Dagur - 10.01.1946, Síða 2

Dagur - 10.01.1946, Síða 2
DAGUR Fimmtudaginn 10. janúar 1946 Stjórnarliðið í eldhúsinu TRÚIN Á VERÐBÓLGUNA. Landsmönnum hefir nýlega gefizt kostur á að hlusta á eld- húsumræður frá Alþingi, þar sem stjórnarandstæðingar (Fram- sóknarmenn) og stjórnarsinnar (íhald, komraa rog kratar) leiddu saman liesta sína. F.ins og kunnugt er skammtaði stjórnin og fylgdarlið hennar sér þrefald- an ræðutíma á móts við Fram- sóknarmenn. Þrátt fyrir það kvörtuðu tveir ræðumenn úr Sjálfstæðisflokknum, þeir Ólafur Thors og Sigurður Kristjánsson, um, að ræðutími stjórnarfylgis- ins nægði því ekki til að verjast stjórnarandstæðingum í sókn þeirra. Má af þessari viðurkenn- ingu allvel marka yfirburði Framsóknarmanna í eldhiisum- ræðum þessum. Sókn Framsóknarmanna var fyrst og fremst fólgin í rökstudd- urn ádeilum á verðbólgustefnu stjórnarinnar og flokka hennar. Það, sem einkenndi ræður ráð- fierra Sjálfstæðisflokksins og Áka Jakobssonar, var trúin á blessun verðbólgunnar. Eysteinn Jóns- son gerði ölafur Thors þann grikk, að lesa upp kafla úr þing- ræðu eftir hann, þar sem hann fordæmdi harðlega verðbólgu og dýrtíð og kallaði þá menn „böðla {3jóðarinnar“, sem slíku öngþveiti væru fylgjandi. Þetta var áður en Ólafur Thors gekk kommúnistum á hönd. í svar- ræðu sinni var Ólafur fljótur að afgreiða þetta atriði. Hann sagði að Eysteinn hefði slitið þenna ræðukafla sinn úr samhengi, en útskýrði það- svo ekki nánar. Verður þetta ekki skilið öðruvísi en svo, að Ólafur hafi tekið orð sín um bölvun verðbólgu og dýr- tíðar aftur síðar í þessari þing- ræðu, og Eysteinn svikist um að lesa þá afturköllun, en víst er um það, að í það sinn gerði Ól- afur sig ekki sekan um hringl- andahátt í dýrtíðarmálunum, þó að hann bæði fyrr og síðar sé frægur að endemum í þeim sök- um. Svar hans gegn sínum eigin rökum féll því máttlaust til jarð- ar. Ræðumenn stjórnarliðsins flestir ásökuðu forráðamenn Framsóknarflokksins um að berjast á móti „nýsköpun“ stjórnarinnar, og kveður löng- um við þann tón í stjórnarblöð- unum. Þeir, sem þessum vopn- um beita, vita sjálfir, að þetta eru fölsk vopn eða fjarstæður einar. Framsóknarmenn berjast ekki á móti þeirri nýsköpun, sem er í því fólgin að koma atvinnu- vegum þjóðarinnar á fastan og öruggan grundvöll, en þeir berjast á móti verðbólgu og dýr- tíðarstefnu stjórnarinnar, ein- mitt af þeim ástæðum, að þessi stjórnarstefna er allri nýsköpun hinn versti þrándur í götu. Það var vegna þessarar stjórnarstefnu í atvinnu- og fjármálum, sem Framsóknarmenn vildu ekki taka þátt í stjórnarmyndun haustið 1944. Þeir vildu ekki taka þátt í þeim leik að gerast „böðlar þjóðarinnar“, eins og Ólafur Thors hafði orðað það, áður en hann seldi þjónum Rússa sannfæringu sína. Framsóknarmenn hafa jafnan viljað styðja og efla atvinnuvegi Jjjóðarinnar til lands og sjávar af fremsta megni og borið fram mikilsverð frumvörp um nýsköp- un atvinnuveganna á Alþingi, en jrær tilraunir hafa stöðugt mætt megnri andúð núverandi stjórnarliðs. Þarf ekki annað en minna á baráttu Framsóknar- manna um 10 ára áætlun þess að koma allri heyöflun á véltækt og vel ræktað land. Nýsköþunar- áhugi núverandi stjórnarflokka