Dagur - 12.09.1951, Side 7

Dagur - 12.09.1951, Side 7
Miðvikudaginn 12. scpt. 1951 DAGDR 7 "HSufieysisbrof er gömul ásökun ofbetdisseggja Japaear notuðii slíkar ásakanir 1931, Hitler 1939 og kommúnistar 1950 og 1951 Ásökunum um „hlutleysis- brot“ og „ofbeldisárásir“ rignir um þessar mundir yfir her- stjóm Sameinuðu þjóðanna í Kóreu. Kommúnistar segja flugvélar og hermenn S. þ. hafa framið hvert afbrotið af öðru á Kaesong-svæðinu og á grundvelli þessara ásakana slitu þeir vopnahlésviðræðun- um og eru nú helzt horfur á að Kóreustríðið blossi upp á ný, en frá slíku stafar heimsfriðin- um mikil hætta. Herald Tri- bune ræddi nýlega um þessar ásakanir kommúnista og rifj- aði upp áþekkar ásakanir frá fyrri árum, frá tíð japanska herveldisins og Hitlers. Grein- in er hér lauslega þýdd. Hinn upplogni „árekstur“, „at- vik“ eða „hlutleysisbrot“, er einn Ijótasti — en jafnframt sérkenni- legasti — eiginleiki hinna ný- tizkulegu „gangster“-utanríkis- samskipta, sem einræðisríkin að hyllast, en til huggunar má það teljast, að nýjustu, vísindalegar aðfefðir er.u nú loksins að ná því marki ,að fletta ofan af sögu mönnunum. Eitt írsegasta dæmið um þess háttar „atvik“ er ásökun Japana um að reynt hafi verið að sprengja í loft upp Suður-Man- sjúríujárnþrautina nálægt Muk- den aðfaranótt hins 18. septem- ber árið 1931. Þetta „atvik“ var notað til þess að réttlæta vopn- aða árás Japana á Mansjúríu. — Það var ekki fyrr en ári síðar, sem rannsóknarnefnd Þjóða- bandalagsins felldi þann úrskurð, eftir langvinnt rannsóknarstarf, að skemmdirnar, „ef einhverjar hefðu verið“ ,hefðu a. m. k. verið of smávægilegar til þess að rétt- læta hernaðaraðgei'ðir. En nefnd- in gat ekkert um það sagt, hvort „atvik“ þetta hefði verið sett á svið í ákveðnum tilgangi.Aðal- atriðið var auðvitað, að það hafði þegar gegnt hlutverki sínu. Jap- anir höfðu lagt undir sig landið. Hitler var meistari í fræðunum. Sex árum síðar bjuggu Japanir út annað „atvik“, við Marco- Polo-brúna nálægt Peking, að- faranótt 7. júlí 1937. (Þessi „at- vik“ gerast helzt að næturlagi, sbr. „sprengjuárásina" á Kaesong á dögunum). Þetta „atvik“ nægði Japönum til þess að réttlæta árásina á Kína. Hlutlaus rann- sókn á atburðunum við Marca- Polo-brúna, var óframkvæman- leg. — Hitler var meistari í þeim vís- indum, að framleiða „árekstra“, „atvik“ og hlutleysisbrot á landa- mærum; hann framleiddi slíkt gjarnan í stórum stíl, en beið sjaldnast eftir rannsóknarnefnd- um til þess að framkvæma at- huganir á staðnum. En ásakanir hans blekktu marga og voru undanfari árásarinnar á Pólland, Rússland o. fl. lönd, en sam- kvæmt túlkun nazista voru þeir þar aðeins að verja hendur sínar. Maður skyldi ætla, að þessi að- ferð hefði lifað sitt fegursta á ár- inu 1939—1941, en það hefur samt komið í ljós, að einvalds- herrar telji slík brögð enn nokk- urs virði. Árásin á Suður-Kóreu í júní í fyrra, hófst eftir að búið var að setja á svið heila ,,seríu“ af slíkum atburðum, sem áttu að að sanna, að það hafi verið Bandaríkjamenn, sem í rauninni hófu árásarstríð í Kóreu! Líklega trúa Rússar því enn! Hreinar álygar af þessu tagi, sem vandlega eru undirbúnar og útbásúneraðar með öllum ný- tízku aðferðum,; er eríitt að af- sanna, þar sem ekki er hægt að leggja skjölin á borðið fyrir framan nefið á hverjum manni og líklegast er að mestur hluti rúss- nesku þjóðarinnar trúi þessum söguburði um upphaf Kóreu- stríðsins. Samt er nú hægt að leggja fram óyggjandi gögn í sumum þessara mála. Snemma árs 1950 skutu Rússar bandaríska flugvél niður yfir Eystras. Þetta „atvik“ mun ekki hafa verið fyr- irfram undirbúið, en það hafði ekki fyrr gerzt, en reynt var að koma ábyrgðinni af því á hendur Bandarikjamanna. En í þetta sinn sýndu rannsóknir á braki úr flugvélinni, að forráðamenn rússneska heimsveldisins höfðu í þessu máli gripið til hreinna ósanninda eins og óvandaðir