Alþýðublaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.11.1968, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 6. nóvember 1968 Þrír menn meðvitundarlausir í kolsýrumenguðum snjóisi Hjálparmenn komu á elleftu sturidu Á sunnudagskvöldið Ientu sex menn, sem ætluðu á snjóbíl frá Egilstöðum til Seyðisfjarðar í liinum mestu hrakningum. Snjó bíllinn bilað'i og gengu þrír mannanna til byggða' til að sækja aðstoð. Þrír menn, íslend ingur og tveir Svíar biðu hins vegar í snjóbílnum. Þegar menu komu að snjóbílnum nckkrum klukkustundum síðar voru menn irnir þrír allir meðvitundarlaus ir, þar sem kolsýringur frá bif reiðinni, sem var liöfð í gangi allan tímann, eitraöi loftið. Mennirnir þrír komust brátt til meðvitundar aftur og eru nú að jafna sig eftir hrakningana. Sex menn lentu £ miklum Ii.'rakpringum (á sunniudaigskvöld ið, er þeir ætluðu að iaka snjó bíl frá Egjlstöðum til Seyðis f.iarðar. Snjóbíillinn fór út af öðru belíinu og tókst mönnun um ekki að koma því á aftur, en Jþrír þeirra ihéldu fotgangandi til- Egilsstaða í blindbyl og mjög erfiðri færð til að sækja aðstoð, en þeir, sem eftir voru í snjó þílnum voru lekki þannig út'bún. ir, að þeir gætu farið fótgang andi til byggða. Annar snjó- bíll lagði upp frá Egilsstöðum eftir að mennirnir voru komnir niður til Egilsstaða. En þó furðu legt megi þykja, kom nákvæm lega hið sama fyrir þennan snjó bíl og þann fyrri, hann fór einn ig út af öðra beltinu. Stór jarð^ ýta var á sömu slóðum og var ■hún fengin til að sækja merin ina þrjá, sem voru í hinum snjó bílnum uppi á heiðinni. Þegar jarðýtan og hjálparmennirnir komu að snjóbílnum, voru þre- menningarnir allir meðvitundar lausir, en kolsýringur hafði bor izt inn í bílinn, sem var látinn ganga, þannig að heitt væri inni i honum. Mennirnir þrír, sem í snjó- bílnum voru, voru bæjarstjórinn á Seyðisfirði, Hrólfur Ingólfs- son og tveir Svíar, Axel Pihl og Henry Jarmel. en þeir era full trúar sænsks síldarfyrirtækis og haf'a undanfarið dvalið á Aust fjörðum. Alþýðublaðið hafði samband við Hrólf Ingólfsson, sem enn var staddur á Egilsstöðum í gær og kvaðst hann vera orðinn hinn hressasti eftir hrakningana •en Svíarnir væru ekki alveg bún ir að ná sér. Kolsýringurinn og meðvitundiarleysið ihafði þau á- hrif á sjón annars þeirra, að ’hann hefur séð allt tvöfalt síð ,an. Hins vegar taldi læknirinn á Egilsstöðum að sjónin mundi verða eölileg aftur eftir nokkra daga. Hinn Sviinn væri að hress ast. Hrólfur sagði um hrakning- ana: Yið ætluðum á sunnudags- kvöldið um kl. 22 að fara frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar. Upphaflega ætluðum við að fara á eigin bílum, en Vegna snjókomunnar varð vegurinn ó- fær og urðum við því að snúa við og fá ’snjóbíl til að flytja okkur yfir 'heiðina. Þegar við vorum komnir skammt austur fyrir Snæfell fór snjóbílinn niður í kvos og þar fór hann út af öðru beltinu. Þrír okkar reyndu árangurslaust að koma beltinu á aftur í einar þrjár klukkustundir. Þegar ekki tókst að koma beltinu á og sýnt Frh. á 12. síðu. Rætt um atvinnuleysistryggingar: Ætlunin oð hækka dagbætur til atvinnulausra í neðrj deild var til umræðu frv. Braga Sigurjónssonar (A) um breyt'ngu á lögum um at- vinnuleysistryggingar, sem áður hefur verið getið lítillega um hér í blaðinu. Flutningsmaður rakti þær breytingar, sem gert er ráð fyrir í frumv. og taldi, að með ákvæðinu um að afnema skipt- ingu tekna sjóðsins milli sér- reiknnga stéttarfélaganna sparao ist mikil vinna skattyfirvalda o.fl. Eins taldi