Dagur - 10.01.1946, Blaðsíða 7

Dagur - 10.01.1946, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 10. janúar 1946 DA&UR 7 AF SJÓNARHÓLINORDLENDINGS Viðskipti héraða og ríkisvalds, í síðastliðnum mánuði var haldin allmerkileg ráðstefna í Nottingham á. Englandi. Brezka Verkamannaflokksstjórnin kvaddi þangað 350 fulltrúa úr héraðs- og bæjarstjórnum lands- ins. Skyldi rætt um endurreisn- aráform ríkisstjórnarinnar, sam- ræmingu þeirra við áætlanir bæjar- og héraðsstjórnanna og sambandið milli ríkis- og héraða- valds. Samkvæmt frásögnum brezkra blaða varð góður árang,- ur af þessum viðræðum. Ráð- herrar þeir, sem fundinn sóttu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, sannfærðust um, að héraðsstjórn- irnar vildu eiga göða samvinnu við liana um endurreisn atvinnu- lífsins og aðrar nauðsynlegar Iramkyæmdir, en mundu hafna öllum tilraunum til þess að fá stjórninni einni í hendur vald til þess að ákveða hversu fram- kvæmdunum skyldj háttað. Full- trúarnir heyrðu ráðherrana lýsa ]rví yfir, að stjórnin mundi gera sér far um að efla framkvæmdir héraðsstjórnanna og fe.lla þær inn í allsherjar áætlun um end- urreisnina. Sérstaka athygli vöktu Jressi orð Morrisons, sem er talinn annar valdamesti mað- ur stjórnarinnar: Gerizt ekki þrælar stjórnarvaldanna í White- hall! Hvatti hann fulltrúana til þess að starfa eftir eigin leiðurn og fullvissaði þá um, að stjórnin mundi á engan hátt taka sér al- ræðisvald um þá ,,nýsköpun“, sem ætlunin væri að framkvæma á Bretlandi. • Völ er á öðru dæmi um það, hvernig stjórnmálamenn ná- grannalandanna vinna að ,,ný- sköpun“ og hver þáttur er ætlað- ur bæjar- og héraðsstjórnum. Nýlega er komin út bók í Banda- ríkjunum, el'tir Henry Wallace, verzlunarmálaráðherra, einn hinna frjálslyndustu stjórnmála- manna þar í landi. 1 bók sinni ræðii hann um það, hvernig þjóðin eigi að framkvæma þá áætlun, að veita sextíu milljón- um borgaranna arðvænlega og trygga atvínnu, án skuldasöfnun- ar ríkisins, dýrtíðar og annars ófarnaðar, sem ekki er unt að byggja varanlegar framtíðarfyrir- ætlanir á. Wallace nefnir bók sína „Sextíu milljón störf' og er þar í stuttu máli að finna tillög- ur þessa-merka stjórnmálamanns til þess að leysa þann vanda, „að veita þegnunum örugga atvinnu við sem arðvænlegastan atvinnu- rekstur," svo sem það var orðað í upphafi ,,nýsköpunar“-tímabils- ins hér og allir kannast við. • Hér er ekki rúm til þess að rekja efni þessarar bókar að neinu ráði, en eg vil þó tilfæra hér stuttan kafla, Javí að þar drepið á þau mál, sem hér eru til umræðu: t kaflanum um hlut- verk ríkis- og héraðsstjórna í endurreisn eftirstríðsáranna, seg- ir svo m. a.: „Það verður ekki nógsamlega undirstrikað, að áætlanir héraða og bæja um ný atvinnufyrirtæki ,hljóta að verða grundvöllurinn undir nýjum átökum, innan þess lýðræðis- skipulags, sem við búurn við. . . . í verzlunarmáalráðuneytið til mín berast daglega ráðagerðir þessara aðila um nýjar fram- kvæmdir, og mér hefir orðið það 1 jóst, þegar eg hefi farið í gegn- um þessar áætlanir, að fólkið í Aðalstræti ætlar ekki að bíða eft- ir fyrirskipunum að ofan — frá Wall Street eða Washington. Fólkið sjálft er ekki hrætt við að gera áætlanir um framtíðina. Heima í bæjum og þorpum vita menn ,að þeir þurfa ekki að ótt- ast, að ríkisstjórnin taki sér einkarétt á áætlunum um frarn- kvæmdir, svo lengi, sem borgar- arnir, í félagsskap eða einir síns Hðs, sýna árvekni, framkvæmda- semi pg' ábyrgðartilfinningu. .