Dagur - 30.11.1949, Side 4

Dagur - 30.11.1949, Side 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 30. nóvember!949 Kosfnaður við legudag sjúklings helmingi hærri í Reykjavík en á Akureyri Rekstur Akureyrarsjíikrahúss hagkvæmastur á landinu Allmiklar deilur standa nú yfir í Reykjavíkurblöðunum mn sjúkrahúsmál höfuðborgarinnar. Hafa einkum átst við Tíminn og Morgunblaðið. Raunar þarf ekki um það að deila, að það er Sjálf- stæðisflokkurinn í höfuðborginni, sem ber ábyrgð á ófremdarástand- inu í sjúkrahússmálunum þar. Flokkurinn hefir verið einráður í Reykjavík um langan aldur. $>e xtug u r : bóndi í Hvammi í þessum umræðum hefir margt athyglisvert komið í ljós, og þar á meðal upplýsingar um stórmál, en það er rekstur og reksturs- kostnaður sjúkrahúsa í landinu. Tíminn hefir birt upplýsingar um þetta efni og samkvæmt skýrslum heilbrigðisstjórnarinnar var kostn aðurinn á legudag, sem hér segii' á árinu 1947: Akureyri kr. 34,39, Vestmanna- eýjar kr. 37,35, Seyðisfjörður kr. 37,35, ísafjörður kr. 44,72 og í Reykjavík (farsóttarhúsið) kr. 72,00. Blaðið hefir nú snúið sér til Gunnars Jónssonar sjúkrahúss- gjaldkera hér í tilefni af þessum umræðum og upplýsingum. — Gunnar Jónsson staðfesti, að þær upplýsingar, sem Tíminn hefir birt um reksturskostnað sjúkra- hússins hér, séu réttar og sannar. Er því augljóst, að reksturkostn- aður á þessu sjúkrahúsi í Reykja vík er meira en 100% bærri en á sjúkrahúsinu hér. Þó eru margir kostnaðarliðir fyrir hendi hér, sem ekki eru til staðar á þessu sjúkrahúsi í Reykjavík, svo sem röntgendeild, skurðstofa o. fl. Kostnaður Akureyrar af sunnlenzkum sjúklingum. Þó er ótalið það, sem kostnað- armest er fyrir sjúkrahúsið hér, og þar með gífurlegt ranglæti, sem sjúkrahúsið hér er beitt. — Hingað koma flestir eða allir herklasjúklingar, sem þarfnast vandasamra skurðaðgerða. Þessir sjúklingar verða kostnaðarsam- astir fyrir sjúkrahússreksturinn. Ríkissjóður greiðir sjúkrahúsinu aðeins kr. 27,50 á dag fyrir sjúkl- inga. Reykjavíkurbær fær þann- ig drjúgan styrk frá Akureyrar- bæ með þeim sjúklingum, sem frá Reykjavík koma, og þeir eru margir, og hefir tala legudaga þeirra komiz.t upp í 1700 á ári. Ef reiknað er með sama kostnaði á legudag og reyndist vera rekst- urskostnaður á legudag á sjúkra- húsi í Reykjavík, eru það ca. 64 þús. kr., sem Akureyri verður þannig að gefa með reyvískum sjúklingum. Er þetta vitaskuld hið herfilegasta ranglæti gagnvart sjúkrahúsinu hér, en hefir ekki íengist leiðrétt þrátt fyrir ítrekuð tilmæli til heilbrigðisstjórnarinn- ar. Rekstur sjúkrahúsa. Gunnar Jónsson skýrði blað- inu svo frá, að víða erlendis, t. d. í Bandaríkjunum, væri rekstur sjúkrahúsa talinn stórmál, sem mikill gaumur væri gefinn af yf- irvöldum og almenningi. í Banda ríkjunum fer fram samanburður árlega á hinum ýmsu kostnaðar- liðum sjúkrahússrekstursins í landinu, og þeim aðila veitt verð- laun, sem sýnir mesta hagsýni í rekstrinum. Er allur tilkostnaður reiknaður niður í grunneiningar og sést þá strax ef nokkur sveifla verð.ui' á kostnaðarliðum,- Á sjúkrahúsinu hér hefir kostnaður á hverju ári vefið reiknaður nið-- ur í þessar grunneiningar, og til fróðleiks má geta þess ,að árið 1938 var alluf kostriaðurinn kr. 5,65,52 á legudag ,en árið 1948 kr. 34,39, eða hafði rúmlega sexfald- ast. Þá má geta þess, að margir liðir hafa aðeins þrefaldast, en launa- liðurinn tekur gllan þann hagn- að tii sín. Sundurgreindur kostnaður. Gunnar Jónsson lét