Dagur - 15.12.1948, Page 9
Miðvikudaginn 15. desember 1948
DAGUR
9
Það fer að vonum, að Svavar
Guðmundsson hafi þótzt himin
höndum taka, cr honum barst
Morgunblaðið með ummælum
fjármálaráðherrans uin skatt-
greiðslur nokkurra kaupfélaga og
SÍS, ásamt útleggingu þeirra
Morgunblaðsmanna á textanum.
Hestinn munar um pundið, þegar
hann er þreyttur, segir gamalt
máltæki, og víst mun bankastjór-
inn hafa verið orðinn mæddur að
standa undir fyrri fullyrðingum
sínum um útsvarsálögur á KEA
og önnur samvinnufélög.
Hefir hann eflaust haldið, að
létta mætti klyfjarnar með tilstyrk
Morgunblaðsins og svo mikið er
víst, að hann greip tækifærið til
þess að koma upplýsingum Mbl. á
framfæri í fyrsta íslending, sem
guð gaf yfir. En ekki er allt, sem
sýnist, og kynni svo áð fara, að
bankastjóranum hafi þar með
bætzt það pundið, sem erfiðast
verður að rísa undir.
Á niðurjöfnunarnefnd Akureyrar
að brjóta lög?
Hér í blaðinu hefir það verið
rakið ýtarlega, hvernig skattalögin
frá 1941 koma óréttlátt niður á
bæjarfélögum og sveitarfélögum
með því . að ..þar, tgkur ríkið sér
einkarétt á skattlagningu tekna
umfram 200 þúsund krónur. Af
þessu leiðir, að hærri útsvör en 80
—100 þúsund krónur er ekki hægt
að leggja á nokkurt fyrirtæki,
hvort heldur það heitir samvinnu-
félag eða einkafyrirtæki. Slík út-
svör hefir KEA borið ár eftir ár og
í allmörg skipti, t. d. í fyrra hæsta
útsvar á lándiftu. Þetta þykir
bankastjóranum samt ekki nóg.
Hann ætlast til að niðurjöfnunar-
nefnd kaupstaðarins brjóti lög og
leggi hærra á eií lög heimila, en þó
aðeins ef k'aupfélag á í hlut. Þarf
ekki að fjölyrða um þessa mál-
færslu alla, svo aumleg sem hún
er, enda hefir bankastjórinn enga
tilraun gert til þess að færa rök
fyrir máli sínu. Hann tekur þann
kostinn að endurtaka dylgjur sínar
og láta sem skattalögin frá 1941
væru ekki til.
Ekki hefir hann heldur sýnt
neinn lit á að útskýra, hvers vegna
reykvískt fyrirtæki, sem greiddi
margar milljónir í skatta til ríkis-
ins bar aðeins um 100 þús. kr. út-
svar. Var hann spurður að því hér
í blaðinu, hvort þar hefðu vondir
Framsóknarmenn verið að verki og
haft fé af höfuðstaðnum, en svarið
er enn ekki fengið frá honum og
fæst væntanlega seint, því að það
hentar ekki þeim málstað, sem
bankastjórinn hefir nú helzt áhuga
fyrir, að því er virðist. Sannleik-
ann í málinu mun hann þó mæta
vel vita, sem sé þann, að árásir á
KEA í sambandi við útsvarsálögur
eru ómaklegar og ósvífnar. Væri
lionum nær að beina geiri sínum í
aðra átt og stúðla að því, að hlut-
deild bæjanna í skattafúlgunum
væri meiri. Það er mál út af fyrir
sig að tala um. En málflutningur
bankastjórans mun ekki til þess
uppfærður, að auka réttlætið í
skiptum ríkis og bæja — og væri
þess þó full þörf, — heldur er hann
yrinn vill heimla milljóna skatf af verzlun mé
neyzluvörur almennings
Blöð flokksins telja heppilegt, að f jár
magn kaupfélagsmanna verði flutt
í ríkissjóðinn í Reykjavík
þáttur í ófrægingarstríði því, sem
málgögn Sjálfstæðisflokksins heyja
nú gegn samvinnufélagsskapnum í
landinu.
Pund Morgunblaðsins.
Þá er komið að pundi Morgun-
blaðsins, sem bankastjórinn hélt
að sér mundi reynast heldur
drjúgt. í því felst það, að þar sem
eitt einkafyrirtæki hafi greitt rík-
inu 12 milljónir í skatta á 9 árum,
en átta samvinnufélög lægri upp-
hæð, þá hljóti samvinnufélögin að
njóta sérstakra skattfríðinda. Það
er eftirtektarvert, að þessi mál-
gögn telja ekkert athugavert við
það, að eitt fyrirtæki græði svo
ofsalega á nokkrum árum, að lög-
boðnir skattar þess nemi 12 millj.
