Alþýðublaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 8
8 JOLABLAÐ ALÞYÐUBLAÐSINS 1968 mmmmMmmmmmmmfmmmwtmvmHWWwvmwwwwwwwwwwMWiWiWWMWMWWiwwttwwwMHMWWWWWWVMWwwww fe_ Gestur Gubfinnsson ræbir v/ð Brynjólf Oddsson u Árið 1918 var tíðindaríkt ár í sögu íslands, eins og við höfum raxmar verið minnt á oftar en einu sinni upp á síðkastið; lýst var yfir fullveldi íslenzku þjóðarinnar, hatrömm drepsótt geis aði um mikinn hluta landsins — og Katla gamla spjó eldi og eimyrju yfir Skaftfellinga og nágranna þeirra. Já, það var sitt hvað að gerast árið 1918! Nú eru liðin fimmtíu ár — hálf öld — frá þessum atburðum öllum og þess minnumst við með því að birta hér stutt viðtal sem Gestur Guðfinnsson, blaðamaður, átti fyrir skömmu við Brynjólf Oddsson, fyrrum bónda að Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, um Kötlugosið 1918, en hann var einmitt einn af sjónarvottum þess. Viðtalið birtist upplhaflega í FARFUGLINUM, tímariti Bandalags íslenzkra farfugla. Undur yfir dundu upp úr Kötlugjá, himín og græna grundu grátlegt var að sjá sautján hundruð fimmtíu og fimm voða meður vikur þrjár varaði plágan grimm. flæmdust frá jarðnæði sínu. í t'lelni af hálfrar aldar af- mæli gossins, fór ritstjórn Far- fuglsjns þess á leit við Brynj- ólf Oddsson á Þykkvabæjar- klaustri í Álftaveri, að mega spjalla við hann um Kötlu, sem hann góðfúslega leyfði, en flæddu út yfir alla bakka. Það móaði ekki fyrir fjöllum. Hinn óendanlegi sandur, leikvöllur Kötluhlaupa, var regni drifinn, svartur og Ijótur. Hvergi sást stingandi strá, jafnvel geldinga hnappurinn, lífseigasta og harð- gerðasta jurt öræfanna, virtist Útsýn af Hjörleifshöfða tíl Kötlu. — Ljósm. Páll Jónsson. Þetta erindi er úr kvæði, sem kveð'ð var um gos í Kötlu 1755, en gæti sjálfsagt engu síður átt við síðasta Kötlugos haustið 1918. Það stóð líka um þrjár vikur eða frá 12. októ- ber til 4. nóvember og því fylgdu óumdeilanlega undur og voði, jökulhlaup og öskufall, tugir hrossa og hundruð sauð- fjár týndust, einkum í Með- allandi og Álftaveri, haglendi spilltist og eyddist og ýmsir hann var einmitt einn þeirra, sem naumlega sluppu undan Kötluhlaupinu 1918. Það var stólparok og rigning, þegar við ókum austur yfir Mýrdalssand 8. september sl. á leig að Þykkvabæjarklaustri, allar flóðgáttir himinsins stóðu opnar og vatnsgusurnar skullu. í sífellu á bílrúðunum, vindur- inn skók jeppann á veginum. Árnar á sandinum ultu fram kolmórauðar í ótal kvíslum og eiga ónumið land á þessari víð- áttumiklu sandeyðimörk. Við rifjuðum upp nokkur atriði úr sögu Kötlu á' leið- inni yfir sandinn. Katla er svo sem flestír vita í Mýrdalsjökli suðaustanverð- um í um 1000 m. hæð, grafin undir 400 m. þykkum jökulís. Hún hefur að líkindum gosið oftar en nokkur önnur íslenzk eldstöð síðan land byggðist, — jarðfræðingar telja gos Kötlu á sögulegum tíma orðin allt að tuttugu talsins. Hún hefur því gosið að meðaltali nálægt því tvisvar sinnum á öld, en mis- jafnlega langt hlé hefur verið milli gosa. Líklega er fyrstu heimild um eldgos í Mýrdalsjökli að finna í Landnámu. Þar stendur þessi skemmtilega klausa og á senni- lega við Kötlu: „Hrafn nafnar- lykill var víkingr mikill. Hann fór til íslands ok nam land milli Hólmsár ok Eyjarár ok bjó i Dynskógum. Hann vissi fyrir eldsuppkvámu ok færði bú sitt í Lágey. Hans sonr var Áslákr aurgoði, er Lágeyingar eru frá komnir.” Mikil jökulhlaup ásamt gífur- legum jakaburði fylgja ávallt gosum í Kötlu og er mestur hluti Mýrdalssands undjr