honn, að með því að breyta ákvæðinu um skipun manna í sjóðsstjórn væri þeim aðilum, er mestra hagsmuna hefðu að gæta, veitt aðstaða til þsss að hafa áhrif á mál hans, sérstaklega væri óeðlilegt, að sveitarfélög, sem árlega legðu sjóðnum til stórfé ættu enga að- ild að stiórn hans, en svo væri því háítað, eins og lögin væru nú Flutningsmaður drap á ým- is önnur atriði í frv. t.d. gat har' þe^s. að ætlunin væri að hækka daebætur tíl atvinmi- ■lausra, þannig, að bætur fyrir e'nh’syoan yrðu kr. 285,- en g'ftan kr. 315. EJtt atrioi frv. er, að framiög þeirra aðila, sem gre:ða t'l sjóðs ns, lækki, sem flutningsmaður kvað byggt á þeirri staðreynd, að skv. ejnni breytingunni er hann flytur í þessu frv. væri gert ráð fyrir að allir atvinnu rekendur aðrir en bændur greiddu til sjóðsins, en skv. lögunum nú væru það at- vinnurekendur í bæjum og kauptúnum, sem teldu yfir 300 íbúa. Við þá þreytingu, sem gert væri ráð fyrjr að yrði nú, myndi gjaldendum fjölga og vægi það upp á móti lækkun tillaganna. Annað at- riði væri það, að sjóðurinn væri orðjnn svo fjárhagslega sterkur, að t. d. á síðasta ári hefðu tillög'n í hann numið Vi pf vaxtatekjum sjóðsins. Eðvarð Sígurðsson <Ab) kvaddi sér næst hljóðs. Rakti hann nokkuð tildrögin að stofn un sjóðs'ns, sem hann kvað hafa átt mikinn þátt að Isusn hínna verkfalla 1955. Hann kvaðst vera samþykkur því at r ði frumvarps:ns, er kvæði á um hækkun bóta úr sjóðn- rm og jafnvel ýmsu öðru, rem vert væri athueunar, en að rðru leyti væri afstaða sín samsvarandi því, að um raun verulega lækkun á kaupgjaldi væri að ræða. Öll væru þessi mál mjög viðkvæm og þyrfti að fara að þeim með igát. MM.... Rauðarárvíkin, Héðinshöfði. Olíumálverk, málað um 1924. Reykjavíkursýning í Ásgrímssafninu Að þessu sinni verða nær eingöngu sýndar myndir frá Reykjavík á haustsýningu Ás- grímssafns, en hún er 25. sýn- ing safnsins. Á árunum 1910—’20 var höf- ,uðborgin Ásgrími Jónssyni margþætt viðfangsefni, sér- staklega húsin í Miðbænum. Eftir 1920 byrjaði hann að mála umhverfi borgarinnar, Elliðaárvoginn og Rauðarár- víkina. Nýlega komu nokkur göm- ul málverk af M^ðbænum úr viðgerð frá danska ríkislista- safninu, og þegar sjáanlegt var, að í eigu safnsins væru nægjanlega margar myndir í heildarsýningu, ákvað stjórn þess að sýna Reykjavíkur- myndirnar á þessu hausti. Á sýníngunni eru nokkrar vetrarmyndir sem Ásgrímur málaði frostaveturinn 1918. En síðustu æviárin voru við- fangsefnin, sem bundin eru borginni, eingöngu útsýn úr glugga hans, sólsetur, hús og garðar í nágrenninu. Sú síð- asta af þessum myndum er máluð 21. nóvember 1956. í eigu safnsins er olíumál- verk af gömlum manni sem fannst í húsi Ásgríms að hon- um látnum, og hefur mynd- in aldrei verið sýnd fyrr en nú, en þessi gamli maður, sem allar líkur benda til að sé Sig- urður Símonarson, var vel' þekktur í bænum á sinni tíð. Hann var mikill sjósóknari, og starfaði hjá Geir Zoega. Réðist hann á skútuna Fanneyju árið 1896. Myndin mun vera máluð iá árunum 1910—’15, en Sigurð- ur andaðist 1916. Á þeim árum bjó Ásgrímur Jónsson í Vina- minni í Mjóstræti, en skammt þar frá var útgerðarstöð Geirs Zoega og heimili Sigurðar. Eins og undanfarin ár kem ur út á vegum Ásgrímssafns nýtt jólakort. Er það gert eft-- ir olíumálverkinu „Vor á Þjng völlum“, en sú mynd er mál- uð um 1930. Ásgrímssafn, Bergstaða- stræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaiga og fimmtudaga frá kl. 1,30—4. Aðgangur ó- keypis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.