Alþýðublaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.12.1968, Blaðsíða 9
I JOLABLAÐ ALÞYÐUBLAÐSINS 1968 9 " mwwwwwwmHWUMMwwwwwMiwwwwwwiWwwmwmmwwwtwww fm Kötlugosið 7978 austur allan fjallgarðinn. En það sem við skynjuðum og var eiginlega einkennilegast, það' var að hundarnir, þeir voru farnir að taka spretti og vilcíu stökkva undan okkur og snéru svo til baka aftur. Og það á- gerðist þessi niður, sem við heyrðum, og einhver segir, svona kannski í gamni og al- vöru: Ég held þetta sé nú bara í henni Kötlu. En það var ekki sinnt meira um þetta, við héldum áfram með okkar rekstur og vorum farnir að nálgast það mikið, að við sáum orðið fram undir réttina. Og við vorum að fara fyrir svokallaðan Hrauntanga, sem er nokkuð langt fyrir sunnan Iiaufskálavörðuna, ofan við grasið, há sjáum við að það fara emhverjir frá réttinni og fram yfir Skálm, og rétt í því sjáum við að menn koma á hörkuferð utan að og yfir Ljósavatnahálsinn og ríða þarna austur að rétt. Og þá eigum við ekki orðið langt efUr að ná grasinu, en eins og geng- ur eru orðnar latar kindur, þegar búið er að reka lengi, svo það voru flestir sem gengu og teymdu hesta sína á eftir fénu. Og það snýr við lamb, svo að Jón Gíslason hann verður að snúa sér við til þess að fara fyrir og um leið og hann snýr sér við þá segir Jón: ,,Það er þá hún Katla!“ Og þá skal ég nú ekki segja nákvæmlega, úrlega ekkert um að tala, það fóru allir á hesta og götuna og auðvitað, ekkert sinnt um féð og átti að reyna að kom- ast yfir Skálmina. Þá var ekki Brynjólfur Oddsson vegurinn. sem nú er þarna, en beygt austan við grashálsinn um Sauðhól, það er grashóll, sem. stendur alveg rétt við veginn, en þegar við kornum fram fyrir hólinn, þá sjáum við bað, að vatnið er komið austur úr Skáiminni og stefnir fyrir aust- an Skálmarbæ. Og þegar við lítum við, þá kemur önnur flóð- alda, sem er það hærri, að hún kemur austur af hálsinum. Það kom svona í bylgjum. Og hann var þarna leitarstjórinn Kötlugos. Myndina gerði Gunnar Hjaltason, en það hefur ekkj verið fram yfir hundrað metra, sem hún átti eftir að okkur, þegar hann snéri sér við. Þá var það flóð- bylgja, sem kom þarna við Hrauntangann, og það var nátt- með okkur og ég held, að við höfum verið einna fyrstir við Jón, það var svona nokkuð eft- ir því hvað menn höfðu fríska hesta, og köiluðum svona, hvort það væru hcldur hraunin eða Ljósavatnahálsinn. og hann svaraði því án hjks, að það væru hraunin. Þá var sandeyða og eiginlega vatnsfarvegur þar á milli, en það var ekkert sinnt um það, við hleyptum hestunum austur yfir grjótið og sandinn og svo var gras þar við hraunbrúnina og lækur meðfram, grasið var valllendis bakki, kallaðir Sauðdalir. Þeg- ar við vorum komnir upp í grasið þeir sem fyrstir voru, þá snérum við okkur við til að sjá til þeirra síðustu, og þá mátti heita, að félli saman það vatnsfióð sem við vorum að ríða undan fyrst og það, sem kom að vestan. En þetta gekk nú allt saman vel, Brynjólfur situr andspænis okkur við borðið í stofunni á Þykkvabæjarklaustri. Hann taiar hægt og skýrt, frásögnin er blátt áfram, orðskrúðs- laus, nákvæm og trúverðug. Það leynir sér ekki að atburð- irnir standa honum ennþá I'fandi fyrir hugskotssjónum að fimmtíu árum liðnum eins og þeir hefðu gerzt i gær. Öðru hverju réttir hann úr sér í sætinu, hækkar röddina lítið eitt, hraði frásagnarinnar eykst, áherzlurnar þyngjast, við skynjum ósjálfrátt alvöru þess sem er að gerast, sjáum hið æðisgengna kapphlaup, þeysireið leitarmannanna und- an flóðbylgjunni sem óðfluga nálgast þá á sandinum, grasið og hraunbrúnina fram undan, og finnum til léttis meÓ sögu- manni, þegar öllum er borgið. Og Brynjólfur heldur á- fram: — Við vissum ckkert hvað var að gerast fyrr en vjð kom- um í hraunbrúnina, sem var mikiu hærri, en þar var hátt sker og stóð á bví þríhyrnu landmælingarmerki eftir dönsku sjólíðana og þá var þar mikið af réttarfólki fyrir, sem haíði ekki treyst sér yfir Skálmina, en var farið-á undan okkur og þá voru þeir, sem smöiuðu hérna utast aliir komnjr þar, það voru þeir, sem við sáum til. Svq þá var allur mannskapurinn heimtur úr smalamennskunni. Og þarna var náttúrlega staðið og litazt um, en þá var byggð í Skálmarbæjarhraunum í aust- urbrúninni á hrauninu og vestan við Kúðafljót, • og það var haldið þangað til bæjarins. ■ Þá var hlaupið komið fram úr Kúðafljóti og bar nú æði bátt, því það yfirgnæfði hraunið austanmegin, svo það þótti eiginlega ekki vistlegt neitt að halda til í bænum, og það var verið að bjarga svona því allra verðmætasta þar í hærri kofa, sem stóð uppi á hraunbrúninni. Svo var. haldið þar lengra inn í hraunið í beitarhús að nafninu til og þar var haldið til um nóttina og náttúrlega heimafólkið líka. Þá var auðvitað ekkert að Framhald á 13. síðu. ENGAR ÞVOTTAHENDUR Þér þurfið ekki lengur að óttast þurrt og sprungið hörund og þrútnar þvottahendur, því að nú er ÞEL komið í verzlanir. ÞEL ' er íslenzkur ,,lúxusþvotfalögur“ og hefur inni að halda „Dermal” efni, sem verridar og mýkir hendurnar, eins og handáburður, gerir þær enn fegurri og gúmmí- hanzkana algjörlega óþarfa. ÞEL er fyrir allan viðkvæman þvott einnig uppþvott, vinnur fljótt og vel og hefur góðan ilm. Þvoið úr ÞEL og verndið hendurnar. Allur þvottur verður ánægjulegri með ÞEL. ÞEL íslenzk úrvalsframleiðsla frá FRIGG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.