Alþýðublaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 5
4. desember 1968 AtÞYÐtJBhA61Ð 5 I Félagsmálaskóli verkalýðsins Enn hefir verið flutt á Al- þingi frumvarp um að setja ó stofn félagsmálaskóla fyrir verkalýðsfélögin, og er nú flutt af þm. úr þremur stjórn málaflokkum. Frv. um þetta efni hefir verið flutt 4 sinn- ium áður, í fyrsta sinn fyrir 14 árum af Hannibal Valdimars syni einum, og er t.lgangur frv. „sá að skapa starfandi forystumönnum verkalýðs- hreyfingarinnar, áhugamönn um um störf hennar og hverj um félaga hennar sem njóta vill, möguleika til haldgóðrar fræðslu í þeim greinum,' sem tengdastar er.u starfi alþýðusamtakanna“, segir í Igjrg. Enginn, sem til þekíklir eða hugsar um málefni laun þega mun draga í efa þörf jna fyr.r slíkan skóla. Námsgreinar pær, sem ráð er fyrir gert í frv. að kenndar skuli, virðast ekki þurfa að valda deilum, en um stjórn hans og rekstur getur vel orð ið ágre ningur. Það eru til þjóðfélagsþegnar sem álíta óþarft að stofna skóla fyrir áhugamenn og trúnaðarmenn í verkalýðsfélögunum, til eru rosnn, sem ekki skilja nauð- )syn þeiss að auika þekklngu og skilning á almennum félags legum vandamálum. Menn finnast og sem telja nauðsyn að gerðar séu kröfur og sleg izt fyrir bættum launakjörum en litla þörf á yfirsýn um fjár hags- og atvinnumál þjóðar innar, og loks eru menn til, sem álíta að launaþrælarnir og þeirra umboðsmenn þurfi ekki uppfræðslu til að gera kröfur. Þróun þjóðfélagsins — og þarfir launþega fylgja þróun inni, — krefst þess að mennt un sé aukin á öllum sviðum, að menntun sé veitt öllum sem vilja, að menntun sé snið in eftir almennum og hagnýt um þörfum þjóðfélagsins á hverjum tíma. Vonandi verður ekki langt að bíða þessa félagsmálaskóla, og mun verða fylgzt með þró un þessa máls, og annarra hliðstæðra, því að það eru ekki einungis verkalýðsfélögin, sem þurfa á skólastofnun þessari að halda. Önnur sam- tök launþega eiga líka sín á hugamál í þessu efni og sam- stöðu um sínar þarfir með verkalýðsfélögunum. En meðal annarra orða hafa fræðslu mál þessi verið rædd í verka lýðsfélögunum? Hvernig er háttað áhuga verkalýðsins fyr ir máli þessu? Þarf ekki að kynna þetta mál betur? Vakn ing þarf að vera almenn fyr ir hagsmunamálum í hvaða mynd sem þau koma fram. Kvnnið fræðslumál launþega í stéttarfélögum þeirra. ísland fullvalda í 50 ár Við íslendingar höfum mfnnzt fullveldisafmælis okk- ar með ýmsum hætti. Dagblöð in rifjuðu m.a. upp söguna frá 1918. Táknræna sögu um sam- tvinnaða hamingju og hörm ungar, sem íslenzk saga er svo auðug af í ótal myndum á öll um öldum frá upphafi íslands byggðar. Kötlugos, spanska veikin, gífurleg dýrtíð af völdum fyrri heimsstyrjaldar, húsnæð isskortur i Reykjavík, en hlns vegar langþráð og happasæl niðurstaða í baráttu þjóðar- innar fyrir sjálfstæði. Niður staða sem ekki var þjóðinni fljóttekinn gróði, né heldur einvörðungu að þakka liprum íslenzkum samningamönnum, sem þó sannarlega eiga slnn hsiður og sögulega minningu í þakklátum huga þjóðarinn ar. Einhuga fylgdi þjóðin eft ir sigri þe;m, er þeir unnu án vopnavalds, en undir vopna- gný á grundvelli íslenzkrar sögu og memiingar, án þess að beita þvingunaraðgerðum en með hagstæða hugarfars breytingu nýrrar kynslóðar á stórfelldum breytingatímum, sem bakgrunn. Mikil viðsýni einkenndi afstöðu sambands þjóðarinnar, hverju hafði ekki verið áorkað