Dagur - 15.12.1948, Side 8
8
I) A G U R
Miðvikudaginn 15. deseniber 1948
DAGUR
Ritstjóri: Ilaukur Snorrason.
Algrciðsla auglýsingar, innheimta:
Mar/nó II. l’átursson
Skrifstofa t Hafnarstræti 87 — Sími 166
lilaðic kemur út á hverjum tniðvikudegi
Ársraneurinn kostar kr. 25 00
Gjalddagi er 1. júlí
PRENTVERK ODu» ItJÖRNSSONAR H.F.
í
Á ísland að verða varnar-
og vinalaust?
KOMMÚNISTAR hafa lengi treyst þvi, a'ð al-
þýða manna 'sé ekki langminnug á framferði
þeirra í utanríkismálum og þeim hefur sjalfum
lengi sagzt svo frá, að þeir væru eirii flokkurinn,
sem hefði ákveðna stefnu í utanríkismálum. Má
það að vísu til sanns vegar færa, þannig, að þeir
stefna alltaf að því marki, að gera landið háð her-
veldinu í austri. Má því vel vera, að fyrir austan
járntjald, sé utanríkisstefna þeirra tálirt ákveðin.
En frá íslenzku sjónarmiði hefur enginn flokkur
í landinu fyrr né síðar snúið snældu sinni éins oft
í utanríkismálum og kommúnistar. Á fýistu strfðs-
árunum fjandsköpuðust þeir við vestrænu þjóð-
irnar og töldu það aðeins smekksatriði, hvort
menn væru með eða á móti nazismanum. Á þeirn
árum hét setuliðsvinnan landráðaviniiáý eri nótt-
ina í ágúst 1941, sem Þjóðverjar réðust á Rússa,
breyttist afstaða þeirra og nú hét setuliðsvinnan
landvarnarvinna. f upphafi stríðsins- heinituðu
þeir að íslendingar hættu að flytja fisk til Brét-
lands og flyttu hann heldur til Rússlands svo að
Þjóðverjar gætu notfært sér hann og þar kom
loksins árið 1945 að þeir vildu ólmir að Alþingi
segði Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur til
þess að uppfylla þar með skilmála um upptöku í
í Sameinuðu þjóðirnar, sem Stalin hafði sett á
Yalta ráðstefnunni. Gengu þeir lengst allra ís-
lenzkra mann í því að brjóta niður hlutleysis-
yfirlýsingu landsins frá 1918.
—O—
Þegar þessara atburða er minnzt, munu fáir
landsmenn utan kommúnistaflokksins taka hátíð-
lega þær fullyrðingar kommúnista, að aðrir flokk-
ar en þeir ætli sér að fremja „svik við ísland“,
eins og þeir orða það í blöðum sínum. En það
kalla kommúnistar nú svik ef dregið er í efa að
hlutleysisyfirlýsingin frá 1918 hafi nokkurt gildi
lengur með því að þjóðin hafi rofið það hlutleysi
með hervarnarsamningum við Bandaríkin 1941,
stuðningi sínum við málstað Bandamanna í ófriðn-
um og inngöngu sinni í Sameinuðu þjóðirnar.
Þetta allt vildu kommúnistar sjálfir svo kóróna
með því að lýsa yfir styrjöld árið 1945, en þá blés
öðruvísi í seglin þeirra en nú og er það skýringin
á þessum hringsnúningi.