götustrákar. (Rússar sögðu flug- vélina hafa verið yfir Eistlandi, en skutu hana niður langt úti á hafi). „HlutIeysisbrotin“ í Kaesong og radarinn. Og nú síðast höfum við heyrt um hlutleysisbrotin í Kaesong í Kóreu. Þarna var um alveg óvenjulega klunnalega fölsun að ræða, sem hlaut að verða upp- víst um af ýmsum ástæðum. En ekki þarf að deila um, hvað gerð- ist þessa nótt í Kaesong og þar koma vísindin til sögunnar. — Skammt frá Kaesong hafa herir Sameinuðu þjóðanna fullkomið radarkerfi. Það var flugvél yfir Kaesong þessa nótt, en skýrslur og radar-skífan sýndu óumdeil- anlega að flugvélina áttu komm- únistar sjálfir. Þau gögn, sem fyrir hendi eru um þetta „hlut- leysisbrot“, eru ótvíræð og efa- laus í augum allra manna, sem hafa heilbrigða sálarsýn. Komm- únistum tókst í þetta sinn aðeins að dæma sjálfa sig fyrir fölsun fyrir augum alls hins frjálsa heims. Og nú rignir ákærum um fleiri ,.blutleysisbrot“, en fordæmið er fengið og enginn trúir lengur ákæru kommúnista. Kannske hafa vísindin komið því til leiðar að'hið tilbúna „atvik“ sé ekki lengur það vopn, sem það var í höndum japanskra heimsvalda sinna og nazista. gefa sér fæstir tíma til að kanna þennan afleggjara. í viðæðum við ferðlanga og heimamenn þessa landsfjórðungs, kemst maður að því, að furðu margir aka þessa leið oft á lífs- leiðinni, án þess að gera sér það ómak, að aka afleggjarann við Brúará. Leiðin er þó ekki löng, og hún er greiðfær. Aðeins 2V2 km. frá þjóðbrautinni er merk- asta höfuðból landsins á fyrri öldum, höfuðstaður landsins í sjö aldir, heimkynni sumra beztu manna þjóðarinnar, vettvangur mikilla atburða íslandssögunnar, hið forna biskupssetur Skálholt á bökkum Hvítár. Samtiningur úr Suðurlandsferð Geysisgos — Jökulsýn — Moldrok Á sumri hverju aka þúsundir ferðamanna þjóðveginn frá Reykjavík austur í Biskupstung- ur, að Geysi og Gullfossi. Á sunnudögum er margfaldur mannhringur umhverfis gosskál- ina við Geysi. Þar tala fleiri er- lendar tungur en íslenzku. ís- lenzkir ferðaménn hafa gaman að veita athygli þeim mikla áhuga, sem erlendir ferðalangar hafa fyrir þessu náttúruundri og sjaldan mun það koma fyrir, að Geysir gamli valdi þeim von- bx-igðum. Innan stundar reka dunur og dynkir mannfjöldann frá skálinni og á meðan ungir og aldnir eru á harðahlaupum upp um brekkur og móa, til að foi'ða sér, stígur fyrsta gossúlan til himins. í björtu og fögru veðri er Geysisgos ógleymanlegt. Fegurð náttúrunnar á þessum slóðum verður líka ógleymanleg. Hinar grösugu víðáttur þessa héraðs alls stinga í augu Noi'ðlendings og auka trúna á möguleika kom- andi kynslóða að nytja þétta land. En þó ber einn skugga á. — Dimmur mökkur stígur til him- ins sunnan jöklanna og þokast fyrir norðan andvaranum suður yfir héraðið og byrgir brátt hina fögru útsýn. Landið er að blása upp. íslenzk gróðui'mold fer með vindinum á haf út, landið sjálft er fátækara eftir. Slíkan upp blástur þekkja ekki þeir, sem ala aldur sinn í dalabyggðum Norðui'lands. En þessi sýn minnir óþægilega á þá kenningu skóg ræktai’manna okkar og fleir ræktunarmanna, að þrátt fyrir all ar framfarir í túnrækt, þrátt fyr ir vélai'nar og „byltinguna“ landbúskap okkar, er þjóðin samt illa á vegi stödd í ræktun lands síns í heild. Gróðurinn mun enn á undanhaldi fyi’ir vindum og veðri. Uppblásturinn er stórfellt vandamál, sem þjóðin er naumast tekin að glíma við af nokkurri al vöru enn sem komið er. Staður í þjóðbraut. Rétt austan við brúna á Brúará er afleggjari af aðalbrautinni. — Ferðamenn, sem ætla að ná til Geysis fyrir fyrirfram ákveðið ferðaskrifstofu-sápugos, eða ná til Gullfoss meðan sólin nær að skína fegurst í gegnum úðann, Kennslustund í íslandssögu. Það er skaði að margir islenzk- ir ferðamenn fara svo um þessar slóðir, að gefa sér ekki tíma til að koma í Skálholt. Það er góð kennslustund í íslandssögu að koma þar heim á hlaðið — ekki xó þannig skilið, að menn læri jar eitt né neitt utn .ipgrlsisat- burði; eða stói-menni þessa forn- helga staðar, heldur vegnax.