Alþýðublaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 12
REYKJALUNDUR, sími um Brúarland. Skrifstofa í Reykjavík: Brægraborgarsfíg 9, síml 22150 12 JOLABLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS 1963 /M\ Veljuan Vrvislenzkt til jélagjaSa SMÁSAGA Framhald af 5. síðu. að samþykkja víxla með hægri hendinni. Leirmundur fær þá til að senda sér vélina heim sam- dægurs og frú Linda B. Leós er í sjöunda himni og nálgast þann áttunda. Um leið og flutningamenn- irnir ganga út úr dyrunum, eftir að hafa afþakkað kaffi og rjómakökur, sem vafalaust hefði verið rausnarlega fram borið eins og í öllum blaðaviðtölun- um, afhendir fyrirliði þeirra frúnni geysimikla skjalamöppu úr galloni, með nafni innflytj- anda þrykkt í gull utan á. — Segir hann þetta vera með kærri kveðju frá innflytjanda og í þessu sé leiðarvísir um það hvernig nota eigi vélina. Ennfremur segir fyrirliðinn að hún skuli passa sig á því að snerta ekki vélina fyrr en hún hafi lært það sem í skjalamöpp- unni-sé alveg utan að, fyrirtæk- ið takí ekki ábyrgð á bilun véla sem eigendur ekki kunni á og vertusæl. Litla hjartað bennar Lindu B. Leós, fulltrúafrú í blokk, slær öriítið hraðar er hún opn- ar skjalamöppuna. Upp úr hennj dregur hún mikinn doð- rant, ekki í ósvipuðu broti og Guðbrandsbiblía og utan á hon- um stendur: Gebrauchanweis ung fiir die DQÖ Superauto- matische Waschmachine. Frúín svitnar á milli brjóst- anna og man ekki eftir slíkum svita síðan á baðströndinni á Mæjorka í fyrrasumar. Er hún flettir öoðrantinum kemur í ijós óendanlegur texti, að því* virðist, óteljandi myndir og er textinn víða undirstrikaður með rauðu, svo margt virðist þurfa að varast. Sums staðar er hauskúpa og þrír krossar og annars^ staðar slökkvilið að starfi eða sjúkrabílar á ferð. Frúin sér að þvottavél þessi muni okki ejnföld vera, hvorki í samsetningu né í meðhöndl- un: vííisvél fyrir þá er ekki kunna að stjórna. Botnar frú- in hvoríci upp né niður í þess. um mekkanjsma og þessum framandi leiðbeiningartexta. I’cgar herra Leirmundur K. Leós, fulltrúi, kemur heim til sín klukkan hálfsex, finnur hann konu sína grátandj inni í svefnherbergi, en bjóst hins vegar við því að sjá hana bros- and; inni í baðherbergí, bless- ! andi þvottavélina í bak og fyrjr, skiljandi ekki í því hvern- ig hún fór að því að lifa áður en þetta undratæki kom á heimilið. Eftir að frúin hefur stunið og blásið af ekka í 15 mínút- ur fær eiginmagurinn að vita að þetta sé alveg agalegt og hún fáj engan botn í þetta með vélina. Þetta þarf hámenntað fólk til að komast til botns í lejðarvísinum segir- hún og snökktir. Það er nú ekkert að marka með hana Víndfríðí G., segir Linda B. á milli ekkasoganna. Hún er með verzlunarskólapróf en ég hef ekkert nema gaggó. Ný gráturshrina hellist yfir og aumingja Leirmundur K. krossar sig og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Eftir að hafa hugsað sig um í nokkrar mínútur sprettur hann á fætur og segir: Nú, við bara setjum helvítið í samband og ýtum hér og þar á takk- ana. Maskínan hlýtur ag segja til sín undir eins. Nei, nei, kveinar frúin, grát. bólgin og ekki sjón að sjá hana í andlitið. Nei, nei, það eru myndir í stóru bókinni sem sýna sjúkrabíl og brunalið. Ef þú gerir vitlaust geturðu dáið og við sem skuldum svo mikið. Herra Leirmundur fær nú að sjá doðrantinn. Hann setur upp hornspangargieraugu og fer að fletta. Hann er ekki stúdent og því skilur hann ekkert. Það ætti raunar að banna fólki að lifa, ef það er ekki stúdent. Ég læt bara hann Varg J. Vaðals, tannlækni, hérna fyrir 'handan þýða þetta fyrjr mig, segir hann loks. Ertu band sjóðandi bulluvit- laus, segir þá frú Linda B. Leós og krossar sig með ekka. Ertu stjúpid maður að láta þetta fólk fyrir handan vjta