Alþýðublaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 2
2 JÖLABLAÐ ALÞYÐUBLAÐSINS 1968 Skyggnzt inn á jólaskemmtanir Reykvíkinga ! Naumast verður annað sagt en reykvísk jól a ofanverðri tuttugustu öld séu yfirleitt bæði íburðarmikil og innihaldsrík- Kaupmennirnir fylla búðargluggana fögrum og girnilegum varningi, börnin fá bösnin öll af dýrum jólagjöfum — og þeir fullorðnu háma í sig hátíðamat og fara gjarnan eitthvað út að skemmta sér á annan jóladag eða að minnsta kosti á gamlárskvöld eða nýársdag! Bíóin sýna svonefndar „jólamyndir" ♦ i og leikhúsin svonefnd „jólaleikrit"! Já, það er mikið um dýrðir. Eitthvað t við allra hæfi, eins og þar stendur. Eða er það ekki? Svo virðjst hin síðari ár sem jólahaldið og jólaskemmtanirn- ar hafi færzt meira út af heim- ílunum en áður var — heimilið virðist ekki lengur sá miðdepill jólanna sem löngum. Til marks um það eru „jólamyndirnar" og „jólaleikritin“, sem um er getið í upphafi, að ógleymdum öllum þeim óteljandi „jólaböllum" fyrir böm og fullorðna, sem nú eru haldin úti um hvippinn og iivappinn strax á öðrum degi jóla. Galvöskustu íþróttíimenn- irnir og útilegumennirnir eiga það jafnvel til að þjóta upp um fjöll og firnindi svo að segja strax eftir að þeir hafa sporð- rennt síðustu bitum „heilagrar kvöldmáltíðar". En ef til vill er ekki nema gott eitt um þetta að segja. Jólin eru öðm fremur gleði- hátíð og menn gleðjast með ýmsum hætti, hver á sinn máta. Og baðstofumenningin er löngu fyrjr bí! Fyrir þvi verður hvorki augum né eyrum lokað. Það þykir ekki lengur athugavert að horfa á „skothríð" á jólunum — hvort sem er nú í sjónvarpi eða bíó — eða horfa upp á and- legar eða líkamlegar hörmungar á íeiksviðinu í Þjóðleikhúsinu eða Iðnó! Þetta er lífið, segja menn og auðvitað er nokkuð til í því. Og það þykir ekki lengur fínt eða æskilegt að lifa í gullinni blekkingu, jafnvel þó að það séu jól! Annars var það nú ekki ætl- unin að gerast heimspekilegur eða leiðinlegur úr hófi. Meining in var nefnilega sú að hverfa um stund frá „jólamyndum," „jólaleikritum" og yfirleitt „jólaskemmtunum“ íslenzkra höfuðborgarbúa á því herrans ári 1968 til „jólamynda“, „jóla- leikrita" og annarra ,jóla- skemmtana" Reykvíkinga og forfeðra þeirra á því herrans ári 1938. „Hvað var þá í bíó?“ munu ýmsir spyrja. „Og hvað var þá í leikhúsunum?" spyrja aðrir. Og enn öðrum leikur ef- laust forvitni á að vita, hvað menn gerðu þá við tímann yfir- leitt. Þessum spurningum og öðrum áþekkum ætlum við nú að reyna að svara í sem allra stytztu máli. loitiiiiiiiiliiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiliiiitiiiitiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu | Fallegar blómaskreytingar til jólagjafa í BLÓMASKÁLAMUM SKREYTIN GAREFNI KROSSAR KRANSAll JÓLATRÉ JÓLAGRENI BARNALEIKFÖNG O. M. FL. fæst allt á sama sfa'ð, opið til kl 22 alla daga Lítið inn. ÞAÐ KOSTAR EKKERT, gerið svo vel BLÓMASKÁLINN og LAUGAVEGUR 63. Ár: 1938. Dagur: 24. desem- ber. Aðfangadag ber að þessu sinni upp á laugardag. Dagblöð- in í Reykjvík eru full af frá- sögnum af innlendum jólavið- burðum auk nokkurra annars konar frétta, innlendra og er- lendra. „Fjfljfbreyttar leiksýn- ingar um jólin“. „Tvö leikrit og einn söngleikur“. „Skíðaferð ir um jólin“. „Kvikmyndahúsin um jólin“. Þannig hljóða fyrir- sjagnirn/ir. Og á innsíðunum eru heilar runur af jólakveðj- 'bíó og Nýja bíó, þegar hér var 