Alþýðublaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 12
BAK Hvað er lcraftaverk, spurði kennarinn. Og ég var ekki seinn að svara: Það er gæi, sem kemur í skólann kl 8 að morgni, — með sígurbros á vör. Það sem gerir gamla hluti svo verðmæta er það, að svo mörgum þeirra var kastað á glæ meðan þeir voru einsk»s virði. Þar ók vitlaus maður Þá er mynd, sem er eftir óþekktan málara en merkt stöfunum H, G. Á uppboðinu verða enn- fíemur verk ýmissa aniíarra þekktfa myndlistarmanna. VÍSIB. Ég sé ekki betur en maður verði að fara að fá sér kút og leggja í, eins og i gamla daga. Brennivínig er orðið svo dýrt. Það er staðreynd, að konur voru fegurri fyrir fjórum ára- tugum. En þá voru þær líka yngri. Það má með sanni segja, að ekki er flas til fagnaðar. Það fékk lögregluþjónn nokkur ræki- lega að vita um daginn. Það bar þannig til, að ég ók í mesta sakleysi eftir einni af götum borgarinnar. Raunar er það ofsögum sagt, að ég hafi ekið í sakleysi, minnsta kosti, ef tekið er tillit til þess, að há- markshraði á umræddri götu er 35 km. á klst., en ég ók með 70 km. hraða, sé miðað við klukku- stund. Þá sá ég út undan mér einn af þessum knáu mótorhjóla sveinum, sem hafa það að starfi að klekkja á óþolinn>óðum bíl- stj.órum. Ég dró úr liraðanum í skyndf og héit áfratn, sem leið lá í áttina til miðbæjarins. Þeg ar ég sa ekki meira af umræddum sveini, fór benzínfóturinn að þyngjast, og á Skúlagötunni fannst mér umferðin ekki ganga nógu greiðlega, svo ég skauzt á milli bílanna sem mest ég mátti, og nú var sakleysið aftur horfið út í veður og vind. Niður á Kalk ofnsvegi heyrði ég hið skerandi sýrenuvæl, sem mér er illa við síðan í barnæsku, og mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. í speglinum sá ég vin minn, mótorhjólasveininn knáa og glampann af rauða ljósinu hans. Hafði hann þá fylgzt með ferð- um mínum alla leiðina til að vera viss um að taka mig ekki saklaus ann. Hann hafði engin umsvif heldur renndi sér framfyrir mig og ég varð að nema staðar. Ég skrúfaðj niður rúðuna, því að ég var ákveðinn í að láta þó djöfsa koma til mín og hreyfa mig hvergi. Það voru ekki hlýjar kveðjurnar, sem ég fékk. — Þú keyrðir heldur sterkt. Á hvaða hraða varstu? Ég sagðist bara ekki hafa litið á hraðamælinn og þess vegna ekki vita það. — Þú sikksakkaðir á milli ak- reinanna og fórst framúr hverj- um bílnum á fætur öðrum, og hann var ekkert blíðlegur, mál- rómurinn. Síðan kom þetta venjulega með ökuskírteinið, og mótorhjólasveinninn fór með það að hjólinu sínu og talaði eitthvað í talstöðina, en kom að vörmu spori aftur og var þá ein afsök- un í framan. — Þú hefur ver- ið að flýta þér?” sagðj hanni vingjarnlega. Ég játti því, þá mér hefði ekki legið meira á en venjulega. — „Málinu efl nefnilega þannig varið” hélf( hann áfram „að við erum ai$ eltast við bíl, sem hefur mjög líkt númer og þinn bill og ég hélt, að þú værir hann”. Síðan, bar hann höndina að hjálmi sínum og bað mig vel að lifa. Mótorhjólasveinninn góði hafðl þá tekið , vitlausan mann!. - r Gorgeir h FÉLAGSVIST Spilakvöld Alþýöuflokksfélags Reykjavíkur veröur haldiö annaÖ kvpld kl. 8,30 í HÓTEL BORG. Síöasta spilakvöldið fyrir áramót (stakt kvöld). Fjölmenniö og tákiÖ meö ykkur gesti. HúsiÖ opnaÖ kl. 8. Stjórnandi Gunnar Vagnsson. STJÓRNIN. ■■■■•■•■■•■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■••■■i :s;:a i.ra.Biaaaaaaiaaaáá? •■■•■••••■■••••■■•••■■■•••■■■■•■■■■•■•■••••■••■••■■■■•■■■■■■■•■■•■■■••■•■■•••■•••i ■■■■■■■■■■■■■•■•■■■■■■■■■i ■■■•■■■■■■■•■■■■■■■■■■■•■■■■■■■I ■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■•■■••■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■.■■■■■■■.■■■•■■■■ :a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.