—O—
ALÞÝÐA MANNA mun taka afstöðu til þeirra
vandamála, sem nú eru á dagskrá á vettvangi ut-
anríkismála eftir því, sem framtíð þjóðarinnar, og
sjálfstæði landsins verður bezt borgið. Þau sjónar
mið eru íslenzk og breytast ekki með vindáttinni
• að austan. Hið fyrirhugaða Atlantshafsbandalag
verður skoðað í þessu ljósi. Allir þeii, sem við
frelsi búa, og vita, hvað er að gerast í heiminum,
skilja, að vestrænu þjóðunum er nauðugur einn
kostur, að efla samtök sín til þess að standa betur
að vígi, að verjast ágangi heimsvalda- og landvinn-
ingastefnu komúnista. Margt bendir til þess, að
þannig verði friðurinn og helzt varðveittur, að
árásamönnum þvki ekki fýsilegt að leggja til at-
lögu við samtaka þjóðir, sem vita að þær verja líf
sitt og frelsi. Sterk rök hníga að því, að ísland
tryggi öryggi sitt og annarra frjálsra þjóða bezt
með því að gerast aðili að þessum samtökum. Sár
reynsla liðinna ára hefur sýnt, að ofbeldismenn
virða ekki hlutleysisyfirlýsingár
eða griðasáttmála. Eftir að sýnt
er orðið, að sáttmáli Sameinuðu
þjóðanna, sem vernda átti frið-
inn og rétt þjóðanna, er þess ekki
megnugur að stöðva ofbeldisverk-
in, er þeim þjóðum, sem vilja
treysta öryggi sitt, nauðugur einn
kostur að gera með sér sérstök
bandalög. Varnarlaus þjóð, eins
og íslendingar, þurfa öðrum frem-
ur á styrk slíks bandalags að
halda, ef þeim á að takast að
halda sjálfstæði sínu í heiml, þar
sem ræningjar vaða uppi.
ÞETTA ALLT mun almenning-
ur skilja og meta kost og löst
þess að taka þátt í samtökum
þessum út.frá þessum sjónarmið-
um. Hitt er og hverjum skynb
bornurn manni ljóst, að fylgis-
menn heimsvalda- og landvinn-
ingastefnunnar vilja heldur að
þessar þjóðir séu sundraðar og
ósamþj'kkar eins og var fyrir
1939. Þannig er framgangur of-
beldisins greiðastur. Það er því
ekki nema eðlilegt, að ofbeldis-
mennirnir fjandskapist við banda-
lagshugmyndina og beiti þar
hverju því vopni, sem þeir ætla
að nokkurt hald sé í, jafnvel þótt
þeir sjálfir hafi gengið lengst í því
að eyðileggja það vopn áður fyrri.
Þannig er því farið með hlutleys-
isyfirlýsinguna frá 1918. Komm-
únistar mundu hana ekki 1945, er
fyrirskipunin um stríðsyfirlýs-
ingu kom frá Yalta. En þegar það
nentar austræna málstaðnum, er
hún góð og gild. Þannig er öll ut-
ani-íkismálabarátta kommúnista
miðuð við aðra hagsmuni en ís-
lenzka, og því mun ekki verða
tekði mark á geypi þeirra nú frek
ar en 1939 og 1940, er þeir vildu
ólmir að íslendingai- tækju þátt í
hafnbanni Þjóðverja gagnvart
Bretum. Það hefði orðið þjóðinni
dýrt að hlýta þeirri ráðleggingu.
Svo kynni að fara, að það yrði
ennþá dýrara, að vera varnar- og
vinalaus í ófriðvænlegum heimi.
^OKDREIFAR
Þannig er það þar —
KUNNINGI MINN í Reykjavík
brá sér nýlega flugleiðis til Amer-
íku og kom heim aftur laust fyrir
mánaðamótin síðustu. Eg átti tal
við' hann í síma einn fyrstu dag-
ana eftir .heimkomuna og spurði
hann m. a. fi-étta að vestan. Hann
hefir.aldrei áður farið utan og var
mjög- hrifipn af ýmsu því, sem
hann hafði séð og heyrt í garði
þeii'ra Vestmanna. Hann gat þess
sérstaklega, að sig hefði furðað á
því, hversu mikill jólabragur var
þegar kominn á byggð og bæi
vestur þar fyrir handan Atlarits-
hafið. Að sjálfsögðu voru allir
búðargluggar fagurlega skreyttir
og fullir af alls konar varningi,
sem ætlaður var til jólagjafa. Gat
þar ekki aðeins að líta rándýra,
glæsilega og vandaða muni, held-
ur einnig ,og ekki síður, alls kon-
ar ódýran, snotran og snyrtilegan
smávarning, sem hentugur er til
smágjafa, enda munu fæstar þjóð-
ir vera jafn stórtækar um jóla-
gjafirnar sem við íslendingar. En
allt vár þetta líkt því, sem kunn-
ingi minn hafði áður gert sér í
hugarlund, og vakti það því enga
sérstaka athygli hans. Hitt fannst
honum furðulegra, hversu mikið
kapp hafði þegar —- heilum mán-
uði fyrir jólahátíðina — verið lagt
á það, að skrautlýsa torg og göt-
ur á sérstakan hátt til þess að
minna menn á undirbúning jól-
anna og jólafögnuðinn sjálfan. T.
d. kvað hann, að víða hefðu verið
þanin all-þéttriðin net yfir höfði
manna á álfaravegi til þess að
bera uppi ljósakúlurnar og
skrautljósin, sem breyttu skamm-
degismyrkrunum í dýrðlegan
ljóma og birtu.
