Dagur - 19.09.1951, Blaðsíða 10

Dagur - 19.09.1951, Blaðsíða 10
10 D AGUR Miðvikudaginn 19. sept. 1951 Þorp í álögum Saga eftir Julia Truitt Yenni 5. DAGUR. 5-55-w (Framhald). ,,Eg ætlaðist aldrei til að þetta mál bæri þannig á góma,“ sagði hann. „Hjónaband á að verða til blátt áfram og af sjálfu sér, svo sjálfsagt, að ekki þurfi um það að tala. En----------við ffófum ekki átt nema eitt ár saman. Og ekki einu sinni það. Og mér finnst stundum, sem eitthvað sé falið í öllum hinum árunum, sem liðin eru, sem dregur þig til sín. í>ess vegna varð eg--------“ Hann leit á hana. Andlit hans bar áhyggjusvip. Ó, Amos, hugsaði hún aftur og fann að áhyggjur hans stóðu henni í hjartastað. En svo færði hann sig nær henni, laut yfir hana og skyggði á sólargeislana. Hann kyssti hana á munninn og á kinnamar, á eyrað og ennið og á hálsinn mjallahvíta. Hún lá hreyfingarlaus með lokuð augu, en svo opnaði hún augun og horfði á blöð peru- trésins böðuð í sólskini. Tár glitraði á hvarmi hennar. Svo lagði hún hendurnar um hálsinn á honum og hvíslaði: „Amos, það er ekkert, ekkert í því liðna, sem dregur mig í burt frá þér. Aðeins---------“ En hvernig gat hún sagt hon- um það? Og frá hverju var að segja? Hún vissi það ekki, en byrjaði samt, slitrótt og hikandi: „Eg elska þig, Amos. Og eg elska þetta hús og þetta perutré, já og Ármót.“ í öll þau ár, hugs- aði hún, sem hún hafði ekki átt neitt, sem ekki var hægt að grípa með sér, hafði hana ekki rennt grun í, að hún gæti alið þær til- finningar, sem nú fylltu brjóst hennar. Og þegar hún talaði, vissi hún, að hún var í rauninni að útskýrá fyrir sjálfri sér ekki síður en Amos. „Eg atti aldrei heima á nein- um stað nema fáa mánuði í senn. Eg átti aldrei neitt nema fötin, sem eg stóð í, og þá voru mér gefin þau — og nokkrar bækur. En þegar eg hafði lesið þær svo oft, að eg kunni þær utanbókar, sagði pabbi að þær væru of þungar og fyrirferðarmikl- ar------“ Hvernig átti hún að útskýra þetta? Hvernig gat hann skilið það? Henni varð hugsað til húss- ins hans, í skjóli pílviðanna upp við Botnsána, húsið, sem var eldra en trén umhverfis það — og henni varð hugsað til föður síns og þess, hvernig þau höfðu lifað. „Eg verð að segja þér frá föð- ur mínum,“ sagði hún. „Gerðu það ekki, ef þér finnst það verra.“ „Jú, eg þarf að gera það. Ein- hvern tíma kemur að því hvort eð er.“ Samt hikaði hún. Hún vissi, að ef Amos gæti ekki skilið það, sem hún ætlaði að segja honum, mundi það valda þeim báðum sársauka. Hún lá aftur á bak með lokuð augun og lét hugann reika, eins og pabbi væri aftur í lifenda tölu, eins og allt væri aftur eins og fyrrum — rykugur þjóðveg- urinn, forsælan í rjóðrinu í skóginum, regndroparnir úti á víðavangi og skjólið fyrir regni og vindi — fljótin og lækirnir og dagurinn, sem framundan var — eins og vegurinn hinum meg- in við hæðina. Allt þetta hafði pabbi gefið henni — og raunar átti hann aldrei neitt annað að gefa. „Hann var pdédikari," sagði hún, „áður en eg man eftir honum. í smábæjum eins og þessum hér gizka eg á. Hann hataði starfið. Eg hef ekki oft komið í kirkju — og pabbi minntist sjaldan á kirkju í mín eyru — en hann þoldi ekki stofn- unina.“ Hún hikaði aftur, en hélt svo áfram: „Hann trúði því að til væri beint samband í milli Drottins og mannanna og kirkj- urnar gerðu ekkert nema trufla það.“ Hún settist upp í grasinu við hlið hans. „Svo var það, að hann tók si’g allt í eínu' uþp og fór. — Eg man aðeins ógíöggt eftir því. Hann gekk he’rbergi úr herbergi í hús- úiu — og það var síðasta al- mennilega húsið, sem við bjugg- um í — til þess að ganga úr skugga um að allt væri eins og það ætti að vera — og hann skildi kirkjubækurnar og plöggin eftir á skrifborðinu. Svo hlóð hann töskunum okkar og nokknjm kössum á hestvagninn og svo ókum við af stað — í burt frá því öllu saman. Eg veit ekki, hvað það var, sem pabbi gaf fólki, en eitthvað var það. Eg held jafnvel að það hafi verið eitthvað, sem var þeim mikilsvirði. Og svo hætti hann að prédika, því að eg held að hann hafi uppgötvað, að það gerði fólki meira gagn, að það fengi að tala við hann en að hann læsi yfir því. Og það var þetta, sem hann gerði mestan hluta ævinnar. — Hlustaði á aðra. Við fórum bæ úr bæ. Stundum vorum við kannske heilan mánuð um kyrrt, einu sinni þrjá mánuði. Þá fór ég í fyrsta sinn í reglulegan skóla. — Þegar eg var smátelpa ferðuð- umst við í hestvagninum. En sá tími kom að klárinn varð of gam- allt til þess að komast úr sporun- um. Þá var eg orðin svo stór, að eg gat gengið. Og svo fórum við fótgangandi. Kannske var það það dýrmætasta, sem pabbi gaf mér, tilfinningin að alltaf væri nægur tími, og aldrei þurfti að flýta sér. Við gistum á alls konar stöðum. í súðaherbergjum hjá ókunnu fólki, í hlöðum og öðr- um útihúsum og stundum undir berum himni undir þunnri ábreiðu. En þó þurftum við aldr- ei að gera það, gerðum það að- eins, þegar okkur langaði til. Það var svo margt fólk, sem þekkti pabba og við áttum alltaf vísa fleiri nætufstaði en við gátum notað.“ „Þetta hefur verið dásamlegt líf,“ sagði Amos. Hún leit á hann með þakklæt- issvip. „Það var dásamlegt líf,“ sagði hún. „En eg veit ekki hvað upp- eldisfræðingar kunna aðsegjaum það. Það var heldur lítið um það, (Framhald). Kvensloppar hvítir og mislitir Vefnaðarvörudeild, Kjólaefni einlit — Crepe rafgeymarnir heimsfrægu komnir 6 og 12 volta, hlaðnir, fyrirliggjandi. Kaupfélag Eyfirðinga. Véla- og varahlutadeild. B r é f a s k ó 1 i S. í. S. íslenzk réttritun, Danska, Enska, Esperantó, Skipulag og starfs- hættir samvinnufélaga, Fundarstjórn og fundarreglur, Sálarfræði, Bókfærzla, Búreikningar, Reikningur, Algebra, Eðlisfræði, Siglingafræði, Mótorfræði og Landbúnaðarvélar og verkfæri Hvar, sem þér búið á landinu getið þér stundað nám við bréfaskólann og þannig notið tilsagnar hinna færustu kennara. Námsgreinar bréfaskólans eru: Bréfaskóli S.I.S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.