Alþýðublaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.12.1968, Blaðsíða 4
4 ALMÐUBLAÐIÐ 4- desember 1968 SÍGLAÐIR SÖNGVAR A R Svolítill söng- og gamanleikur í tveimur þáttum og mörgum myndum eftir Thorbjörn Egner. Tónlist eftir Thorbjörn Egner. Þýðandi Ijóða: Kristján frá Djúpalæk. Þýðandi texta: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: Klemens Jónsson. Dansar: Colin Russell. Hljómsveitarstjóri: Carl Billich. Leikmynd og búningateikningar: Thorbjörn Egner. Það þykir mér líklegt að margur maðurinn hafi hlakkað til að fara í Þjóðleikhúsið á sunnudaginn að hitta þar Thor- björn Egner, vin barnanna úr Kardimommubænum og Hálsa- skógi. Engu að síður var húsið varla hálfsetið á frumsýning- unni — en það virðist orðin föst venja á frumsýningum Þjóleikhússins í haust. Nú gildir ekki forkaupsréttur fastra frumsýningargesta á sýn- ingu sem þessa svo ekki verður þeim kennt um. En almenningur virðist af einhverjum ástæðum hafa vanizt af að sækjast eftir frumsýningum leikhússins, ef til vill aldrei vanizt á að sækja þær: og er glögglega orðið tímabært fyrir Þjóðleikhúsið að breyta frumsýningarháttum sínum. Það er kannski engin ástæða til að ræða þetta mál sérstaklega í sambandi við hina nýju barna- sýningu leikhússins. En um hitt efast ég ekki að aðsókn á eftir að.verða miklu meiri að Síglöðum söngvurum en frumsýningin gaf til kynna, enda munu barnaleik- ir vera langsamlega öruggasta markaðsvara leikhúsanna. Og enginn er svikinn í hinum nýja leik Egners — þó það sé annað mál hvort Síglaðir söngvarar megna að fullnægja eftirvænt- ingu allra ungra leikhúsgesta. Sá ungi maður sem með mér fór í leikhúsið er mikils til of ungur að aldri til að hafa séð Kardimommubæinn — þó hann þekki vel vísurnar þaðan úr út- varpinu. Og þeir Karius og Bak- tus eru miklir menn á okkar bæ. En því er ekki að leyna að hann varð fyrir ólukkans von- brigðum með leikhúsferðina sína á sunnudaginn. Ástæðan til þess að svona fór held ég raunar að sé ofur-einföld: söguþráðurinn í Síglöðum söngvurum er sem sé harla óljós og ósamfelldur og ekki til þess fallinn að halda athyglinni vakandi til lengdar, en minnsta kosti fyrir yngri börn er nauðsynlegt að jafnan fari einhverju nýstárlegu og kostu- legu fram á sviðinu sem haldi þeim við efnið; og atburðarás- in þarf að vera hæfilega ein- föld til að þau geti fylgzt með henni. Síglaðir söngvarar er fyrst og fremst söngleikur, fjarska lipur og létt yfir honum, tónlistin áheyrileg og smitandi eins og vant er í leikjum Egn- ers, en atburðarásin sem heldur söngvunum saman er í allra ó- verulegasta lagi, og engar per- sónur leiksins sérstaklega hug- tækar eða eftirtektarverðar. — Hann er þar fyrir allur mótaður af góðlátlegri og mjög geðfelldri gamansemi, en hennar njóta kannski uppkomnir, eða minnsta kosti stálpaðir leikhúsgestir bet- ur en yngri börnin. Klemens Jónsson setur Síglaða söngvara á svið eins og aðra barnaleiki Þjóðleikhússins, og á- höfn leiksins er svipuð og endra- nær á barnaleikjum: Bessi Bjarnason, Jón Júlíusson, Mar- grét Guðmundsdóttir, Árni Tryggvason og FIosi Ólafsson leika söngvarana, en mikill fjöldi leikenda kemur fram í tólf myndum eða atriðum leiksins. Eins og endranær kveður lang- mest að Bessa Bjarnasyni í sínu hlutverki og vinnur hann strax trúnað og skilning barnanna sem líka gefur vísbending um það hvers konar persónumótun- ar er þörf í leikjum sem þess- um. Það má ekkj vanþakka það verk sem Bessi. vinnur í slíkunl LEIKHÚS leikjum, enda uppsker hann ó- rofa hylli sinna ungu áhorfenda. Þar fyrir má hann gá ,að sér, og Þjóðleikhúsið að sínum snjalla leikara, að festa hann ekki til langframa í barnaleikj- um og einföldustu skophlut- verkum sem ekki veita gáfum hans færi að njóta sín til hlít- ar — ef til vill ekki einu sinni að ná þeim þroska sem þeim ber. Um aðra leikendur er varla á- Greinargerð frá samtökum kaup- sýslumanna Vegna efnahagsaðgerða stjórnvalda og umræffna og blaðaskrifa um þær að undan förnu, vilja undirrituð félags- samtök kaupsýslumanna vekja athygl! landsmanna á eftir- töldum atriðum. 