— og svona er það hér.
VÍST ERU ÞESSAR frásagnir
vinar míns ekki saga til næsta
bæjar, enda ekki ætlaðar öðrum
en mér í lauslegu kunningjarabbi
um allt og ekkert. En því minnist
eg á þetta, Ú það rifjaðist upp
fyrir mér nú um helgina, þegar
eg gekk eftir götum okkar kæra,
norðlenzka h ifuðstaðar og svip-
aðist um eftir ódýrum og hentug-
um jólagjöfum handa heimafólk-
inu, og einkum þó börnunum, en
sá næstum ekkert, sem hentaði
til slíkra hluta, nema þá helzt ein-
hverja nauða ómerkilegra og oft-
ast ósmekklega gifsmuni, sem
molna niður, ef á þá er andað að
kalla, og eru auk þess í ýmsum
tilfellum einna bezt til þess falln-
ir að slæva og bi-jála heilbrigt
fegurðarskyn og listasmekk þess
fólks, sem fær þá handa á milli,
og þá fyrst og fremst barnanna.
Eitthvað sá eg einnig af leikföng-
um úr tré, meðal annars ^ap, sem
hrófað var lauslega saman úr
kassafjölum, og naumast svo mik-
ið fyrir útlitinu haft að strjúka
grófustu sagarförin af, áður en
einhverju litasulli væri klesst á
þessa ljótu og óhaglegu hluti.
Auðvitað á ekki allur þessi varn
ingur óskilið mál að þessu leyti,
því að sumir hlutirnir eru all
snoturlega gerðir og smekklegir.
En allt kostar þetta drjúgan skild-
ing, hvort sem það er nú fagurt
eða nauðaljótt og óvandað.
Og svo eru það bækurnar.
EKKI MÁ EG gíeyma bókun-
um, þegar eg minnist þeirra hluta,
sem fáanlegir eru og hugsanlegir
til jólagjafa, því að auðvitað eru
það þær, sem mestan svip setja á
jólamarkaðinn nú, eins og raunar
svo oft áður síðustu árin, eftir að
eldur stríðsgróðans og íblástur
„nýsköpunarstj órnarinn ar“ sælu
hefir leikið um allan fjárhag okk-
ar og menningu, svo að segja má,
að ekki sé annað en innviðir
þeirrar byggingar eftir, þar sem
þeir eru þá ekki einnig brunnir
og gjörfallnir. En um bókaflóðið
er bezt að hafa sem fæst orð, því
að það gengur jafnvel að ýmsu
leyti fram af mér, sem tel mig
þó sjálfur allmikinn bókavin. Og
ýmsir þættir þeirrar blómlegu
framleiðslu minnæ óneitanlega
talsvert á gifsófreskjurnar,
„skrautskildina" og kassafjala-
leikföngin, sem eg nefndi áður,
þótt sá hinn betri hlutinn beri
þess hins vegar augljóst og gleði-
legt vitni, að bókagerð okkar
fleygir að ýmsu leyti vel fram
þessi hin síðustu árin, og á eg þar
auðvitað við hinn ytri búning
bókanna, en að öðru leyti fljóta
ávallt ýmsar góðar og gagnmerk-
ar bækur með í öllu skraninu —
(Framhald á 10. síðu).
Erfitt að vera húsmóðir
á þessum jólum
Betra að hafa gott minni.