síðan kjörorð frönsku byltingarinnar, frelsi, jafnrétti, bræðralag hljómuðu út yflr hsiminn. Frjálslyndi, víðsýni og skílningur Dana á frelsiskröfu smáþjóðar mun síðar verða jafnvel enn hærra metin en er gert nú. Án þeirr ar andlegu reisnar, sem dansk ir forystumenn sýndu þá, befði orðið torvelt að stofna íslenzkt lýðveldi aldarfjórð ungi síðar. Nýr tímj — Ný saga og þó Meðan myndir sögunnar líða fyrir augu okkar á lit- skrýddum síðum dagblaðanna, myndast enn ný saga. Barátta við erfiðleika í atvinnu- og efnahagsmálum okkar. Meðan íslenzki fáninn blaktir fyrir golunni og hópur reykvískra borgara sækir guðshús sín með þakklátum huga fyrir unna sigra og stoltir yfir marghátt uðum framförum, þá endur tekur sig sagan um stóraukna dýrtíð og erfiðleika íselnzkra launþega. M;ld haustveðrátta, sem helzt minnir á góða vorbyrj- un, auðveldar alla aðstöðu til útiverka, náttúran strýkur mildri hönd um vanga atvinnu Ieysingjanna, en „jólasveinarn ir í ár eru vofur atvinnuleys- isins í gættinni". Jólagjafirnar sem íslenzka fullveldið réttir verkalýðnum eru þungar klyfj ar dýrtíðarinnar, fyrirheit um enn þyngri byrðar, en hálf- kveðnar vísur um aukna at- vinnu. VJð bíðum þess hvort samn jngar nást við launjþegasam tökin um hliðarráðstafanir vegna erf ðleikanna. Við vænt um þess að gifta íslenzku bjóS arinnar sé sú, að nýjársgjöfin verði atvinna handa hverri vinnufúsri hönd. JafnhFða undirbún'ngi fyrír 51. vetrarvertíð h'ns endur reista fullveldis íslands þarf að leggja varanlegan grund völl að atvinnulífi okkar, grundvöll þar sem markmiðið verður traust gengi íslenzkr ar krónu. Þetta tekst ef við göngunr einhuga t'l verks, með sam- stilltu átaki þjóðarinnar eru okkur allir vegir færir þó að þungfært verði fyrsta áfang ann. Hvað þarf til þess að sam st'lla kraftana? Er það ekki verðugt umhugsunarafni á 51. jólaföstu hins endurreista ís- lenzka fullveldis? Er það ekki viðfangsefni allra hugsandi og ábyrgrai þegna, og lausn þess er sú jólagjöf, sem við etgum að gefa hvert öðru árjð 1968, en. ekki einhverntíma seinna, því að öll bið er okkur dýr. Rétt' um hvert öðru heils hugar hönd til samvinnu, það muti vissulega kosta alla efnahags lega fórn í bil;, en það mun færa öllum góða vexti og auk jnn höfuðstól, ef vel er að unn ið. [M 1 3= IÁIIíNI IAINHI ;a| RáSstafannir Framhald af 1. síðu. 6.1. vor til athugunar Iþessum imálum. Hefði hún lokið störf um og væru sumar af tillögum ihennar þegar toomnar í fram kvæmd en aðrar í athugun. Þessi nefnd mun starfa áfram og fylgjast með framkvæmdum. Þær ráðstafanir, er gerðar yrðu mundu e.t.v. leiða til þess að iðgjöld lækkuðu. Undanfarið Oiefði æ ofan í æ orðið að Ibjarga sjóðnum frá greiðslu- þroti m.a. með láni frá Seðla (bankanum að upphæð 66 millj ónir kr. Einnig mun koma sjóðn um til góða lilutur af gengis hagnaðarsjóðí. Einnig kvað ráð herrann vera lagt t>l, að setja megj það skilyrði að hlutaðeig andi tryggingarfélag sé aðili að endurtryggjngarsamtökum félag anna og sé þetta gert til að fylgja eftir tillögum nefndarinn ar. Um tillögur þær í 3. kafla laganna, í sambandi við gengis hagnaðarsjóð sagði ráðherr- ann, að allmiklar birgðjr hefðu verið til í landinu, er gengis lækkunin varð,. Það væri tll viljun háð, hverjir ættu birgð irnar, og oft hefðj ríkisfram- lag til útflutningsatvinnuveg anna stuðlað að þeirri birgða mynd-un. Rétt hefðj því þótt, að