Dagur - 19.09.1951, Blaðsíða 12

Dagur - 19.09.1951, Blaðsíða 12
12 Bagub Miðvikudaginn 19. sept. 1951 Kartöfluuppskeran mun óvíða ná meðallagi í héraðinu Sums staðar nær alger uppskerubrestur Kolaverðið dæmi um hin „hag kvæmu" viðskipti í Áusturvegi Norðurlandaþjóðir kaupa kol frá Bandaríkjunum Kartöfluuppskera hér í hérað- inu mun óvíða ná meðaluppskeru að þessu sinni og sums staðar er nær alger uppskerubrestur og hafa margir bændur, sem lagt hafa fé og fyrirhöfn í kartöflu- ræktun, orðið fyrir miklu tjóni. Á einstaka bæjum í fram- Eyjafirði skemmdist kartöflugras af næturfrosti þegar í júlí, enn meira um miðjan ágúst og aftur seint í ágúst og enn varð frost- nótt snemma í þessum mánuði. Ofan á þetta bætist, að tíð hafur verið köld og óhagstæð mestan hluta sumarsins. Lakast í Fram-Eyjafirði. Eftir þeim upplýsingum að dæma, sem blaðið hefur getað afl að sér, munu uppskeruhorfur einna lakastar í fram-Eyjafirði. Sums staðar á Staðarbyggð verð- ur nær alger upþskerubrestur, en annars staðar sæmileg uppskera. Næturfrostin fóru mjög misjafnt yfir eftir legu garðanna. Á ein- staka bæ svarar naumast kostn- aði að leggja vinnu í að taka upp. Svipaða sögu er að segja annars staðar úr Eyjafirði fram. Akureyri. uppskeruhorfur hér á Akur- eyri munu yfirleitt heldur léleg- ar. í görðum hér ofan við bæinn féll gras að verulegu leyti um miðjan ágúst og eru uppskeru- liorfur eftir því. f görðum nær sjónum er ástandið talsvert belra. Neðan við meðallag á Svalbarðsströnd. í hinu mikla kartöfluræktar- héraði á Svalbarðsströnd eru horfur heldur lélegar yfirleitt, þótt ekki eins slæmar og fram í Eyjafirði. Næturfrost herjuðu þar ekki í sama mæli og víða annars staðar, en allt um það telja bændur þar uppskeru yfir- leitt neðan við meðallag og sums staðar mun minna en það. Sömu sögu er að segja úr Höfðahverfi, þar mun uppskera yfirleitt vera með lélegasta móti. Ut með Eyjafii’ði vestanverð- um mun hvergi að ræða um góða uppskeru, en frostin hafa gengið misjafnt yfir eftir legu garðanna. Að öllu samanlögðu er auðséð nú þegar — enda þótt uppskeru- Gott heilsuíar Heilsitfar í bænum er ágætt um þessar nntndir, sagði Jóhann Þor- kelsson .héraðslæknir í viðtali við blaðið í gær, og ganga hér engar farsóttir. Ekki vissi héraðslæknirinn til [tess að neitt kíghóslatilfelli hefði komið tipp hér, en einhver orðrómur um siíkt helur verið á sveimi. Til dæmis um gott ástand að þessu leyti, sagði læknirinn, að er hann hafði næturvakt fyrir nokkrum dögum, hefði aldrei verið liringt í næsturlækni ,og væri slíkt sjaldgæft. sé hvergi nærri lokið, — að kar- töfluuppskeran í ár hér um slóð- ir hefur brugðizt að verulegu leyti og er það að sjálfsögðu áfall fyrir bændur og aðra, sem hafa tengt. afkomu sína þessari ræktun að meira eða minna leyti. Greinaflokkur um ísland í „Vi44 Seint í ágúst hófst greinaflokk- ur uni ísland í sænska samvinnu- tímaritinu Vi, sem er stærsta og útbreiddasta vikublað SvíJjjóðar (upplag 650.000). Greinarnar ritar Jöran Forss- lund ritstjóri, er hér var á ferð í sumar og dvaldi meðal annars um tírna hér í bæ. Fyrsta grein Forsslunds heitir „Sillen gör liv- et spánnande“ og fjallar eins og nafnið bendir til um síldina, Siglufjörð, síldarleitarflug o. fl. Greinin er prýdd mörgum mynd- um. Forsslund segir skemmtilega frá lífinu í Sigíufirði í júlí og frá starfsemi Kaupfél. Siglfirðinga. Þá lýsir hann síldai-flugi og Siglufjarðarferð með Grumman- flugbát Flugfél. íslands, sem hér hefur