var þá ekki meiri en það, að þeir drápu þetta framfaramál. Mörg fleiri alkunn dæmi rnætti nefna um nýsköpunartillögur Fram- sóknarmanna í landbúnaðarmál- um, sjávarútvegsmálum, raforku- málum, húsabótum o. fl., sem allar hafa strandað á skeri mót- spyrnunnar frá hendi þeirra manna, sem nú stæra sig mest af nýsköpunaráhuga sínum, en öðrum viljaleysi gagnvart fram- förunum. Allt þetta bar mjög á góma í útvarpsumræðum þeim, er hér er lítilsháttar vikið að, og fóru stjórnarsinnar halloka í rökræð- unum um þessi mál, en af stór- yrðum höfðu þeir nægan forða, einkum forsætisráðherrann og hjálparkokkur hans, Sigurður nokkur Kristjánsson. Nei, stjórnarandstæðingar eru sízt minni nýsköpunarmenn en stjórnarsinnar, en hinir fyrr- töldu vilja byggja nýsköpunina á trai^stari grunni en hinir. Hitt er svo annað mál, að Framsókn- armenn gagnrýna undirbúning þeirra nýsköpunarframkvæmda, sem stjórnin hefir með höndum, t. d. smíði 30 togara í Englandi. Fyrst er gerðúr samningur um smíði togaranna, en seinna er svo tekin ákvörðun um, hvernig togararnir eigi að vera, og þarf þá að umturna hinuni fyrri samningi, en við þetta hækka skipin mikið í verði. Er hér í meira lagi óhönduglega á haldið, og ekki myndi einkaframtakinu hafa })ótt farnast vel, ef það hefði fyrst gert kaupsamning um einhvern hlut og svo þar á eftir gengið til samninga um, hvernig hluturinn æti að vera. En þetta er nýmóðins aðferð nýsköpunar- stjórnarinnar. Þegar svo að þess- um vinnubrögðum er fundið, hefir stjórnin ekki önnur svör en kalla aðfinnslur firrur og brigzla andstæðingum sínum um fjandskap við nýsköpunina. Gagnrýni á fjársóun ríkis- stjórnarinnar svaraði Pétur Magnússon á þá leið, að þar hefði ekki verið hægt um vik, því að Framsóknarmenn hefðu lagt út á fjársóunarbrautina á sinni valdatíð, og því hefði nú- verandi stjórn orðið að halda áfram sömu Jeið. P. M. var þá bent á, að 5 ár á undan valda- töku núverandi stjórnar hefðu I jármálaráðherrar verið úr flokki hans, og væri hann því að berja sína menn. 1 stjórnarsátt- málanum fræga frá 1944 var lof- að sparnaði við ríkisrekstur, en aldrei hefir hann verið dýrari, en síðan það loforð var gefið. Út yfir allan þjófabálk tóku þó ræður Áka Jakobssonar. Nær eingöngu voru þær illyrðaaustur um eina ríkiSstofnun, Lands- banka íslands, og í sambandi Jrar við brigzlyrði um einn utan- þingsmann, sero um fjölda ára hefir gegnt mikilvægum trúnað- arstörfum fyrir þúsundir manna um land allt og leyst þau af hendi af miklum dugnaði, fyrir- hyggju og samvizkusemi og er nú ráðinn bankastjóri við Lands- bankann. Þess vegna mun Áka hafa þótt tímabært að ráðast á hann með persónulegum ill- kvitnisorðúm, áður en hann tók við embætti sínu. Svívirðingar hans um Landsbankann skullu fyrst og fremst á æðsta yfirmanni þankans, Pétri Magnússyni, sem er samverkamaður Áka í ríkis- stjórninni, enda mótmælti P. M. áburðinum sem tilefnislausu fleipri, en þó með svo mildum orðum að furðu sætti, líklega til þess að styggja ekki kommúnist- ana í ríkisstjórninni nema sem minnst. Þegar hér er komið hugleið- ingum um stjórnarliðið í eldhús- inu mun réttast að hlíta ráðinu: „Hættu nú, herra hér inun koma verra“. Hlustandi. Fáein kveðjuorð Hinn 10. nóvember sl. var til moldar borin að Grenivík, Anna Gunnur Ólafsdóttir frá Sigtúni. 