Alþýðublaðið - 13.11.1968, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 13.11.1968, Qupperneq 5
13. nóvember 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Reykjavík — HEII - SJ - VG.V. Heilldsafar reyndu aS bjarga sér — Ég lield að lieildsalar hafi reynt að bjarga sér, þegar sýnt var ag hverju stefndi, og borgað niður að einhverju leyti erlend- ar skuldir, en auðvitað eru til undantekningar. — Þetta sagði Árni Gestsson, forstjóri Glóbuss, er við spjölluðum við liann í gær um ástand og horfur hjá heild- sölum eftir gengisbreytinguna í fyrradag. — Ég álít að minni heildsalar með minni veltu og minna um- fang eigi meiri möguleika að halda velli heldur en hinir sem þurfa að veita meiri þjónustu og hafa meiri veltu. — Hvernig lítið þið til fram, tíðarinnar? — Því er ekki að neita að við lítum mjög svörtum augum á framtiðina. Lagerinn fæst ekki umreiknaður og á einu ári þarf 100% meira fé til að velta'fyrir- tækinu ófram. Það er að mínu áliti mjög ósanngjarnt að fá ekki að umreikna vörubirgðirnar eft- ir slíkar ráðstafanir og ég held að mér sé óihætt að segja, — að hvergi i heiminum þekkist slíkt. Tökum sem dæmi að vara- hlutur hafi legið á lager í 2 ár Og kostl 50 krónur. Nú kemur nýr hlutur, sömu tegundar og kostar 150 krónur. Ef tveir menn koma og biðja um sama hlutinn, hvor á þá að fá hann á 50 krónur og hvor á að fá hann á 150 krónur? — Verðið þið að draga saman seglin að verulegu leyti? — Hjá því verður ekki komizt. Kaupmáttur almennings dregst að líkindum saman. Álagningin verður lækkuð, en það kostar heildsalana meira að endurnýja vörubirgðirnar og skortur verður á rekstrarfé. Eg álít að verzlunin eigi eftir að dragast verulega saman, en auðvitað fer þetta að nokkru eftir því hvort næg at- vinna verður í landinu. Milffl hækkyn á l" — I gær hafði Flugfélag Islands lokið við að reikna úr nýtt verð á flugleiðum milli íslands og Ev- rópu og fer hér á eftir saman. burður á nýja verðinu og því gamla miðað við flug frá Reykja- vík til Kaupmannahafnar, til London og til Glasgow. Kaupmannahöfn er nú : ! kr. 16.778 + 1258 í söluskatt, I var: 1 kr. 10.867 + 815 í söluskatt. London er nú : kr. 14,886 + 1116 í söluskatt, 1 var: kr. 9.643 + 723 í söluskatt. Glasgow j er nú: kr. 11,841 4- 888 í söluskatt, 1 var: ] kr. 7.665 + 754 í söluskatt. Alþýðublaðið kannar HÆKKANIRNAR Þessar tölur eru að frádregn- um 5 % afslætti á farmiðum fram og til baka. Ekki er þess að vænta að flugfargjöld á inn- anlandsleiðum hækki á næst unni. , | Bókffajldsatriði í viðtali við Alfreð Elíasson, forstjóra Loftleiða, kom það fram, að skuldir félagsins myndu að sjálfsögðu stóraukast í ís- lenzkum krónum, en þar sem fé- lagið hefði að undanförnu alltaf skilað gjaldeyrj til ríkisins væri hér meir um bókhaldsatriði að ræða. Erlendir ferðamenn, sem hafa hér viðdvöl á’ vegum félags- ins ættu að fá meir fyrir snúð sinn, a.m.k. fyrst um sinn og gæti það verkað örvandi fyrir hótelreksturinn og þá sem sjá um farþegafliitningana innanlands. Ef athugað er hve miklu liækk. unin nemur á leiðinni Reykjavík — Luxemborg og Reykjavík New York, þá er breytingin þessi: — Til Luxemborgar, fram og til baka án söluskatts — var áður kr. 12.273, en nú 18.942. Til New York, fram og til baka án söluskatts og miðað við vetr- arfargjald — var áður kr. 12.579 en er nú kr. 19.418, og sama leið á 21 dags gjaldi — var áður kr. 9.988, en nú kr. 15.418. Nú reysifr á að b|éga gott verS 4 % — Fargjöldin eru miðug við gengi dollars og það verður 55% hækkun á öllum fargjöldum til útlanda og á hótelkostnaði, sagði Guðni Þórðarson, forstjóri Sunnu, í viðtali við blaðið í gær. Þetta er að sjálfsögðu mik. il og ógnvænleg hækkun, en þá reynir á okkur að bjóða sem hagstæðast verð í hópferðum. Þrátt fyrir allt spái ég þvi að ódýrustu orlofsferðir okkar verði enn viðráðanlegar fyrir almenn- ing og að þær muni kosta sem svarar mánaðarlaunum vellaun- aðrar skrifstofustúlku. Þá er hin hliðin á ferðamál- unum, móttaka erlendra ferða. manna. Ef áhrif gengislækkunar- innar verða ekkj sléttuð út þeg- ar í stað, verður hagstætt fyrir erlenda ferðamenn að koma hingað, en annað mál er það, að við getum varla tekið á móti stærri hóp en þegar hefur pant- að far hingað yfir hásumartím- ann. Til þess þurfum við fleiri og jafnframt ódýrari hótel. 