Hitt finnst þeim frásagnarvert og
hneykslanlegt, að, átta stærstu
kaupfélög landsins hafi ekki greitt
slíkar upphæðir og hljóti það að
sanna skattfríðindi þeirra. Þarna
er mælistika skattgréiðslnarina til
ríkisins lögð á gagnsemi fyrirtækja
í landinu. Því hærri sem skattarnir
eru, því betra er fyrirtækið, segja
þeir Mbl.-menn. Eða með öðrum
orðum, því meira, sem okrað er á
almenningi, því betra. Eða hvaðan
skyldi Mbl. halda, að gróði sá, er
það státar af, hafi verið kominn?
Annað tveggja er þarna um að
ræða verzlunarfyrirtæki, sem hefir
grætt þessa milljónatugi á því að
selja íslenzkum almenningi vö'rur,
eða um er að ræða útgerðarfélag,
sem hefir haft þennan gífurlega
gróða af vinnu annarra. Líklegt má
telja, að Mbl. hafi þarna í huga út-
gerðarfyrirtæki. Nú er kunnugt, að
samvinnufélögin reka yfirleitt ekki
útgerð, og aðalrekstur þeirra er
verzlun með nauðsynjavörur al-
mennings. Mætti því ætla af þess-
um samanburði Mbl., að það telji
eðlilegt, að verzlun með kornvörur
og aðrar slíkar nauðsynjar, til
handa íslenzkum heimilum, skili
ríkissjóði svipuðum gróða og tog-
araútgerð á styrjaldartímum. Mun
landsmönnum flestum þykja þessi
skoðun blaðsins harla eftirtektar-
verð. Sé hins vegar um verzlunar-
fýrirtæki að ræða, sem innt hefir
af höndum 12 milljónir í skatta á
9 árum, er þarna að finna mjög
sterka ábendingu um nauðsyn þess
að breyta verzlunarháttum í land-
inu og forða því, að íslenzkur al-
menningur sé þannig hafður að fé-
þúfu einstakra gróðabrallsmanna.
Innflutningskvótarnir og
rökscmdir Mbl.
Það er kunnugt, að einkafyrir-
tækin flytja inn 70—90% af þeim
vörum, sem mest álagning er á.
Hins vegar hafa samvinnufélögin
mestan innflutning í kornvörum og
helztu matvörutegundunum. Það
er kvótaskipting ríkisvaldsins, sem
heldur innflutningsverzluninni í
þessum viðjum. Samvinnumenn
hafa nú um mörg ár krafist þess,
að þessu kvótaskipulagi væri
breytt og menn væri ekki neyddir
til þess að sækja ýmsar vörur til
annarra fyrirtækja en þeirra, er
þeir óska að skipta við. En þessar
kröfur hafa sætt harðvítugri and-
spyrnu Sjálfstæðisflokkisns, sem
vill viðhalda forréttindaaðstöðu
þeirri, sem nokkur fjölskyldufyrir-
tæki hafa hlotið í þessu efni. Fram
að þessu hefir Sjálfstæðisflokkur-
inn verið sigursæll í þessari bar-
áttu sinni GEGN FRJÁLSRI
VERZLUN. Eigi að síður telur
Mbl. sjálfsagt, að verzlun með þær
vörur, sem minnst álagning er á, þ.
e. matvörur, beri sömu skattaupp-
hæðir og verzlun með þær vörur,
sem mest er lagt á, t. d. vefnaðar-
vörur. Er þetta enn ein sönnun um
áhuga Mbl.-manna fyrir því, að
hag almennings sé borgið í verzlun
og viðskiptum.
Verzlunin með lífsnauðsynjar á
ekki að bera þunga skatta.
Landsmenn almennt, þeir sem
þurfa að hafa gát á hverjum út-
Iögðum eyri, skilja það mæta vel,
að þessum boðskap Mbl. um háa
skatta af verzlun með almennar
neyzluvörur, er stefnt gegn þeim,
gegn því, að fólkið i landinu fái að
búa við góð verzlunarkjör, geti
sjálft tekið höndum saman um
starfrækslu eigin búða og notið ár-
angurs samstarfsins. Mbl. vill ekki,
að samvinnufélög bænda geti skil-
að þeim sannvirði vörunnar, held-
ur verði þau fyrst að greiða þunga
skatta til ríkisins. Mbl. vill ónýta
gagnsemi samvinnuskiplagsinsmeð
því að arður félagsmanna falli
þeim sjálfum ekki í skaut, heldur
renni í ríkissjóð. Það vill fyrir-
byggja það, að kaupfélagsmenn
um land allt geti safnað nokkru
fjármagni í kaupfélögum sínum
með því að fela þeim varðveizlu
arðsins til aukinna framkvæmda.