í stað þess, að eigendur þessara þþ’gða, fengju gengis hagnaðinn, yrð; hann látinn ganga til styrktar útflutnings atvinnuvegunum eftir því sem ákveðið væri nánar. T. d. væri geng'shagnaðinum af skreið varjð til styrktar skr-eiðar framleiðendum. Að síðustu kvaðst sjávarút- vegsmálaráðherra vjlja leggja á það áherzlu, að hér væri um brýnt hagsmunamál þjóðarinn ar allrar að ræða, því að ef sjávarútveglnum væru ekki tryggð þau skjlyrði, er hann þarfnaðist, yrðj vá fyrir dyr um í atvinnumálum í landinu. ÓLAFUR JÖHANNESSON (F) Kvað frumvarpið vera sem hn-sfahögg í andlit alþýðu, þar sem því hefðj verið lýst yfir á nýafstöðnu ASÍ þingi og á- herzla lögð á, að það væri skilyrðj fyrir viðræðum við ríkisstjórnina og atvinnurek- endur, að ekkl yrði gripið til neins konar lögþvjngana, en sér virtist það vera gert með ákvæðinu í þessum lögum um hlutaskiptaákvæðið. Taldi hann, að ríkisstjórnin ætti að draga frumvarpið til baka. Hann taldj frumvarpið viða mjkið og í því væri um stórar fjárhæðir að tefla. Það sem sér þætti þó alvarlegast væri, að með þessum ákvæðum værj verið að færa mjög m k inn hluta af þeirri verðhækk un, sem yrðj á aflahluta sjó- manna, til útgerðarmanna. Sagðist hann leggja þetta að jöfnu við kaupbindingu. Óeðli legt kvað Ólafur, að lög breyttu gildandj samningum, enda þótt slíkt værj ekki ó- þekkt fyribrigði. Ólafur ræddi síðan nokkuð um tillögur fram sóknarmanna, er hefðu miðað að að létta fremur ýmsum gjöldum af atvinnuvegunum en auka álögur á þá. Harin kvað og víða í frumvarp'nu vera lagt of mikjð vald í hendur ráðherra. GILS GUÐMUNDSSON (Ab) sagðist sammála flestu í ræðu Ólafs, en r/.*ddi nokkuð, sem hann, um þann þátt, er að hluta- skiptum sneri. Gils kvaðst ótt- ast, að ef frumvarp þetta yrði að lögum, myndi það hafa ófyrir- sjáanlegar afleið'ngar hættulegar íslenzku þjóðinni eins og nú væri ástatt. Gjls sagðist að vísu viðurkenna, að ríkisstjóminni væri mikill vandi á höndum í sambandi við efnahags- og at- vinnumál, en þetta værj ekki leiðin til lausnar þeim vanda, annað þyrfti til að koma. Hann kvað sjómenn hafa orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu í minnk- andi afla og verðfalli og þeir hefðu lýst því yfir, að stórfelld hlutarskerðing yrði ekki þoluð. EGGERT G. ÞORSTEINSSON svaraðj ræðum þeirra Ólafs og Gils og kvað það merkilegasta, er fram hefði komið í ræðum iþeirra, vera, að báðir hefðu þeir gert heiðarlega tilraun til að viðurkenna, að vandi væri á höndum, en svo hefðj ekki alltaf virzt af ræðum stjórnarandstæð- inga. í sambandi við hlutaskiptin sagði ráðherrann, að sér fyndist þeir stjórnarandstæðingar gleyma einu að þessi háttur væri ekki nýtt fyrirkomulag heldur hefði með lögum um bátagjaldeyri 1956 verið farin svipuð leið, og hefði sú vísa þá þótt vel kveðin. Annars sagði ráðherrann, að ef stjórnarandstaðan kynni ein- hver betri ráð en þau er í fruni varpinu kæmu fram, mundu þau þá koma fram, er málið yrði rætt í nefnd. Ríkisstjórninni væri skylt að leggja fram sína tillögur og það hefði hún gert. JÓN ÁRNASON (S) talaði síðastur og vakti athygli á ýms- um atriðum í frumvarþinu. M.a. sagði hann, að þetta væri í ann- að sinn sem gengishagnaður vær| látinn renna eingöngu til sjávar- útvegsins en oft áður hefðl hann verið látinn renna fil ó- skyldra þarfa, Þetta væri rétt stefna. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.