurinn skarst á handlegg og mun hafa axlar brotnað, farþegarnir tveir meiddust minna. Slysið varð með þeim hætti, MENNTAMÁLARÁÐUNEYT- IÐ hefur auglýst stöðu safn- varðar við Þjóðháttadeild Þjóð- minjasafns íslands lausa til um- sóknar. Er ætlazt til, að umsækj- endur hafi stundag nám í þjóð- háttafræði eða lagt stund á þjóðháttarannsóknir. Er þetta í fyrsta skipti, sem staða safnvarð- ar við þjóðháttadeild er auglýst til umsóknar. að sendiferðabifreiðin var á leið vestur Kleppsveginn og ætlaði að beygja inn Dalbraut ina. Fólksbifreiðin var á leið austur Kleppsveginn. Þegar sendiferðabifreiðinni var beygt til vinstri í átt að Dal braut, lenti hún á vinstra frambretti og hlið fólksbifreið arinnar með þeim afleiðingum að hún þeyttist inn á nærljggj andi lóð við verzlunarhúsið að Dalbraut 1. Fimm manns voru í fólksbif reiðinni og slösuðust þrír þejrra Ökumaður skarst á handltgg og mun hafa axlar brotnað. Hinir þrír munu hafa meiðzt eitthvað minna. Var fólkið flutt í sjúkrabifreið 'á slysavarðstofuna. Báðar bifreiðamar eru mjög mjkið skemmdar og mun fólks bifreiðin vera talin gerónýt. I I I.OKhSSIAltl lO FÉLAGSVIST - FÉLAGSVIST < Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur spilakvöld á Hótel Borg annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 8,30. Auk venjulegra kvöldverð- launa verða Þar veitt heildarverðlaun fyrir 2ja kvölda keppni, i sem Iauk á síðasta spilakvöidi, en að þessu sinni hefst ný 2ja kvölda keppni. Hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur syngja og * leika fyrir dansi. Alþýðuflokksféiag Reykjavíkur. B azarvinnukvöld Kvenfélags ALþýðuflokksins í Reykjavík verður á skrifstofu AI- þýðuflokksins við Hverfisgötu næstkomandi föstudagskvöld og hefst kl. 20.30. j ; • j jafnan reynzt landsmönnum hinn trausti þáttur atvinnu- lífsins. Sögðu þeir að mikil- vægi þessa atvinnuvegar kæmj einkum fram nú, þegar^ þregndi að í þjóðarbúskapn- um. Eins og fyrr kom fram eru stofnendur félagsins ungir menn, áhugasamir og með bjargfasta trú á höfuðatvinnu vegi íslendinga. Hafa þeir ráð ið skipstjóra á togarann Gylfa, sem þeir vona að geti siglt á miðin í byrjun næsta árs. Skip stjórinn er reyndur togara- skipstjóri, Theódór Jónsson, sem um magra ára skeið hefur stjórnað togurum, meðal ann ars togaranum Þorsteini Ing- ólfssyni, fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur. Forsvarsmenn félagsins tjáðu fréttamönnum í gær að það hlyti að vera óumdeilt, að stofnun þess félags væri já- kvætt framlag til þjóðfélags- ins á þessum erfiðu tímum. Nú þegar hafa um 4 hundruð manns gerzt hluthafar í félag inu, auk stofnenda.^en væntan legum hluthöfum er gefinn kostur á að kaupa tvenns kon Söltun á Neskaupstað Um helgina var saltað í 5656 tunnur á Neskaupstað og nemur þá heildarsöltun þar á sumrinu samtals 14.396 tunn^ um. ar hlutabréf, annars vegar að upphæð kr. 1000 og hins veg ar að upphaSð kr. 5000. Samkvæmt rekstararáætlun inn verði greiddur í peningum eða með arðhlutabréfum sem myndu tryggja hraðari upp- byggingu félagsins. EKIÐ Á KYRRSTÆÐAN BÍL Mili klukkan 18.30 og 18.45 í gær var ekið á kyrrstæða bif reið, rauða Saab bifreið, þar sem hún stóð á móts við Litaver á Grandavegi. Ekjð var á vinstra frambretíi bifreiðarinnar og það klesst saman. Ekki er neinn vafi á, að ökumiaðurinn, sem á- rekstrinum olli. hefur orðið hans var, þar sem sýnt er, að bif reiðin hefur verið færð til hlið ar um ca. 40 om. Rannsóknarlögreglan skórar ó alla þá, sem kynnu að hafa orðið órekstursins varir ,að gefa sig fram. Ennfremur skorar rannsóknarlögreglan á ökumann inn sem olli árekstrinum að gefa sig fram hið fyrsta. Bindindisdagur n.k. laugardag BindindisdaSsins verður minnzt með ýmsum hætti hér á landi fyrir forgöngu Lands sambandsins gcgn áfengisböl- inu. Hér í Reykjavík verður efnt til fjölbreyttrar dagskrár í Templarahöllinni við Eirfks götu n. k. Iaugardag kl. 16.00. Kaffiveitingar verða í húsinu kl 15-16 og mun Tríó Mora- veks leika í kaffitímanum E;ns og fyrr segir, hefst dag skráin kl. 14.00 með ávarpi Sindra Sigurjónssonar, þing- templars, en síðah flytur séra Kristinn Stefánsson, áfengis- vamarráðunautur erindi, sem hann nefnir „Bjndindishreyf- ingin og hlutverk hennar í þjóðfélaginu.“ Þá syngur Ing veldur Hjaltested einsöng Ævar Kvaran les upp, dr. Björn Björnsson, flytur erindi um „Fjölskylduvernd og á fengismál.“ Gunnar og Bessi flytja skemmtiþátt og lokaorð dagskrárinnar: Einar Hannes son, formaður ÍUT. — Kynnir á samkomu þessari verður Ein ar Bjömsson, fulltrúi Áfengis varnarnefndar Reykjavíkur. Samkoman í Templarahöll- inni á laugardaginn er öllum opin meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Hver eru störf forsetans í USA? HELZTU réttindum og skyld um forseta Bandaríkjanna er lýst í stjórnarskránni. Þessa ber helzt að geta: — Forsetinn skal vera æðsti yfirmaður herafla landsins. — Forsetinn má krefja yfirmenn allra ráðuneyta í landinu álits um mál, sem þá snerta í starfi sínu. — Forsetinn má veita upp- gjör saka og náða menn, nema í landráðamálum. — Með tilstyrk og sam- þykki öldungadeildarinnar má forsetinn annast samnings- -'%-%%%►-%%■%%-%%%%%%%- gerðir og útnefna ambassadora aðra opinbera talsmenn og ræðismenn, dómara Hæstarétt ar. ráðuneytisfullarúa og aðra þá, er með svipuð störf fara. Þegar öldungadeildin situr ekki að störfum, má hann taka ákvarðanir til bráðabirgða um efni þessi. — Forseíinn skal öðru 'hverju gefa þinginu upplýsing •ar, ráðuneytisfulltrúa og aðra mæla með þeim aðgerðum, sem hann telur við hæfi í það og það sinnið. Sé mikið í húfi, skal hann kalla saman báðar deildir þingsins — eða aðra léftir aðstæðum. — Forsetinn skal veita við töku erlendum sendiherrum og öðrum sendimönnum erlendra ríkja. — Forsetinn Skal fylgjast með iþví að farið sé að lögum í landinu og vera umbjóðandi opinberra starfsmanna. — Forsetinn ska'l samþýkkj a eða toeita neitunarvaildi gegn öllum iþeim tagafrumvörpum, sem fara í gegnum deildir Bandaríkjaþings.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.