Þetta fé telur það bezt komið í
ríkissjóðnum í Reykjavík. Það
þarf ekki að lýsa því, hver áhrif
slíkt athæfi mundi hafa á af-
komumöguleika héraða og byggða.
Allvíða háttar þannig til, að sjóðir
kaupfélaganna eru helzta fjár-
magnið, sem íbúar héraðs eiga.
Arðurinn af verzluninni, áður en
kaupfélögin komu til sögunnar, var
oftast fluttur burt, til Reykjavíkur
og Kaupmannahafnar, er kaup-
menn þóttust hafa safnað sér nóg-
um gróða. Sjóðir kaupfélaganna
hafa verið að myndast í mörg ár.
Þeir eru undirstaða framkvæmda
þeirra. Með því að fyrirbyggja, að
félagsmenn gætu lagt verzlunar-
arðinn í þá sjóði, væri því enn ver-
ið að auka á fjárflóttann til
Reykjavíkur, draga úr fram-
kvæmdamöguleikum byggðanna og
flýta fyrir þeirri óheillaþróun, sem
stefnir að því, að gera lífið úti á
landi erfiðara og tækifærissnauð-
ara en í þéttbýlinu við Faxaflóa.
Það væri hollt fyrir Akureyringa
og Eyfirðinga að hugleiða hvernig
mundi umhorfs hér í bænum, ef
fjármagn það, sem félagsmenn
KEA og samvinnumenn landsins
hafa falið KEA og SÍS til varð-
veizlu, hefði að verulegu leyti verið
flutt til Reykjavíkur jafnharðan og
það myndaðist, í stað þess að það
er nú geymt í arðbærum atvinnu-
fyrirtækjum hér nyrðra. Svavar
Guðmundsson og hans nótar telja
verzlun og framkvæmdum bezt
borgið í höndum einstaklinga, sem
ekkert rótfesti hafa og flýja til
Reykjavíkur og Kaupmannahafnar
með arðinn af vinnu og verzlun
fjöldans .þegar þeim hentar. Sam-
vinnumeftn telja’ vqrzlunina pg
framkvæmdirnar bezt komnar . í
höndum samvihriúfélaga almenn-
ings, serri öllurri eru opin. Arðurinn
af verzlun og vinnu er þá lagður í
framkvæmdir, sem miða að bætt-
um hag og aukinni menningu
Unga fóliiiY'tíg
iþröltirnar.
nefníst éirin ])áttúr útvarpsins nú
á dögum. Ég hliistaoi á einn slíkan
í s. 1. viku. Þar lét til sín heyra all-
margt af ungú fólki úr höluðstaðn-
um og þ. á. m. nokkrir af þekkt-
ustu „stjörnunum" á íþróttasvið-
inu. Barmargt ágqma og ekki ein-
um.rúmi sungin Ipfgjörð um íþrótt-
irnar, sem ckki var þeldur að vænta.
Metkeppni, félagsrígur, drykkju-
samkvæmi íþróttalélagá, lliléfáíeik-
ar o. fl. lékk þar nokkra og ekki ó-
verðskuldaðá krítik. Frásögnin utn
heljarstökkið og ályktanir, scm
drégnar eru af þeirri sögu m. a. ti!
áfellis íþróttakennurum, tel ég
vafásama. Sé þessi saga siinti, ber
liún vott um einstaka skammsýni
og ruddamcnnsku, scm ég trúi. ekki
að finnist lijá neinum íþrótta-
kennara landsins.
Sennilega hefir það verið nem-
andi úr Háskola íslánds, sein am-
aðist við íþróttum sem skyldunámi
fyrir menntairiennina í æðri skól-
um. — Ékki lagði hann þó til, að
kennsla í áfengisneyslu yrði upp
tekiu í staðinn, en eltir fregnum að
dæma ipætti víst váenta þeirrar ósk-
ar frá sumum háskólaborgurunum!
Én jaínframt var þarna drengi-
lega bent á kosti íþróttanna, mögu-
leika þeirra til að afla hreysti,
drengskap, sjálfstæði óg lífsliam-
ingju. hættinum lauk með gleði-
söng urigra radda og var í lieild
fremur góður, þótt meiri festa í
stjórn og viðtali væri æskileg. En
unga íólkið ætti ekki að gleyma
þéssum þætti útvarpsins.
