Dagur - 29.03.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 29.03.1951, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 29. marz 1951 D AGUR 5 Oldin er hállnuS: Litið lil bðka yfir farinn veg Eftir Jón H. Þorbergsson á Laxamýri — Seinni grein — Eins og áður er tekið fram, eru hér í landi um 100 þús. manns búsettir í höfuðborginni, kaup- stöðum og þorpum, en aðeins um 40 þús. í sveitunum, að þó með- töldum þorpum með færra fólki en 300 manns. Þessi skipan er þjóðinni hættu- leg orðin. Framleiðslan er of lítil, samanborin við fólksfjöldann og möguleika landsins. Þjóðin er of háð erlendri framleiðslu, sem hnekkir sjálfstæði hennar. Fjár- hagurinn glæðist við aukna framleiðslu. í þéttbýlinu eru margar fjölskyldur veikar fyrir af því að þær vantar möguleika til athafna,"en í dreifbýlinu eru margar fjölskyldur veikar fyrir af því að þær eru of fámennar. Sannarlega mundi ekki veita af því að hlutfallið breyttist það mikið, að helmingur þjóðarinnar byggi í sveitum landsins og stundaði landbúnað. Það þyrfti ekki að hnekkja sjávarútvegs- mönnum eða annarri starísemi á nokkurn veg. Þá væru bændurn- ir í dag — með 6 manna fjöl- skyldum — 11600 í stað þess að nú eru þeir um 6300. Þá yrði þjóðin minna háð innflutningi vara, þá væri nóg framleitt af landbúnaðarföngum til innan- lándsþarfa og þá mætti flytja út landbúnaðarvöru fyrir stórmikla peninga. Til þessa vantar í dag 30 þúsund manns upp í sveitirn- ar, inn í landbúnaðinn. Og ekki er það fjarri lagi að álykta, að þetta fólk sé til í kaupstöðunum og hafi þar engin nauðsynleg störf með höndum. í ofstórum bæjum verður það jafnan svo, að margt fólk'verður að landeyðum af því að fólkið er fleira en möguleikarnir til sæmilegrar af- komu, geta tekið við. Svona er þetta orðið hér, einkum í höfuð- staðnum. En það er í alla staði ilft að íslendingar skuli verða að slæpingjum, því að þeir eru í eðli sínu starfsemir og duglegir. Framlag landbúúaðarins. Þrátt fyrir vanmat þjóðarinn- ar á landbúnaðinum og van- rækslu hennar við þann þjóðlega atvinnuveg, hefur hann þó lyft miklu Grettistaki á þessari hálfu öld og yfirstigið marga örðug- ieika. Um aldamótin voru íbúar sveitanna 63 þúsundir, en nú um 40 þús. Tuttugu og þrjár þús- Vndir manna hafa á þessu tíma- bili flutt burt frá landbúnaðin- um, auk allrar viðkomu. Á þenn- an hátt hefur landbúnaðurinn lagt til og alið upp megnið af því fólki, sem byggt hefur kaupstað- ina upp og atvinnuvegina þar, og um leið hefur hið flytjandi fólk flutt með sér fjármuni úr sveit- unum og í kaupstaðina. Verð- mæti það, sem landbúnaðurinn hefur lagt þjóðinni til, í þessu tvennu, þennan tíma — uppeldi meginþorra þjóðarinnar og pen- ingar þeir, sem fluttir hafa verið úr sveitunum til kaupstaðanna verður ekki í tölum talið. Það er meira virði og skiptir fleiri milljónum króna, en nokkur ís- lendingur hefur hugmynd um eða getur talið. En þjóðin hefur alveg gleymt að gefa landbúnað- inum dýrðina fyrir þetta stór- kostlega framlag. Þetta hefur orðið landbúnaðinum sjálfum til stórkostlegs hnekkis, þegar þetta hvort tveggja hefur orðið í svo stórum stíl, sem hér er bent á. — Á þessu tímabili hafa sveit- irnar orðið að sjá á bak á annað þúsund sveitabýla, sem