blaðinu í té sundurgreiningu á kostnaðarlið- um á rekstri sjúkrahússins hér. Munu það þykja fróðlegar upp- lýsingar með því að rekstur sjúkrahússins hér, er ,samkvæmt skýrslum heilbrigðisstjórnarinn- ar, hagkvæmastur á landinu og hefir vei-ið svo nú lengi. Skýrsla þessi er þannig: Fæði pr. fæðisdag á Sjúkrahúsi Akureyrar 1938. Allt fæði. Innl. fæði Sundurl. Aur.: Aur.: 1. Brauð 4,45 2,45 2. Kornvörur 7,56 3. Mjólk 30,90 30,90 4. Mjólkurvörur 9,10 9,10 5. Ostar 1,39 1,39 6. Smjör og annað feitmeti 8,10 5,00 7. Fiskur 9,21 9,21 8. Kjöt 30,62 30,62 9. Ofanáskurður 1,10 1,10 10. Þurrkaðii' ávextir 0,93 11. Grænmeti 10,01 10.01 12. Egg 4,06 4,06 13. Kryddvörur 1,33 14. Saft, ávaxtamauk 0,63 0,33 15. Sykui' 4,06 16. Heitir drykkir 4,20 127,56 104,17 Verður því útlent efni í fæðinu Mig vantar rauða hryssu, 5 vetra, stjörn- ótta, glófexta ómarkaða. — Þeir, sem kynnu að liafa orðið hennar varir, gjöri svo vel að gera mér aðvart sem fyrst. Guðmundur Jónsson, Mýrarlóni. Sliinnliúfa, brún, tapaðist frá Barna- skólanum á leið norður Helgamagrastræti. — Vin- samlegast skilist í Helga- magrastræti 49. Lítið notað gólfteppi, 3x4 m., til sölu. — Upplýs- ingar á Saumastofu Gefjunar. Saumavélar, Husquarna, Singer (Zig- Zag), stígnar, til sölu. — Upplýsingar gefur Kristín Sigurbjörnsdóttir, Gránufélagsgötu 28. margar tegundir, hentug JÓLAGJÖF. Verzl, Asbyrgi Söluturninn, Hamarsst. Kartöílumjöl Hveiti Rísmjöl Rísgrjón Baunir do. grænar og margt fl. Söluturninn við Hamarsstíg. 0,23,48, en innlent rúmlega kr. 1.04. Kostnaður pr. legudag: 2. Læknahald 49,07 1. Laun 138,69 3. Neyzluvörur 174,29 4. Lyf 15,21 5. Umbúðii' 0,16 6. Ljóslækningar 0,94 7. Eldiviður og Ijós 61,49 8. Viðhald húsa 10,77 9. Munir 29,60 10. Hreinlæti 41,92 11. Sími og skrifstofukostn. 4,92 12. Ýms gjöld 33,99 13. Eftirgefnar skuldir 4,47 Samtals krónur 565,52 I gær, þriðjudaginn 29. nóv- ember, átti Halldór Guðlaugs- son, bóndi í Hvammi í Eyja- firði, sextugsafmæli, en Hall- dór er, svo sem mönnum er kunnugt, einn af fremstu bændum þessa héraðs, enda er hann kominn af traustum og dugmiklum eyfirzkum bændaættum. Foreldrar Hall- dórs voru þau hjónin Krist- björg Halldórsdóttir og Guð- laugur Jónsson, bæði ættuð úr Eyjafirði. Amma Halldórs í móðurætt var Guðrún Krist- jánsdóttir frá Hvassafelli í Eyjafirði, en Kristján faðir Guðrúnar og Jónas Hall- grímsson voru systrasynir. Móðurbróðir Halldórs var hinn kunni athafna- og gáfu- maður, Aðalsteinn Halldórs- son, stofnandi klæðaverk- smiðjunnar Gefjun á Akur- eyri. Foreldrar Halldórs byrjuðu búskap í Hvammi sumarið 1882 og bjuggu þar allan sinn búskap og þar er Halldór fæddur og uppalinn og hefir ekki átt heima annars staðar. Hann stundaði nám við Gagn- fræðaskóla Akureyrar og lauk þaðan prófi 1910. Fimm árum síðar eða 1915 tók Halldór við búi af móður sinni og hefir búið þar óslitið síðan. Hvammur er stór jörð, erfið og mannfrek, en þar hefir Halldór búið mesta myndar- ■þúi. Hann hefir af mikilli at- orku og ástundun bætt jörð sína og lagt mikla alúð við það, að koma upp kyngóðum og arðsömum bústofni og hef- ir tekizt það' vel. Halldór er giftur góðri og fallegri konu, Guðnýju Páls- dóttur Hallgrímssonar frá Möðrufelli í Eyjafirði, og eiga þau hjónin 7 uppkomin og mannvænleg börn. Heimili þeirra hefir alla tíð verið í fremstu röð um reglusemi og allan myndarskap, en börn þeirra halda órjúfandi tryggð við þetta æskuheimili sitt. Þau una sér mjög vel heima og vinna að