að við skiijum ekki útlenzku. Þú sem ert fulltrúi hjá bænum. Það þarf nú ekkert út- lenzkupróf í hreinsunardeiid- inni segjr þá Leirmundur, sezt niður og htigsar sitt ráð. Honum dettur ráð i hug og segir: Hann Búi P. Brögðólfs, frændi minn, hann þýðir þetta fyrir okkur, elskan. Frúin veinar, grípur fyrir andlitið. Að því loknu segir hún : Óekkí konan hans Búa er í saumaklúbb með henni Höllu Þ. Þvengils og í sama húsi og hún býr mágkona henn- ar Svölu M. Aðals og rún hitt- ir bróður hans Vargs hérna fyr- ir handan á hverri frumsýn- ingu. Þetta er ekki lengi að spyrjast. Leirmundur K. Leós, fulltrúi, fær í magann. Það er þessi herpingur, samfara sýrubragði í munni og pínulítilli ógleði, sem oft gerir vart við sig hjá stressuðum mönnum. Fulltrú- inn stingur upp í sig pillu og tyggur. Þau hjónin ganga nú fram á baðið og virða fyrir sér undra tækið sem hún frú Vindfríður G. Vaðals fyrir handan getur ekkj lifað án. Þau setiast á baðkersröndina og haldast í hendur: Tvö ráðvillt börn á villigötum. Leirmundur skimar yfir Stjórnborð maskínunnar og það liggur við að honum falli allur ketili í eld. Þarna eru takkar og tippi, mælar og vísar, ljós ýmiss konar og loks einhver skífa, ekki ólík landabréfi. Hva, þetta er nú bara rétt eins og í flugvél, segir Leir. mundur og minnist mynda- greinar í Vikublaðinu um flug stjóra hcima og að heiman. Assgoti er þetta magnað. Síð. an tekur hann þá ákvörðun að ' ýta á einn takkann. Hann vel- ur rauðan og þrýstinn takka og ógurlegur hávaði glymur. í hlustum hjónanna. Er frúin við þetta nærri hrokkjn oní baðkerið, aftur fyrir sig. Leir- mundur flýtir sér nú að ýta aftur á takkann, en þá taka mörg Ijós í öllum regnbogans litum að blikka á stjórnborð- inu og eitthvað tifar, líkt og klukka. Þá ýtir Leirmundur á annan takka, en í betta skipt- ið gellur við hljóð í líkingu við sírenu í sjúkrabíl og skömmu seinna annað hljóð, ekki ósvipað því er kemur þeg- ar tveir málmar skella saman og grópast hvor í annan. Svo beyríst örlítið urg, svart reyk. ský iæðist afturundan véiinni og síðan er þögn. Leirmundur K. Leós hefur snögg handtök og kippir vélinni úr sambandi. Frúin onnar baðherbergisglugg ann, gúmmíbrennslulyktin er óþolandí. Nokkrum dögum seinna, þeg- ar óhreina . tauið er farið að hrannast upp hiá henni Lindu B., fer hún að hugsa ráð sitt. Um nóttma iæðist liún niður í kjallarann með tauið sitt í handarkrikunum og þvær í gömlu handsnúnu tíkinni, — varla fullnæeiandi kröfum nú- tímans og fimm manna fjöl- skyldu. Undir morgun kemur hún upp afíur með tauið og setur á miðstöðvarofnana til þerris. Á kvöldin, þegar einhver.iir rekast inn til fulltrúahiónanna, leiðir frúin bá’ strax inn í bað- herbergið og sýnir þeim mask- ínuna sína og kveðst ekki geta iifað án hennar. Hún veltir, bleytir, svður, bvær, eltir, mýk- ir, vindur, þurrkar, strauar, brýtur saman, pressar og stafl- ar í skápana: Gjörsamlega ó- missandi á nútíma lieimili. Og hann Leirmundur brosir, — þreyttur gegnum tárin, hálf uggandi yfir samvizku konu sinnar og hugsar til þvottar- ins, sem liggur til þerris á miðstöðvarofnunum, bak við gluggatjöldin. Þau eru samhent hjónin og fylgin' sér og enginn gæti séð á þeim neitt óhreint, enda þvær hún frú Linda B. allan þvott í næturvinnu í kjallaranum. Og þegar hún frú Linda B. Leós hittis hana frú Vindfríði G. Vaðais í stigaganginum fara þær undir eins að tala um kosti DQÖ, sem enga galla hef- ur. Hins vegar undrast allir þreytusvipinn á henni frú Lindu. Hann vex alltaf og hún er sífellt syfjuð og illa til höfð. En hún er sennilega bara eitt- hvað lasin blessuð konan og því vel að sjálfvirku vélinni sinni komin. Hún skyldi þá ekki vera ófrísk, eina ferðina enn ? — — —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.