lagst hafa í eyði. — Hér í Suður-Þing- eyjarsýslu t. d. hafa mest 16 býli farið í eyði í einni sveit, en 14 í annarri, og er það stórkostlegt, þegar á það er litið, að raunar eru hér engar stórar sveitir til. Landbúnaðurinn hefur orðið að þola stórkostlegt verðleysi á afurðum, einkum á árunum 1919 til 1924 og á árunum 1930 til 1938. Til dæmis var það svo hér í Suð- ur-Þingeyjarsýslu 1932, að bændur fengu um 1/3 verðs fyr- ir selda dilka eða um 8 krónur fyrir dilkinn, en þá var fram- leiðslukostnaður hans um 24 krónur. Fjármagnið hefur runnið í aðrar áttir. Landbúnaðurinn hefur orðið að þola það að þjóðin hefur þenn- an tíma, látlaust að telja má, beint aðalfjármagni sínu til ann- ai’ra framkvæmda, en til hans. Auk þessa hefur svo landbúnað- ui-inn orðið að berjast við venju- lega örðugleika, eins og vorhai'ð- indi (einum 1906, 1910, 1920 og 1949), fjái-pestir o. fl. — Öllum þessum örðugleikum hefur sveitafólkið mætt með því að leggja á sig meiri vinnu og gera minni kröfur. En aldrei lagt árar í bát eða gert verkfall. Það hefur vei-ið þungt Gi-ettistak og þegn- legt framlag, mikil dyggð. Þrátt fyrir alla öi'ðugleika hefur þó fólkið í sveitinni, á þessari hálfu öld, þokað landbúnaðinum úr frumstæðum háttum — að segja má — í nýtízku búnað, bæði í þekkingu og framkvæmd. Það hefur ekki verið lítið átak, enda vel að verið. Framleiðsian fyrr og nú. Um aldamótin var töðufengur um 500 þúsund hestar, en nú 1 milljón og 500 þús. hestar. Þá var uppskera úr göi'ðum um 15 þús. tunnur kartöflur, en nú um 100 þúsund tunnur. Gulrófur eru nú minni en þá vegna kálmaðks og ræktunar ýmsra annarra garðávaxta, sem komið hafa til sögunnar síðan um aldamót. — Gróðurhúsaræktunin er ný og dásamleg framleiðsla, sem skipt- ir nú hundruðum tonna á ári. Fleira mætti benda á í sambandi við framfarir í ræktun. Búfjáreign landsmanna var aldamótaárið 23600 nautgi'ipir, 469.500 sauðfjár og 41.755 hi'oss. Hænsni koma ekki á skýrslur fyrri en 1920. Flest verður sauð- féð 1930, áður en verðfallið og fjái-pestirnar fara að vei'ka, eða 690.200. Þó er það fui'ðu lítið fæi-ra 1940, eða 627.900. Nú er búfjái-eignin um 45 þúsund naut- gripir — þar af rúmlega 30 þús. mjólkandi kýr, 400 þús. sauðfjár, 43 þús. hross, 130—140 þús. hænsni og nokkur hundruð svín. Sauðfénu hefur fækkað vegna fjárpesta, en fjölgar að sjálfsögðu fljótt ef hægt vei'ður að vinna bug á þeim. Geldneyti eru fleiri vegna vanhalda sauðfjárins. Mik- il framför hefur oi'ðið, þennan tíma, í afui'ðamagni því, sem gripirnir gefa af sér. Víða gefur nú kýrin 1000 lítrum meiri mjólk á ári og ærin tvo stóra dilka, en á aldamótunum eitt rýrt haga- lamb og svo 35 lítra mjólkur. En það var víða meðalnyt ánna þegar fært var frá. Hér mætti mörgu við bæta um húsakynni, verkfæri o. fl. En þetta yfirlit sýnir, að á þessari hálfu öld eru framfarir landbún- aðarins stói'kostlegar. Og ástæð- ur fyrir trúleysi þjóðarinnar á landbúnaðinum eru engar til, nema vanþroski í , hugarfari. Skilningsleysi á vex'ðmætum hinnar gróandi jarðar og því að hún er og verður þjóðai'innar að- alhöfuðstóll. Búskapur er öruggasti atvinnuvegurinn. Ekkert er fegra eða ti-yggara í þessu landi en vel byggt og rækt- að sveitabýli, staðsett í íslenzkri