“ • Eins og sjá má al þessu, er sam- bandið milli héraðs- og ríkis- valds mjög á dagskrá í sambandi við endurreisnaráætlanir engil- saxnesku þjóðanna. Það er ekki nema vonlegt, að þessi staðreynd veki athygli hér, því að þeirn fer nú ört fjölgandi, sem skilja, að viðskipti ríkisvaldsins og héraða- og bæjarstjórna, vald þeirra og starfssvið, er eitt af megin vanda- málurn komandi tíma og eitt þeirra mála, sem þarfnast gagn- gerðrar „nýsköpunar“. Engu að síður er fátt eitt ritað urn þessi mál í íslenzk blöð. Hvorki ráð- stefnunnar í Nottingham né bókar vérzlunarmálaráðherrans hefir verið getið í þeirn, svo mér sé kunnugt. Þessi tregða á frétta- flutnirigi stafar naumast af því, að almenningur vilji ekki gjarn- an vita hvað gerist í þjóðfélags- málum annarra þjóða. Hitt er líklégra, að einhverju valdi, að helztu blöðin eru gefin út í höf- uðstaðnum, sem mestra hags- muna hefir að gæta í sambandi við núverandi skipulag. Þar er að finna minnstan skilning á þörfum hinna dreifðu'byggða og þaðan er að vænta mestrar and- stöðu gegn breytingunt á drottn- andi skipulagi. Það er augljóst, að hin íslenzka „nýsköpun" er gagnólík þeirn leiðum, sem vitrir menn meðal Engilsaxa vilja fara. Þeir vilja treysta á „nýsköpun", sem er borin uppi á herðum alls fjöld- ans, og kemur beinlínis af áhuga fólksins og bjartsýni á möguleik- um landsins. Hún á að koma að „neðan“, frá fólkinu sjálfu. Þeir vara við einræði Whitehall og Washington. Allir vita hvernig „nýsköpunin", sem hér átti að koma, sá dagsins ljós. Húti fædd- ist í pólitískum hrossakaupum þriggja flokksforingja. Hún var boðuð sem lausnarorð ,,að ofan“, flutt með kristniboðslegri ákefð, auglýst af krafti, eins og ný teg- und af rakvélablöðum eða nýút- komin bók. Þessi þáttur „ný- sköpunar“boðskapsins snýr að því, sem Henry Wallace nefnir, árvekni, framkvæmdasemi og ábyrgðartilfinningu þegnanna. Þar undir heyrir sú hótun for- sætisráðherrans, að ef tregða verði á því, að þegnarnir fylgi stjórninni nógu fast eftir í ný- sköpunaráformum, verði helzti atvinnuvegur þjóðarinnar gerð- ur að ríkisrekstri. Virðist því sem trúin á „framkvæmdasemi" og „árvekni" íslenzkra athafna- manna, við núverandi kringum- -stæður, hafi ekki verið rík í brjósti lormanns sjálfs Eignarétt- arflokksins, fyrst. hann lét þessi orð fylgja hinum fyrsta lxjðskap. • En svo er annar þáttur þessa máls, er einkum snertir héraðs- og bæjarstjórnir og samskipti þeirra og ríkisvaldsins. Það er framkvæmdin sjálf. Hvar er allt framkvæmdavaldið niður kom- ið? Styrkir „nýsköpunar'skipu- lagið fyrirætlanir einstaklinga, félaga og héraðsstjórna til fram- kvæmda, eða hefir ríkið tekið sér einkarétt á öllum slíkum áætlun- um? Eru fulltrúar íslenzka hér- aðavaldsins orðnir „þrælar“ vald- hafanna syðra, svo