Alþýðublaðið - 09.11.1968, Page 6

Alþýðublaðið - 09.11.1968, Page 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ 9. nóvember 1968 i j i ifgafyllstur Bítlanna segir Tony Barrow VÖNDUÐ HLJÓMPLATA Þeir Þórir Baldursson, Troels Bendtsen og Björn Björnsson. áttu það eitt sameiginlegt, þeg- ar þeir voru litlir strákar, að hafa verið ljósmyndaðir stand- andi upp við hina ómissandi súlu, sem Loftur ljósmyndari kom sér upp í lok síðasta stríðs. Fimmtán árum síðar hitt- ust þeir Þórir, Troels og Björn í fyrsta sinn og fóru að syngja saman. Síðan hafa þeir senni- lega ekki verið ljósmyndaðir hver í sínu lagi heldur allir saman. Þeir héldu nefnilega hópinn; skírðu flokkinn Sav- annatríóið, og slíkur er frami Savannatríósins orðinn á þess- um fáu árum, sem það starfaði, að einstætt er í íslenzku skemmtanalífi. Þeir sungu í fjölda útvarpsþátta óg komu fram á' skemmtunum um land allt. Þeir voru fengnir sérstak- lega til að skemmta erlendum fyrirmönnum, er ísland sóttu heim, og hafa sungig inn á 3 tólflaga plötur, sem allar hafa komizt í flokk söluhæstu hljóm platna á íslandi. Þeir hafa komið fram á íslendinga- skemmtunum erlendis; komið fram í sjónvarpi á öllum Norð- urlöndunum svo og Bretlandi, að því ógleymdu, að þeir voru fyrstu skemmtikraftarnir, sem komu fram í íslenzka sjón- varpinu. Þar voru þeir strax Framhald á 10. síðu. Hér birtist nú fjórða og síðasta greinin, sem Tony Barrow hefur tekið saman um Bítlana, og er John Lennon tekinn þar allrækilega fyrir. Tony Barrow hefur verið blaðafulltrúi Bítlanna í sex ár, og hefur hann með þessum greinum sínum brotið múr þagn- arinnar um álit sitt á fjórmenningunum heimsfrægu. John Lennon er tvímælalaust öfgafyllstur Bítlanna. Á því leik- ur engjnn vafi. Hann hefur og mun ávallt vera fær um að koma á óvart — jafnvel sínum nán- ustu vinum. Ég hygg, að hann komi jafnvel sjálfum sér á óvart við og við. í rauninni framkvæm- ir hann hugmyndir sínar, án þess að vita hvers vegna eða ihvernig. Það nýjasta er að frétta af John Lennon, að hann hefur játað japönsku listakonunni Joko Ono ást sína, og hefur sú staðreynd vakið mikla athygli. Joko er nokkuð eldri en John, og varð hún fræg í London eftir að hafa, ásamt eíginmanni sín- um, framleitt kvikmynd, sem samsett var úr 365 ástarsenum — einni fyrir hvern dag ársins. Ástarjátning Lennons hefur þó ekkj komið mönnum að óvörum, því hjónaband hans og Cynthiu hefur lengi verið talið laust I reipunum. Margir harma þessi málalok, því í augum flestra hafa þau Cynthia og John verið sem óslítandi tákn kærleika og sam- lyndis. Ég þori ekki að fullyrða, hver ber ábyrgðina á þessum að því er virðist óumflýjanlegu slitum, en sannleikurinn er líklega sá, UMSJÓNAMAÐUR: INGIMUNDUR SIGURPÁLSSON. 1 að hún er gagnkvæm. Hinar tíðu ferðir Cynthiu til Ítalíu eiga vafa lítið ekki eingöngu rót sína að rekja til áhuga hennar á landi og þjóð. Milljónamæringurinn, Roberto Bassanini, á þar án efa einhvern hlut að máli. Hann neitar því ekki að hafa oftsinnis hitt Cynthiu, og fyrir skömmu lýsti hann yfir: „Ástin er á næsta leiti.” Á hinn bóginn hefur John einnig lifað lífinu, og hann hef- ur ekki enn lokað hurðinni. — Hann kveðst ætla að ganga í hjónaband með Joko Ono strax og hann hafi fengið skilnað frá Cynthiu, og í fyrri mánuði gerði hann kunnugt, að hann og Joko ættu von á erfingja í febrúar- mánuði næstkomandi. John og Cynthia eru æskuvin- ir, og er sonur þeirra, Julian, orðinn fimm ára gamall. Þau festu ráð sitt nokkru áður en Bítlarnir náðu heimsfrægð fyrir rúmum sex árum. Og frá þeim tíma, þar til nú fyrir nokkrum má'nuðum, voru þau í augum okkar, sem til þe'irra þekkjum, gott dæmi um hamingjusamt hjónaband. En allt í einu byrjaði að gjögta, og enginn veit um ástæðuna. Joko og John. — Margir spyrja, hvað „Beat- les” sé. Hvers vegna einmitt nafnið Beatles? Hvaðan kemur það eiginlega? — „Allt í lagi, ég skal segja ykkur það. Það kom fyrst fyrir í draumi. Maður nokkur kom þjótandi á köku og kallaði niður til okkar: „Héðan í frá skuluð þið allir heita „Beatles.” ” — Ég þakkaði bon- um fyrir, og síðan flaug hann aftur á brott, þjótandi á köku.” Þetta er skýring Lennons á uppruna nafnsins. Hvort 'hann hafi í rauninni dreymt þennan dulræna mann þjótandi á köku, skal ég ekki fullyrða um, en skýr- ingin gefur okkur góða mynd af hugmyndaflugi Lennons. Fjöldi fólks telur, að sérhver hljómsveit verði að hafa stjórn- anda. Þetta fólk valdi John. Á- stæðan er sú, að í honum heyrð- ist alltaf hæst. Sannast sagna var John valinn hljómsveitarstjóri í upphafi, en auðvitað var það ekki röddinni að þakka. Skömmu eftir að ég hóf að vinna fyrir Bítlana varð mér ljóst, að auð- veldara var að komast í sam- band við John en hina félagana. Hefur frjálslyndi hans átt hvað mestan þátt í því, að hann var Framhald á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.