gróðurmold. Skipin, sem eru bú- jai'ðirnar á sjónum, eru keypt frá útlandinu, endast stutta stund og afla mjög fanga á al- þjóðamiðum, þar sem fiskur gengur til þurrðar. En á þessum tímamótum rofar líka fyrir breytingu til batnaðar á þessu sviði. Fólk, sem flytur úr sveit- unum í kaupstaðina, verður fyrir meiri vonbrigðum nú en áður. Mai-gt fólk þar þráir að eignast býli í sveit og margur í sveitinni reynir að tryggja sér nýbýli. Málið þarf miklu meiri fyrir- greiðslu bæði með aðgang að landinu og fjái-magnið til fjölg- unar býla þarf að margfalda. Iiéi' í Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem framtak manna til byggingar og ræktunar nýbýla hefur verið meira en í öðrum héi'uðum landsins, eru nýbýli fleiri en eyðibýlin og eru nær því öll í'eist á allra síðustu áx'um. Sveitirnar næst höfuðborginni, sem fyi’st tæmdust af fólki, eru að byrja að fyllast aftur. Nýbýlastarfsemin. Nýverið hefur ríkið hafið starf- semi til ræktunar og bygginga nýbýla. Árið 1947—1949, eða á þi-em árum, samþykkti Nýbýla- nefndin stofnun 108 nýbýla. Af þeim var, í árslok 1949, búið að byggja íbúðarhús á fjörutíu og xi'em auk nÆkurra pepingahúsa og ræktun komin vel á veg. Á síðustu árum hafa kjörin fyrir xá, sem í-eisa vilja nýbýli, vei'ið stórbætt. Allt bendþ' þétth til oess, að á þessum síðari helmingi aldarinnar x-enni upp nýr og gróðursæll dagur í landbúnaðin- um. En með’ því mundi þjóðin skipa sér um eitt mei-kilegasta mál á verklegu sviði. En hér þarf strax að knýja fram miklu meiri framkvæmdir. og leggja til miklu meira fé til þeiri'a. Er þess sízt nokkur.van- þöi'f, þegar á það er htið, að þjóð- in er í þröng með landbúnaðaraf- urðir, að 100 þúsund manns er búsett í kaupstöðum, en 40 þús- und í sveitunum, að þörf er á því í dag, að 30 þúsund manns flytji úr kaupstöðtmUm ög uþp í sveit- irnar og reisi sér þar byggðir og bú. Það er sýriilegt, að þjóðin gæti stórlega bætt hag sinn með fram- leiðsluauka af landbúnaðarvör- um, bæði til að fullnægja innan- landsþörí, nota þá afurð í stað innfluttrar vöru og flytja út fx-á landbúnaðinum til öflunar nauð- synlegs gjaldeyi-is, Nú er talið að gærur af síðasta árs fi'amleiðslu hafi verið seldar út fyi'ir 27 milljónir króna. Ekki er vitað, hvort þetta eru allar þær gæx'ur, sem seldar verða úr landi að þessu sinni, né heldur hve mikið af þeim hefur farið til inn- anlandsþai-fa. En árið 1948 fóru 9100 í sútun, en 14300 í afullun innanlands. (Skýrsla Landsbank- ans). Hefði t. d. sauðfjáreign landsmanna aðeins staðið í stað síðan 1930 — en þá var sauðféð um 600 þúsundir á vetrax-fóðri — hefði nú mátt flytja út sauðfjár- afurðir fyrir fjölda tugi milljóna króna. Margt fleira mætti minnast hér á, í sambandi við það, sem að framan er ritað um fram- kvæmdir og framkvæmdaleysi í landbúnaðinum, en sem ekki rúmast í blaðagrein. Skal þó að lokum farið hér nokki'um orðum um ýmislegt fleira, er sýnir gildi hans fyrir land og þjóð. Landbúnaðurinn er aðalatvinnu- vegur þjóðai'innar. Útvai-pið flytur nú daglega fréttir um atvinnulausa heimilis- feður. Bágt eiga þeir, ef þeir hafa ekki glatað þeirri sjálfsögðu skyldutilfinningu og löngun að sjá fyrir sér og sínu skylduliði. Þetta er afleiðing þess, að