Alþýðublaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR 4- desember 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 22 leikmenn valdir til ,landsliðsleikja‘ ritstj. örn EIÐSSON Margt á döfinni hjá stjórn KSÍ: Það er og verður sífelldur höfuðverkur forystumanna íþrótt anna, livernig afla megi fjár til að standa undir hinum geysi- lega kostnaði við að gera íþrótta mennina sem bezt úr garði til keppni. Síauknar kröfur um hæfni íþróttamannanna í þessu eina áhugamannalandi íþrótt- anna baka forystunni mikið álag, og dugir þá sá bezt, sem mesta útsjónarsemina og klókindin hef- ur. Nú hefur stjórn.KSÍ ákveðíð, að reyna all-nýstárlega fjáröflun- arleið, til að afla fjár til að kosta æfingar og ferðalög lands- iiðsins í vetur. Munu á næstunni verða prentaðir sérstakir miðar, sem seldir verða á 100 króriur og er sérstaklega ætlast til að velunnarar knattspyrnunnar styrki starfsemina rrieð því að kaupa nokkra miða. Miðarnir verða númeraðir, og munu gilda^ sem happdrættismiðar jafnframt, en vinningur verður ferð til Nor egs með landsliðinu. Má ætla að fjárupphæð vinningsins í íslenzk ÁRMENNINGAR! Körfuknattleiksdeild Aðalfundur deildarinnar verð- ur haldinn fimmtudaginn 5.12. kl. 21,30 í Café Höll. Körfubolti í kvöld t KVÖLD, miðvikudagskvöld kl. 20,15 verða leiknir að Há- logalandi síðustu leikirnir í 3. og 4. flokki. í 3. flokki leikur Ármann gegn KR og ÍR gegn KFR. KR er nú efst í 3. flokki með 4 stig. í 4. flokki Ármann gegn KFR og ÍR gegn KR. Ár- mann er nú efst í 4. flokki með 4 stig. Ástæða er til að hvetja fólk til að koma og sjá þessa síðustu leiki yngstu flokkana, en fyrri leikir þeirra hafa verið spennandi og skemmtilegir. Ör- ugglega eiga unglingar þessara flokka meiri athygli skilið fyrir áhuga sinn og vilja að iðka íþróttir. i iiii ll lli iiii iii ii ll lll i ■1111111111111111111111111111111111111111111 um krónum verði einhvers stað ar milli 30 og 40 þúsund, svo segjá má að höfðinglega sé boð ið. Til að vekja áhuga fólks á knatt spyrnunni hefur KSÍ ákveðið að á miðana verði letrað hið nýja kjörorð knattspyrnunnar: ,.Styðj um landsliðið”, og er ætlast til að þetta kjörorð verð fólki hvatn ing til að styðja við bakið á knattspyrnunni, bæðj fjárhags- lega og jafnframt með því að veita landsliðinu „móralskan” stuðning á áliorfendapöllunum. Hinn nýí einræðisherra knatt- sþyrriunnar, Hafsteinn Guðmunds son hefur skýrt frá starfsáætlun vetrarins, en hún hefst í dag með fundi KSÍ með 22 leikmönn- um, sem valdir hafa verið til landsliðsæfinga. Ekki verður um æfngar sem slíkar að ræða, en ' leiknir æfingarleikir með stuttu millbili gegn hinum ýmsu fél- öggum. Fyrsti æfingarleikurinn verður n.k. sunnudag, 8. desem- ber Fer hann fram í Keflavík, og ieikur þá fyrsta uppstilling liðsins gegn ÍBK, Liðið, sem leik ur þá er þannig skipað, (en þess verður að gæta, að vaiið er sér staklega fyrir hvern leik): Þorbergur Atlason Jóhannes Atlason Framhald á 8. síðu. Arlegt unglingamót Tennis og badmintonfélags Reykjavíkur verð ur haldið í íþróttahúsi Vals laugardaginn 4. desember nk. og hefst kl. 14.00. Keppt verður í þremur aldursflokkum drengja og stúlkna einliðaleik. Þátttaka er öllum helmil. Þáfttökutilkynning um þarf að skila til Garðars Alfonssonar sími 41595 fyrir 12 þ.m.i' Þórir Lárusson kjörinn formaður SKRR Aðalfundur Skíðaráðs Reykja víkur var haldinn í Tjarnar- búð uppi 31. okt. sl. Fundar stjóri var Þórir Jónsson en Henrik Hermannsson fundar- ritari. Formaður minntist í upphafi Otto Rieders skíða þjálfara og vottuðu fundar menn minningu hans virð- ingu sína með því að rísa úr sætum. í kjörbréfanefnd voru kosn ir Leifur Miiller, Reynir Ragn arsson og Halldór S.gfússon. Rétt til fundarsetu höfðu 5 fulltrúar ÍR, Ármanns, KR og Skíðafélags Reykjavíkur, tveir frá Val og íþróttafélagi kvenna og einn frá Víking. Mættir voru allir fulltrúar nema einn frá SKFR og fulltrúar ÍK. í fjárhagsnefnd voru kjörn ir Stefán Hallgrímsson, Leif- ur Gíslason og S.gurður R. Guðjónsson. Skýrsla fráfarandi stjórnar lá vélrituð frammi en Þórir Lárusson form. las hana og skýrði. Lárus Jónsson gjald keri las endurskoðaða reikn- inga ráðsins. Nokkrar umræður urðu um væntanlega lyftu við Skíðaskál ánn í Hveradölum og einnig um þjálfun skíðamanna á veg um Skíðaráðsins. Þórir Lárus son skýrði málin og sagði það skoðun sérstakrar nefndar sem um málið hefði fjallað, að nauðsynlegt væri að hraða framkvæmdum við litla lyftu til bráðabrigða, en jafnframt að halda uppi athugunum varðandi stóra lyftu sem kæmi síðar. Erfiðleikar höfðu verið á samæfingum og þær síðan fallið n ður vegna óánægju innan raða skíðamannanna sjálfra. Þórir Jónsson ræddi um, að fé til þjálfunar væri of lítið og vinna þyrfti að því að hækka það með auknum styrkjum frá íþróttasjóði rík isins. Fjármálanefnd mælti fyrir tveimur breytingartillögum á fjárhagsáætlun 1) að liðurjnn kennsla og þjálfun hækkaðj úr kr. 7000.— í 10.000.— en á móti kæmi lækkun 1 ðsins þátttaka í fnótum úr 41,000,— í 38.000. — . Umræður urðu um þessi mál, en tillögur nefndarinnar voru síðan samþykktar. Lýst var tilnefn;ngu fulltrúa í Skíðaráðið næsta ár þannig: Frá Ármanni Bjarni Einars- son aðalfulltrúi. Varafulltrúi Halldór Jónsson. Frá ÍR Þórir Lárusson aðal fulltrúi. Varafulltrúi Þorberg- ur Eysteinsson. Frá KR Hinrik Hermannsson. Varafulltrúi Le'fur Gíslason. Frá Val Stefán Hallgríms son aðalfulltrúi. Varafulltrúi Guðmundur Frímannsson. Frá Víking Björn Ólafsson aðalfulltrúi. Varafulltrúi Ágúst Friðriksson. Frá SKFR Lárus Jónsson að- alfulltrúi. Varafulltrúi Leifur Miiller. Þórir Lárusson var síðan Framhald á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.