Alþýðublaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 11
4- desember 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ -H • — María, nornin iþín! — Já, sagði hún rólega. Ég er þín, ef þú vilt mig. Ég hef sagt þér það áður. Þú hefur keypt mig og borgað fyrir mig. Hún beið eftir kossi, en ég ýtti henni. frá mér. — Fari það til fjandans, kona! Ég vil ekki, að þú sért „keypt og borguð”. Hún fór ekkert hjá sér. — Ég orðaði þetta ekki rétt. Ég er hjá þér af því, að ég vil vera hjá þér. Viltu nú kyssa mig? Hún hafði kysst mig áður, en nú k y s s t i hún mig! Ég sökk niður í gullna móðu og mig lang aði aldrei til að koma aftur upp á yfirborðið. Loksins varð ég að reyna að anda og ég stundi móður og másandi: — Nú fæ ég mér saeti! — Þakka þér fyrir, Sammi, sagði hún og leyfði mér að setj* ast. — María, sagði ég. — Elsku María, gerðu dálítið fyrir mig. — Hvað er að? spurðj hún áköf. — Segðu mér, hvernig er hægt að fá' að borða hér. Ég er glor hungraður. Hún virtist undrandi en þó svaraði hún: — Auðvitað skal ég sjá um það! — Ekki veit ég, hvernig henni tókst það. Kannski hefur hún hnuplað einhverju úr forðabúri Hvita hússins, en með matinn kom hún. Brauðsneiðar og bjór. Ég var rétt búinn að borða þriðju sneiðina, þegar ég sagði: — Hvað heldurðu, að fundurinn standi lengi, María? — A.m.k. 2 klukkutima. Hvers vegna spyrðu? — Þá, sagði ég og gleypti síðasta bitann, — höfum við tíma til að fara út, inn á skrán ingarstofuna, gifta okkur og koma hingað áður en Karlinn saknar okkar. Hún leit á mig, en svaraðx engu. — Hvað segirðu þá? spurði ég. — Ég skal gera það, ef þú vilt, en mér finnst að við ætturn að sleppa því. — Viltu ekki giftast mér? — Þú liefur ekkert að gera vig að kvænast, Sammi. i— Svaraðu mér! — Vertu ekki reiöur, elskan. Þú mátt eiga mig, hvort sem við gerum samning eða ekki. Hvar, sem er; hvenær, sem er; og hvernig, sem er. En þú þekk ir mig ekki enn. Eftir að þú hefur kynnzt mér betux’, viltu mig áreiðanlega ekki. — Ég er ekki vanur að skipta um skoðun. Hún leit fyrst upp og svo undan. Ég roðnaði. — Það stóð dálítið sérstaklega á þá, mót- mælti ég. Það gæti aldrei komið fyrir aftur næstu öldina. Það var ekki ég, sem sagði allt þetta, heldur var það... Hún greip fram í fyrir mér. — Ég veit það, Sammi og þú þarft hvorki að sanna mér eitt né neitt. Ég svík þig aldrei og ég vantreysti þér ekki heldur. Komdu eitthvað með mér um helgina eða flyttu til mín;— Ef ég reynist vel, hefurðu alltaf tíma itil að gera úr mér HJið, sem langamma kallaði „heiðvieða konu”, þó guð einn viti, hj4rs vegna hún gerði það. ,S Var þetta ekki sanngja. En svona vildi ég alls ekki það. Hvers vegna tekur maður, sem alltaf hefur for) hjónabandið eins og heitan inn, allt í einu upp á þyiiXað þrá ekkert heitara en þaðji Þegar fundurinn var búijm fór Karlinn með mig í göngu- ferð. Já, það var gönguferð, þó að við gengjum ekki lengra en að Baruch minnismerkinu. Þar settist hann, handlék ptpuna sína og yggldi sig. Það var þöjxa eins og svo oft í Washingtorí-pS enginn í garðinum. J3 — Við gerum gagnárás Tým miðnætti, sagði hann. . Seinma bætti hann við. jí— Við ráðumst á allar þrívídcGir- stöðvar, dagblöð og slmstoíwar á rauða svæðinu. — Ágætt, svaraði ég. — Htá>ð fáum við marga menn? Hann svaraði ekki spunjígg- unni, heldur sagði: —■ Mér’ ekkert á það. — Hvers vegna ekki? 