bækistöð og þykir honum glæfralegt að lenda flugvél í hinum þrönga firði, en aljt fór það vel og þakkar hann það flugmönnunum „kapten Aðal- björn (Kristbjarnarspn) och second pilot Kristján" (Mikaels- son). „Þór“ Norðurlands- meistari Knattspyrnumót Norðurlands fór fram hér í bænunt um-helgina, og voru þátttakendur bæði knatt- spyrnuíélögin hcr og' lvnattspyrnu- félag’ Sighd jarðar. Knattspyrnufé- lagið Þór hér ,í bæ sigraði, hlaut 4 stig, K. A. hlaut 2 stig en K. S. ekkert stig. Tregur fiskafli við Eyjaf jörð Nokkrir bátar í’ótf til- liskjar frá Dalvtk, Hrísey og l.itla-Árskógs- sandi og fleiri verstöðvum við Eyja- fjöíð. en afli ér trégur. Gæftir hafa verið ntjög slopular. nú síðari hluta sumars. Aflinn er lagður ttpp í hraðl'rystihús í Dalvík og Ilrísey, en auk þess nturi eitthvað tcra saltað. Rússar kaupa síld af Bretum lírezka síldarútvegsneíndin behir nýlega gert samning’ um sölu á 44 þós. umnuni at sko/kri sumarsíld og austurstrandarhaustsíld til Rúss- lands og á afskiptm að vera lokið fyrir 31 .j;m. n. k. Þá sclja ISretar og li) þús. tuniiur til Austur-Þý/ka- lands í skiplum fyrir áburðarteg- uiidina Kainite. -- Bretar gera sér vonir um meiri síldarsölu lil Rúss- lands. Starfsmenn KEA á handfæri - lítill afli Útgerðarfélag KEA bauð starfs- miinnum kaupfélagsins í handfæra- leiðangur á nts. Snæfelli sl. sunnu- dag, og var farið út í mynni Eyja- l'jarðar. Veður var allgott, en afli tregur. Fcngust í allt um 250 fiskar á skipið yfir dagitui. Er þetta miklu niinni veiði en í fyrra, en starfs- menn KEA fóru þá í slíkan Ieið- angur á sömu slóðir. - Landhelgismálin (Framhald af 1. síðu). einn skugga á framkvæmdina. 1 krafti brezk-danska sáttmálans frá 1901 áttu brezkir togarar að fá að veiða einni mílu nær landi en önnur skip, þeir áttu ekki að hlýta línu, sem dregin er fjórar mílur frá Horni og Langanesi, heldur máttu Jteir enn um sinn, einir togara, sækja inn á flóa og firði samkvæmt gömlu landhelg- isákvæðunum. Enda þótt hin nýja reglugerð kippti að veru- legu leyti fótunum undan tog- veiðum vélbáta hér fyrir Norð- urlandi og hefði þannig beinlínis mikil áhrif á afkomu útvegsins hér, sættu menn sig við þetta, af því að þeir skildu höfuðnauðsyn baráttunnar fyrir friðun land- grunnsins og þeir treystu því að forrétt- indi Breta yrðu afnumin jafn- skjótt og samningar leyfðu. Nú hefur þessi óviðunandi að- staða verið framlengd og norð- lenzkir fiskimenn og útvegsmenn hljóta að taka málið allt til at- hugunar á ný í ljósi þess, sem nú hefur gerzt. Nú er ætlast til þess að brezkir togaraeigendur sitji einir að ágætum fiskimiðum enn um sinn og þeir fái óáreittir að eyðileggja árangurinn af þeirri friðun, sem fjarvistir íslenzkra togbáta og togara frá þessum miðum skapar. Virðist þama lengra gengið en góðu hófi gegn- ir. Krafa norðlenzkra fiskimanna og útvegsmanna mun þó ekki verða að opna miðin aftur fyrir öllum togurum, heldur að land- lielgisreglugcrðin verði fram- kvæmd eins og efni standa til án tillits til hagsmuna brezkra tog- araeigenda, sem fram til þessa hafa ekki sýnt hagsmunum ís- lenzkra fiskimanna mikla nær- gætni. Ofullkomin tilkynning. Engin skýring hefur fengizt á því, hvað rak ríkisstjórnina til Jjessa undanhalds í landhelgis- málinu. Þrátt fyrir háværar um- ræður í Bretlandi í heilt ár, hef- ur ríkt alger þögn í stjórnarráð- inu í Reykjavík. Tilkynningin á dögunum gaf enga viðunandi skýringu. Hún var svo ófullkom- in og sagnafá, að furðu gegnir þegar um er að