því, með foreldr- um sínum, að bæta og prýða heimilið og yrkja jörðina. Á unglingsárum sínum tók Halldór í Hvammi mikinn þátt í störfum ungmennafé- lagsins hér í hreppnum og var lengi formaður þess, en við þessi störf hans komu þegar í lj ós þau persónulegu ein- kenni, sem hafa fylgt honum fram á þennan dag og munu ávallt fylgja honum. Hann reyndist þá strax mjög traust- ur maður, það var óhætt að reiða sig á hann. Hann var hreinskilinn, og maður vissi alltaf hvar hann var. Hann var þrautseigur og duglegur í starfinu, og þau mál, er hann tók að sér að bera fram og vinna fyrir, þeim var vel borgið, því að hann skildist ekki við þau fyrr en hann var búinn að gera þeim það góð skil, að á betra var varla kos- ið. Það var ekkert hálfverk í nokkru máli hjá Halldóri. Síðan Halldór Guðlaugsson komst til fullorðins ára, hafa störf hans verið fjölþætt. — Hann hefir haft á hendi fyrir sveit sína flest öll trúnaðar- störf, sem til eru í hverju hreppsfélagi, þar á meðal hefir hann verið hreppsnefnd- aroddviti um allmörg ár og er það ennþá. Ennfremur á han sæti í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga sem varamaður frá 1948. Það, sem sagt var hér að framan um það, hvernig Hall,- dór vann fyrir ungmennafé- lagið á sínum tíma, þá á ná- kvæmlega það sama við þegar um störf hans í þágu sveitar- félagsins hefir verið að ræða. Þar hefir sama trúmennskan, þrautseigjan og samvizku- semin verið ráðandi, og hann hefir hvorki sparað tíma eða fyrirhöfn til þess að vinna svo fyrir málefni sveitarinnar, að þau mættu leysast á sem hag- kvæmastan hátt. Um þetta get ég borið af eigin reynslu, því að ég hefi starfað með Hall- dóri, fyrst í ungmennafélag- inu og síðar í hreppsnefnd Hrafnagilshrepps um 30 ára skeið. Að endingu vil ég svo, á þessum tímamótum í ævi Halld. Guðlaugssonar, þakka honum fyrir náin kynni á liðnum árum allt frá því að við, vorum unglingar og fé- lagsbræður í ungmennafélag- inu og síðar í samstarfinu um margháttuð málefni sveitar okkar. Og um leið og ég þakka þetta samstarf og einlæga vináttu hans allan tímann, vil ég fyrir mína hönd og mér er óhætt að -segja einnig fyrir hönd sveitunga minna, óska honum og heimili hans allrar blessunar og áframhaldandi gifturíkra starfa. Hannes Kristjánsson. Söngur Kirkjukórs Akureyiar n. k. föstudagskvöld Undanfarið hefur Kirkjukór mörg og fögur kórverk. — Hefur söngstjórinn Jakob Tryggvason lagt mikið kapp á að þjálfa kór- inn, og hafa kórfélagar sýnt mik- inn áhuga og dugnað við kóræf- ingarnar. — í haust bættust kórnum nýjar raddir, og er hann því nú fjölmennari en hann áðui' var. Föstudaginn 2. desember ætlar kirkjukói'inn að gefa Akureyr- ingum kost á að hlusta á söng sinn í Akureyrarkirkju kl. 8.30 e. h. — Mun kórinn syngja í kór- dyrum. Undirleikinn annast frú Margrét Eiríksdóttir. Óefað fá Akureyringar þá tæki færi til þes sað hlusta á mjög fagran og listrænan söng. — Ein- söngvarar verða Jóhann Kon- ráðsson og Kristinn Þorsteins- son. Kirkjukór Akureyrar er vissu- lega í röð beztu kirkjukóra landsins. — Ber að fagna því, að hann skuli nú stofna til samsöngs með veglega og mikla söngskrá. — Ekki er ákveðið, að kórinn haldi nema þessa einu söng- skemmtun að.sinni, og er öllum þeim, er ætla sér að hlýða á söng- inn, ráðlagt, að koma í Akureyr- prkirkju n. k. föstudagskvöld. Ætti því hvert sæti að vera skipað í kirkjunni á þessum sam- söng kórsins. — Sóknarprestar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.