í bréfi, sem þættinum hefir borizt frá húsmóður
hér í bænum, er kvartað undan því, að ySÍskipta-
menn lyfjabúðanna skuli þurfa að sýna sjukrasam-
lagsbók sína í hvert sinn sem þeir þurfa að sækja lyf
í búðirnar. Konan bendir réttilega á, að húsmæður
þurfi nú orðið að hafa gát á svo mörgum skírteinum,
sneplum og skeklum, vegna skömmtunarinnar, að
illt sé að þurfa að bæta sjúkrasamlagsbókinni við,
einkum er veikindi séu á heimilunum og fáir eða
engir til að senda. Vilji stundum fara svo, að bókin
gleymist heima og þurfi þá aðra ferð eftir henni áð-
ur en lyfið fáist afgreitt. Konan telur að, nægilegt
ætti að vera að sýna bókina einu sinni í mánuði í
lyfjabúðunum, eða, ef gjaldið er greitt, til áramóta,
einu sinni. Lyfjabúðirnar geti skrifað númer bók-
anna hjá sér við þessa sýningu og þannig gengið úr
skugga um, að bókin sé í lagi án þess að henni sé
framvísað í hvert sinn. Eg held að takast mætti að
leysa þetta mál með góðri samvinnu allra aðila. Það
getur verið óþægilegt að fá ekk'i íyf afgreidd á
stundinni, sérstaklega af um almenn veikindi er að
ræða eins og hafa gengið hér að undanförnu. Og
satt er það, að húsmóðirin mun eiga nóg með að
gæta allra skömmtunarseðlanna og muna, hvaða
tölustafur eða bókstafur á við hvér innkaup, én þáð
gerist nú æ flóknara. Og sendi eg"þin ábendingar
hennar áleiðis til réttra aðila.
Miði út á miða.
i.flllJ <■ U l J ÓÍIL
. :----- ./ A
ííj siAOki .
Eg heyri að nú sé búið að framlengjæ stofnauka
númer 13 — en svo heitir ávísun, okkai- á ytri fatn-
að, sem illa hefir verið innleyst. Þessk framlenging
er þó þannig, að menn verða að útyega sér nýja
miða út á gömlu miðana. Þeir munu verða æði
margir um næstu ái-amót, sem-í stað nauðsynlegs
klæðnaðar verða að sækja sér .rniða út á miða. Al-
mennt mun hafa verið búizt við þyí,,þggái.',t,ekin var
upp skömmtun á ytri fatnaði, að menn, mundu geta
fengið sér nauðsynlegan ldæðnað út á miða þessa
fyrir árslok 1948. En því hefir ekki verið að heilsa.
Eg þekki mörg heimili, sem eiga alla sína stofnauka
ennþá af því að þau hafa ekki getað fengið fatnað,
sem hentugur þótti, þ. e. góð föt eða efni í föt og
kjóla fyrir hófsamlegt verð. Einna helzt hefir verið
hægt að fá rándýra, tilbúna kjóla, en sjaldan kjóla-
efni, og eg skil satt að segja ekki, hvernig karlmenn-
irnir fara að því að klæða sig sómasamlega á næsta
ári, ef ekki rætist úr. Tilbúin föt sjást helzt aldrei og
fataefni fréttir maður um, að örfá hafi komið, og
eru auðvitað búin þegar fréttin berst. Þetta ástand
er til minnkunar. Með þessum hætti er skömmtun
algerlega gagnslaus. Hún hefir ekkert gert til gagns
að þessu leyti, en hún hefir kveikt falskar voniz-.
Heimatilbúnir erfiðleikar.
Það verður erfitt með jólagjafirnar í ár. Úrvalið
hefir sjaldan verið minna. Og verðlagið er blöskrun-
arvert, það er sannast mála. Nú fást jólakort helzt
ekki nema á kr. 1,50. Það er því dálaglegur skild-
ingur sem það kostar, ef maður ætlar að viðhalda
þeim góða, gamla sið, að senda kunningjunum jóla-
kort. Mér ógnar líka verðið á sumum innlendu leik-
föngunum. Þau kosta yfirleitt tugi króna. Og allt of
mörg þeirra óhentug barnaleikföng og hefir aug-
sýnilega ekkert tillit verið tekið til vísindalegra
rannsókna á hæfni barnaleikfanga. Eg held að upp-
eldisfrömuðir þjóðarinnar ættu að láta sig meiru
skipta gerð barnaleikfanga en þeir gera nú, og
freista þess að sveigja hana inn á heppilegar brautir.
Það verður erfitt að vera húsmóðir á þessum jóluta.
Verst er að erfiðleikarnir eru að verulegu leyti al-
innlend framleiðsla.
A.