Dagur - 19.09.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 19.09.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 19. sept. 1951 D A G U R 5 jónas Þór, íorsfjóri, sjöfugur 35 ára braiitryðjandastarf í ullariðnaði landsmanna Laugardaginn 8. þ. m. varð Jónas Þór forstjóri Ullarverk- smiðjunnar Gefjunar sjötugur og um þessar mundir eru liðin 35 ár síðan hann tók við stjórn fyrir- tækisins. Á þessu tímabili hefur margt breytzt í íslenzku þjóðlífi og atvinnuháttum og er ullariðn- aðurinn þar engin undantekning. Þar hefur orðið bylting. Nafn Jónasar Þór er nátengt þessari atvinnubyltingu. Hann hefur ver ið brautryðjandi í ullariðnaðin- um og hefur leitt hann frá frum- stæðum tóskap til fullkominnar vélavinnu dýrindis dúka. Er það mikið dagsverk og happasælt fyrir þjóðina alla. Jónas Þór kom að Gefjun á þrengingartímum verksmiðjunn- ar 1916, þegar starfrækslan lá niðri að verulegu leyti og trúin á framtíð slíks verksmiðjuiðnaðar hér var að dofna. Jónas hófst þegar handa, hratt verksmiðj- unni af stað, fékk atvinnulausum verkamönnum starfd og kom þegar fram með nýjungar í iðn- aðinum — betri og smekklegri vöru — sem urðu til þess að glæða áhuga landsmanna fyrir dúkum úr íslenzkri ull. Á 35 ára skeiði hafa skipzt á skin og skúr- ir í sögu Gefjunar cg starfssögu Jónasar Þór þar, en þegar 1916 markaði hann stefnuna, sem jafnan var fylgt síðan: Aukning framleiðslunnar, aukin vöru- vöndun og nýjungar, vaxandi at- vinna, aukin gagnsemi framleið- enda og þjóðarinnar í heild af starfrækslunni. Með þennan leið- arstein í stafni hefur Jónas Þór stýrt Gefjuni frá lítilli og ófull- kominni tóverksmiðju til stærsta og fullkomansta verksmiðjufyr- irtækis í landinu. Jónas Þór hefur alltaf haft þá trú, að íslenzka ullin væri dýr- indis hráefni, sem kiætt gæti þjóðina, ef réttum vinnubrögðum væri beitt. Hann hóf snemma að endurbæta vélakost Gefjunar og innleiða nýjar framleiðsluaðferð- ir. Hann ferðaðist víða um lönd þeirra erinda, lét vinna úr sýnis- hornum erlendis og lagði sig mjög fram um að kynnast hvers konar nýjungum í ullariðnaði. — Möguleikar til stórra átaka í ull- ariðnaðinum opnuðust ekki fyrr en 1930, er Samband ísl. sam- vinnufélaga keypti Gefjuni og ■verksmiðjan komst þannig í beint samband við ullarframleiðendur og hafði að bakhjarli voldug samtök, sem voru staðráðin í að efla hana og auka á allan hátt. Skömmu síðar hófst undirbún- ingur að stofnun kambgarns- deildar, og síðar rak hver endur- bótin aðra, nú síðast hin mikla ullarþvottastöð og loks endur- bygging Gefjunar, sem nú stend- ur yfir, en að henni lokinni verð- ur Gcfjun glæsilegasta og ný- tízkulegasta verksmiðja á landi hér. Framleiðslan hefur líka tek- ið miklum stakkaskiptum. Dúkar og band frá Gefjuni standast samjöfnuð við beztu erlenda framleiðslu. íslenzka ullin skipar aftur verðskuldaðan sess í huga og hagkerfi landsmanna. í öllu þessu starfi má rekja slóð verk- smiðjustjórans, og þótt margir