77 þúsund króna hækkun á bíl. — Bifreiðar hækka verulega við gengisbreytinguna. Ingi- mundur Sigfússon, forstjóri Heklu, tjáði okkur í gær, að nú kostaði Volkswagen 1200 230 þúsund, en slík bifreið kostaði fyrir gengisbreytingu 161 þús. Hækkunin nemur því 69 þús. kr. Volkswagen 1300 hækkar úr 183 þús. í 260 þús. kr. og nemur því hækkunin 77 þús. kr. Ekki er búið að reikna út hækkun á varahlutum í bifreið- arnar, en það verður gert næstu daga. Hjólbaröar Hjólbarðainnflytjandi eínn gizkaði á að verðhækkun á hjól- börðum undir meðalstóran fólks. bíl yrði ca. 28%, en verðlagsráð á eftir að ákveða verðið endan- lega og er ekki að búast við loka- niðurstöðu fyrr en um næstu helgi. Eftir því sem við komumst næst í gær kostar hjólbarði und- ir meðalstóra fólksbifreið um 1500 krónur. Ef 28% verðhækk- un verður á þessum varningi kosta hjólbarðarnir rúmlega 1900 krónur, og verður því um að ræða rúmlega 400 króna hækkun. Nevtenda- samtökin Framhald af 1. síðu. upphaflega vegna starfsemi Neytendasamtakanna en ekki vegna ráðningar Sveins Ás- gejrssonar sem framkvæmda- stjóra samtakanna. Því telur stjómin, að Neytendasamtökin eigi að #á styrkinn greiddan hér eftir sem hingað til þrátt, fyrir það, að Sveinn Ásgeirsson hafi látið af störfum fyrir samtökin. Greiðsla styrksins hefur ver- ið með iþeim hætti, að fram- kvæmdastjóra samtakanna hafa verið greidd laun úr borgar- sjóði skv. 21. launaflokki opin- berra starfsmanna. Skilningur minn á því, hver upphæð styrks ins skuli vera, er sá, að hann pigi að vera jafnhár árslaunum opinberra starfsmanna í 21. launaflokki. Neytendasamtökin hafa ekki fengið greiddan þennan styrk, síðan Sveinn Ásgeirsson lét af störfum fyrir samtökin í byrj- un september s.l.“ Stendur uppsögn lögfræðings samtakanna í einhverju sam- Benzígilítri hækkar ir-m kr. 1.20 Fundur mun verða lialdinn I verðlagsnefnd í dag og vprður þá að líkindum fjallað um verð- hækkanir, sem verða á hinum ýmsu nauðsynjavörum, i kjölfar gengisfellingarinnar. Einíj og kunnugt er, verður verfclags- nefnd að samþykkja allar verð- hækkanir á vörum, sem háðar eru verðlagsákvæðum. Aðeins ein verðhækkun hefur þegar verið auglýst, síðan gengisfell- ingin var gerð, en það er hækk- unin á benzíni og olíum, sen* kom til framkvæmda í gærmorg- un. Nú kostar hver benzínlítri 11,00 krónur, en hann kostaði áður 9,80 krónur, Hver lítri hrá- olíu, sem seldur er í bifreiðir frá smásöludælum olíufólaganna, kostar nú 3,72 krónur, en hann kostaði áður 3,21 krónu. Hver lítrj hráolíu til kyndingar húsa kostar nú 3,25 krónur, en kostagi áður 2,76 krónur. Þá hefur svart- olía einnig hækkað. Kostar nú hvert tonn af svartolíu 2.120 kr., en áður kostaði hvert tonn kr. 1.745 krónur. HvaS með vín oþ: tóbak? t Og svo kynnu ýmsir að spyrja: Hvenær og hvað mikið hækkar vín og tóbak. Við hringdum til Jóns Sigurðssonar, deildarstjóra í fjármálaráðuneytinu, og sagði hann að engin ákvörðun hefðí enn verið tekin um hækkun eða hvenær hún yrði framkvæmd. — Hækkun þessa neyzluvarnings er ákveðin af ráðherra. bandi við rannsókn þá, sem ná fer fram, á fjárreiðum Neytcnda samtakanna tll bess tíma, er liin nýja stjórn þeirra tók við? „Uppsögn Birgis Ásgeirssonar. lögfræðings, er fyrst og freinst íil komin vegna skipulagsbreyt- ifigb. sem' nú er vcrið að gera á p-nlSkimUm. en þær miða að ibvj. pð þjónusta skrifstofunnar við félagsmenn verði aukin H1 muna. Nýlega hefur verið ráðin stúlka til starfa á skriírtofunni. Skrifstofan verður nú framveg- is opin alla da@a á venjulegum skrifstofutíma til klukkan 19 á kvöldin. Hingað tjl hefur skrif- stofan aðeins verið opin milli klukkan 17 og 19, og hefur lög- fræðingur samtakanna séð um afgreiðslu mála fyrir hana. Hér eftir mun ég sinna þessu starfi ásamt öðrum störfum fyr- ir Neytendasamtökin. Ef um það verður að ræða, að skrif- stofan þurfi á lögfræðj’egri að- stoð að halda, þá mun verða leitað til lögfræðinga í þeim tilvikum. Þetta hefur í för mef sér sparnað á útgjöldum sanv* takanna og aukna þjónustu vLÓ neytendur í landinu.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.