ræða stórfellt hagsmunamál, sem varðar alla landsmenn. Meðan ekki birtist önnur skýr- ing á hinni nýju afstöðu ríkis- stjórnarinnar, hlýtur hún að sæta harðri gagrtrýni. Hin stórkostlega verðhækkun, sem orðið hefur á kolum hér nú upp á síðkastið á rót sina að rekja til þess ,að pólska stjórnin hefur ákveðið verðhækkun á útflutn- ingsverði pólskra kola, er nemur 66% síðan samið var um kola- kaup frá Póllandi í fyrra. Þegar Pólverjar hófu að hækka kolaverðið stórlega í vor er leið, varð það m. a. til þess, að Norð- urlandaþjóðirnar kipptu að sér hendinni með kolakaup frá Pól- landi og keyptu í þess stað frá Bandaríkjunum, þar sem kolin eru nú miklu ódýrari í innkaupi en í Póllandi. Þrátt fyrir hinn mikla fragt- mismun reyndust amerísk kol mun ódýrari en pólsk komin á land í Danmörk, enda munu stór skip hafa verið notuð til flutninganna og losun farið fram á ódýrasta hátt, með kolahegrum. Hvers vegna keyptu íslendingar ekki frá USA? Aðstaða íslendinga til að kaupa kol frá USA er mun lakari en Norðurlandaþjóðanna. Er ekki hægt að nota eins stór skip og sæta eins lágum frögtum, og að- staða til losunar hér er miklu lakari en í hafnarborgum erlend- is. Samt er líklegt að amerísk kol hefðu orðið eitthvað ódýrari hér en pólsk, en þá er þess aá gæta að pólsku kolin eru keypt fyrir íslenzkar framleiðsluvörur í vöruskiptum, en amerísk kol kosta frjálsa dollara. Auk þess vilja íslenzk stjórnarvöld í lengstu lög reysta að halda í hin „hagkvæmu“ viðskipti í Austur- vegi, sem kommúnistar hafa mest dásamað. Afstaða kommúnista. Það er augljóst, að það tiltæki Pólverja að hækka kolaverðið upp úr öllu valdi, án þess að bæta það á nokkurn hátt með verðhækkun á þeim vörum, er þeir fá frá okkur, er gangster- mennska í viðskiptum, því að Pólverjar láta miklu miima magn af kolum fyrir fiskinn sem þeir fá og aðrar afurðir, en íáðgert var er samið var við þá. Kommúnistar hér heima liafa „sjaldan sýnt betur innræti sitt en í sambandi við þetta kola- mál, því að í stað þess að segja þann sannleika, að kommún- istastjórnin pólska hafi svikið samninga, saka þeir íslenzku ríkisstjórnina um „kolaokur“. Kolaverðið hér og í Rvík. Kommúnistar hér hafa gert mikið veður út af þeim verðmis- mun, sem er á kolum hér og í Reykjavík og vilja kenna hann kolasölunum! Allir, sem þessum málum eru kunnugir vita, að mis munurinn byggist á því, að syðra er landað úr kolaskipum með kolakrana, en hér í skúffum, sem sturtað úr á bíla. Hér er enginn kolakrani til. Auk þess sem kola- kraninn sparar stórfé í losunar- gjöldum, styttir hann mjög los- unartíma skipanna og veldur þannig lægri fragt. Þessa ein- földu hluti þykjast kommúnistar hér ekki skilja. Ilin „hagkvæmu“ viðskipti. Kommúnistar hafa ekki um annað meira skrafað en hin „hag- kvæmu“ viðskipti, sem íslend- ingar geti haft við einræðisríkin í austri, en ríkisstjórnin af fjand- skap sínurn hafi útilokað. Al- menningur hefur nú kynnzt þessum „hagkvæmu“ viðskiptum að nokkru. Kolaverðið er komið upp úr öllu valdi og nýlega hefur ungverskt hveiti, sem keypt var til landsins ,hækkað verð á öll- um brauðum og er þó mun lé- legri vara en það hveiti, sem fram til þessa hefur aðallega ver- ið flutt til landsins. Ðrengir við heyvinnu Margir kaupstaðadrengir hafa hjálpað til í sveitunum í sumar. — Unglingariíir stjórna víða vélum og þykja ekki síðri við það en fullorðna fólki'ð. — Myndina tók fréttamaður ECA síðastl. sumar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.