'komið sögu, og því ekki af mörgu að taka. Gamla bíó sýndi: „100 MENN OG EIN STÚLKA. Heimsfræg og gull- fögur amerísk kvikmynd. Aðal- hlutverkin leika undrabarnið DEANNA DURBIN og LEO- POLD STOKOWSKI ásamt hinni heimsfrægu PHILADELP- HIASYMFÓNÍUHLJÓMSVEIT, er í myndinni leikur fegurstu verk WAGNERS. TSCHAIKOW- SKY, VERDI, MOZART og Gunnþórunn Halldórsdóttir sem Þorgrúna galdrakind og Brynjólf- ur Jóhannesson sem Þórir víðileggur í Fróðá . . . um frá hinum og þessum félög- um og fyrirtækjum; sem lifa enn þann dag í dag, önnur ekki! í Alþýðublaðinu á aðfangadag segir m.a.: „L'eiksýningamar um jólin verða að þessu sinni óv.enjulega fjölbreyttar. Leikin verða tvö leikrit: „Fróðá“ eftir JóKann Frímann í leikhúsinu og „Fyrirvinnan“ í útvarpinu, en auk þess hjnn vinsæli söng- leikur ,,Meyjaskemman“.“ Með aðalhlutverkin í „Fróðá“ fóru Gunnþórunn Halldórsdótíir og Brynjólfur Jóliannesson; helztu hlutverk „Fyrirvinnunnar“ voru 'í höndum Arrídísar Björnsdótt- ur, Soffíu Guðlaugsdóttur og Ragnars Kvarans, sem jafn- framt var leikstjóri, og í „Meyjaskemmunni" mæddi mest á Haraldi Björnss., Pétri Jónssyní og Sigrúnu Magnúsd. Allt var þetta einvalalið og því ekki að undra, þó að bæjarbúar fjölmenntu í hin fátæklegu leik hús sín og sætu bísperrtir fyrir framan útvarpstækin á jólun- um 1938! LISZT“. Því er bætt við í frá- sögn blaða, að myndin „virðist vera mjög vel valin" og ekki sýnist ástæða til að rengja það. Nú, Nýja bíó lætur ekki sinn hlut eftir liggja og sýnir: „BARÓNSFRÚIN OG BRYT- INN. Bráðfyndin og skemmti- leg amerísk kvikmynd frá Fox. Aðalhlutverkin leika hin fagra ANNABELLA og kvennagullið WILLIAM f>OWELL.“ í umsögn blaða er hún sögð fjalla um „ást, ættardramb og pólitík", Engir smámunir það! Og snúum okkur Iþá að íþrótt- unum: Skíðafélag Reykjavíkur fór í skíðaferð upp á Hellis. heiði á annan jóladag, en Ár- menningar voru enn skarpari og fóru í Jósefsdal bæði á jóla- dag og annan! Þá fóru ÍR-ingar upp að Kolviðarhóli á jóladag — og KR-ingar að Skálafelli á annan. Ja, minna má nú gagrí gera! Ég segi ekki annað en það. Já, þetta vofu bæði góð og gleðileg jól í litlu Reykjavík. Alls staðar var eitthvað um að vera, hvert sem augum var litið. Þetta var á árunum á milli lh(^,u ^iyrjaidanna tveggja og allir vonuðu í lengstu lög, að til hinnar síðari kæmi aldreL Allir vonuðu, að aldrei kæmí til þess að erlendur her gisti ísland; allir vonuðu að þeir myndu eiga mörg friðarjól í vændum, mörg friðsöm jól gædd kyrrlátum þokka hinnar fámennu „'höfuðborgar" norður við heimsskaut. Því glöddusfc menn með glöðum, horfðu á Gunnþórunni Halldórsdóttur og Brynjólf Jóliannesson, Díönnu Durbin og Leopold Stokowski! Fregnir herma, að það hafi orðið 'hvít jól og köld á Norð- urlöndum árið 1938. Og það var friðsamt hjá lögreglunni í Reykjavík um hátíðirnar. Skylt er að geta þess að togararnir öfluðu vel og ekki kom til neinnar stöðvunar togaraflotans um áramótin. Verzlunin Goða- land á Bjargarstíg 16 auglýsti kjöt af fullorðnu á 45 og 55 aura 1/2 kíló. Um þessar mund ir stóðu harðar deilur innan Góðtemplarareglunnar um hús- byggingarmál. Og það var ein- mitt þá, sem spurt var: Hvers vegna eigum við að drekka mjólk? G. A. I Hvað var svo í bíó? Jú, bví er fljótsvarað. Bíóin í Reykja- i voru ekki nerna tvö, Gamla . , . og Arndís Björnsdóttir og Ragnar Kvaran í Fyrirvinnunni,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.