'þ — Forsetinn skipaði öllui fara úr að ofan. Þaú skí komust ekki til fólks á svæðunum. Hvað gerist Ég yppti öxlum. — Við gö»m gagnárás. Það eru liðnir meira en tuttugu og fjórir tímar og livað hefur komið fyrir af þvl, sem átti að koma fyrir? — Hvernig ætti ég að vita það? — Þú ættir að vita það, ef það verður þá nokkru sinni maður úr þér. Hérna ... hann rétti mér lykil, — fljúgðu til Kansas City og líttu í kringum þig. Forðastu fréttastofnanir og lögregluna. Forðastu þ á. Skoðaðu allt og láttu þá ekki ná þér. Hann leit á fingur sér og bætti við: — Komdu aftur hálftíma fyrir xnið- nætti. Farðu nú. — Ekki er það nú langur tími til að skoða heila borg, sagði ég kvartandi. — Það tekur mig þrjá klukkutlma að komast til Kansas City. — Rúma þrjá klukkutima, svaraði hann. — Vertu ekki að beina að þér athyglinni með því að fá hraðasekt. — Þú veizt vel, að ég er var- kár. — Af stað. Og ég fór af stað. Lykillinn var að bílnum, sem við höfðum komið í. Ég sótti hann á umfer®> arpallinn. Umferðin var lítil og ég minntist á það við umsjónai’- manninn. — Vöruflutningar verða allir að fara fram á jörð- inni, sagði hann. — Hernaðar- ástandið og.. Ertu með leyfi frá hernum? Ég gat fengig leyfi með því að hringja í Karlinn, en hann er ekki beint hrifinn af því, þeg- ar hann er ónáðaður vegna smá- muna — Líttu á bílinn, sagði ég. Hann tók lykilinn og setti hann inn í vélina sina. Ég hafði liaft á rcttu að standa. Hann varð hlessa. — Það er naumast sagði hann. — Forsetinn hlýtur að elska þig heitt Þegar ég var lagður af stað, tók ég stefnuna til Kansas City og stillti á hámarks leyfilegan hraða. Svo reyndi ég að hugsa. Mjálmarinn mjálmaði í hvert skipti, sem ratsjárgeislar féllu á okkur, en ég sá aldrei neinn á skerminum. Það leit út fyrir að bíllinn, sem Karlinn lét mig fá, mætti ferðast þessa leið. Ég fór að velta þvi fyrir mér, hvað hann hefði átt við með þvi, sem hefði átt að gerast á rauða svæðinu — og þá skildi ég hann. Glugga- og dyraþéttingar Þéttum opnanlega glugga úti og svalahurðir. Varanleg þétting — nær 100%. Þéttum í eitt skipti fyrir öli með ,.Slottslist- en“. Ólafur Kr. Sigurðsson og Co. Sími 83215 — 38835. BIFREIÐAEIGENDUR Tökum að okkur réttingar, ryðbætingar, rúðuísetningar o.fl. Tímavinna eða fast verðtilboð. Opið á kvöldin og um helgar- Reynið viðskiptin- — RÉTTINGAVERKSTÆÐI KÓPAVOGS Borgarholtsbraut 39, sími 41755. Xrúin flytnr fjöll. — Við flytjum allt annað SENPIBÍLASTÖÐIN HF. BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA Bifreiðaeigendur athugið Ljósastilllilngar og allar almennjar bifreiSa- viðgerðir. BIFREIÐAV ERKSTÆÐI N. K. SVANE Skeifan 2 — Sími 34362. ÓDÝRIR SKRIFBORÐSSIÓLAR Falleglr. þægilegir og vandaðir* Verð aðeins kr. 2.500,00. G. Skúlason og Hiíðberg h f- Þóroddsstöðum Sími 19597. ATHUGIÐ Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef upp, olíuber og lakka. Olíuber einnig nýjar hurðir og viðarklæðningar utanhúss. Fjarlægi málningu af útihurðum og harðviðarlita þær- GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON. SÍMI 36857* HÚSGÖGN Sófasett, stakir stólar og svefnbekkir. — Klæði gðmul hús- gögn. — Úrval af góðu áklæði, — meðal annars pluss í mörgura litum- — Kögur og leggingar* BÓLSTRUN ÁSGRÍMS. Bergstaðarstræti 2. — Stml 16807.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.