1. Með tæplega árs millibiH hafa átt sér stað tvær gengis lækkan r, auk þess sem inn- flutningsgjald var sett á til bráðabirgða frá 3. sept til 12. nóv. s. 1. Vjð þessar ráðstafanir hefur fyrirtækjunum verið gert að skyldu að S'elja birgðir af er- lendum vörum, sem þau hafa greitt, langt undir endurkaups verði og bíða þannig verulegt fjármagnstjón. Þetta jafng ld ir eignaupptöku, sem nemur alls um helmingi andvirðis þe rra vörubirgða, er greiddar höfðu verið og fluttar inn fyr- ir 12. nóv. s. 1. Fyrir ákveðiff fjármagn geta fyrirtækin m. ö. o. aðe ns keypt til endur- nýjunar um helming slíkra birgða, miðað við aðstæður fyrir tæpu ári. 2. Jafnhliða umræddrj fjár- magnsskerðingu hafa verðlags yfirvöld í hvert sinn lækkað prósentuálagningu verzlunar- innar. Tiltölulega mest var lækkunin í desember 1967, en þá var gr pið til þess ráðs að setja fjölmargar vörur undir sömu verðlagsákvæði og giltu árið 1958, þegar aðstæður voru gjörólíkar, tollar háir og vöru skortur á mörgum sv'ðum, Engin hliðsjón var höfð af nauðsynlegum kostnaði við innkaup og dre fingu vörunn- ar. Það eru þessi óraunhæfu á- kvæðj, um álagningarprósent- ur sem nú hafa verið nær und antekn ngarlaust lækkuð um allt að fjórðungi. Forsendan er og hefur verið talin sú, að vörusala verzlunarinnar í krónum hækki í hlutfalli við gengisbreytinguna, en sölu- magnið haldist óbreytt. Þesst forsenda stenzt ekki, enda er að því stefnt með gengislækk unum, að innflutningur drag ist saman, og minnka þá sölu- tekjur verzlunarinnar að sama skapi. Skýrslur opinberra stæða til að ræða sérstaklega, en menn gera almennt skyldu sína eftir föngum; og þó fjölmenn- ustu atriðin séu ef til vill ekki jafn örugg i vöfum og vera bæri hefur þó sýningin í heild mjög létt og frjálsmannlegt yfirbragð, og víða er hún mjög kímileg, ekki sízt fjölmennustu atriðin, Einna mest þótti mér gaman að áttunda atriði, dýravísunum frá Afríku, og koma þeirra félaga til Brösubæjar, þar sem ,allir eru í fýlu, var líka býsna kátleg. Leik- mynd og búningateikningar eru eftir Egner sjálfan, sem er sann- kallaður þúsundþjalasmiður, lit- skrúðugt og fallegt verk sem stuðlar mjög að glaðlegu svip- móti leiksins og sýningarinnar. En ekki trúi ég öðru en texti hans á norsku sé einfaldari og rati einhverja beinni leið til á- horfenda en íslenzku þýðingai> innar sem oft er harla erfitt að fylgjast með úr salnum, fyrir fullorðna áhorfendur, hvað þá ■börnin. Þetta er svo sem ekki sagt til að áfellast Kristján frá Djúpalæk og Huldu Valtýsdótt- ur, þýðing þeirra virðist smekk- lega orðuð; áreiðanlega þarf al- veg sérstaka hæfileika til að semja sviðstexta handa börnum svo hann nýtist til hlítar, og sú list er enn ekki hafin hér á landi. \' Leiknum var ágætlega tekið á frumsýningu. Áreiðanlega er hann vel við hæfi eldri barna, einkum þeirra sem hafa gaman af söng og tónlist og dansi; en þau sem meira eru fyrir sögur fá að visu ekki mikið í áðra hönd.. — Ó.J. stofnana urri verzlunarveltu staðfesta þessa n ðurstöðu. 3. Álagningu verzlunarfyrir- tækja er að sjálfsögðu ætlað að standa undir rekstrarkostn aði þeirra. V ð gengislækkanir hækkar rekstrarkostnaðurinn. Hér er um að ræða vaxtakostn að og aðstöðugjald við hærri fjárhæð, kostnað vegna rýrn- unar, umbúða, póst- og síma gjalda svo og kostnað vegna áhalda, tækja og annarra þarfa, sem keyptar eru erlsnd is frá. Auk þessa hafa algeng- ustu laun verzlunarfólks, eins og hljðstæðra stétta, hækkað um allt að 11,35% á yfjrstand andi ári. 4. Fjármagnsskortur nn mun þrengja möguleika verzlunar innar enn frekar, verði ekk- ert að gert í því efni. Vegna skorts á fjármagn' hjá inn- lendum bönkum hafa mörg innflutningsfyrirtæki orð ð að taka erlend vörukaupalán til kaupa á matvörum, byggingar- efnum og rekstrarvörum. MJkil áhætta hefur fylgt þessum lán um vegna tíðra gengisfell nga, og hafa margir innflytjendur orðjð fyr r miklu tjóni af þeim sökum. i 5. Athuganir sem gerðar hafa verið á vegum undirritaðra samtaka Sambands ísl. sam- vinnufélaga, svo og reikningar fyrirtækjanna sjálfra. sýna ört versnandi afkomu verzlun Framhald á bls. 10.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.