Dagur


Dagur - 15.12.1948, Qupperneq 6

Dagur - 15.12.1948, Qupperneq 6
f. D AGUR Miðvikudaginn 15. desember 1948 Bóndi skrifar um fyrirhuguð fjárskipti: Telur vafasamí9 að rétt sé að slátra -100 þásimd fjár uæsta liaust vegua garnaveiki Aðalsteinn Guðmundsson bóndi í Flögu hefiv ritað blaðinu bréf um fyrirhuguð fjárskipti hér og segir þar m. a.: Svo sem kunnugt er hefir mik- ið verið rætt um niðurskui’ð á sauðfé á svæðinu vestan frá Hér- aðsvötnum og norður að mæði- veikigirðingunni í Eyjafirði. Má segja, að fjárskipti hafi þegar að nokkru leyti verið samþykkt að fram skuli fara haustið 1949. — Það er margt við þetta mál að at- huga. í fyrsta lagi hefir aldrei nokkur rannsókn farið fram á því, hvort hér væri um mæði- veiki að ræða, og mun það lítið eða ekki vera, heldur aðeins um ‘garnaveiki, sem fróðir menn telja, að ekki verði útrýmt með niður- skurði, og mun hún þó vera á lágu stigi á þessu svæði. í öðru lagi er hér um svo mikið blóðbað að ræða, að slíks eru engin dæmi á landi hér, og hefir þó mörgum fundist nóg um undanfarin ár. — Það má ganga út frá því, eftir þeirri fjártölu, sem nú er á svæð- inu, að drepa verði á næsta hausti 80—100 þúsund fjár, ef svæðið er tekið fyrir allt í einu, og ætti þá hverjum bónda að vera ljóst, hvað honum yrði úr slátrunum, því að hér eru ekki til kaupendur á þessu svæði til að kaupa allan innmat fyrir viðunandi verð. En margur bóndi hefir haft töluverð- ar tekjur af slátursölu undanfarin ár. Nú mundi máske einhver segja sem svo, að það sé betra að tapa sláturverðinu en að láta kindina aragast upp og drepast, og get eg vel gengið inn á það, þar sem um alvarlega veiki er að ræða, en hvar er garnaveiki og hvar er hún ekki? Það er með öllu órannsak- að mál, og eitt er víst, að margar þær sögur, sem ganga manna a milli um fjárskaða, hafa ekki við þau rök að styðjast, að hér sé um alvarlega fjárpest að ræða. Um garnaveikina er það að segja, að hún mun vera búin að vera eitt- hvað á milli 10 og 20 ár hér fyrir vestan heiðar í Akra- og Hóla- hreppum, og búið að prófa fjár- skipti hennar vegna í Hólahreppi og dugði ekki, en hvar er þá ör- yggið með niðurskurðinn? Víst er um það, að veiki þessi fer mjög gætilega, það sannar bezt hinn geysimikli samgangur, sem er á fé okkar Hörgdæla og Skagfirðinga, í afréttinum og réttum haust og vor, því að Skag- firðingar sækja fé sitt hingað norður í hundraðatali á hverju hausti og það fé hefir samgang við okkar fé bæði í réttum og húsi, og á voi’in er það komið margt hingað þegar smalað er til rúnings. Að mínum dómi gengur það gjörræði næst, að brytja niður al- heilbrigt fé í heilum hreppum, jafnvel á stærri’ svæðum, til þess að bjarga nokkrum kindum, sem taldar eru hafá veikina, en finna þó ekki fullkomið öryggi í niður- skurðinum gegn veikinni. Þá er og ekki fyrir hendi hér ósýktur fjárstofn til að flytja inn á þetta svæði - aftur, svo fljótt sém þörf krefur. Að mirihstá. kosti hagar svo til hér í Skriðuhreppi, að meiri hluti bænda þarf að fá féð fljótt upp aftúr, ef nokkur bú- skapur á að vérða rekinn, svo að það geti talist lífvænlegur at- vinnuvegur fyrir menn. Að vísu veit ég, að enginn, hreppur Eyja- fjarðarsýslu er jafn illa settur hvað samgöngur snertir sem Skriðuhreppur, enda með öllu ó- hugsandi að meiri hluti bænda hér, geti lifað'af nautgriparækt eins og sakir standa svo að segja eingöngu, og því miður ekki lík- legt að úr verði bætt á næstunni, eða svo var að heyra á útvarps- umræðum frá Alþingi um fjár- lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, þar sem gert var ráð fyrir niður- skurði * f jáfframlags til vega í sveitum. i;,g vil nota þetta tækifæri og senda hér með hinu háa Alþingi áskorun um að veita nú til þess- ara héraða ríflegri fjárhæð til samgöngubóta en nokkru sinni fyrr, og hlutast til um að þær sveitir og hreppar, sem verst eru staddir í samgöngumálum, fái ríf- legan hlut af því fé. Með því eru slegnar tvær flugur í einu höggi, bætt úr brýnni þörf sveitanna í samgöngumálum, og bændum þeim, sem búlausir verða um lengri eða skemmri tíma, en hvorki vilja né geta yfirgefið jarð- ir sínar, gefinn kostur á atvinnu eftir möguleikum. ) 555555554444555555555555555555555555555555555555554555555554455555555555555445555555555® 5? Jólin nálgast Eins og að undanförnu bjóðum vér yður | mest úrval af allskonar fáanlegum matvör- Y um o. fl., með beztu kjörum: Hafragrjón, Kandís í pökkum og lausri vigt Kardemommur Hrísgrjón, í pökkum Gerduft Hjartarsalt Natron Eggjaduft, Kanill, heill Tóbaksvörur: Vindlar Smávindlar Cigarettur Cigarettuveski Vindlakveikjarar Sendum heim! Kúmen Maisduft Kartöflumjöl Soyahveiti Strásykur Púðursykur Sælgætisvörur: Brjóstsykur, ýmsar tegundir Hnetustengur Konfekt, í pokum, q. jl. Baunir allskonar, í pökk- um og dósum Síróp, í glösum Bankabygg Búðingar, frá Flóru, 5 tegundir Snyrtivörur Hreinlætisvörur Þvottaduft Sólsápa Octagonsápa Andlitspúður Andlitsvötn Hárolíur Kinnalitur og fle.ira Hringið eða símið í næsta útibú vort! Útibú: Nýlenduvörudeild Strandgötu 25 - Simi 391 Hafnarstræti 20 . Símr 409 Brekkugötu 47 Simi 446 Hamarstig 5 Simi 494 15555555555554455555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555!: 5 555aW5555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555ít ÞJÓÐLEGASTA, bezta og ódýrasta gjöfin er: BYSKUPA SÖGUR, STURLUNCA SAGA, ANNÁLAR og NAFNASKRÁ 7 bindi fyrir aðeins kr. 300.00 í góðu skinnbandi, en kr. 235, 00 ób. Þetta eru bækurnar, sem hver íslendingur þarf að eiga. r Islendingasagnaútgáfan - líankadalsúlgáfan Pósthólf 73 — Túngötu 7 — Simi 7508 — Reykjavik 1&55555555555555555555555555555555555555555555545555555555S5555555455555555555555555555555 J

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.