vatni í Kötluhlaupum. Reiknað hefur verið út. að í síðasta Kötlugosi hafi vatnsmagnið komizt upp í 100 000—200 000 rúmmetra á sek. Kötlugosum fylgir einnig mikið öskufall, en um hraun- rennsli er hins vegar ekki að ræða. Okkur var tekið með kostum og kynjum á Þykkvabæjar- klaustri. Brynjólfur er fæddur þar og uppalinn, einn níu syst- kina, hefur búið þar allan sinn búskap og dvelur nú í ellinni hjá syni sínum. Hilmari Jóni og konu hans, Brynju Bjarnadótt- ur, sem tekið hafa við jörð- ínni. Þót.t Brynjólfur sé orðinn all roskinn maður, kíominn um sjötugt, ber liann aldurjnn vel. Hárið er að vísu hvítt, sem að líkum lætur, en svipurinn er skýr og festulegur, augnaráð- ið rólegt og íhugult. Hann er mikill að vallarsýn, höfði hærri en allur lýður, herðabreiður, gildur um úlnliði og hendurn- ar sterklegar, enda af kunnug- um talinn afrenndur að afli. þegar liann var upp á sitt lúð bezta, yfirlætislaus og flaslaus í framkomu og hreyfingum, eins og títt er um mikla at- gervismenn. Við fyrstu sýn minnir hann mig á sjóhetjurn- ar görnlu, sem ég kynntist vestur í Breíðafjarðareyjum á uppvaxtarárum mínum. Það kemur reyndar á daginn, að sjómennskan er honum heldur ekki alveg lokuð bók, hann hef- ur róið margar vertíðir fyrr á árum og úr fleiri en einni veiði stöð: í Mýrdalnum, á Miðnesi, í Höfnum og Vestmannaeyjum, stundaðí bæði sjó og land eins og flestir íslendingar allt fram á fyrstu tugi þessarar aldar. Við víkjum fljótlega talinu að Kötlu og hinum eftirminni- lega degi, laugardeginum 12. október 1918. — Þið voruð í smalamennsku, þegar gosið hófst? — Já, við vorum í smala- mennsku, vorum búnir að smala afréttinn og erum á heimleið, dreifðir hérna viðs vegar langleiðina á' svæðinu undan jökli austur að Kúða- fljóti. Þá var almenningsrétt- in hérna ofan við Skálmina, til hægri handar, þegar farið er upp veginn í Skaftártung- una, því þá er búið í gkálma- bæjarhraunum. — Hvernig urðuð þið varir við gosið? — Ja, það var nú þannig, að við vorum farnir að nálg- ast hver annan, sem komum með féð úr afréttinum, og það eru alltaf efst í huga manna dægurmáhn. Það var mjkið slátrað þá í Vík og einmitt meira en vanalega fyrir gras- leysið eftir frostaveturinn mjkla, en vegna þess hvað miklu var slátrað, þá er þrotið tunnur og salt. En ekki var nema um sjóleiðina að ræða til' allra aðdrátta til Víkur og eins að flytja afurðirnar þaðan til Revkjavíkur. Og það verður að stoppa nokkra daga og hitt- ist eimnitt svo á, að stoppið verður um ’þetta leytj og fyrir það eru ekki fleiri eða færrl á Sandinum út og austur; ann- ars voru alltaf ekki færri en tveir rekstrar á Sandinum og svo aftur þeir, sem komu frá rekstrinum á austurleið með afurðirnar, því að þá var flut.t slátrið alla leið austur að Skeiðarársandi og jafnvel aust- ur í Öræfj. En þegar við hittumst þarna sunnan við Laufskálavörðu, þá förum við ag ræða um það, að það sé nú örugglega leiði til Víkur (það var kallað leiði, þegar dauður sjór var), því að það liöfðu allir áhuga á, að fært yrði fyrir skipið með tunnurnar og saltið ttl Víkur, svo að halda mætti áfram slátrunínni. En þá verður einhverjum að orði. að það sé furðu mikið hljóð, þ. e. sjávarhljóð, og segir svo, að það sé nú æði vestarlega. En það var þá bara ekki annað en að þá var kom- inn þyturinn í gosið. Hann var við vestur og það lagði eins og vatnsþoku yfjr jökulinn og mvwuwvvwwwwwwwwwuwivWiuvwwwwwwwwwwMWWWwwwiwmmwuwmwwMiwiwwwwwwwwuwwv

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.