4
SliiÖaférðir. i
Þrátt fyrir veikindi og lítinn snjó
hafa skíðamennirnir talsvert verið
á ferðinni, hópast upp í fjall um
helgar, „lcgið við“ í Ásgarði og æft
af kappi og glöðum hug í svig-
brautunum. Einnig hafa þeir lryrj-
að með gönguæfingar á túninu ol-
an við G- -V. Hermann Stel'. liefir
sér til lijálpar í • Jtessum fcrðum,
a. m. k. stundum, beztu skíðamenn
fólksins sjálfs og hann beri ávöxt
heima í héraði.
Samanburður Mbl. hefir beint
umræðunum um skattamál kaup-
félaganna að gróða einkafyrirtækj-
anna og er það gott. Almenningur
í landinu mun lítt hafa áttað sig á
hinum flóknu talnaþulum Mbl.,
sem Sv. G. vitnar ákaft í. Kjarni
þeirra var tvöfaldur skattur á sam-
vinnumenn. En nú hefir Mbl.
brugðið upp einfaldri mynd, sem
auðvelt er að átta sig á. Annars
vegar er ódýr, hagkvæm verzlun,
rekin af fyrirtækjum fólksins
sjálfs. Slík verzlun á ekki að bera
þunga skatta. Það væri í ósam-
ræmi við hag almennings í heild.
Hins vegar er verzlun, rekin af
nokkrum fjölskyldufyrirtækjum,
sem að sögn Mbl. græða svo of-
boðslega að þau greiða hvert um
sig, margar milljónir í skatta á
skömmu árabili. Greinilegri gat
þessi samanburður Mbl. naumast
verið. Þjóðin þarf ekki að hugsa sig
um tvisvar, hvort skipulagið henti
betur. Sv. G. mun komast að raun
um, að pund Mbl. verður honum
ekki léttara á baki en pundin tvö,
sem hann stóð ekki undir í fyrri
umræðum um útsvars- og skatta-
álögur.
bæjarins, og er það mjög til upp-.
örfunar þeim, scm skemmra eru
komnir.
Éinn skiðamanna héðan, Haf-
steínn Þorgeirsson, er nýfarinn út
í Ólafsfjörð og hefir þar 1Ó—12
daga námskeið lyrir duglegt skíða-
fólk. — Hafsteinn er Jiekktur sem
snjall svigmaður og hcfir verið við
nám á skíðaskólanum á Isafirði.
Sundlaug Akureyrar
hefir verið lokuð síðari í september
byrjtui. Nú er bóið að stéypá þáflá
umhverfis laugina, en uiidir Jteiin
verður síðan komið fyrir leiðslum
og hreinsitækjum fyrir Jiessa laug
og hina væntanlegu. Allt er Jrarna
unnið í samráði við íþróttafulltrúa
ríkisins og með íullkomna, yfir-
byggða framtíðarsundlaug fyrir
augum. Er henni nú ætlaður stað-
ur í gilinu atistan við þá gömlu og
sennilega verið að vinna að teikn-
ingu hennar. En [>ar er um fram-
kvæmd að ræða, sem ekki verður
fullgerð á fáurn árum, jafnvel Jjótt
Fjárhagsráði („Reykjavíkur") skáni
nærsýnin eitthvað, og Akureyrar-
bær verði enn rausnarlegri en áður
í fjárframlögum. Eitthvað verður
þó vonandi liægt að gera til vertt-
legra bóta, t. d. reisa búningsklefa
og smálaug undir Jtaki á komandi
ári.
— En gufubaðstofan er opin eiris
og ‘venjulega og sennilega má líka
steypa sér í laugina og synda
skömmu eftir áramótin.
Iþróttahúsið
er lokað sem áður, Jirátt fyrir upp-
hafið skemmtariabann. Þykir mörg-
um [)að leitt.
ÍJiróttafélögin og sérstakir hópar
hala þarna ákveðna tíma, marga í
viku liverri. Húsinu þarf að halda
heitu, starfsfólkið Jiarf sitt kaup.
Húsnefndin segir, að ekki stándi
á lnisinu og vill fá grcitt til liúss-
ins íyrir hvcrn tíma. — IJuótta-
fólkið segist vilja koma en lnisið er
lokað. Hver á að borga kostnað-
inn?
ÍÞRÓTTIR OG ÚTILÍF