að varnaðar- orð Morrisons séu notuð? Menn þurfa ekki að fara í grafgötur til þess að skilja eðli þess skiþulags, sem hér ríkir nú. Nægir í því sambandi að minna á, er surnar bæjar- og héraðsstjórnir, févana og valdalitlar, gera út sendi- nefndir á fund Nýbyggingarráðs og stjórnarherranna í Reykjavík, til j)ess að ræða við þá um nauð- synlegar framkvæmdir, liver á sínum stað. Að því er virðist, er engin áætlun til um dreifingu iðnaðar og fyrirtækja um Jandið. Eftir lauslegar viðræður hverfa sendinefndirnar heim í fullkom- inni óvissu um hvort ríkisvaldið planleggi aðstoð við þetta fyrir- tæki hér eða hitt fyrirtækið þar. Dæmi um þetta eru þegar mörg. Gildar ástæður eru til að ætla, að óvissan um ljárstyrk ríkisins til einstakra iðngreina hafi komið fyrir kattarnef fyrirætlunum ein- staklinga og félaga urn byggingu atvinnufyrirtækja. Eða hver vill til dæmis ráðast í að byggja nið- ursuðuverksmiðju úti á landi, meðan ríkið, eða umboðsmenn þess, láta sem það ætli að starf- rækja slfkan iðnað? Svo rækilega er búið að rýja bæjar- og héraða- stjórnir fjárráðum, fjáröflunar- leiðum og valdi, að nær ógerlegt er fyrir þessa aðila að efna til sjálfstæðra framkvæmda í trássi við ríkisvaldið, ef það hefir ekki skilninginn á þörfum einstakra héraða. Reynsla síðustu ára ber þeim skilningi ekki fagurt vitni. Ekki er Jengur hægt að leggja vegarsjjotta nema fyrst sé þrátt- að um það á Alþingi, né reisa byggingu til almenningsþarfa, án þess að ráðagerðin öll um fjárhag og útlit komi frá hand- höfum ríkisvaldsins. Vaxandi hluti af tekjum þegnanna hverf- ur í ríkissjóðinn, en sjóðir bæja og héraða rýrna að sama skapi. • Það er bersýnilegt, að ef sextíu milljón störf bíða Bandaríkja- þjóðarinnar á næstu árum, þá eru sextíu þúsund verkefni fyrir höndum hér á íslandi til þess að rækta landið, sækja sjóinn og skipuleggja hvers konar „ný- sköpun" atvinnulífsins. Undir niðri búa menn yfir þeirri bjart- sýni á möguleikum lands og rjóðar, að auðvelt ætti að vera að. láta hana skapa betra líf fyrir okkur sjálf og eftirkonrendur okkar. En til þess þarf að leysa bjartsýni einstaklinga og lélaga úr læðingi með sköpun lieil- biigðs fjármálaástands og lieil- brigðrar skiptingu valds og auðs í landinu. Úthlutun óviss náðar- brauðs ríkisvaldsins til einstakra landshluta, einkum til höfuð- staðarins, og einkaréttur ríkisins til athafna er ekki leiðin, sem liggur að því marki. Einokun fjármagnsins, siglinganna og valdsins á einum stað í landinu, ránsferðir ríkisvaldsins á hendur bæjar- og sýslufélögum, er það sækir í hendur þeirra sívaxandi hluta skattteknanna og seilist eftir því Jitla valdi, sem ennþá er þó í höndum þessara aðila, er heldur ekki leiðin til bjargar. J þessurn efnunr, sem öðrum, sem til menningar horfa, liggur leið- in um aukið frelsi og aukna virðingu fyrir réttindum borgar- ans í þjóðfélaginu, hvort heldur sem hann á heima á landnámi lngólfs eða Helga magra. Gagn- gerð endurskoðun á aðstöðu bæja- og sveitarst jórna í landinu er ein af þeim megin stoðurn sem renna undir hið aukna frelsi. Til þess ber að taka fullt tillit í þeirri endurskoðun á