þess að hvei;gi er frernui-.en, þar hægt að. sjá. hversu sórglega litla rækt pessi. „s,ögu-þjóð“ þefur .lagjt.við sögu sína og forpar xninjar. Qest- urinn getur látið augu renna yfir holt og grundir, tún og engi, fljót ;óg fjöll, séð í anda biskupa og sveina þeii-ra þeysa. heim , ti'að irnar eða förumþnn kal)a ,á,,ferju yfir Hvít. Hann getur ímyndað sér . v.eglega dómkirkju, þar sem hrörleg timburkirkja, stendur nú. Allt þetta og miklu fleira getur hugmyndaríkur og sæmil. sögufr. ítlendingur séð í einni svipan. Hann á því ærið erindi, þótt út- lendingur eigi það sjaldnast. En xegar náttúunni sjálfri slepipir — og eigin hugmyndaflugi — er fátt að sjá í Skálholti. Handaverk kynslóðanna eru flest horfin. — Staðurinn er gersamlega rúinn gripum og fórnum minjum, svo að hreina fui'ðu má kalla. Maður undrast ag engin tilrauii skuli hafa verið gerð til þess að spyrna fótum við eyðileggingunni. Hólafeðga, kostað af ei-lendum manni. Eitthvað fleira mætti til tína, en flest er þó hér talið, sem ferðalangur, er enga leiðsögn hefur, sér á Skálholtsstað. Niður- lægingin er svo stórkostleg, að menn vei’ða að sjá hana með eig- in augum til þess að trúa. Þjóðarsómi krefst endurreisnar staðarins. Það hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti að eiga að fylgja vel menntum útlending að þeim stað, sem í sjö aldir var óumdeilt höf- uðstaður landsins. Enginn ís- lendingur gerir það kinnroða- laust. Og enginn íslendingur stendur svo á gi'ónum leiðum kii'kjugarðsins í Skálholti, að hann strengi þess ekki lieit, að leggja lið því vei-ki, sem nú er hafið, að endurreisa sæmd þjóð- arinnar með því að endurreisa Skálholtsstað. Það hefði vei'ið lít- ið átak á hinum síðustu „gull- aldar“-tímum þjóðai'innar, að leggja fram fé úr opinberum sjóðum til þessa verks. Það var ekki gert. Nú hafa áhugamenn stofnað félag um málið og hyggj- ast gera það, sem enn er hægt að gera á þessum stað, með frjálsu og fúsu átaki landsmanna sjálfra. Norðlendingar eiga að styðja hið nýja Skálholtsfélag eins og þeir mega. Endurreisn Skálholts er ekki séi'mál neins landsfjórðungs. Niðurlæging staðarins varpar ekki rýrð á neinn landsfjórðung sérstaklega. Hér er mál, sem varðar alla þjóðina. Sú tíð þarf að koma innan fárra ára, að ferðalangar um Suðurlandsund- irlendið geti átt gagnlega kennslu stund í íslandssögu í Skálholti, ekki kennslustund í niðurlæg- ingu — heldur í uppbyggilegum fróðleik um líf og starf horfinna kynslóða, í þeim örlagaríku at- burðum, sem á þessum stað voiu skráðar á sögunnar spjöld. ílrörleg kirkju — þýfður kirkjugarður. Kirkjan er ómessufær kölluð af prestaþingi landsins á því herrans ári 1951. Er það ekki vonum fyrr, að sú samþykkt ér gerð. Naumast mun fyi'irfinnast ömurlegra guðshús á landi hér. Altaristafla er engin, Gólfið er að brotna niður. Kii'kjan virðist skökk og skæld á grunninum Einn forn Ijósahjálmur er eini votturipn um forna gripi á þess- um stað. Umhverfis er kii'kju- garðurinn, þrisvar sinnum stærr: að minnsta kosti en kirkjugarðar gerast við sveitakirkjui-. Þar hvíla biskupar og skólameistarar geistleg og vei'aldleg yfirvöld þjóðarinnar í mai'gar aldir. Þessi reitur líkist helzt þýfðu, en að öðru leyti kennimarkalausu hag lendi. Þar er að vísu nýlegur bautasteinn yfir meistai-a Brynj- ólf og nánustu ættmenni hans en lítið annað minnir á forna fi-ægð. í holtinu við þjóðveginn er lítilfjörlegt minnismei'ki, sem í engu er við haldið, á aftökustað Máíningðr vorur nýkomnar, svo sem: Hvítt, lagað Kremgult Enskrautt Tekkbrúnt Gólflakk Skipalakk Ahornlakk Útihurðalakk Vélalakk, grátt Gulokkur, olíurifið Fernisolía Þurrkefni Terpentína Byggingavörudeild. I Málningar penslar framúrskarandi góðir, nýkomnir Byggingavörudeild.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.