Alþýðublaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 14
14 JOLABLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS 1968 Katla Framhald af bls. 13. og þegar vatnið fór af, þá var foún helzt ekki manngeng, svo •að menn urðu fastir, og það voru dæmi til þess að fé festi sig og stundum æði margt, og ekki alltaf hægt að bjarga því upp ur, þó ag það fyndist Uf- andi, því það var ekki hægt fyrir menn að komast að því. — Fórst mikið af skepnum í hlaupinu? — Það fórst mikið, sérstak- lega hérna um Kúðafljótið og náttúrlega alls staðar, en þó minna heldur en maður gat hugsað sér. Ég get sagt ykkur til dæmis, að féð, sem við yf- Irgáfum, maður taldi náttúr- lega öruggt, að það mundi hver einasta skepna drepast. En svo ég lýsi því frekar fyrir ykkur, þá er þarna lækur við grasið, esm heitir Ljósavatnalækur, kemur úr Ljósavötnunum, það er bara vatnsrennsli, hann kemur þarna upp með þessum hrauntanga, en í rigningatíð á haustin, að þá er aftur aust- ur við Skálmabæjarhraunið, að þar myndast vatnsgljá, við köllum það vatnsgljá, ef það er svona sandur, en ekki beint rennslisvatn, en blautt, og það virtist vera þegar hlaupið kom bæði á þennan læk og vatns- gljána, að það ætti greiðari framrás og það fór örara á þessum svæðum. Og eiginlega fór það í kringum féð, sem við yfirgáfum, en það hljóp und- an, sem friskast var. Svo þegar maður kemur dálítið framar þar skapast hraunbrún hér um bil á milli grassins og aftur Skálm- arbæjarhraunanna. Og þegar féð kom fram á þessa hraun- brún, þá var hlaupið búið að ná saman fyrir neðan hraun. brúnina og þá fór líka að stranda þarna hrönn uppi á miðju skerinu og morguninn eftir þá sáum við þó nokkrar kindur standa uppi á þeirri hrönn. — Svona var þetta á ólíklegustu stöðum. T. d. hérna í Kúðafljóti. Þar er mik- il hrossabeit á svokölluðum Hólmum, sem ná hér upp á móts við melhóla og upp á móts við Skálmarbæjarhraun, og það sópaðist nú allt sam- an, allar skepnur, sem á þeim hólmum voru, ,að því undan- skildu, að ég held það hafi ver. ið einn hestur, sem komst upp að húsum á bæ inni á Söndum. En það fundust lifandf hross suður undir fjöru, sem er ekki minna heldur en svona átta og upp í tíu kílómetra leið, sem það hefur borizt í hlaupinu. Við sem vorum hér staddjr þóttumst skilja, að það hefði bjargað þeim, að þau náðu sér á yfirborðið og þá þrýstist jaka hrönnin að þeim og hélt þejm uppi, svo að þau gátu ekki sokkið. Annars fóru sum náttúrlega alveg út í sjó. Ég man sérstak- lega eftir einum hesti, sem átti beima á Söndum, mikill upp- áhaldshestur, hann fannst lif- andi suður undir sjó og var kominn út úr hrönninni, hafði verið svo utarlega í hrönninni, að hann hafði komizt niður í börðin. Ég man líka eftir, að það rak hest út í Landeyjum. Hérna voru t. d. hross, sem voru ofan við veginn, þegar komið er yfir Mýrdalssand bæði í Selhólmi og ejns uppi á Fitjum, þau komust suður í Leirur fyrir sunnan Hraunbæ, jafnvel liafá kannski einhver þeirra verið lifandi, þegar þau komu þangað, en þau fundust ekki fyrr en dauð. — Það hefur nú líkast til verið hugur í ykkur- að komast heim sem fyrst? — Já, við komum heim dag- inn eftir, vaðandi, óðum yfir Skálmina þarna, urðum náttúr- lega að skilja hestana eftir. — Var ekki mikið vatn í henni? — Jú, en menn voru svo vanir miklu vatni, þá voru ekki brýrnar hér á hverju strái. — Hvernig var að vera úti í öskufalUnu? — Það var eiginlega ómögu- legt. Og það varð almyrkt. — Maður sá ekki glugga inni al- veg um hádag. Og ég man sér- staklega eftir því einu sinni, að við vorum að reka féð hérna milli sveita, úr Álftaverf upp í Skaftártungu, þá var birta til