fólk hefur allt of mjög þrengt sér saman í bæina og yfirgefið hin lífsnauðsynlegu framleiðslustörf. Hundrað þúsund fólks er nú bundið við þéttbýlið, en aðeins fjörutíu þús. eru í dreifbýlinu. í bæjunum ei-u þúsundir manna sem enn teljast ekki atvinnu- lausir, er fást við ónauðsynleg stöx-f. Samanber t. d. það, að í Reykjavík er ein verzlun fyrir hvei-ja 56 íbúa. Árið 1930 var tal- ið að 39.8% af fólkinu í landinu, stundaði landbúnað en 16.7% fiskveiðar, eða samtals við fi-am- leiðsluna 52.5%, en árið 1940 voru þessar tölur komnar ofan í 30.6 cg 15.9 eða samtals við fram- leiðslustöi'fin 46.5%. Sjálfsagt má búast við íækkun á þessari hlut- fallstölu árið 1950. Þjóðin hefir ríyrst bg fremst framleiðsluna til að lifa á og frá henni grefur hún undan fótum sér. Eg held því fram að til þess að framleiðslustörfin séu ekki hættulega yfirgefin og til þess að æskilegt sami-æmi milli fólks- fjölda í bæjum og í sveit, þá vanti, eins og nú er, 30. þúsund manns til landbúnaðarstarfa, og eg held því fram að þessar 30 þúsundir séu til í bæjunum og hafi þar raunar ekkert að gera. Hjá sumum menningai'þjóðum stunda allt að 80% landbúnað. Eins og var hér um síðustu alda- mót. En þótt hér sé stundaður sjór og iðnaður, mundi það öllu til bóta í landi þessu, að 50% þjóðarinnar væri bundinn við landbúnaðinn. Eg sagði öllu til bóta. Það er öllu til bóta í land- inu að fólkið haldi sig við fram- leiðslustöi'fin. Það treystir sjálf- stæði þjóðarinnar og það gefur þjóðarsálinni heilbrigða hugsun að fólkið stundi nauðsynleg störf. Iðjuleysið skapar sjúkar sálir og fráleitar hugsanir. Enda ber nú þegar mikið á því hve margt fólk hér í landi — það, sem til sín lætur heyra — hugsar grautarlega. Landbúnaðurinn innifelur dýr- mætt vei'ðmæti aðeins með því að þar eru aldrei verkföll, þjóðinni til skaða og skammar. Verkföll hjá þeim, sem stunda framleiðsl- una er hreinn voði fyrir afkomu þjóðarinnar, samanber togara- vei'kfallið á s. 1. sumri. Iðjuleysi og vei-kföll er ekki til í landbún- aðinum, það ávinnur honum' for- gangsrétt að því, sem byggja má á. í þéttbýlinu er þetta hvort tveggja böl, sem skapar öryggis- leysi. Mikill meiri hluti bai-nanna elzt upp við þessar plágur. En þær verka „negativt“ á þroska þeii-ra, bæði til sálar og líkama. Það er hættulegt fyrir menning- ai'þjóð. Sjálfstæðir menn í frjálsu þjóðfélagi í spekinnar bók standa þessi orð: „í sveita þíns andlitis skaltu brauðs þíns neyta“. Þetta eru fyi-irmæli til okkar og fi-am hjá þeim verður ekki gengið léttum skrefum. Þau fela í sér mikla merkingu: í fyrsta lagi þá, að ekki má krefjast framfæris síns af öðrum. í öðru lagi þá að skyldugt er og sjálfsagt að yrkja jörðina og stunda önnur framleiðslustörf eða störf, sem eru afleiðing af eða stuðningur við framleiðslustörf- in. í þriðja lagi þá, að fólkið á að vei-a, í starfi sínu, í sambandi við hið gróandi líf. í fjórða lagi þá, að andleg og líkamleg heilsa fólks er í veði, ef það ekki stundar nauðsynleg störf og neytir þeirr- ar fæðu, sem afla má úr skauti fósturlandsins. í firnmta lagi þá, að með því að hlýða fyrirmælun- um býr fólkið sér bróðux-lega samstöðu við uppfylling daglegra (Fi-amhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.