1 blóma alclurs síns er þessi unga stúlka kvödd burt yfir til lands- ins ókunna, lands l'riðar og ódauðleika. En eitt sinn stönd- um við ráðþrota gagnvart dauð- anum, hann fer sínar götur en við stöndum eftir í hljóðri sorg og söknuði. Daiíðiiin flvtur ætíð með sér söknuð og tár til þeirra, sem unna þeim sem kallaður er, en fyrír þartn sem lengi hefir þjáðst, er harin þó olt eina lausnin til að binda enda á Jrjáningar og kvöl. — já, sannkölluð guðsgjöf, sem fiytur með sér hvild frið og líí. Þegar eg stóð við gröf þína, Gunnur, runnu upp í huga mín- um endurminningar frá sam- verustundum okkar, er við, á unelingsárunum dvöldum vetr- arlangt undir sama Jraki, fjarri heimilum okkar og ættingjum. Eg minntist hinnar prúðu, hljóð- iátu lramgöngu þinnar, fríða, al- varlega andlitsins með barnslega sakleysissvipinn. Hávaða og persl æskunnar áttir þú ekki til, en kyrrlát gleði þín var einlæg og Ijúf. Þú varst sein til að kynnast en vinátta Jaín var órjiifandj. Alltaf leitaði hugur þinn heim — heim til pablra og mömmu — hjá þeim vildir þú vera — þú skildir hvers virði Jrau voru þér, og vildir líka og gast verið góða stúlkan þeirra. — Fljá þeim hafð- ir þú notið menntunar, kærleika og elsku — ótæmandi ástúðar góðra ioreidra. Hér verður ekki rakin nein saga. - Líf Jritt var stutt, en í hug og hjarta hvers sem kynntist þér, lifir þú lengi, þar hefir_ þú reist þann minnisvarða, sem er óbrotgjarn og varanlegur. Þar í er innfalin bezta og fegursta saga .einstaklings. ,,L.íf Jritt var eins og vorblóm, og dauðinn eins og hrynjandi lauf á haustdegi". Gunnur sáluga var hamingju- barh, því að hún aflaði sér alls staðar velvildar og vináttu, og þess vegna er hennar saknað af fjölmórgum vinur fjær og nær. Sárast er hennar bó saknað af óldruðum foreldrum, sem eiga á bak að sjá elskulegu barni sínu sem' hún var alltaf. — Þegar hún kom heim til þeirra með þverr- andi þrótt, hlúðu þau að henni við brjóst sitt fullt ástúðar og kærleika, Eg er viss um, að fyrir hana var það mesta gæfa að fá að ljúka lífinu heima og fyrir for- eldr ahennar sönn gleði mitt í sorginni. Endurminningar þeirra um hana ,bera birtu inn í hugar- heima þeirra, og létta þeim sökn- uðinn. Megi það vera huggun. þeirra, að dauðinn er ekki dauði heldui líf á þroskabraut góðrar fdóttur. Sveitungi. BORÐ og DÍVAN til sölu. Afgr. vísar á. Fertugsafmœli „Gaman og alvöru‘. Eftir JÓN SIGIJRÐSSON i Yztafelli. úngmennafélagið „Gaman og j alvara“ í Ljósavatnshreppi átti i fertugsafmæli á þriðja í jólum. | Þann dag, að kveldi, bauð það öllum félögum sínum, eldri og yngri, til fagnaðar í Jringhúsi ! hreppsins. En sökum þess að'! dagur var skammær, og eigi vetr- arfæri hila um sveitina, komu þangað fáir brottfluttir fél. og margir hinir eldri sátu heiina. ’ Hófið sóttu þó um hundrað manns og skemmtu menn sér hið bezta við samdrykju, ræðuhöld, söng og dans. F.kki er annað vitað en að fé-; lag þetta sé elsta ungmennafé- lag landsins. Það er tveim vik-1 um eldra en U.M.F. Akureyrar sem af mörgum hefur verið talið elst og það hefur aldrei fellt