stjórnskip- an ríkisins, sem nú er fyrir dyr- um. Meðal »annars af þeirri ástæðu ,er krafan um sérstakt stjórnlagaþing réttmæt. Ennþá er vald þeirra, sem bæi, sveitir °g þorp byggja svo rnikið, að þeir geta borið hana fram til sig- urs, ef þeir þekkja sinn vitjunar- tíma. Norðlendingur. Notað bárujárn fæst hjá Verzlimin Eyjaf jörður hi Brúnrs hestur hefir tapazt, 6 vetra, járnaður, mark Alheilt hægra, sýlt og fjöður aftan vinstra. Sá, sem kynni að hafa orðið var við hest þennan, er vinsamlegast beðinn að gera undirrituðunr að- vart. Gunnar H. Kristjánsson, Akureyri. B-LISTINN er listi Framsóknar- flokksins — Fokdreifar (Framh. af 6. síðu) Það er áreiðanlega hyggilegra að byggja nú í einu lagi aflstöð á þess- um stað, eins og áin leyfir, en að vera að káka við smástaekkanir, sem þó geta aldrei orðið til framtíðarþarfa. Það ætti að verða fyrsta verk ^eirrar’ bæjarstjórnar, sem á að kjósa nú í janúar, að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram rannsókn á þessari leið tafarlaust. Nú þýðir ekkért kák lengur. A gamalárskvöld. Kr. S. Siéurðsson. Bréf. Óngþveitið í hreinlætismálum bæjarins. G VILDI biðja háttvirtan ritstjóra fyrir birtingu á linum þessum, ef 3að mætti verða til þess að flýta fyrir bótum á sprphreinsun, frá heimilum íessa bæjar. Hvað eigum við lengi að bíða eftir jví, að aska, og önnur óhreinindi séu tekin frá heimilum okkar? Hér ríkir það óviðunandi ástand í sorhreinsunarmálum bæjarins, að öskustampar eru orðnir yfirfullir, og jafnvel svæðið í kringum þá allt útat- að i alls konar úrgangi, þegar loksins er farið að losa þá. Hvað lengi á þetta að vera svona? Það er réttmæt. krafa okkar hús- mæðra, að sorpið sé flutt frá heimil- um okkar, ekki sjaldnar en einu sinni i viku. Með þökk fyrir birtinguna. . .Húsmóðir. Væntanlega geta heilbrigðisyfir- völd bæjarins svarað þessum spurn- ingum og er þeim heimilt rúm í blað- inu til þess. — Ritstj. Móðir, kona, meyia. (Framh. af 6. síðu). þurfa ekki að brjótast í því að kaupa þessar vélar, hvert fyrir sig, heldur fá einföld og ódýr a-f- not þeirra, í samvinnu við ná- granna sína og samborgara. Eðli- legast væri, að kaupfélagið beitti sér fyrir þessu máli, ef vitað væri að húsmæður almennt hefðu á- huga fyrir því. Fyrir nokkru er hafin aukin samvinna milli hús- mæðranna og félagsins með stofnun fulltrúafunda. Þetta mál þyrfti áð takast föstum tökum á næsta fundi. Mér er kunnugt um að forráðamenn félagsins hafa á- huga á þessu máli og ef áhuginn er almennur ætti málið skjótlega að komast í höfn. Vitaskuld er ekki síður þörf á slíkum stofnunum í sveitum en bæjum. Eg get vel ímyndað mér, að slík þvottahús eigi eftir að rísa upp á nokkrum stöðum hér í sýslunni, á svipaðan hátt. En fyrst þarf rafmagnið að koma um allar sveitir. Það er frumskil- yrðið. Rafmagnið er til flestra hluta nytsamlegt á þessari fram- faraöld og óviðunandi með öllu, að það dragist lengur að koma því um blómlegar, fjölmennar sveitir. X. íbúð 2 herbergi og eldhús, á góðum stað í bænum, óskast. frá 14. maí n. k„ eða síðar. Jóhann Guðmundsson, Pósthúsinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.