hafi lagt hönd að þessu verki og tíminn hafi unnið með málinu, er hlutur hans í þessari þróun mestur og þakkarverðastur. Jónas Þór hefur á langri ævi haft á hendi verkstjórn yfir miklum mannfjölda. Hann hefur krafizt ástundunar og vandvirkni og ekki dulið undirmenn sína ef honum mislíkaði. En naumast munu fyrirfinnast óvildarmenn hans í þeim stóra hóp. Hann hef- ur verið ástsæll af starfsmönnum sínum, sem vel hafa kunnað að meta dugnað hans og drengskap og ódrepandi áhuga fyrir fram- þróun ullariðnaðarins hér á landi. Jónas Þór hefur starfað að ýmsum félagsmálum hér í bæ. Hann hefur löngum verið einn mesti áhugamaður um skógrækt. Hann hefur jafnan haft blóm og tré í kringum sig, jafnvel á Gefj- un, og hann hefur hér gert ýmsar markverðar tilraunir með rækt- un blóma, trjáa og runna. Jónas hefur lengi átt sæti í rafveitu- ■nefnd bæjarins og hefur þar lagt fram mikið starf. í fleiri félögum hefur hann starfað, enda er 'hann ágætlega til þess hæfur að takast á hendur trúnaðarstörf, sakir gáfna, kunnáttu og hu.gkvæmni. Margt fleira mætti nefna um störf og áhugamál Jónasar Þór, þótt það verði ekki gert hér. Jónas Þór var fjarverandi úr bænum á sjötugsafmælinu, sjúk- ur í öðrum landsfjórðungi. — Vafalaust hefur hugurinn dvalið hér nyrðra þann dag, við þennan bæ og hérað, við hinn stóra at- vinnurekstur við Glerá, við ágætt og fagurt heimili hér. En bæjarmenn hér og margir aðrir landsmenn minnast á þessum tímamótum merkilegs brautryðj- endastarfs merks manns og ágætrar viðkynningar á liðnum árum og senda hlýjar kveðjur suður um fjöll. Guðrmi Á. Símonar t’cssi mlga og efnilega söngkona hélt hljómleika hér í Nýja I>ió sl. fimmtudag. með aðstoð Frit/. Wciss- happel Aðsókn var miklu l.'ikari en skyldi, og cr jrað raunar að verða gömul og sí-ehdurtekin sttga, þegar um cr að ræða, klassiska konserta.- Þeir, sem unna sannri tónlist og starfa að útbreiðslu hennar og við- gangi, verða sílcllt að horfast í augu við þá hraðvaxandi sorglegu stað- reynd, að yngra fólk sækir helzt tlls ekki aðra konserta en jazz- liljómsveitir og aðra h'liðstæða spjátrungs- og sprelli-mennsku, dans og íjrróttir, íþróttir og dans. En hvert er stefnt með slíku hátta-, agi? Um þennr.n konsert Guðrúnar er ekki atinað en g-'tt citt að segja. Söngkönan hefur, afarglæsilega og hljómmikla rödtl, seih hún beitir al mikilii leikni, svo að hverg't g.vtir ó.hétfs né oístopa, eins og eðlilega vill stttndum brenna við hjá íólki-, sem náð hefur mikiili leikni. Htn, vcgar ínun söngkonan eiga j>ó nokkuð í Iand mcð að finna sj.