nið- ur starfsemi. Þykir mér því vel Itlýða, að segja hér nokkuð frá stofnun félagsins og æfidögum. —o— Á árunj 1904-1905 liélt síra Sigtryggur Guðlaugsson skóla að Ljósavatni. Hann hreyfði félags- stofnun meðal nemenda, en sjálf- ur flutti hann vestur að Núpi um vorið. Nemendur kusu nefnd, sem boðaði til fimdar í Yztafelli um vorið. Þar var á- kveðin félagsstofnun og nefnd kosin, ei átti að semja félagsregl- ur og boða stofnfund. I nefnd- inni voru Jreir Jónas Jónsson frá Hriflu, Sigurður Kristjánsson, nú aljr.m. í.Reykjavík, Konráð Erlendsson, kennari á Laugum, Karl Arngrímsson, síðar að Veisu og Kristján Hansson frá Hóli. Þessir menn mótuðu fyrstu stefnu félagsins og beindu því að þeim viðfangsefnum sem síðar urðu aðal starfssvið allra ung- mennafélaga. „Fjölmennur skemmtifund- ur“ var haldinn að Halldórsstöð- um á þriðja í jólum 1905. Stóðu hinir eldri menn að'fundarboð- un og var Jrað með Jieirra sam- Jrykki og uatbeina að félagið var stofnað og reglur þær samþykkt- ar, sem lélagslög, er fimmmenn- ingarnir lögðu fram. Veður var og færi sem bezt varð á kosið og létt yfir fölkinu. Fyrsta árið voru félagar 75. Nú eru þeir 83. F.r Jrað skemmst af að segja, að frá stefnunni, sem mörkuð var á Halldórsstöðum, hefur aldrei verið kvikað eða nokkur bláþráður komið á starf- semi félagsins. Fæstir hafa félag- ar orðið 39. Höfuð viðfangsefnin voru fjögur þegar á fyrstu árun- um: 1. Hefting vínnautnar. 2. Að sjá um skemmtanir í sveit- inni. 3. íþróttir. 4. Skóggræðsla. Skal nú stuttlega rakin starfs- sagan að þessum málum. —o— Hefting vínnautnar var fyrsta stefnumarkið. Mikil vínneyzla var hér um slóðir um aldamótin og til skaða mörgum, enda vínið ódýrt o gauðfengið. Bindindi var inngönguskilyrði í félagið, allt fram til Jress er aðflutningsbann var í lög tekið, þá fellt niður og tekið upp aítur á síðustu árum. Óhætt er að fullyrða að gjörsam- lega skipti hér um í þessum efn- um fyrir starf félagsins. Almenn- ingsálitið breyttist. Ölvaður inn- ansveitarmaður hefur varla sést hér á opinberum samkomum á starfstíma félagsins fyrr eða síð- ar. Félagið hefur einnig haft tó- baksbindindisflokk, og unnið mikið á Jrví sviði. Skemmtanir voru annar liður á starfsskránni. Ákveðið var í upphafi, að 3-4 fundir skildu haldnir árlega. Alls hefur félagið haldið um 140 fundi, eða 3,5 að meðaltali á ári, svo vel er efnt Jrað lieit. Á flestum fundum hala verið ræðuhöld, annað hvort ein- stakir tyrirlesaiar eðu umræður um félagsmál, en ættð fleira til skemmtunar. Sungið hefur verið oftast nær, annað hvort af „þjóð- kór“ lélagsins, eða æfðum kórum og Jjefur félagið oft staðið fyrir söngæfingum. ÍJiróttir voru oft sýndar, einkum glímur á fyrri árum. Hin síðari ár hefur oftast verið æfður sjónleikur á hverjum vetri og sýndir á samkomum fé- lagsins. Eg býst við að borgar- búi geri sér varla grein fyrir Jrví feikna erfiði sem samkomur í sveitum kosta. í fyrra voru „Syndir annara" eftir Einar H. Kvaran sýndar um nýárið. Sum- ir leikenda bjuggu í 18 km. fjar- lægð hver frá öðrum. Æfingatím- inn var svartasta skammdegið og allir leikendurnir öðrum störf (Framhald á 11. eíðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.