Alþýðublaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 3
IÖLABLAÐ ALÞÝÐUBLAOSINS 1968 3 JOL Nú byrja blessuð jólin með bjartra Ijósa fjöld og heilög sólna sólin nú signir allt í kvöld. Þú hátíð hátíðanna, sem heimi boðar frið, svo augu aumra manna sjá opin himins hlið. Ég kem í kirkju þína, þú kóngur dýrðar hár, þér gjöf að gefa mína: af gleði runnin tár. Ó ég, hinn smáði smái, á smátt að færa þér en þú hinn helgi hái, gafst himnaríki mér. Ég baðast birtu þinni, þú bjarta himinrós, sem Ieiðst, svo loks ég finni mitt líf við dauðans ós. Þú lýsir Ijósum geima og lífgar sérhvert strá: Þú einn átt alla heima og allra sálna þrá. Ólína Andrésdóttir 111111111 ■ 111 ■ ■ ■ ■ i ■ 11111111 ■ 111 ■ 1111111111111 ■ 111 ■ 111111111111111 ■ i ■ 11111 VÍSUR UM VINDINN Á jólanótt ef blæs veður, andlát valdsmanna þá skeður. Aðra nótt ef verður vindur, vill gróður lítt gleðja kindur. Þriðju nótt ef veður þylja, þá kóngar við heiminn skilja. Fjórðu nótt ef fram gýs andi ferlegt hungur varð í landi. Fimmtu nótt ef fram hljóp þytur, fram sté margur í menntum vitur. Sjöttu nótt ef sendist bylur, sælu gæða jörð ei hylur. Sjöundu nótt með gust metur meðalár, — það var ei betur. Áttundu nótt ef gengur gola, gamalmenni andlát þola. Níundu þá nótt vill blása, nóg mun þá landfarsótt rása. Tíundu nótt teikna stormar, tjón á gripum ár það formar. Elleftu nótt ef varð glaður, undir niðri deyr fénaður. Tólftu nótt hver tér með kvíða takist stríð í löndum víða. Ókunnur höf. llllllll■lllll■lllll(l•ll■lll■■l■lr■lll■■llllllll■ll■■<l••■ll lllllll•lllllllllll■l■llllll■l■ll■ll■■■■■l|||■■ll■l■■•(lll|l■*■■■■l■■■<

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.