fjallsins, en alveg kolsvart myrkur fyrir framan, og við flýttum okkur eins og við gát. um og höfðum komizt yfir Hólmsá áður en það skall yfir okkur en svo var alveg fram undir kvöld í Hrífunesi, að mað- ur sá ekki handa sinna skil. — Var þetta fíngert ryk? — Já, mjög fíngert. Annars var það lielzt fyrst, sem var vjkur nokkuð grófur, ljós, bara hnullungar, alveg bollastærð, en lítið af því eftir að gosið fór heldur að draga af sér. — Var nokkuð hægt að beita um haustið? — Nei, það var ekkert. Og það var eins og allar skepn- ur yrðu alveg brjálaðar, sem voru úti, þær runnu kannski langt. í burtu, þangað sem þær höfðu aldrei nokkurn tíma áður farið. — Varð þá ekki að fækka skepnum? — Jú, það hefði nú reyndar orðið að gera livort sem var. — Þá var yfirleitt lítið um fóðurbæti. Það var í fyrsta skipti, sem ég man eftir, að byrjað var lítilsháttar að gefa hér kraftfóður. Það var búið að kaupa dálítið af síld, saltaðri síld, til gjafar fyrir Kötlugos. ið, en hún var ekki komin nema til Víkur. Eg man eftir t. d. að það var einn bóndi, sem bjó þá í Hjörleifshöfða, hann var búinn að flytja austur yfir Múlakvísl einar tíu tunnur af síld og þær fóru víst allar. — Hvernig leit svo út um vorið? Um miðjan maí vorið eftir voru farin að sjást börð upp úr sandinum líkt og þegar er að byrja að leysa snjó, hþt var alveg kolsvart, en það var þurr viðrasamt um vorið 1919 og þá fauk þetta mikið og þá var náttúrlega ljótt lí£ að vera úti. Og t .d. sandar, sem voru ekk- ert grónir átta vikur af sumri, það greri upp úr þeim, svo að það varð Ijáberandl um sum- arið. Þetta voru ákaflega góð strá, sem af þessu fengust, allur gróður var líkastur því þegar borinn er á kröftugur áburður. Og það hélzt fyrstu árin á eftir Kötlugosið. Og sauðféð var ákaflega vænt á eftir, enda fátt. — En eyðilögðust mikil slægnalönd? — Já, það gerði Það, í Skaftártungunni sérstaklega. — Breyttist ströndin hérna mikið í gosinu? — Já, hún færðist ákaf- lega mikið fram hérna á sand- inum beggja megin við Hjör- leifshöfða, svoleiðis að kunn- ugir töldu, að það hefði orð. ið fjara á slóðum, sem jafn- vel togarar toguðu oft. En svo eýddLlt Inú uoklkuð ]*f þessu aftur og sjórinn gekk heldur inn í landið afur, — straumarnir vinna á þessu, færa það til. — Heldurðu að landaukinn í Vík í Mýrdal stafi frá þessu? — Frá gosum? Það tel ég vafalaust. Það hefur aukizt land þar alveg feykilega, t. d. eru sagnir um það að dreg- in hafi verið lúða undir Flúða- nefi, sem er skammt austan við Vík, alveg uppi hjá vegi. Og austan við Kerlingardalsá er hellir í berginu kallaður Skiphellir, sennilega er það ekkj af öðru en því, að hann hefur verið notaður til upp. sáturs. — Sáu nokkrir Kötlugosið fyrir eða spáðu einhverju um það? — Ékki skal ég nú segja um það, nema ég vissi, að það var kona, sem lengi var búin að búa hér í Álftaveri og flutti í Mýrdalinn 1916, hún sagði þegar hún fór yfir Sandinn, að það yrði nú ekki langt þangað til Katla kæmi. Þá var LATIÐ LETUR FJÖLRITA FYRIR YÐUR. Offset fjölritun er fullkomn- asta fjölrftun, sem völ er á. ,, GLEÐILEG JÓL! Hverfisgötu 32 — Sími 23857. iiiiiiiiiiiin ii ii iiiiiiiiiiiiiiiii iii i,i in,............................ I I I I I I M I rlh 1 n uU JÓLIN OG LJÓSIÐ Kertaljósin eru fögur, en þau geta einnig verið hœttuleg. — Foreldrar, leiðbeinið börnum yð- • 4 ar um meðferð á óbirgðu Ijósi. ... Um leið og vér beinum þessum vö „ /F tilmœlum til yðar, óskum vér yð- \\ f ur öllum GLEÐILEGRA JÓLA A mr ri(T> innnn UJL JS. jllIIU BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS LAUGAVEGI 103, SÍMI 24425

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.