ílfa sig í persónulegri túlkuti, en j)á cr líka því marki íyliilega náð, seni algerlega skilur á niiili iistar og lcikni. — Og á meðan ég hjýddi á. annan konsert, sent söngkonan hélt á Húsavík kvöldið éftir með nokkuð breyttri söngsltrá, sannfærð- ist ég um, að hún er koniin vel á- leiðis hvað jretta mikilvæga atriði snertir, jafnframt j>\í að cg hika ekki við að kveð’a upp úr með þá skoðun mína, að hér fari mesta ís- lenzka söngkona að svo komnu, og byggi cg það álit jafnframt á tals- verðri viðkynningu. há er og ómaks- ins vert fyrir okkur, sem unnum is- lenzkri tónlist, að jrakka söngkon- untii efnisvalið, sem var til lielm- inga íslenzk Iög. Báðir [icssir konsertar voru frem- ur illa sóttir, cn Húsavíkur-kon- sertinn þó raunar furðuvel, því að þar var eitt hið alira ófærasta slag- viðri, sem ég licf kotnið út í. I>á ber og hins að geta, að á báSum þessum konsertuni var söngkonunrti mjög vel tekið, enda voru konscrtarnir hinir prýðilegustu. — Og ckki iét Weisshappei standa upp á sig frem- ur en venjulega, Itvað undirleikinn snerti ,og er það gömul saga. 1Sjörgvin Guðmuiidsson. ÝMISIEGT FRÁ BÆJARSTjÓRN B/TEE.ÍNN KEFUR hafnar forkaupsrétti sínu’nt að býlinu MelgerSi I í Glerárboi’pi, þ. e. hús, ióð cg 1% dagsi. erfðafestulands. Seljandi er. Einar Jónsson, kaugandi Fricgsir Eyjólfsson. Kaupverðið 105 þús. SUNDRÁÖ BÆJAEINS ltefur sent bæjarstjórn erindi um nauðsyn þess að gera viðr ieiðsluna í sundlaug bæjarins. — Kristján Geir- múndsson og Jakob Karlsson sendu crindi um c-ndurbætur á girð- ipgunni austan við andatiörnina. — Bæjarráð afgreiddi jtessi erindi bæði á þann hátt, sem líklegastur er til jtess að ekkert verði í málinu géi't: Það vísaði þeim til bæjarverkfræðingsins. Á FUNDI. KEILBRIGÐISNEFNBAlt um sl. mánaðamót var upp- lyst að rottueitur'sé nú fyrir hendi hjá heilbrigoisfulltrúa og var al- ménningur hvattur til að lóta eitra við hús. — Bærinn á í samning- v.vp við bóndann á Kífsá, Þorkel Björnsson, unt aínot lindarvatns í landareigninni til vatnsveitu bæjarins. — íbúar Skólastígs og Helga- riiagfastrætis hafa skrifáð bæjarstjórn og óskað að lagðar veroi gáhgstéttir við götur þessar. Bæjarráð fresíaði ákvörðun í málinu. — Mhgnús J. Kristinsson b.efur hlotið löggildingu til þess að annast rafvirkjastörf iiér í bænfmi. 'MÍKIÐ EE UM þáð nú í suntar og haust, að ntenn sæki um lækk- un eða niðurfeiHngu Úfávars síns, eit þessum málaleitunum er yfir- leitt þungiega tekið af bæjarráðsntönnum. — Þó hafa ýmsir sparað sér drjúgn skilding með því framtaki að senda bæjarráði bænaskjal. Kámskeið. verða liaidin í Húsmæðiaskólanuin í vet- nr, í matreiðslu, vefnaði, iatasaum og sniðteikningu. Upplýsingar utn námskeðin verða gefnar í skóian- og fimmtudag, kl. 4 e. h. FORSTÖÐ UKONAN. um, þriðjudag, iniðvikudat dkar, 4-7 ára! Fat íCÉ JU2tJLSkíí.Vl jI. 9} Ná.niskeið í íö.ndri og annari handavinnu iiefst lijá ntér 1. cktóber. — Uppl. í síma 1162. UjÖIjDÍS RYEL. Nýtízku ræktuuaraðferðir auka uppskeruua í Indiandi - 1 Myndin sýnir rioapióg a’ð starfi í Bari í Bcphalsfylki á Indiandi, cn þarna á að gera hveitiakur. Ind- Iandsstjóm fékk nýlega 10 millj. dollara lán frá hínunt alþjóðlega endurreisnarbanka, sem er ein a£ stofnunuin Santeinuðu þjóðanna, og áíti var vcrja upphæðinni til að kaupa nýtízku iandbúnaðartseki,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.